Morgunblaðið - 01.11.1990, Side 17

Morgunblaðið - 01.11.1990, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NOVEMBER 1990 17 Veljum þá hæf- ustu til forystu eftir Sigurð Björnsson Laugardaginn 10. nóvember nk. ganga sjálfstæðismenn í Reykja- neskjördæmi að kjörborðinu og velja frambjóðendur flokksins í næstu þingkosningum í sínu kjördæmi. Orlagaríkir tímar eru framundan og því veltur á að hæfustu menn veljist til forustu, menn með þekk- ingu og reynslu í þjóðmálum, menn sem hafa þor til að takast á við hin erfiðustu verkefni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið leiðandi afl í íslenskum stjórnmálum síðustu áratugina, en því miður ekki alltaf haft tilskilinn stuðning á þingi til þess að koma fram þeim málum sem 'hann hefur barist fyrir. Þó hef- ur ýmislegt áunnist, en betur má ef duga skal og víða þarf að taka til hendinni. Menningar- og mennta- mál, húsnæðis- og skattamál, heil- brigðismál og mál aldraðra svo og lífeyrissjóðakerfið svo eitthvað sé nefnt eru mál sem taka þarf föstum tökum, og ég treysti sjálfstæðis- mönnum til þess að gera það svo vel sé. Fimmtán menn og konur gefa nú kost á sér til framboðs í áðurnefndu prófkjöri. Reynt hefur verið af and- stæðingum okkar að læða því inn hjá fólki að listinn sé slakur og lítils að vænta af því fólki sem nú býður sig fram. Þessum aðdróttunum mót- mælum við harðlega og göngum ótrauðir að kjörborðinu 10. nóvem- ber nk. og svo aftur í vor. Einn þeirra fimmtán er Olafur G. Einarsson. Hann hefur setið á þingi í nítján ár og verið formaður þingflokksins í tíu ár. Hann hefur verið kjölfestan í þingflokknum og Sigurður Björnsson verið flutningsmaður fjölda mála er varða heill þjóðarinnar og framtíð. Á sínum langa starfsferli hefur hann ekkert látið afskiptalaust sem betur má fara, og ávallt staðið vörð um frelsi einstaklingsins til athafna. Það er margt sem prýðir Olaf G. Einarsson og of langt mál að tíunda það í stuttri grein. Þó eitt að lokum — hann hefur í starfi sínu verið óþreytandi að kveða niður vinstri drauginn sem nú hvílir á þjóðinni eins og mara. Við íslendingar þurf- um á mönnum að halda eins og Olafi G. Einarssyni og það er skylda okkar sjálfstæðismanna í Reykjanes- kjördæmi að sjá til þess að hann sitji á þingi, og það gerum við best með því að kjósa hann í 1. sæti á listanum okkar í prófkjörinu 10. nóvember nk. Höfundur er óperusöngvari og framkvæmdastjóri Sinfóníubljómsvcitar íslands. =SCRVIS= ENSK ÞVOTTAVEL 600—1300 snúninga vinduhraði Barnaöryggr ó stjórnhnöppum Innbyggður bilanagreinir Fróbær íslenskur leiðarvísir í Örtölvustýrð ► Ryðfrír belgur & 30 mín. hraðþvottur Þ Heitt og kalt vatn Verð 69.200afb. Einnig fáanleg með þurrkara - verð 89.200 Heimasmiðjan Kringlunni, sími 685440 Húsasmiðjan Skútuvogi s. 687700 HAGKAUP TILB0Ð VIKUNNAR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.