Morgunblaðið - 01.11.1990, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NOVEMBER 1990
29
Málverk um
gamburmosa
og stein í
FIM-salnum
KRISTINN G. Jóhannsson opnar
sýningu í FÍM-salnum, Garða-
stræti 6, laugardaginn 3. nóv-
ember kl. 16.00.
Kristinn G. Jóhannsson
Sýningin hefur yfirskriftina Mál-
verk um gamburmosa og stein. Á
sýningunni eru 27 olíumálverk frá
síðasta ári en Kristinn sýndi síðast
í FÍM-salnum fyrir réttu ári. Eins
og nafnið á sýningunni ber með sér
eru málverkin öll um gijót og gróð-
ur.
Kristinn hefur haldið fjölda sýn-
inga sunnan heiða og norðan og
hefur tekið þátt í samsýningum
hérlendis og utan lands.
Sýningin í FÍM-salnum verður
opin daglega kl. 14.00-18.00 og
lýkur sunnudaginn 18. nóvember.
Kristinn G. Jóhannsson stundaði
listnám hjá Jónasi Jakobssyni og
Hauki Stefánssyni á Akureyri og
síðan í MHÍ og Edinburgh College
of Art. Auk myndlistarstarfa hefur
Kristinn verið skólastjóri á Ólafs-
firði og síðar á Akureyri undanfarin
28 ár, starfað að sveitarstjórnar-
málum og menningarmálum og var
m.a. fyrsti formaður Menningar-
samtaka Norðlendinga.
FISKVERÐ Á UPPBOÐSMORKUÐUM - HEIMA
31. október.
FISKMARKAÐUR hf. f Hafnarfirði
Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heiidar-
verð verð verð (lestir) verð(kr.)
Þorskur 104,00 88,00 98,49 2,290 225.534
Þorskur(smár) 76,00 59,00 69,54 0,358 24.896
Ýsa 116,00 105,00 109,52 2,959 324.079
Ýsa (ósl.) 88,00 88,00 . 88,00 1,021 89.848
Karfi 51,00 45,00 49,09 7,802 383.037
Ufsi 50,50 39,00 47,45 1,205 57.188
Steinbítur 70,00 69,00 69,31 1,538 106.657
Langa(óst) 55,00 55,00 55,00 0,028 1.540
Langa 68,00 68,00 68,00 0,466 31.721
Lúða 475,00 300,00 393,66 0,097 38.185
Koli 79,00 79,00 79,00 0,017 1.386
Keila 33,00 33,00 33,00 0,268 8.844
Keila (ósl.) 24,00 24,00 24,00 0,418 10.032
Skata 86,00 86,00 86,00 0,018 1.548
Skötuselur 420,00 420,00 420,00 0,009 3.760
Lýsa (ósl.) 45,00 45,00 45,00 0,043 1.935
Steinb. (ósl). 60,00 46,00 50,08 0,072 3.606
Samtals 70,57 18.629 1.314.716
FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík
Þorskur(sL) 120,00 89,00 101,02 19,938 2.014.039
Ýsa (sl.) 124,00 75,00 107,95 6,913 746.341
Ýsa (ósl.) 94,00 94,00 94,00 0,045 4.230
Steinbítur 76,00 55,00 70,10 3,328 233.340
Ufsi 51,00 20,00 50,71 8,389 425.422
Undirmál 88,00 74,00 84,97 1,543 131.104
Blandað 25,00 25,00 25,00 0,021 525
Gellur 355 355 355 0,065 23.075
Grálúða 71,00 71,00 71,00 3,272 232.368
Karfi 49,00 44,00 45,43 1,637 74.409
Keila 46,00 37,00 42,60 1,499 63.85)
Kinnar 305,00 250,00 256,40 0,086 22.050
Langa 78,00 70,00 74,60 2,672 199.328
Lúða 300,00 170,00 259,03 0,852 220.690
Lýsa 66,00 43,00 63,11 0,486 30.673
Saltfiskur 115,00 115,00 115,00 0,091 10.465
Skarkoli 74,00 65,00 73,84 7,286 537.976
Skötuselur 195,00 195,00 195,00 0,041 7.995
Samtals 85,58 58,167 4.977.882
FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf.
Þorskur 127,00 95;oo 110,07 14,425 1.587.819
Ýsa 112,00 77,00 102,13 8,430 960.960
Skata 104,00 104,00 104,00 0,020 2.080
Karfi 49,00 49,00 49,00 0,139 6.811
Lúða 310,00 310,00 310,00 0,030 9.300
Keila 43,00 35,00 39,93 5,552 221.672
Lax 165,00 165,00 165,00 0,044 7.260
Ufsi 54,00 15,00 43,43 1,804 78.345
Langa 75,00 50,00 73,02 5,234 362.500
Steinbítur 69,00 69,00 69,00 0,155 10.655
Hlýri 56,00 56,00 56,00 0,023 1.282
Samtals 98,37 35,656 3.169.730
Selt var úr dagróðrabátum, Happasæl og Hörpu. I dag verður selt úr dag-
róðrabátum og Búrfelli.
Olíuverö á Rotterdam-markaöi, síöustu tíu vikur,
21. ág. - 30. okt., dollarar hvert tonn
GASOLÍA 425 400
375
350 .n
325 r*
300 L I V ij
V
250 1
225 200 175 150 I I I I I 4 24.Á 31. 7.S 14. 2 -i i ii ii . 28. 5.0 12. 19. 26.
Lánshæfni skammtímaskuldabréfa:
Ríkissjóður fær bestu einkunn Moody’s
BANDARÍSKA matsfyrirtækið Moody’s gefur útgáfu ríkissjóðs á
skammtímaskuldabréfum á alþjóðlegum lánamarkaði lánshæfnisein-
kunnina P-1 (prime 1), sem er hæsta einkunn sem fyrirtækið gefur á
þessu sviði. Áður hafði hitt helsta matsfyrirtækið, Standard & Poor’s
gefið rikissjóði skammtímaeinkunnina A-1 sem er næst besta einkunn
sem það fyrirtæki gefur. Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra
segir að þetta geti leitt til betri stöðu ríkissjóðs á alþjóðlegum lána-
markaði og sparnaðar í vaxtagreiðslum.
í tilkynningu Moody’s segir að
þessi einkunn endurspegli að Islandi
hafi alla burði til að standa við er-
lendar skuldbindingar sínar. Bent er
á að þjóðartekjur íslendinga séu með
þeim hæstu á mann meðal OECD-
ríkja og stjórnarfar landsins stöðugt.
Þjóðarbúið sé verulega háð útflutn-
ingi á fiski en fiskveiðistjórnun miði
að því að tryggja langtímaafrakstur.
Verðbólga hafí verið þrálátari á ís-
landi en í flestum OECD-ríkjum
vegna sveiflna í útflutningstekjum
og skorts á aga í hagstjórn fyrr á
árum en nú sé verðbólga hins vegar
mæld í eins stafs tölu og umbætur
á sviði ríkisfjármála og peningamála
að undanförnu skapi traustari grunn
en áður til að varðveita efnahagsleg-
an stöðugleika í framtíðinni.
Ríkissjóður hefur gefið út
skammtímaskuldabréf á erlendum
lánamarkaði í fimm ár. Samkvæmt
gildandi lánssamningi er hægt að
gefa út skuldabréf fyrir allt að 250
milljónir dollara en undanfarna mán-
uði hefur útistandandi ijárhæð yfir-
leitt verið um 180 milljónir dollara,
jafnvirði tæplega 10 milljarða króna.
Ávöxtun bréfanna í ár hefur að jafn-
aði verið um 0,08% undir millibank-
avöxtum í London. Snemma á síðasta
ári, þegar Standard & Poor’s gaf
sína einkunn lækkaði ávöxtun
skammtimabréfanna nokkuð og
sparar það ríkissjóði 2-3 milljónir kr.
á ári í vaxtagreiðslum. Er vonast til
að vextir íslensku bréfanna lækki enn
við einkunnagjöf Moody’s en fyrst
og fremst muni hún tryggja meiri
stöðugleika í útgáfu bréfanna en
verið hefur. Á blaðamannafundi sem
ijármálaráðherra hélt til að kynna
þessar niðurstöður kom fram að mat
Moody’s á ríkissjóði hjálpar einnig
öðrum íslenskum lántakendum á al-
þjóðlegum lánamörkuðum.
Moody’s hefur lagt mat á láns-
hæfni 22 ríkja og fengu öll einkunn-
ina P-l, þá sömu og ísland hefur
nú fengið. Flest ríki sem Standard &
Poor’s hafa metið eru einnig í hæsta
flokki þess fyrirtækis.
Ólafur Ragnar Grímsson sagðist
vera sérstaklega ánægður með þessa
útkomu. Hann hefði tekið vissa
áhættu með því að biðja um þetta
mat og því væri ánægjulegt að fá
hæstu einkunn. Hann sagði að það
Pétur Öst-
limd í Heita
pottinum
PÉTUR Östlund lék hér síðast á
tónleikum í Norræna húsinu fyr-
ir rúmu ári og spilaði þá einnig
inn á hljómplötu Tómasar R. Ein-
arssonar. Hann mun spila í kvöld,
fimmtudagskvöld, með Tómasi
R., saxófónleikaranum Sigurði
Flosasyni og píanóleikaranum
Eyþóri Gunnarssyni.
Á efnisskránni verða bæði íslensk
og erlend lög. Föstudagskvöldið 2.
nóvember stíga svo á pallinn með
honum gamlir og nýir félagar, með-
al þeirra verða Þórir Baldursson,
Þorleifur Gíslason, Kristján Magn-
ússon og Ari Einarsson.
væri dýrmætt fyrir ísland að varð-
veita þann árangur sem náðst hefði
í efnahagsmálum þjóðarinnar til að
komast hjá því að lækka í einkunn
í framtíðinni.
Umrædd matsfyrirtæki eru þau
helstu á þessum markaði. Áður hafa
bæði fyrirtækin gefið ríkissjóði
langtímaeinkunn, en við þá eink-
unnagjöf eru metnir burðir lántak-
enda til að standa við skuldbindingar
til lengri tíma litið. ísland er ekki
ofarlega á blaði þar, eins og fram
hefur koinið. í fréttatilkynningu fjár-
málaráðuneytisins segir að sam-
kvæmt skilgreiningum matsfyrir-
tækjanna sjálfra séu skuldabréf ríkja
með þessar einkunnir (A-2 og Ai)
traust, þó framtíðarhagur ríkjanna
sé ekki talinn eins öruggur og þeirra
ríkja sem hæstu einkunn fá. Smæð
íslensks þjóðarbús hafi verið talin
skipta verulegu máli í þessu sam-
bandi.
Pétur Östlund.
Tónleikarnir í Púlsinum hefjast
kl. 21.30.
125 kandídatar ljúka próf-
um við Háskóla Islands
f UPPHAFI haustmisseris hafa
eftirtaldir 125 kandjdatar lokið
prófum við Háskóla íslands.
Embættispróf í guðfræði (5)
Bjami Karlsson, Ingileif_ Malm-
berg, Jantina II. De Ruitér, Þór
Hauksson, Örnólfur Jóh. Ólafsson.
Embættispróf í læknisfræði (1)
Guðrún Svanborg Hauksdóttir.
BS-próf í hjúkrunarfræði (4)
Anna Guðrún Gunnarsdóttir,
Hrönn Hákansson, Ingibjörg Bald-
ursdóttir, Jóhanna M. Guðmunds-
dóttir.
Embættispróf í lögfræði (9)
Ingimar Ingason, Karl Axelsson,
Katrín Theódórsdóttir, Margrét
María Sigurðardóttir, María Thejll,
Ómar Stefánsson, Sonja María
Hreiðarsdóttir, Sólveig Bachmann
Gunrrarsdóttir,. Stefán Þórarinn
Ólafsson.
Kandídatspróf í íslenskum bók-
menntum (2)
Gylfi Gunnlaugsson, Magnús
Hauksson.
BA-próf í heimspekideild (22)
Adda María Jóhannsdóttir, Ádolf
Ingi Erlingsson, Ásdís Björnsdóttir,
Dóra Ármannsdóttir, Francois Heen-
en, Guðlaugur V. Valdimarsson,
Gunnar Halldórsson, Gunnlaugur R.
Jónsson, Hjörtur Marteinsson,
Hrafnhildur Guðmundsdóttir, Jón
Þór Aðalsteinsson, Jón Barðason,
Kristján Sveinsson, Kristján Þóris-
son, Lilja Magnúsdóttir, Sif Gunnars-
dóttir, Sigrún Blöndal, Siguijón Hall-
dórsson, Una Margrét Jónsdóttir,
Valborg Sveinsdóttir, Þórdís Gísla-
dóttir, Þórkatla Snæbjörnsdóttir.
Próf í íslensku fyrir erlenda stúd-
cnta (2)
Peter Weiss, Rós Nawart Jóhann-
esson.
Lokapróf í vélaverkfræði (1)
Geir Guðmundsson.
Lokapróf í rafmagnsverkfræði (2)
Sigurgeir Tryggvason, Sveinbjörg
Sveinsdóttir.
Kandídatspróf í viðskiptafræðum
(37)
Auðbjörg Friðgeirsdóttir, Auður
Harðardóttir, Ásgeir Guðmundur
Bjarnason, Ásgerður Theodóra
Björnsdóttir, Ásmundur Helgason,
Baldur Óskarsson, Baldvin Valtýs-
son, Bernhard A. Petersen, Björk
Þórarinsdóttir, Björn Snær Guð-
brandsson, Emma R. Marinósdóttir,
Eva Þengilsdóttir, Gísli Páll Pálsson,
Guðjón Valgeir Ragnarsson, Guð-
mundur Kr. Hallgrímsson, Guðný
Bjarnarsdóttir, Guðrún • Blöndal,
Guðrún Erlingsdóttir, Hafsteinn G.
Einarsson, Halla Haraldsdóttir, Helgi
Marinó Magnússon, Hermann Ágúst
Brynjarsson, Hreinn F. Arndal, Ingi
Jóhannes Erlingsson, Jana Kristín
Sigfúsdóttir, Jóhanna E. Sveinsdótt-
ir, Magnús Gunnarsson, Magnús
Magnússon, María E.K. Kjartans-
dóttir, Matthías Einarsson, Pétur
Jónsson, Ragnar Guðmundsson,
Sigi-ún Edda Jónsdóttir, Stefanía
Sigríður Bjarnadóttir, Sveinbjöm
Högnason, Unnar Már Pétursson,
Þorbjörg Jónsdóttir.
BS-próf í hagfræði (1)
Guðjón ísberg.
BS-próf í tölvunarfræði (4)
Ásta Siguijónsdóttir, Bjarni Ár-
mannsson, Garðar Már Birgisson,
Geir Harðarson.
BS-próf í eðlisfræði (1)
ísak Sverrir Hauksson.
BS-próf í efnafræði (2)
Gunnar Bragi Ólason, Jón Ás-
geirsson.
BS-próf í matvælafræði (1)
Sigrún Guðmundsdóttir.
BS-próf í líffræði (9)
Ari Freyr Steinþórsson, Árni Davíðs-
son, Ásgeir Erl. Ásgeirsson, Erla
Björk Örnólfsdóttir, Friðrik Friðriks-
son, Hanna Þorg. Vilhjálmsdóttir,
Rut Kristinsdóttir, Siguijón Þórðar-
son, Sveinn Ernstsson.
BS-próf í jarðfræði (1)
Þorsteinn Barðason.
BS^próf í landafræði (1)
Ásgeir Jónsson.
BS-próf í bókasafns- og upplýs-
ingafræði (3)
Jóna Björg Guðmundsdóttir, Jósefína
Ólafsdóttir, Una Níelsdóttir Svane.
BS-próf í félagsfræði (2)
Álfheiður Guðlaugsdóttir, Hildur
Björg Hafstein.
BS-próf í mannfræði (1)
Ragnhildur D. Þórhallsdóttir.
BS-próf í sálarfræði (6)
Erla Traustadóttir, Guðný Reynis-
dóttir, Helga Kristinsdóttir, Jóhanna
V. Haraldsdóttir, Kristín G. Jónsdótt-
ir, Stefanía Ægisdóttir.
BS-próf í stjórnmálafræði (6)
Anna Margrét Jóhannesdóttir,
Arnar Jónsson, Garðar Vilhjálmsson,
Karolína Fabína Söebech, Valdimar
Þór Hrafnkelsson, Vilborg Guðna-
dóttir.
BS-próf í uppeldisfræði (2)
Birna Vilhjálmsdóttir, Ingibjörg
Jóna Þórsdóttir.
Auk þess hafa (8) lokið eins árs
námi í uppeldis- og kennslufræð-
um til kennsluréttinda:
Anna Margrét Birgisdóttir, Anna
Signý Sigurðardóttiij Birna Gunn-
laugsdóttir, Fanney Osk Gísladóttir,
Helga Kristinsdóttir, Ingvar Bjarna-
son, Lynn Costello Knudsen, Oddný
Þóra Oladóttir.