Morgunblaðið - 01.11.1990, Side 7

Morgunblaðið - 01.11.1990, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBBR 1990 7 Nýjung i viðskiptum; Geysir borgar stæðisgjald viðskipta- vina sinna Verzlunin Geysir hefur tekið upp þá nýjung að greiða stæðis- gjald fyrir viðskiptavini sína. Að sögn Helga Eysteinssonar forstjóra Geysis er ástæðan sú, að erfiðleikum er bundið að fá bíla- stæði í miðbænum nema gegn greiðslu. „Við viljum koma á móts við viðskiptavini okkar með því að greiða stöðugjaldið,“ sagði Helgi. Helgi vildi benda viðskfptavinum sérstaklega á nýja bílageysmluhús- ið í kjallara Vesturgötu 7, sem er í næsta nágrenni Geysis. Þar fær fólk miða fyrir stöðugjaldinu sem Geysir mun borga fyrir viðskipta- vini sína. Möguleiki á að margfalda verðmæti ullar SAMKVÆMT nýrri reglugerð um ullarmat geta bændur marg- faldað verðmæti ullar með því að rýja féð áður en það er tekið í hús í nóvember eða desember. Helsta breytingin frá fyrri reglu- gerð er sú að kröfur til úrvalsull- ar hafa verið hertar til muna, og lélegasta ullin verður með öllu verðlaus. Algengast er að bændur rýi féð einu sinni á ári, annað hvort að vori eða að loknum göngum að hausti, en reyfi eru þá yfirleitt léleg þegar þau koma til vinnslu. Með því að taka upp svokallaðan haustr- úning, þ.e. að rýja féð um leið og það er tekið í hús í byijun vetrar, er hins vegar mögulegt að stórbæta ullina, og þá sérstaklega ef snoðið sem hefur vaxið eftir þá rúningu er hreinsað af fénii í mars. í frétta- tilkynningu frá Upplýsingaþjónustu landbúnaðarins segir að miðað við 400 kinda bú fái bóndi, sem lætur féð ganga í reyfinu allt sumarið og klippir það síðan um eða eftir rétt- ir, rúmlega 100 kr. fyrir hverja kind, eða samtals um 40 þúsund krónur. Hins vegar fái bóndi, sem haustklippir allt féð í nóvember og hreinsar af því snoðið í mars, um 840 kr. fyrir hveija kind, eða sam- tals um 335 þúsund krónur. Síðastliðið haust tvöfaldaðist magn haustrúinnar ullar, en þá fór það úr sex prósentum í tólf pró- sent, eða úr 70 tonnum í 140 tonn. Sendiherrar mótmæla tilrauna- sprengingu SENDIHERRAR Norðurland- anna í Moskvu áttu síðastliðinn mánudag fund með varautanrík- isráðherra Sovétríkjanna, Viktor Karpov, um nýafstaðna tilrauna- kjarnorkusprengingu neðaiyarð- ar á eyjunni Novaja Sernlja. Sett var fram ósk um að sérfræðinga- fund til að skoða umhverfisáhrif kjarnorkutilraunasprenginga og kynnisför norrænna sérfræðinga til Novaja Semlja. Sendiherrarnir gerðu grein fyrir afstöðu Norðurlandanna til málsins, hörðum mótmælum gegn spreng- ingunni og eindregnum tilmælum um að ekki komi til frekari tilrauna- sprenginga. jEmmmKEiB Ættfræðinámskeið hefjast á ný í byrjun nóvember. Þátttakendur fá þjálfun í ætt- rakningu og afnot af alhliða heimildasafni. Uppl. og innritun í síma 27101. Ættfræðiþjónustan tekur saman niðjatöl og ættartöjur fyrir einstaklinga og fjöl- skyldur. - Úrval ættfræðibóka til sölu. ÆttfræÓiþjónustan, sími 27IOI Kosnin^askrifstofa Sijjnrðar Helfasonar Þinghólsbraut 53A, Kópavogi. Opin alla daga milli kl. 14.00-21.00, nema ósunnudögum kl. 17.00-19.00. Kosningastjóri: Júlía Sigurðardóttir. Síman 43709 - 43710og 641971. Stuðningsmenn Sigurðar Helgasonar. Það reynir á að byrja í skóla, undirbúum bömin vel MUNDU EFTIR OSTINUM Hann eflir einbeitinguna AUK/Sb

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.