Morgunblaðið - 01.11.1990, Side 16

Morgunblaðið - 01.11.1990, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1990 Námskeið sem hefjast á næstunni. SJÁLFSNUDD (DO-IN) OG SLÖKUN. Þú lærir sjálfsnudd meö japanskri aðferð sem felst í að finna orkurásir líkamans. Markmiðið er betri líðan og jafnvægi á líkamanum. Leiðbeinandi: Hildur Karsn Jónsdóttir. ÁKVEÐNIÞJÁLFUN FYRIR KONUR Þú lærir að meta þínar jákvæðu og sterku hliðar og vinna bug á eöa lifa með þeim veiku. Sjálfstraustið eykst og þú verður ákveðnari. Leiðbeinandi: Steinunn Harðardóttir. FATASAUMUR Langar þig að sauma eigin föt? Á þessu námskeiði lærir þú undirstöðuatriðin við að sauma föt, taka mál og nota snið. Leiðbeinandi: Ásta Kristín Siggadóttir. VIÐTÖL OG GREINASKRIF. Þú lærir að nýta þér aðferðir blaðamanna við að byggja upp og skrifa greinar, taka viðtöl og vinna úr þeim. Leiðbeinandi: Vilborg Harðardóttir. Um helgina: Pappírsgerð og Fluguhnýtingar. Námskeiðin fyrir eldri borgara hef jast í þessari viku. Nánari upplýsingar um stað, tíma og verð: TÓM5TUNDA Skólavördustig 28 Sími 621488 „Hálfsannleikur oft- ast er óhrekjandi lygi“ eftir Gunnar Guðbjartsson Fimmtudaginn 25. október boð- aði Stéttarsamband bænda og Bún- aðarfélag íslands til kynningar- fundar um svokallaða „GATT“- samninga í Súlnasal Hótel Sögu. Fundarefni var uppgefið eftirfar- andi: Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra, greinir frá stefnu íslenskra stjómvalda í GATT-viðræðunum með áherslu á þá þætti sem að land- búnaði lúta. Amund Venger, framkvæmda- stjóri norsku bændasamtakanna, fjallar um hugsanleg áhrif GATT- samninganna á landbúnað á Norð- urlöndum. Haukur Halldórsson, formaður Stéttarsambands bænda, fjallar um gang GATT-viðræðnanna og af- stöðu Stéttarsambandsins til þeirra. Á eftir framsöguerindunum var fundarmönnum gefinn kostur á að bera fram fyrirspumir. Jón Sigurðsson gerði grein fyrir tilboði íslensku ríkisstjórnarinnar til „GATT“-nefndarinnar um minnk- aðan Ijárstuðning við búvörusöluna er næmi á ári kr. 3.920 milljónum. Þessi fjárhæð skiptist þannig: Út- flutningsbætur kr. 675 milljónir. Annar stuðningur, aðallega niður- greiðslur, kr. 3.245 milljónir. Alls kr. 3.920 milljónir. Auk þess taldi hann eðlilegt að leyfa innflutning á unnum landbún- aðarvörum svo sem ostum, ijómaís, jógúrt og unnum kjötvörum. Fjölmiðlar — útvarps- og sjón- varpsstöðvamar — báðar hafa sagt ítarlega frá ræðu Jóns ráðherra. Hins vegar hafa þeir í engu get- ið ræðu Norðmannsins. En í ræðu hans komu fram mörg atriði sem Norðmenn (a.m.k. bændur þar í landi) telja neikvæð við þessa samn- ingagerð. Haukur Halldórsson skýrði ýmis atriði í stöðu samningamálanna, m.a. skýrði hann frá því að í Banda- ríkjunum er korn greitt niður í mikl- um mæli bæði fyrir innlenda not- endur þess og líka í sölu á erlendum markaði. Þannig greiða þeir niður alla kjötframleiðslu sína og margar aðrar vömr. Þessu formi vilja þeir fá að halda áfram þrátt fyrir kröfu þeirra til annarra þjóða um að draga úr eða fella niður allan stuðning við sinn landbúnað. Af þessu leiðir að EB-lönd em miklu tregari að fallast á niðurfellingu eða samdrátt í sínum mikla stuðningi við land- búnaðinn. Fjölmiðlar, sérstaklega útvarp og sjónvarp, hafa ekki skýrt frá þess- um þáttum málsins, svo ég hafi heyrt. Og ekkert hefur verið sagt frá fyrirspurnum fundarmanna né svömm við þeim. Því segi ég að aðeins hafi verið sagður hálfur sannleikur af fundinum og varla það. Gunnar Guðbjartsson „Ég geri þá kröfu til þeirra stjórnmála- manna, sem vilja ganga óhikað í þær breytingar búvöruverslunar og bú- vöruframleiðslu, sem að framan er gerð grein fyrir, að þeir upp- iýsi hvaða aðstöðu og vinnu þeir ætla upp- flosnuðum bændum í framtíðinni og fólki í þéttbýli, sem nú vinnur úr búvörum.“ Ég bar fram sex spurningar: 1. Verði innflutningur búvara leyfður, hvernig á þá að tryggja að ekki berist með þeim sjúkdómar eða mengun, sem ekki er til á ís- landi? Þessu svaraði ráðherrann á þann veg að heilbrigðiseftirlit yrði að efla. Þær heilbrigðisstofnanir, sem nú starfa að matvælaeftirliti, Heil- brigðiseftirlit ríkisins, Yfirdýra- læknisembættið og Rannsókna- stofnun landbúnaðarins segja mér að þetta svar standist ekki hjá ráð- herra. Sölufyrirtæki í Evrópu eiga öll að fara eftir gæðastaðii EB. Sé út af brugðið verði neytandinn að kæra. Eftirlitsaðilar hér á landi fái ekki fé né mannafla til að rannsaka sýni úr öllum innflutningi. En hvernig ættu neytendur þá að gera það? , 2. Ég spurði hvernig ætti að mæta undirboðum á markaðnum. Því svaraði ráðherrann þannig að heimilt yrði að leggja jöfnunargjald á slíka vöru í innflutningi. En hver gæti sannað að um und- irboð væri að ræða? Ég er viss um að Verðlagsstofnun myndi leggja blessun sína yfir slíkt, ef það færði neytendum lægra vöruverð. Bænd- ur hefðu enga stöðu til að sanna undirboð. 3. Upplýst var að lækkun niður- greiðslna og útflutningsbóta skv. tilboði ríkisstjórnarinnar væri svo sem fyrr segir kr. 3920 millj. eða svipuð tala og allar niðurgreiðslur búvöru voru 1989 og næstum sama tala og söluskattur á búvörur var það ár. Þegar söluskatturinn eða matarskatturinn á búvörur var samþykktur á Alþingi um áramótin 1987-’88 hét ríkisstjórnin því að hann mundi ekki skaða samkeppn- isstöðu búvöru, því að hann yrði greiddur niður með fé úr ríkissjóði. Eg spurði hvort fyrrgreind tillaga væru efndir á því loforði, en fékk ekkert viðhlítandi svar. 4. Ég spurði hvort ráðherrann hefði gert sér grein fyrir því að þær mjólkurvörur, sem hann vildi að fluttar yrðu inn í landið væru um 20% af allri mjólkurframleiðslu og sölu mjólkurafurða í landinu. Ef sú framleiðsla félli niður, þyrftu marg- ir bændur að hætta búskap. Þetta eru þær vörur, sem mest vöruþróun hafa verið í hér undanfarna áratugi og því furðulegra að ráðast að þeim. Svar ráðherra var það, að verð á þessum vörum myndi hækka al- mennt, ef af „Gatt“-samningum yrði. Þá hækkaði verð allrar búvöru á markaðnum og íslenskur mjólkur- iðnaður yrði að aðlaga sig að þeim markaðsaðstæðum og ætti að gera það. Undirboð voru ekki nefnd. En haldist beinar greiðslur til bænda í USA og EB tel ég að íslenskir bændur geti ekki staðist samkeppn- ina án hliðstæðs stuðnings. 5. Ég lét í ljós þá skoðun að félli 20% af mjólkurframleiðslunni niður, enginn útflutningur yrði leyfður á kindakjöti en innflutningur yrði leyfður á unnum kjötvörum, myndi íslenskum bændum fækka um mörg hundruð, og ég spurði í framhaldi af því hvort ríkisstjórnin gæti bent á hvar þessir menn og Jjölskyldur þeirra fengju vinnu og húsnæði. En ég fékk ekkert svar við þeirri spurningu. 6. Einnig spurði ég um hvernig snúist yrði við félagslegum vanda- málum, sem slíkri þróun byggðar fylgdi, t.d. í skólamálum, heilbrigð- isþjónustu, o.fl., en fékk heldur ekkert svar við þeirri spurningu. Ég geri þá kröfu til þeirra stjórn- málamanna, sem vilja ganga óhikað í þær breytingar búvöruverslunar og búvöruframleiðslu, sem að fram- an er gerð grein fyrir, að þeir upp- lýsi hvaða aðstöðu og vinnu þeir ætla uppflosnuðum bændum í fram- tíðinni og fólki í þéttbýli, sem nú vinnur úr búvörum er mundi missa vinnu sína við þessar fyrirhuguðu breytingar. Gefi þeir ekki við- hlítandi svör- við þeirri spurningu eiga þeir að fá hörku andstöðu í næstu alþingiskosningum og eiga ekki erindi á þing. Höfundur er fyrrverandi framkvæmdastjóri Framleiðsluráðs landbúnaðarins. Björn Th. Björnsson Ný útgáfa bókarinnar A Islendingaslóðum ÚT ER komin hjá Máli og menningu bókin Á íslendingaslóðum í Kaupmannahöfn eftir Björn Th. Björnsson. Þetta er ný útgáfa samnefndrar bókar sem kom út 1961. í kynningu útgefenda segir og átakanlegar. Hér koma Fjölnis- m..a.: „Textinn hefur nú verið aukinn og endurbættur. Einnig eru á þriðja hundrað nýjar ljós- myndir í bókinni og hverjum kafla fylgir götukort sem gerir bókina handhæga til að rata eftir um ís- lendingaslóðir. í bókinni rekur höfundur þróun Kaupmannahafnar, fjallar um sögufrægar byggingar og rifjar upp örlagasögur af Islendingum sem þangað sigldu, bæði broslegar menn við sögu, Jónshús, furðu- fuglinn Þorleifur Re_pp, Jóhann skáld Siguijónsson, Arnasafn og íslenskir námsmenn á Gamla- garði, svo nokkuð sé nefnt.“ Bókin er 278 bls. að stærð. Flestar ljósmyndir eru eftir Kristj- án Pétur Guðnason, Gísli B. Björnsson hannaði bókina, en hún var unnin í Prentsmiðjunni Odda hf. Bókin er gefin út bæði inn- bundin og í kilju.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.