Morgunblaðið - 01.11.1990, Side 19

Morgunblaðið - 01.11.1990, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1990 19 stæðisflokkurínn ræðst næst að samningsréttinum með bráða- birgðalögum, ætli þeir dusti þá ekki rykið af flokkssamþykktunum um samningsréttinn og mótmæli há- stöfum í nafni fiokksins! Það pólitíska umferðarslys, sem formað- ur Alþýðuflokksins kallaði svo rétti- lega, sem átti sér stað þegar verka- lýðshreyfingunni var stillt upp Við vegg hún og látin krefjast bráða- birgðalaganna, (þótt fáir þeirra hafi þorað að viðurkenna það opin- berlega, nema kannski félagi Björn Grétar og er hann maður að meiri fyrir bragðið) eftir að fjármálaráð- herra og formaður Alþýðubanda- lagsins vár búinn að klúðra öllu málinu svo gjörsamlega með hegð- an sinni gagnvart BHMR. Þrátt fyrir það er ég þeirrar skoðunar að hægt hafi verið að bæta fyrir það á kristilegan og sæmandi hátt fyrir alla hreyfinguna og það án þess að „þjóðarsáttin" hefði splundrast. Ólafur Ragnar lét hafa það eftir sér um okkur sjömenninga að um væri að ræða nokkra fyrrum Fylk- ingarfélaga er komið hefðu til liðs við flokkinn fyrir stuttu. Ég lýsi því hér með yfir, Ólafi Ragnari til upplýsingar, að ég hef aldrei verið meðlimur í Fylking- unni, og hef kosið Alþýðubandalag- ið lengur en Ólafur Ragnar, ég hef samanlagt verið allmörg ár í flokkn- um og gekk í hann aftur sl. vor fyrir tilstuðlan nokkurra ágætra forystumanna í verkalýðshreyfing- unni, sem jafnframt eru félagar í Alþýðubandalaginu, og er því einn örfárra geirfugla úr verkalýðs- hreyfíngunni sem þolir þar við enn- þá. Stefanía Traustadóttir og Erl- ingur Sigurðarson hafa um tveggja áratuga skeið unnið ötullega innan flokksins, því á þetta ekki heldur við um þau. Ég vil að lokum taka það fram að ég undirritaði ekki hótun þá um afsögn úr flokknum, sem lögð var fyrir fundinn og verð því að hrella formann flokksins og raunveruleikabandalagið hans með því að ekki er von á úrsögn úr flokknum af minni hálfu, enda er ég svo heppin að ég starfa með ágætu fólki, að ágætum málum í raunverulegu Alþýðubandalagi, þ.e.a.s. í stjórnþog borgarmálaráði Alþýðubandalagsins í Reykjavík, og hyggst gera það áfram, a.m.k. svo. lengi sem flokkurinn reynist flokkur þeirrar félagshyggju og jafnaðar sem ég aðhyllist, en því miður eru uppi raddir innan flokksins, sem vilja gera hann að markaðshyggju- og hentistefnuflokki, en af slíkum flokkum er nóg í íslenskri pólitík. Höfundur er varaformaður Starfsmannafélagsins Sóknar og situr ístjórn og borgarmáiaráði Alþýðubandalagsins í Reykja vík. Næstu vikur verður á Hótel Holti sér- stakt tilboð í hádeginu, sem samanstend- ur af forrétti, aðalrétti og eftirrétti, sem hver velur að vild. Þríréttaður hádegisverður á viðráðanlegu verði, án þess að slakað sé á gæðakröfum. Forréttir Rjómalöguð sjávarréttasúpa Villibráðarterrinem/riísberjasósu Grænmetismús m/piparrót Pasta ogreykt flesk ájöklasalati Aðalréttir Ristaður steinbítur m/ostasósu Gljáð hamborgarlæri m/rauðvínssósu Eldsteikt heilagfiski m/kavíarsósu Hreindýrasmásteik m/eplasalati Gufusoðin rauðsprettuflök m/skelfisksósu Steiktur lundi m/rúsínum í maltsósu Rjómaís m/vínberjasósu Kaka dagsin Verð frá kr'. 995.- Bergstaðastræti37, Sími 91-25700 .900 ÚLPUfl FRÁKfll GALLABUXUR FRA KR. 2.950.- BÚLLUKRA6APEYSUR 100% ULL KR. 3.900.- IJEANS NÝ • VERSLUN • LAUGAVEGI 81 • SÍMI • 21444 Metsölublað ú hveríum degi! CMíiMMMMMMMWMHnMN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.