Morgunblaðið - 01.11.1990, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1..NÓVEMBER 1990
© 1990 Universal Press Syndicate
Það gleður mig, Gústi
minn, að þér skuli líka
samlokurnar mínar.
Og hvernig hefur þú svo
hugsað þér, Guðmundur,
að koma þessu fyrir í
frystikistunni.
HOGNI IIREKKVISI
íMímáM
Hættum að gera kröfur
- svar við bréfi einstæðrar móður
Til Velvakanda.
Ágætasta einstæða móðir.
Vissulega má inargt betur fara í
þessu þjóðfélagi svo einstæðir for-
eldrar og þá sérstakiega einstæðar
mæður þurfi ekki að lepja dauðann
úr skel. T.d. er meðlagið sem feðrum
er gert að greiða með börnum sínum
til skammar fyrir þá og í engu sam-
ræmi við það sem þarf til að fram-
fleyta barni. Skattpíningin á ein-
stæðum foreldrum er út í hött. Um
þetta tvennt mætti skrifa heila opnu
í Morgunblaðið — en þú talar um
menntun.
Ég veit það er sárt að hafa ekki
tækifæri til menntunar. Þú kvartar
yfir því að fá ekki lán sem geri þér
kleift að lesa til stúdentsprófs. En
þér eru margir vegir færir. I dag
hefurðu möguléika á að stunda nám
og vinna jafnframt fyrir þér og barn-
inu þínu. Víst þarftu að leggja hart
að þér. Þvi ráðlegg ég þér að skipu-
leggja tíma þinn vel og gæta þess
að eiga alltaf góðar samverustundir
með barninu þínu. Þær stundir koma
ekki aftur.
Þú furðar þig eflaust á þessu svari
mínu. Því ætla ég að segja þér í
örfáum orðum frá mínum högum. I
20 ár hef ég verið einstæð móðir.
ÞAKKIR
Til Velvakanda.
Mig langar til að biðja þig að
koma á framfæri fyrir mig nokkrum
þakklætisorðum.
Það er nú svo, að því er frekar
haldið á loft, sem miður fer heldur
en hinu, sem vel er gert.
Við hjónin ásamt vinahjónum okk-
ar urðum þess aðnjótandi að dvelja
í boði Gísla Sigurbjörnssonar í 10
daga í Ási í Hveragerði. Dvölin varð
okkur mjög ánægjuleg og aðbúnaður
allur frábær. Við vorum alls staðar
boðin velkomin þegar vitað var að
við vorum gestir Gísla. Má þar með-
al annars nefna sundlaugina og þá
ágætu aðstöðu, sem þar er.
Margt eldra fólk hefur enga
möguleika eða getu til að komast í
vikudvöi í sumarhúsum félagasam-
taka. Úr þessu bætir Gísli Sigur-
björnsson og leggur lið eins og
reyndar mörgum öðrum góðum mál-
efnum.
Þegar heim var komið ilmuðu rós-
irnar, sem okkur voru færðar við
brottförina frá Ási. Rósailmurinn
minnir okkur á þann velvilja og hlý-
hug sem við urðum aðnjótandi.
Bestu þakkir.
Ríigna H. Hjartar
Þijú elstu börnin eru farin að heim-
an og fengu góða menntun að vega-
nesti út í lífið. í gegnum tíðina hef
ég unnið ýmis „kvennastörf" og pen-
ingalega séð Var lífið enginn dans á
rósum. En það var ég sem bar
ábyrgð á bömunum og uppeldi
þeirra. Og í dag er ég svo stolt af
bömunum mínum stóm og stolt af
að hafa alið þau upp ein og óstudd.
Ég segi þér þetta til að minna þig
á að maður ber sjálfur ábyrgð á eig-
in lífi. Ég bar ábyrgð á bömunum
og það var skylda mín að koma þeim
til manns — ekki þjóðfélagsins.
í dag er ég komin á fimmtugsald-
urinn og er að hefja nám. Bama-
stúss er að mestu leyti að baki og
ég get ekki lýst því hvað ég nýt
þess að setjast loks á skólabekk.
Við megum ekki gera sífelldar
kröfur til þjóðfélagsins. Það leiðir
til skattpíningar sem vinnandi fólk
í okkar fámenna samfélagi stendur
engin ADSTOÐ'
■ Scm „ ^ ég f* «nn j fLÍ, Msalcip>. barna-
I is^nskra ivimsmann. >^r SÍ l'skóla. lært teirrus hr
H ,i.v; s „im til stódentsprófs og P« hamið oe heimihð. UUt
IS'IÍErt tilht ti. algert M *
Atóðu. FéUgsmílastofnun linar ^ugaveikluð manneskja.
lsss,íaaj=t Stfsfrsí'rt;
. móður ^ er að reyna »«WygÖ ^ w rikrnn,. 4
-’ESSaSsssx
iraðib.
n greinum e.
ekki undir. Hættum að væla öll í
kór um að ráðamenn þjóðfélagsins
eigi að gera þetta og hitt. Hættum
að spyija: „Hvað getur þjóðfélagið
gefið mér?“ Spyijum heldur: „Hvað
get ég gefið þjóðfélaginu?" Ef okkur
tækist að breyta þessum landlæga
hugsunarhætti væri kannski von til
að ráðamenn þjóðarinnar gætu rétt
við þjóðarskútuna sem er okkar sam-
eiginlega fley og við bemm öll
ábyrgð á.
„Gömul“ einstæð móðir
Biðjið fyrir friði á írlandi
Til Velvakanda.
Ég hef í rúm 50 ár lesið Morgun-
blaðið spjaldanna á milli — oft með
trega, oft með gleði.
Þar sem ég er nú, að því er virð-
ist breskur þegn, því ég dirfðist að
giftast þeim manni sem ég vildi
eyða lífinu með, en við erum ekki
ung lengur, nema í anda. Ástæða
þess að ég minnist á þetta er sú
að karlinn minn er írskur að upp-
runa. Fæddur í Belfast. Það er, sem
allir heijans árar ætli að reyna að
svæfa þetta „heilaga", sem við köll-
um hjónaband.
Ég hef aldrei til írlands komið
og veit því ekki af reynslu hvemig
land og þjóð eru. Hins vegar á ég
margar bækur sem segja frá ýmsum
kynlegum hlutum þar í landi — auk
þess sem bóndi minn hefur sagt
mér frá sögu landsins — hörm-
ungum þess og undraverðu skaplagi
þessa fólks. Meginástæða þess, að
ég rita þessar línur er: Hvers vegna
írar vega íra eða írar vega Englend-
inga. Hvers vegna kaþólskir vega
þá sem ekki eru kaþólskir og öfugt.
Þetta ónefnda stríð sem er svo
öflugt og hroðalegt er háð í nafni
hans sem elskar allt. Hvers vegna?
Þó veit ég, að barátta góðs og ills
í þessum heimi er svo óskapleg að
fólki hlýtur að sundla.
Samt sem áður eru írar afar gott
og hjartahlýtt fólk. Þó eru illu heilli
svo heiftúðúgar manneskjur til að
þær hika ekki við að taka mannslíf.
Ég veit að saga þessa lands er
mörg hundruð ára gömul og ég rek
hana ekki hér. Vil ég þó biðja ykk-
ur, sem elska Jesúm, að biðja hann
sem öllu ræður og sem hugar að
hveijum einstakling alla tíma —
biðjið fyrir friði á Irlandi.
Guðlaug Skagfjörð
SEFJUN
Til Velvakanda.
Sefjunin er orðin slík, hvað snertir
hand- og fótbolta, að í þriðja sinn,
sem nakinn maður hleypur inn á
völl, sefur gæslan á verðinum.
Ekki veit ég hvað viðkomandi
beri maður ætlast fyrir á íþrótta-
velli, fremur en ég veit hvað ber-
strípaður listtúlkandi í Hallargarð-
inum ætlaði sér í fyrra. Nýlistamað-
urinn stóð þar röskar fjórar stund-
ir. Enginn veitti honum athygli, því
fleiri skemmtiatriði voru á dagskrá.
Nema hvað loks gömul kona hringdi
til lögreglunnar — af ótta við að
beri maðurinn yrði innkulsa.
Þetta veit ég, því gamla konan
sagði mér þetta sjálf. Ekki hefur
bandalag íslenzkra listamanna verið
krafið um fjársektir útaf þeim bera
manni.
Persónulega finnst mér, að ör-
yggisráð fótboltamanna ætti að
refsa einhveijum öðrum völlum en
íslandsvelli — útaf einum berum
Guðrún Jacobsen
manni!
Yíkverji skrifar
Fyrsti vetrardagur var helgaður
íslenzkri tónlist á öldum ljós
vakans, öllum útvarpsstöðvum
landsins. Var þetta vel og voru
þennan dag spilaðar fjölmargar
plötur, sem sjaldan ef nokkurn tíma
nú orðið heyrast í útvarpi. Sum lög-
in voru kannski ekki ýkja merkileg,
enda löngu fallin í gleymsku, og
er það táknrænt fyrir tónlist, sem
ekki er góð - hún gleymist. Þó get-
ur verið gaman að spila þessa tón-
list við tækifæri sem á fyrsta vetrar-
dag, því að hún vekur upp gamlar
minningar.
Þannig var um eitt lag, sem
Víkveiji heyrði þennan dag. Þetta
var lagið „Ég vildi ég væri hænu
hana grey“. Þetta lag hljómaði af
rás 2 og virtist allt í lagi með plöt-
una. Astæður þess, að Víkveiji
undraðist, hve vel platan hljómaði
var,að hann minntist þess að á
æskuárum sínum var þetta lag
allmikið spilað í nokkrar vikur, en
þá barst fjöldi mótmæla frá hlust-
endum, sem töldu að texti lagsins,
væri leirburður, sem ekki ætti að
flytja í ríkisútvarpinu. Og þá gerð-
ist það, að einn þáttastjómandinn,
Benedikt Gröndal, nú sendiherra,
braut plötuna í beinni útsendingu,
svona rétt tii þess að tryggja að
hún heyrðist aldrei meir!
Það er því kannski ekki skrýtið,
að Víkveiji undrist nú rúmum 30
árum síðar, hvemig þáttastjórnend-
ur hafi getað spila brotna plötu
með jafnmiklum glæsibrag og gert
var fyrsta vetrardag á rás 2. Raun-
ar má og geta þess í þessu sam-
bandi, að á hinni hlið plötunnar var
Hreðavatnsvalsinn, ef Víkveiji man
rétt. Sá góði vals hefur oft verið
spilaður í útvarpið, en aldrei Hana-
greyið, svo að Víkveiji hafi heyrt.
xxx
Nokkrir kunningjar Víkverja
vom að ræða aðalfund mið
stjórnar Alþýðubandalagsins og
lýsti einn þeirra hvernig flokkurinn
virtist vera að brotna upp í frum-
eindir sínar. Úr hægri arminum
kvamaðist brot, sem gengi í Al-
þýðuflokkinn og vinstra megin
kvamaðist einnig brot úr flokknum,
sem væntanlega leitaði í eitthvert
nýtt stjórnmálaafl til vinstri við
Alþýðubandalagið. Ólafur. Ragnar
Grímsson hefði lýst þessu bezt, er
hann útskýrði, hvemig innan
flokksins hefði myndast „breið
miðja“. „Já“, sagði einn kunningj-
anna, „lóksins skil ég hvað við er
átt með orðinu miðflóttaafl!"