Morgunblaðið - 01.11.1990, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1990
Safnkynningar og heim-
ildaleit í Háskólabókasafni
eftir Halldóru
Þorsteinsdóttur
Aðalsafn Háskólabókasafns er til
húsa í aðalbyggingu Háskólans en
auk þess eru 17 útibú frá safninu
starfrækt í þeim byggingum þar sem
kennsla og rannsóknir_ á vegum
Háskólans fara fram. Útibúin eru
víðs vegar um borgina, misstór og
misvel þjónað frá aðalsafni. Starfs-
menn safnsins eru aðeins átján að
tölu og sinna samtals 17 útibúum,
auk aðalsafns, og öllum þeim íjöl-
þættu verkefnum sem krafist er af
nútíma bókasöfnum. Háskólabóka-
safni þjónar um 4.800 háskólanem-
um, sem stunda nám við um 50
námsbrautir. Það þjónar um 1.500
kennurum og sérfræðingum Háskól-
ans og það er opið almenningi.
Ekki fer hjá því að safngestir eigi
stundum erfitt með að átta sig á,
hvað er hvar í safninu eða safnakerf-
inu. Einungis um 110 þúsund af 285
þúsund bindum alls eru í aðalsafni,
annað er í útibúum eða geymslum.
Það fer heldur ekki hjá því að safn-
gestum fallist hendur í leit að jafn-
vel einföldum upplýsingum. Hér á
eftir verður í stuttu máli sagt frá
helstu hjálpargögnum safnsins við
heimildaleit og hvernig safnið er
kynnt notendum þess.
Safnkynningar
Ýmislegt hefur verið gert til þess
að auðvelda safngestum leiðina að
heimildunum sem þá vantar, efla
skilning þeirra á uppbyggingu safns-
ins og gera þá sjálfbjarga andspæn-
is skrám og ritum safnsins. Sem
dæmi má nefna fjölda leiðbein-
ingabæklinga um hvar ritakost ein-
stakra greina er að fínna, um skrárn-
ar og um margvíslega þjónustu
HÁSKÓLA
BÓKASAFN
1940-1990
Skattaframtöl
fyrir einstaklinga
Farið er yfir helstu atriði skattalaganna sem varða skattamál,
útreikning á tekju- og eignaskatti, rétt til endurgreiðslna, svo
sem vaxta- og bamabóta. Gerð eru raunhæf skattaframtöl og
kennt er að fylla út allar skýrslur sem einstaklingum er gert
safnsins. Bæklingarnir liggja
frammi í safninu og þeim _er einnig
dreift við safnkynningar. Á haustin
er reynt að ná til sem flestra ný-
nema, ýmist með stuttu spjalli, fyrir-
lestri, myndbandssýningu og/eða
skoðunarferð um hluta safnsins.
Spjaldskrárnar -
tölvuskrárnar
Tiltölulega auðvelt er að læra að
nota spjaldskrárnar og finna út hvort
t.d. bókin Skynsamleg orð og skæt-
ingur eða bækur um eða eftir Octav-
io Paz eru til í safninu og þá hvar
þær eru. Það sést með því að fletta
upp í höfunda- og titlaskrám. Þegar
finna þarf bækur um ákveðið efni,
t.d. um skaðsemi reykinga, án þess
að hafa ákveðið rit í huga, ber að
fletta upp í efnisflokkaðri skrá, sem
sýnir hvað til er á. tilteknu efnis-
sviði. Flokksmerki bókar, sem til-
greint er bæði á spjaidskrárspjaldi
og á kili bókarinnar, má líkja við
heimilisfang hennar, því bókunum
er raðað i hillur í töluröð eftir flokks-
tölum. Ef tölvuvæðing safnsins
gengur samkvæmt áætlun mun
tölvuskrá fljótlega leysa spjald-
skrárnar af hólmi. Búið er að kaupa
tölvukerfi fyrir Háskólabókasafn og
Landsbókasafn, en þessi söfn sam-
einast vonandi áður en langt um
líður í Þjóðarbókhlöðu, og nú er
unnið að flutningi gagna í kerfið. I
tölvuskránni er sömu upplýsingar
að finna og í spjaldskránum, en
hægt verður að nálgast þær eftir
íjölmörgum nýjum leiðum.
Tímaritsgreinar - íslenskt efni
ÖIlu erfiðara er aftur á móti að
finna annað efni en bækur, t.d. tíma-
rits- eða blaðagreinar eða einhveijar
dularfullar skýrslur um tiltekið efni,
Halldóra Þorsteinsdóttir
„Ýmislegl hefur verið
gert til þess að auð-
velda safngestum leið-
ina að heimildunum
sem þá vantar, efla
skilning þeirra á upp-
byggingu safnsins og
gera þá sjálfbjarga
andspænis skrám og
ritum safnsins.“
eins og skaðsemi reykinga, sér í lagi
ef þetta á að vera íslenskt efni. Slíkt
efni, sérstaklega tímaritin, er afar
mikilvægur safnkostur. Þar birtast
Múrinn niður - lokum
að skila með framtali.
Náfflskeiðið er 16 klaL
Innrituii stendur yfir.
IBBBBBBBaHBI
0 Tölvuskóli Reykíavíkur
Boreartúni 28. S:687590
Njóttu þess besta
Hvunndagsveisla
Við erum bara hálfs árs núna en höldum upp á það
með glæsilegu afmælistilboði. Frá mánudegi til
miðvikudags bjóðum við þríréttaða máltið fyrír
AÐEINS 900 krónur.
Girnilegt hlaðborð
í hádeginu á föstudögum svigna fötin undan
girnilegum krásum, heitum og köldum,
á veglegn hlaðborði sem kostar
AÐEINS 600 krónur.
Ljúf píanótónlist fyrir matargesti öll kvöld.
Lifleg jasssveifla á fimmtudagskvöldum.
Notaleg stemmning á rólegu nótunum
STRANDGATA 55 • HAFNARFJÖRÐUR • SÍMI 651213
Opið alla daga og í hádeginu fimmtudaga, föstudaga og laugadaga
ekki á atvinnuvegi
eftir Hreggvið
Jónsson
Síðustu þrjú þing hefur verið flutt
tillaga um breytingu á lögum nr. 22
frá 1922 um það atriði, sem lýtur
að því að rífa niður viðskiptamúr
laganna. Sá „múr“ hindrar eðlileg
viðskipti með fisk og þjónustu er-
lendra fiskiskipa hér á landi. Laga-
frumvarp þetta var fyrst flutt af
Olafi Þ. Þórðarsyni og Kjartani Jo-
hannssyni og á síðasta.þingi flutt
af Olafi Þ. Þórðarsyni, Áma Gunn-
arssyni, Matthíasi Bjarnasyni, Alex-
ander Stefánssyni, Kristni Péturs-
syni, Geir Gunnarssyni auk mín.
Frumvarp þetta fjallaði þó eingöngu
um að aflétta þessum „múr“ af fiski-
skipum frá Færeyjum og Grænlandi.
Frumvarpið var samþykkt í neðri
deild, en svæft í efri deild í öll skipt-
in. í greinargerð með frumvarpinu
segir m.a.:
„Tilgangur frumvarps þessa er að
undanþiggja færeysk og grænlensk
fiskiskip ákvæðum 65 ára gamalla
laga sem þanna erlendum fiskiskip-
um að ianda afla sínum í íslenskum
höfnum nema með sérstöku leyfi
ráðherra.
Samskipti okkar Færeyinga og
Grænlendinga hafa stóraukist und-
anfarin ár en fyrir áratug voru þau
næsta lítil. Algengt var fyrir örfáum
árum að menn gerðu lítið úr því að
við gætum haft nokkurn merkjanleg-
an hag af samskiptum við þessar
smáþjóðir. En annað hefur komið í
ljós. Þótt íbúafjöldi þessara landa sé
samanlagður tæpur helmingur íbúa-
tölu íslands vegna þess að vinátta
þessara þjóða í okkar garð er einlæg
og þær velja viðskiptin við okkur
frekar en við aðra að öllu jöfnu.
Þessi viðskipti vaxa sífellt og má í
því sambandi benda á aukinn þátt
Flugieiða í að tryggja samgöngur við
þessi lönd og vaxandi umsvif
íslenskra verktakafyrirtækja í lönd-
unum tveimur.
Áframhaldandi uppbygging þessa
samstarfs er eðlileg og allt eins hag-
kvæm fyrir okkur og þá. Við erum
í þetta sinn stóri bróðir og það legg-
ur okkur ákveðnar skyldur á herðar.
Það er hagkvæmt bæði fyrir Græn-
lendinga og Færeyinga í mörgum
tilvikum að landa afla sínum á ís-
landi. Má þar nefna rækjuskip,
Hreggviður Jónsson
„Þess vegna er nauðsyn
að fiskiskip frá öllum
löndum séu undanþegin
ákvæðum þessara forn-
aldarlaga. Við eigum
að vera þess albúnir að
taka þátt í alþjóðlegri
verzlun, eins og þegnar
annarra frjálsra
landa.“
loðnuskip o.s.frv. Afli þessara skipa
og þjónusta við þau getur skapað
aukna atvinnu í íslenskum sjávar-
þorpum og einhliða aðgerð af þessu
tagi af okkar hálfu er til þess fallin
að auka vináttuna, efla samstarfið
pg auka viðskiptin á öllum sviðum
íslendingum, Færeyingum og Græn-
lendingum til hagsbóta."
Milljarða samningur
Færeyinga
Nú nýlega gerðu Færeyingar
samning við Sovétríkin um þjónustu
á 150 togurum af veiðiflota þeirra á
Norður-Atlantshafi. Jafnframt selja
Sovétmenn Færeyingum 7.000 tonn
af fiski, sem fara þar til vinnslu.
Augljóst er, að slíkur samningur
hlýtur að vera Færeyingum búbót.
Miklir hagsmunir eru í húfi og mikil-
vægt að hægt sé að hefja fijáls við-
skipti hér á landi á þessu sviði.
Tökum þátt í alþj óðlegri
verslun
Það má öllum vera ijóst að þegar
þessi lög sem hér um ræðir voru
sett 1922 voru allt aðrar aðstæður
hér en nú eru. Það er nauðsyn á að
breyta þessum lögum.
En ég hefði viljað ganga lengra
því að ég tel’ að þetta sé mikið hags-
munamál fyrir Islendinga. Það eru
ekki aðeins þessar tvær þjóðir sem
stunda hér fiskveiðar í kringum
landið, það eru fleiri þjóðir, t.d. eins
og Japanar sem hafa stundum verið
við fiskveiðar ekki allfjarri og Rúss-
•ar, og þessar þjóðir hafa orðið að
leita annað eftir þjónustu. Þarna eru
meiri hagsmunir á ferðinni en menn
í fljótu bragði virðast gera sér grein
fyrir.
Það er í fyrsta lagi það að hér er
um veruleg olíukaup að ræða, í öðru
lagi er um verulega viðgerðarþjón-
ustu að ræða. Mér hafa sagt það
aðilar sem hér eru umboðsmenn fyr-
ir fiskveiðitæki að þessi skip hafi oft
og tíðum óskað eftir að hér væru
sett niður dýr og vönduð fiskveiði-
tæki og siglingatæki þannig að hér
eru í húfi verulegar upphæðir. Og
þá eru ýmiss konar önnur tæki sem
þessi skip hafa stundum leitað eftir
að fá hér en geta ekki fengið þau
nema með sérstöku leyfi eins og við-
skiptahættir eru í dag.
Þá er að geta þess að eftir að við
settum hér á laggirnar fiskveiði-
markaði hefur komið upp sú staða
að það væri mjög jákvætt að fá fisk
frá þessum aðilum til að selja hér,
jafneðlilegt og það er að við skulum
sigla á Bretland og Þýskaland og
önnur lönd til að selja okkar fisk á
fiskmörkuðum þar. Það væri mjög
jákvætt fyrir okkar efnahagslíf að
við leyfðum þetta. Þær breyttu að-
stæður sem nú eru, 200 mílna lög-
saga, eru alit aðrar en þegar þessi
lög voru sett.
Þess vegna er nauðsyn að fiski-
skip frá öllum löndum séu undanþeg-
in ákvæðum þessara fornaldarlaga.
Við eigum að vera þess albúnir að
taka þátt í aiþjóðlegri verzlun, eins
og þegnar annarra fijálsra landa.
Höfundur er einn afþingmönnum
Sjálfstæðisflokksins & Reykjanesi
og tekur þátt í prófkjöri þar.