Morgunblaðið - 01.11.1990, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1990
23
Pólland-Þýskaland:
Viðræður um
landamæra-
samning
Varsjá. Reuter.
VIÐRÆÐUR hófust á þriðjudag
í Varsjá milli pólskra og þýskra
embættismanna um landamæri
ríkjanna og náðist í gær sam-
komulag um samning sem tryggir
Pólverjum að landamæri þau sem
ákveðin voru eftir siðari heims-
styrjöldina standi óhögguð. Nokk-
ur ágreiningur virðist hins vera
milli ráðamanna rikjanna um
hversu mikið liggi á að undirrita
samninginn.
Pólsk stjórnvöld hafa lagt áherslu
á að samningurinn verði undirritaður
sem fyrst en Helmut Kohl kanslari
Þýskalands hefur hins vegar gefíð
til kynna að það þurfi ekki að gerast
fyrr en í apríl á næsta ári. Hann er
talinn óttast að samningurinn geti
haft áhrif á gengi hans í kosningum
í desember.
Næsti ’ fundur samninganefnda
Póllands og Þýskalands um málið
hefur verið ákveðinn í Bonn 26. og
27. nóvember nk.
Kjarnasprenging Sov-
étmanna:
Sovéska þing-
ið mótmælir
tilraununum
Moskvu. Reuter.
ÆÐSTA ráð Sovétríkjanna mót-
mælti í gær kjarnorkutilraunum
sovéska hersins á eynni Novaja
Zemlja í Norðurhöfum og sagði
hana til þess fallna að skaða sam-
skipti við ríki Norður-Evrópu.
I samþykkt ráðsins var einnig
kvartað undan því að umhverfís-,
varnarmála og öryggisnefndir þings-
ins skyldu ekki hafa fengið neina
fyrirfram vitneskju um tilrauna-
sprenginguna 24. október sl.
„Snurða er hlaupin á þráðinn í
samskiptum Sovétríkjanna og ríkja
Norður-Evrópu og kjarnorkuspreng-
ingin hefur skaðað samstarf þeirra
á sviði umhverfisverndar í Norður-
höfum," sagði í ályktun Æðsta ráðs-
ins, að sögn TASS-fréttastofunnar.
Ennfremur samþykkti ráðið að
ríkisstjórnin yrði í framtíðinni að til-
kynna fyrirfram um kjarnorkutil-
raunir og var stjórninni veittur
tveggja mánaða frestur til að leggja
fram skýrslu um fyrirhugaðar til-
raunasprengingar á næsta ári.
Yfírvöld á sjálfstjómarhéruðum
frumbyggja á íshafssvæðum Sov-
étríkjanna hafa mótmælt kjarnorku-
tilraunum á Novaja Zemlja við
Míkhaíl Gorbatsjov, leiðtoga sovéska
kommúnistaflokksins, og krafist
þess að fá aðgang að eyjunum, sem
lúta yfirráðum Rauða hersins.
Fulltrúar sovéska hersins halda
því fram að umhverfinu stafi engin
hætta af sprengingunni og að ekki
verði um frekari tilraunir á Novaja
Zemlja að ræða á þessu ári.
Ríkisstjórnir Noregs, Svíþjóðar,
Danmerkur, Finnlands og Islands
hafa sent sovéskum yfirvöldum sam-
eiginlega mótmælaorðsendingu og
óskað eftir því að norrænir sérfræð-
ingar fái að fara til Novaja Zemlja
og kanna sjálfir umhverfisáhrif
kjamorkutilrauna þar.
HOOVER. ri FÍINAI
is:
CARAVEN
SPÁÐU í VERÐIÐ
HOOVER
Ryksuga
Compact
lOOOWött
KR.
11.990.
PUNAI Örbylgjuofn
HOOVER
Þvottavél
• METSÖLUOFNINN OKKAR
• EINFALDUR EN FULLKOMINN
• MJÖG HENTUG STÆRÐ
KR. 21.660.-
A 2400
1300 SNÚNINGA VINDUHRAÐI
RYÐFRlTT STÁL I TROMLU OG BELG
• SPARNAÐARKERFI
d • einfaldar og SKILMERKILEGAR
ÍSL. LEIÐBEININGAR
KR.
69.990.-
ri funai
Myndbandstæki
VCR 7500
HOOVER
Þurrkari
D 6328
• 4,5 KG RYÐFRlR STÁLBELGUR
• SNYR I BÁÐAR ÁTTIR
• 120 MlN. TlMASTILLIR
• GEFUR UÓSMERKI AÐ PURRK LOKNUM
KR. 39.990.-
FUNAI
Hljómtæki
--J----==
• HQ (HIGH QUALITY) KERFI
• PRÁÐLAUS FJARSTÝRING
• STAFRÆN AFSPILUN (DIGITAL)
• SJÁLFLEITUN SlÐUSTU UPPTOKU
• HRAÐUPPTAKA
• RAKAVARNARKERFI (DEW)
• SJÁLFVIRK BAKSPOLUN
• FJÖLHÆFT MINNI
• SJÁLFLEITUN STÖÐVA
• EINFALT OG FULLKOMIÐ
KR. 29.999.-
GRUnDIG
F 20
2x50 WATTA ÚTGANGSSTYRKUR
5 BANDA TÓNJAFNARI
CD INNGANGUR, PLÖTUSPILARI REIMDRIFINN
TVÖFALT KASETTUTÆKI „HIGH SPEED DUBBING"
30 STÖÐVA MINNI Á ÚTVARPI FM STEREO MW-LW
8 LIÐA VÖNDUÐ FJARSTÝRING
KR. 23.655.-
Rakvél
Frá KR.
3.570.
ri FUNAI
Upptökuvél
FCP100
• 6-FALDUR AÐDRÁTTUR „ZOOM"
• FÓKUS SJÁLFVIRKUR EÐA HANDVIRKUR
• PYNGD 1,4 KG ÁN RAFHLÖÐU
• LOKUNARHRAÐI 1/1000 SEK.
• MYNDSKOÐUNARSKERMUR
• ALLIR FYLGIHLUTIR MEÐ I VERÐI
KR. 69.990.-
*ÖH verð miðast
við staðgreiðslu
HEIMILISKAU P H F
• HEIMIUSTÆKJADEILD FÁLKANS •
Suðurlandsbraut 8 - Sími 84670
Hlauptu og kauptu
Meö FM og Miklagorö á hœlunum..
JCOtmikligirður FHÍfjP 957