Morgunblaðið - 01.11.1990, Blaðsíða 52
M3?
V^terkurog
k-/ hagkvæmur
auglýsmgamiöill!
Morgunblaðið/Árni Sæberg
VEL TIL VINA
Það fer vel á með Sankti Bernharðs tíkinni Jósefínu og kindinni, sem nýlega varð á vegi hennar í girðingu í Kópavoginum. Vakti tíkin, sem er á
við meðalkálf að stærð, ósvikna athygli kindarinnar, sem klifraði upp á girðinguna til þess að geta skoðað hana nánar.
FIMMTUDAGUR 1. NOVEMBER 1990
VERÐ I LAUSASOLU 100 KR.
Tafír á við-
ræðumum
'sölu á sfld
FYRIRHUGUÐ för viðræðu-
nefndar Síldarútvegsnefndar til
Sovétríkjanna hefur frestazt
nokkuð, en farið verður utan
strax og Sovétmenn staðfesta
viðræðufundi. Halldór Ásgríms-
son, sjávarútvegsráðherra, segir
það mat sitt að viðræður hefjist
alveg á næstunni. Hann segir að
unnið hafi verið að því eftir öllum
leiðum að koma viðræðum á,
bæði af hálfu stjórnvalda og salt-
enda.
Sovétmenn tilkynntu fyrir'
^iokkru að ekki yrði um nein salt-
síldarkaup að ræða á þessari vertíð
og að auki gætu þeir ekki staðið
við samning frá síðustu áramótum
um kaup á 50 þúsund tunnum í
haust. Ljóst er að engar beinar við-
ræður um sölusamninga á saltsíld
hefjast fyrr en gerður hefur verið
viðskiptasamningur milli þjóðanna
og hefjast' þær viðræður væntan-
lega á ný um miðjan mánuðinn.
Viðræður í Moskvu um saltsíld
munu því snúast um fyrrnefndar
þúsund tunnur.
Skot í Skaftá
LEITARMENN í eftirleit sem
flugu yfir Skaftá í gær urðu var-
ir við brennisteinsfnyk og sáu
að jökullitur var kominn á ána í
gær.
aö sögn oddsteins Kristjánsson- Endurskoðun almennu kjarasamninffanna:
ar bonda í Hvammi virtist sem litið 1 --------------------ös---------------------
hlaup væri í ánni síðustu daga en
nú væri það í rénun.
Hækkun á
olíu frestað
OLÍUFÉLÖGIN hafa ákveðið
að fresta beiðni um hækkun
á verði gasolíu um sinn, en
nýir gasolíufarmar koma til
landsins i þessum mánuði.
Farmar af svartolíu og
bensíni koma einnig til landsins
í mánuðinum, en að sögn
Bjarna Bjarnasonar, markaðs-
stjóra hjá Olíufélaginu hf., mun
verð á þessum tegundum ekki
hækka á næstunni.
Líkleg krafa um kauphækk-
un vegna gjaldskrárhækkana
LÍKLEGT er að krafa komi fram um almenna launahækkun vegna
boðaðra gjaldskrárhækkana ríkisstofnana á næsta ári, í endurskoð-
un á kjarasamningunum sem fer fram í þessum mánuði.
Þetta kom fram hjá Ara Skúla-
syni hagfræðingi hjá Alþýðusam-
bandi Islands á ráðstefnu Félags
viðskiptafræðinga og hagfræðinga
iim fjárlagafrumvárþið í gær. I
frumvarpinu er boðuð 4% hækkun
á verðskrám Ríkisútvarpsins, 8%
hækkun á gjaldskrá Pósts og síma,
8% hækkun á áburði og 7% hækk-
un á sementi. Gert er ráð fyrir 7%
verðbólgu í frumvarpinu.
Ari sagði að í febrúarsamning-
unum á þessu ári hefði verið miðað
við stíft aðhald í verðskrám opin-
berra fyrirtækja, og á síðustu
mánuðum hefði fyrirtækjum verið
Vextir hjá íslandsbanka
hækkaðir um 0,5-2% í dag
BANKARÁÐ íslandsbanka ákvað í gærmorgun að hækka vexti um
0,5-2% og helstu vextir verða því hinir sömu og þeir voru í sumar til
1. október, þegar þeir lækkuðu. Rfignar Önundarson framkvæmda-
stjóri hjá Islandsbanka segir að vaxLalækkunin 1. október hafi verið
rótímabær. „Vextir verða ekki lækkaðir með handafli, svoleiðis lækk-
anir standast ekki ef efnahagslegar forsendur eru ekki fyrir hcndi.
Það má segja að hafi verið um síðustu mánaðamót, því að þá þegar
var orðið ljóst að verðbólga færi aftur vaxandi siðustu mánuði árs-
ins og því væru ekki efnisleg rök fyrir þessari lækkun sem þá var
knúin fram,“ segir hann.
Helstu vextir íslandsbanka verða
því sem hér segir: Forvextir af
víxlum 13,75%, almenn skuldabréf
B-flokkur 14,25%, sértékkareikn-
ingar 3%, almennar sparisjóðsbæk-
ur 3%.
I kjölfar þjóðarsáttarsamning-
anna í febrúar síðastliðnum náðist
samkomulag milli bankanna og að-
ila vinnumarkaðarins um að vextir
skyldu ákvarðaðir með hliðsjón af
lánskjaravísitölu næstliðins mánað-
ar og áætlaðri lánskjaravísitölu
næstu tveggja mánaða hveiju sinni.
Eftir þessu segir Ragnar að vextir
hafi verið lækkaðir fram í aprílmán-
uð, þeir hafi síðan staðið óbreyttir
til 30. september.
Verðbólgan, mæld eftir þessari
aðferð, segir Ragnar að hafi fyrir
mánuði verið 3,6% en sé núna 5-7%
eftir því hvort áætlað sé að olíu-
verðshækkun hafi áhrif á laun og
þar með á launa- og lánskjaravísi-
tölu.
„Það er orðið ljóst núna, að
vaxtalækkunin 1. október var
ótímabær vegna þess, að í október-
bytjun tók að gæta útlánsaukningar
umfram innlánsaukningu og það
leiddi þegar til versnandi lausafjár-
stöðu innlánsstofnana í mánuðin-
um. Það er snögg og veruleg breyt-
ing í átt til þenslu, vegna þess að
þegar bankar lána meira en þeir
fá inn, veldur það þenslu. Fleiri
þættir en vextir hafa þarna áhrif,
en þó er ljóst að vextir hafa aðhalds-
hlutverki að gegna, ekki síst þegar
á miklu veltur að komið sé í veg
fyrir þenslu,“ segir Ragnar Önund-
ítrekað bent á að þau væru í nýju
rekstrarumhverfi vegna hjöðnunar
verðbólgu og ættu að miða verð-
hækkanir við það. En boðaðar
gjaldskrárhækkanir ríkisins, og
fyrirhuguð 9-10% hækkun bensín-
gjalds umfram verðbólgu, bentu
til þess að ríkisstjórnin ætlaði ekki
að taka þátt í þjóðarsáttinni öllu
lengur.
Már Guðmundsson efnahags-
ráðgjafi íjármálaráðherra sagði á
ráðstefnunni að þessar fyrirhugðu
gjaldskrárhækkanir væru miðaðar
við allt næsta ár og i tveimur til-
fellum væri hækkunin örlítið um-
fram verðlagsforsendur. Már sagði
einnig, að til lengdar væri það
ekki heppileg aðferð að ná niður
verðbólgu með hallarekstri ríkis-
sjóðs, og OECD varaði m.a. við
því. Hann sagði, að þegar tekið
væri tillit til bensíngjalds, væru
verðhækkunar áhrif fjárlagafrum-
varpsins um 1/2%.
FRÁ OG með 1. nóvember
verður verðlag Morgun-
blaðsins sem hér segir:
Mánaðaráskrift kr. 1100.
Grunnverð dálksentimetra
auglýsinga kr. 725 á virkum
dögum, en kr. 760 á sunnu-
dögum. I lausasölu kr. 100
eintakið.