Morgunblaðið - 01.11.1990, Side 40
40
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1990
Guðrún Bjarnadótt
ir - Minningarorð
Fædd 30. september 1952
Dáin 24. október 1990
Nú er komið að kveðjustund syst-
ur minnar. Gunna var ekki eins og
fólk er flest, samt var hún alltaf
svo glöð og gat verið svo ánægð
með lífið. Heimur hennar var lrtill,
en samt gaf hún mér svo mikið af
sér. Hún var þakklát fyrir alla vin-
áttu og allt sem að henni var rétt.
Hún bjó hjá foreldrum okkar
fyrstu ár ævi sinnar og síðar með
móður okkar eftir að faðir okkar,
Jón Bjarni, dó. Hennar nánustu
ættingjar og vinir skemmtu sér oft
yfir hinu góða skapi og kímni sem
í henni bjó. Gunna var mjög bam-
góð og löðuðust öll börn að henni,
sérstaklega frændsystkini okkar.
Síðastliðin fimm ár bjó Gunna
að Klettahrauni 17. Það voru henni
góð ár. Gunnu líkaði vel við sambýl-
isfólk sitt og Starfsfólk sem vildi
og gerði allt fyrir hana.
Hún bar sinn sjúkdóm með æðru-
leysi og tók á móti öllum án þess
að kvarta. Öllum sem veittu henni
umönnun og aðstoð vil ég þakka.
Guð blessi hana Gunnu mína.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Mæja systir
Vinkona okkar Guðrún Bjarna-
dóttir er látin. Gunna var fædd 30.
september 1952, dóttir hjónanna
Jóns Bjarna Kristinssonar (dáinn
19. ágúst 1975) og eftirlifandi konu
hans Ernu Árnadóttur.
I nóvember 1985 fluttist Gunna
í nýstofnað sambýli á Klettahrauni
17, í Hafnarfirði, þar sem hún bjó
ásamt sex öðrum fötluðum einstákl-
ingum, og þar hófust kynni okkar.
Fyrst eftir að hún flutti í sambýlið
var hún óörugg enda margt nýtt
fólk í kringum hana og heimilið lítt
mótað. Fljótlega jókst öryggi henn-
ar og sterkur persónuleikinn fór að
njóta sín. Kímnigáfa Gunnu var
mikil og var hún einstaklega hnytt-
in í tilsvörum og orðheppin, og átti
auðvelt með að sjá spaugilegu hlið-
ar tilverunnar. Nú þegar við setj-
umst niður og rifjum upp stundir
okkar saman, rifjast upp atvik þar
sem hún gat fengið mann til að
halda að maður væri ómissandi,
eins og þegar ein okkar kom að
vekja Gunnu einn morguninn og
hún sagði; „Ég var að vona að það
yrði þú sem kæmir að vekja mig,“
eða „ertu líka svona góð við fátækl-
inga og gamalmenni“ þegar verið
var að hlúa að henni þessa síðustu
daga.
Gunria átti góða að er létu sér
velferð hennar og líðan miklu skipta
og voru tengslin einstaklega náin.
Hún var mikil félagsvera og fór hún
mikið með móður sinni og Mæju
systur að heimsækja ættingja og
vini. Gunna fór í ófáar utanlands-
ferðir með fjölskyldu sinni, síðast
fyrir tveimur árum til Belgíu að
heimsækja Pétur bróður sinn og
fjölskyldu hans, og til Danmerkur
til Lísu frænku sinnar. Við urðum
þeirrar ánægju njótandi að fara til
Spánar með Gunnu og öðrum íbúum
sambýlisins fyrir nokkrum árum og
reyndist Gunna heimsborgarinn í
hópnum.
Lífið hefur ekki alltaf verið
áfallalaust hjá Gunnu og fjölskyldu
hennar fremur en hjá svo mörgum.
En óneitanlega eru byrðamar sem
hinn almáttugi leggur á herðar fjöl-
skyldunnar miklar ekki hvað síst á
Ernu, móður Gunnu, sem sýnt hef-
ur ótrúlega mikið andlegt þrek.
Gunna sýndi mikinn styrk og
hetjulund síðustu vikurnar, og hélt
hún reisn sinni til hins síðasta,
meðvituð um að senn tæki þetta
enda og eitthvað betra tæki við að
þessu lífí loknu.
Þessi ár með Gunnu hafa þroskað
lífsviðhorf okkar og ýmsar spurn-
ingar um tilgang lífsins hafa vakn-
að. Við viljum að leiðarlokum vitna
í Spámanninn eftir Kahlil Gibran
þar sem hann fjallar um dauðann
og sorgina. „Hvað er það að deyja,
annað en standa nakinn í blænum
og hverfa inn í sólskinið? Og hvað
er að hætta að draga andann annað
en að frelsa hann frá friðlausum
öldum lífsins, svo að hann geti risið
upp í mætti sínum og ófjötraður
leitað á fund guðs síns?“ „Þegar
þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá
huga þinn og þú munt sjá að þú
grætur vegna þess sem var gleði
þín.“
Elsku Erna, Mæja, Pétur, Anton,
Sigga, Helga, systkinabörnin og
aðrir ástvinir, megi almættið styðja
ykkur og styrkja á þessum sorg-
artímum.
Sigga, Ásrún, Katrín, Sús-
anna, Hrönn, Stella, Hild-
ur, Herdís og Guðbjörg.
Ljós" er slokknað. Gunna frænka
er dáin. Hún var falleg dökkhærð
hnáta, sem ólst upp hamingjusöm
í skjóli ástríkra foreldra og systk-
ina. Fljótlega kom í ljós að Gunna
mundi ekki ná ekki fullum þroska.
María systir var henni bezti vinur
og félagi og umhyggja hennar slík
að einstakt má telja.
Börn hændust að Gunnu alla tíð
og hún naut sín vel í þeirra félags-
skap. Ekki skemmdi það fyrir að
hún gat farið með „börnin sín“
heim til Ernu mömmu sinnar. Þá
var glatt á hjalla og vel tekið á
móti öllum.
Gunna var mjög vinamörg. Það
sýndu afmælisboðin. Á hveijum
afmælisdegi var stórveisla, fyrst
heima í foreldrahúsum, en síðar í
Klettahrauni. Þar hittust vinir og
ættingjar. Gunna var spurul og
minnug og vildi vita um annarra
hagi. Hún gladdist, þegar barns var
von í fjölskyldu- eða vinahópnum,
og ekki . var síður spennandi að
brjóta heilann um hvaða nafn kæmi
nú á nýju manneskjuna. Hún hafði
gaman af að gleðja aðra, kaupa
smágjafir og koma með þær.
Líf hennar var ekki alltaf dans
á rósum, en hún var svo lánsöm
að eiga góða að sér til styrktar og
hjálpar.
Þegar Gunna var um þrítugt
flutti hún að heiman. Það var stórt
skref. En í sambýlinu á Kletta-
hrauni fann hún sitt annað heimili
og þar leið henni vel við leik og
störf.
Þegar syrti að og Gunna kenndi
þess meins, er varð henni að aldur-
tila, var gott að vera umvafin hlýju
fjölskyldunnar og heimilisfólksins á
Klettahrauni, sem allt vildi gera
fyrir hana. Þar fékk hún að sofna
í rúminu sínum hinsta svefni.
Hvíli hún í friði.
Frændfólkið í Blikanesi.
Elsku vinkona okkar, hún Gunna,
er dáin. Hvernig getum við sem
eftir sitjum skilið tilganginn, hún
sem alltaf var svo hýr og kát.
Fyrstu kynni okkar af þessari
sætu litlu stelpu með stóru brúnu
augun voru þau að Maja vinkona
sagði: „Þetta er Gunna systir, hún
sér um kaffið.“ Og þar með eignuð-
umst við góða vinkonu. Var heimili
Ernu og Bjarna ávallt opið öllum
vinkonunum og er það ennþá hjá
Ernu.
Gunna var þroskaheft en marga
eiginleiká hafði hún framar hinum
venjulega manni. Hún var t.d. mjög
minnug og átti ótrúlega gott með
að muna nöfn, afmælisdaga og ald-
ur, vinkonunum til mikillar „skelf-
ingar“.
Otrúlega var hún gjafmild og
höfðinglegar voru gjafirnar sem
hún valdi sjálf og færði vinum og
ættingjum við ýmis tækifæri.
Gaman var að glettast við Gunnu,
húmor hennar var ótrúlegur, svo
skemmtileg var hún í góðra vina
hópi að það gleymist seint. Þökkum
við henni allar þær ánægjustundir
sem við áttum saman.
Á kveðjustund er okkur efst í
huga það tækifæri, er við fengum
með Gunnu að kynnast fleiri hliðum
mannlífsins og erum við ríkari fyrir
það. Og óskum við þess að eftir
erfið veikindi muni hún finna hvíid
og frið.
Guð gefi Maju, Ernu, Pétri og
Antoni og fjölskyldum þeirra styrk
í þeirra miklu sorg.
Saumaklúbbur Maju vinkonu
Við viljum í stuttu máli minnast
starfsfélaga okkar, Guðrúnar
Bjamadóttur, sem kvaddi þennan
heim í síðustu viku.
Gunna, eins og við kölluðum
hana, var búin að starfa hjá okkur
á Lækjarási síðan 1986.
Hún var ein þeirra sem ekki bar
mikið á en hún hafði samt gaman
af því að spjalla og vera í félags-
skap. Hún var ótrúlega minnug á
mannanöfn og sagði manni oft frá
atburðum og fólki sem hún þekkti.
Gunna var frá um tíma vegna
veikinda, en á meðan hún var hjá
okkur urðum við ekki mikið vör við
sjúkdóm hennar. Hún var dugleg
að vinna og kvartaði nánast aldrei.
Það var ekki fyrr en alveg í lokin
að fór að draga verulega af henni.
Við erum þakklát fyrir þann tíma
sem við'áttum með henni. Það var
gott að umgangast hana og okkur
þótti vænt um Gunnu.
Við biðjum almáttugan Guð að
styrkja ykkur, móðir og systkini, I
sorg ykkar.
Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta.
A grænum grundum lætur hann mig hvílast,
leiðir mig að vötnum þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég
ekkert illt því þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
(Sálm. 23:1-4)
Starfsfélagar, Lækjarási
Legsleinar
Framleiðum allar
stærðir og gerðir
af legsteinum.
Veitum fúslega
upplýsingar og
ráðgjöf um gerð
og val legsteina.
S.HELGASON HF
STEINSNIIÐJA
SKEMMUVEGI48. SIMI 76677
t
Móðir okkar,
ÓLÖF GUÐMUNDSDÓTTIR,
lést að morgni þriðjudagsins 30. október á dvalarheimilinu Hlíð,
Akureyri.
Jón Bjarnason,
Stefán Bjarnason.
t
Móðir okkar,
GUÐRÚN AÐALHEIÐUR JÓNSDÓTTIR
frá Laxárnesi i Kjós,
síðast til heimilis á Norðurbrún 1,
lést 26. október ó öldrunarlækningadeild Landspitalans.
Útförin fer fram frá Áskirkju föstudaginn 2. nóvember kl. 15.00.
Jarðsett verður að Lágafelli.
Börnin.
t
Móðir mín, tengdamóöir, amma og langamma,
ÁGÚSTA ANDRÉSDÓTTIR,
Baldursgötu 6a,
lést þann 31. október á Borgarspítalanum.
Andrés Þorvarðarson,
Ester Þórðardóttir,
>- Erla Þorvarðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
LENOBÍA BJARNADÓTTIR,
Brekkuseli 6,
er látin.
Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey
að ósk hinnar látnu.
Börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Bróðir okkar,
GUÐMUNDUR JÓNSSON
frá Reykjanesi,
Álfhólsvegi 93,
verður jarðsunginn föstudaginn 2. nóvember kl. 13.30 frá Foss-
vogskirkju.
Guðfinna Jónsdóttir,
Helgi Jónsson.
t
Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
HELGA HERNITSDÓTTIR,
Lindahlíð,
Aðaldal,
verður jarðsungin frá Grenjaðarstaðakirkju laugardaginn 3. nóvember
kl. 14.00.
Kristján B. Ásmundsson, Hulda Jónasdóttir,
Þóra K. Ásmundsdóttir, Jón Þ. ísaksson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær eiginmaður minn, sonur okkar, bróðir og mágur,
DAVÍÐ ÖRN GESTSSON,
Ystaseli 3,
verður jarðsunginn frá Seljakirkju föstudaginn 2. nóvember
kl. 10.30.
Sirjun Yuangthong,
Una Traustadóttir, Gestur Guðjónsson,
Kolbrún Gestsdóttir, Guðmundur Fr. Jónsson,
Iðunn Gestsdóttir,
Þorbjörn Gestsson, Somchai Yuangthong,
Olgeir Gestsson
og systkinabörn.
Lokað
verður eftir hádegi í dag vegna jarðarfarar
GUÐRÚNAR BJARNADOTTUR.
Glerborg hf.,
Dalshrauni 5, Hafnarfirði.