Morgunblaðið - 01.11.1990, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1990
51
HANDKNATTLEIKUR
B _ _ muiyuiiuiauiuMUMUo
Pu ert ekki velkominn hér i gegn, Sigurður minn, gæti Guðmundur Guðmundsson, þjálfari og leikmaður Víkingsliðsins, verið að segja við Sigurð Bjarnason í gær-
kvöldi. Guðmundur og félagar stóðu upp sigurvegarar og hafa enn fullt hús stiga í deildinni.
Stjarnan - Víkingur 22:23
íþróttahúsið í Garðabæ, íslandsmótið í handknattleik, 1. deild — VÍS-keppnin — miðviku-
daginn 31. október 1990.
Gangur leiksins: 0:1, 1:3, 3:5, 5:5, 5:7, 7:9, 10:9, 11:11, 11:14, 13:16, 16:16, 16:19,
17:21, 19:23, 22:23.
Mörk Stjörnunnar: Hafsteinn Bragason 5, Magnús Sigurðsson 5, Patrekur Jóhannesson
4, Sigurður Bjarnason 4, Axel Björnsson 2, Hilmar Hjaltason 2.
Varin skot: Brynjar Kvaran 12/1.
Utan vaílar: 2 mínútur.
Mörk Víkings: Bjarki Sigurðsson 5, Dagur Jónasson 5, Alexej Trúfan 4/1, Guðmundur
Guðmundsson 3, Hilmar Sigurgislason 3, Birgir Sigurðsson 1, Karl Þráinsson 1, Ámi
Friðeifsson 1.
Varin skot: Hrafn Margeirsson 10, Reynir Þ. Reynisson 3.
Után vallar: 10 mínútur.
Áhorfendur: Um 500.
Dómarar: Rögnvald Erlingsson og Stefán Arnaldsson dæmdu vel.
Góður sóknaríeikur Víkinga
Víkingar hafa ekki enn tapað stigi í 1. deildinni. í gærkvöldi léku
þeir trúlega besta leik sinn í vetur og tókst með því að leggja Stjörn-
una að velli. Það var sérstaklega sóknarleikur Víkinga, sem var góður
að þessu sinni, og vörnin var góð að venju — það gengur enginn í gegn-
■■■| um vörnina hjá Víkingum. Dagur Jónasson kom mjög sterk-'
SkútiUnnar ur til leiks í síðari hálfleik, þegar hann kom inná. Hann
Sveinsson skoraði fimm mörk auk þess sem hann varði glæsilega í
s n,ar vöminni. Bjarki Sigurðsson er að komast í sitt gamla form
og Trúfan var traustur þó svo hann hafi ekki átt neinn
stjörnuleik. Það var oft gaman að fylgjast með sóknum Víkings. Eftir
að leikkerfin fóru í gang stóðu allt í einu tveir fríir á miðri línu mótheij-
anna og þá var ekki að sökum að spyrja. Stjörnumenn léku sem einstakl-
ingar. Það vantaði allt samstarf hjá leikmönnum og hafa þeir oft leikið
betur. Brynjar stóð þó fyrir sínu í markinu. Annars kom ágætur kafli
hjá Stjörnunni í síðari hálfleik, þegar liðið var þremur mörkum undir.
Magnús misnotaði vítakast, en heimamönnum tókst engu að síður að
jafna metin. Víkingar hleyptu þeim þó ekki lengra, náðu forystunni aftur
— og það dugði.
Valur - KR ' 21:21
Gangujr leiksins: 1:0, 3:1, 4:4, 6:6, 9:9, 11:11 13:13, 16:16, 19:16, 20:17, 21:18, 21:21.
Mörk Vals: Valdimar Grímsson 6, Jón Kristjánsson 5/1, Júlíus Gunnarsson 4, Jakob Sig-
urðsson 3, Finnur Jóhannsson 2, Dagur Sigurðsson 1.
Varin skot: Einar Þorvarðarson 17. Utan vallar: 4 mínútur.
Mörk KR: Páll Ólafsson (eldri) 10/1, Willum Þ. Þórsson 5, Sigurður Sveinsson 3, Konráð
Olavsson 1, Páll Ólafsson (yngri) 1, Viðar Halldórsson 1.
Varin skot: Leifur Dagfinnsson 21. Utan vallar: 8 mínútur.
Dómarar: GuðmundurKolbeinsson og Þorgeir Pálsson. Dæmdu vel. Áhorfendur: Um 100. "
Fimmta jafntefli KR
KR-ingar gerðu fimmta jafntefli sitt í 1. deild er þeir mættu Valsmönn-
um að Hlíðarenda í gærkvöldi. Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik.
Páll Ólafsson (éldri) hélt KR-ingum á floti með mjög góðum leik. Hann
skoraði 6 af fyrstu 8 mörkum KR-inga og átti slök Valsvörnin í miklum
erfiðleikum með' að stöðva hann. Þeir brugðu á það ráð
að taka Pál úr umferð en það hafði ekki tilætluð áhrif.
Valsmenn réðu einnig illa við Leif Dagfinnsson í marki
KR og varði hann hvert skotið á fætur öðru.
Valsmenn náðu þó yfirhöndinni um miðbik síðari hálfleiks
og þegar þijár mínútur voru eftir höfðu þeir þriggja marka forskot. Flest-
ir gerðu ráð fyrir sigri Vals, en í lokin fór liðið illa að ráði sínu. Þrjú
ótímabær skot Júlíusar færðu KR-ingum boltann og með mikilli baráttu
tókst þeim að jafna. Þegar hálf mínútu var eftir fengu þeir tækifæri til
að komast yfír en Einar varði skot Páls. KR-ingum tókst að stöðva sókn
Vals og Leifur Dagfinnsson varði skot Júlíusar úr aukakasti á síðustu
sekúndinni.
KR-ingar börðust af miklum krafti og áttu líklega besta leik sinn í vet-
ur. Páll og Leifur áttu frábæran leik og Willum var góður. Einar varði vel
í marki Vals og Jón Kristjánsson og Valdimar áttu ágætan leik.
Péturhi.
Sigurðsson
skrifar
VlKINGUR 9 9 O 0 220: 184 18
VALUR 9 7 1 1 217: 193 15
STJARNAN 9 6 0 3 211: 202 12
KR 9 3 5 1 207: 200 11
UAUKAR 7 5 0 2 163: 162 10
FH 9 4 2 3 210: 205 10
KA 8 3 1 4 188: 174 7
IBV 8 3 1 4 195: 190 7
ÍR 8 1 1 6 174: 193 3
GRÓTTA 8 1 1 6 160: 180 3
fram 8 0 2 6 161: 190 2
SELFOSS 8 0 2 6 154: 187 2
Körfuknattleikur
EVRÓPUKEPPNI FÉLAGSLIÐA
Evrópukeppni bikarhafa:
2. umferð, síðari leikir:
Zaragoza(Spá.)—Bayeruth (Þýsk.).lOl: 90
— Zaragoza sigraði samanlagt 195:180.
Dyn. Moskva (Sov.)—Dozsa(Ung.) .113: 72
— Dynamo sigraði samtals 199:146.
Hapoel Gatil (Isr.)—Slask (Póll.) 118: 95
— Hapoel sigraði samtals 227:179.
Lahti (Finnl.)—Ovarense (Port.). 77: 75
— Ovarense sigraði samtais 161:154.
Rauða Stj. (Júg.)—Pasahahre (Tyrk.)..86:76
— Rauða Stjarnan sigraði samtals 171:170.
Sialonika (Grikk.)—Sunderland (Eng.) 97: 85
—~~Saicrmka:-~sigraðr • saintals" 198rl74-
Verða 24 lið á HM
á íslandi 1995?
ALÞJÓÐA handknattleiks-
sambandið, IHF, tók vei í hug-
myndir um stofnun Evrópu-
sambands á þingi sambands-
ins á Madeira. Verði það að
veruleika og Evrópukeppni
landsliða komið á bendir alit
til þess að liðum í úrslita-
keppni Heimsmeistaramóts-
ins verði fjölgað úr 16 í 20
eða 24. Evrópukeppnin verði
þá jafnf ramt forkeppni fyrir
HM og ámóta fyrirkomulag
verði í öðrum heimsáifum, en
b- og c-keppni lögð niður.
Breytingin geturfyrst orðið
1995, en þá fer keppnin fram
á íslandi.
Evrópumót landsliða í hand-
knattleik er í burðarliðnum
og er stefnt að fyrstu úrslita-
keppninni vorið 1994. Hugmyndir
eru uppi um að þau átta lið, sem
leika til úrslita, trvggi sér jafn-
framt farseðilinn á HM. Þau flmm
eða sex iið, sem verða næst því
að leika til úrslita, fara einnig á
HM auk efstu liða í forkeppni
annarra heimsálfa. Ýmsar hug-
myndir hafa komið fram og eru
skoðanir skiptar um framkvæmd-
aratriði, en almennur vilji virðist
vera fyrir breyttu fyrirkomulagi.
Handboltinn á mestu fylgi að
fagna í Evrópu og því er talið
eðlilegt að flest iiðin á HM séu
frá Evrópu. Þetta er svipað fyrir-
komulag og tekið var upp í knatt-
spyrnunni fyrir Heinismeistara-
keppnina á Spáni 1982, en þá var
liðum fjölgað.
Evrópukeppnin í handknattleik
getur í fyrsta lagi byijað eftir
HM í Svíþjóð, en þar verða 16
lið. Ef af verður kemur því fjölg-
unin fyrst til framkvæmda hér á
landi.
FH - ÍBV 27:27
íþróttahúsið við Kaplakrika, íslandsmótið í handknattleik — VÍS-keppnin — miðvikudaginn
31. október 1990.
Gangur leiksins: 3:2, 4:5, 5:9, 9:10, 10:13, 13:14, 15:14, 17:17, 20:17, 20:20, 22:22,
22:24, 24:24, 24:25, 25:25, 25:26, 26:26, 26:27, 27:27.
Mörk FH: Guðjón Arnason 8/2, Óskar Helgason 7/2, Þorgils*Óttar Mathiesen 5, Pétur
Petersen 3, Gunnar Beinteinsson 1, Magnús Einarsson 1, Sveinn Bragason 1.
Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 15/1 (þar af 4 er knötturinn fór aftur til mót-
heija), Bergsveinn Bergsveinsson 2 (þar af 1 er knötturinn fór aftur til mótheija).
Utan vallar: 4 mínútur.
Mörk ÍBV: Gylfi Birgisson 10, Sigurður Gunnarsson 7/2, Sigurður Friðriksson 5, Jóhann
Pétursson 3, Haraldur Hannesson 1, Sigbjörn Óskarsson 1.
Varin skot: Sigmar Þröstur Óskarsson 9/1 (þar af 2 er knötturinn fór aftur til mót-
heija), Ingólfur Amarsson 6 (þar af 1 er knötturinn fór aftur til mótheija).
Utan vallar: 2 minútur, og Sigmar Þröstur fékk rautt spjald í lok fyrri hátfleiks fyrir
að bijóta á manni i hraðaupphlaupi og Sigurður Friðriksson fyrir mótmæli.
Áhorfendur: 250.
Dómarar: Gunnlaugur Hjálmarsson og Óli Olsen.
Þorgils Ottar jafnaði á síðustu stundu
Þorgils Óttar Mathiesen jafnaði, 27:27, er 13 sekúndur voru eftir við
mikinn fögnuð Hafnfirðinga. Leikurinn var kaflaskiptur og mikið um
mistök. Liðin skiptust á að hafa forystu. Áberandi var hve bitlausari sókn
FH-inga var vegna fjarveru Óskars Ármannssonar og Stefáns Kristjáns-
sonar, sem báðir eru meiddir. Þessi spilamennska boðar
Ágúst ekki gott fyrir Evrópuleikinn annað kvöld, gegn tyrknesku
Ásgeirsson meisturunum — sem komnir eru til landsins og fylgdust
skrifar með leiknum í gærkvöldi. Eyjamenn fóru mjög vel af stað,
léku af miklum krafti, en þegar leið á fyrri hálfleik var
eins og þeir misstu einbeitingu og heimamenn náðu að jafna. í seinni
hálfleik gripu Eyjamenn til þess ráðs að taka Guðjón Árnason úr umferð
og náðu við það frumkvæðinu, en FH-ingum tókst að jafna með gífur-
legri baráttu undir lok leiksins. Eftir að Guðjón var tekinn úr umferð lék
Þorgils Óttar á miðjunni fyrir utan; og í lokin snéri hann einmitt á vörn
Eyjamanna, braust í gegn og skoraði af öryggi, jöfnunarmarkið. Úrslitin
voru sanngjörn þegar á heildina er litið.
Ikvöld
Fjórir leikir eru á dagskrá í úrvalsdeildinni í körfuknattleik í kvöld.
ÍBK fær Hauka í heimsókn til Keflavíkur, KR-ingar taka á móti
Grindvíkingum í Laugardalshöll, Njarðvíkingar mæta Tindastóli í
Njarðvík og loks eigast við Þór og Snæfell í íþróttahöllinni á Akur-
eyri. Leikirnir hefjast allir kl. 20.00, svo og viðureign ÍS og ÍR í
1. deild kvenna, í íþróttahúsi Kennaraháskólans.
Jón Sveinsson.
Jónmeðí
Barcelona
Jón Sveinsson leikur með Fram
í síðari leik liðsins gegn Barcel-
ona á miðvikudaginn. Leikurinn
fer fram í Barcelona og Jón kem-
ur frá Bandaríkjunum, þar sem
liann stund.ar nám.
„Hann flýgur til London og
þaðan til Barcelona. Hann ætti
að vera kominn þangað á sunnu-
daginn og bíður eftir okkur þegar
við mætum á mánudaginn,“ sagði
Jóhann Kristinsson, fram-
kvæmdastjóri knattspyrnudeildar
Fram.
Pétur Ormslev og Viðar Þor-
kelsson verða einnig með Fram
en þeir voru í leikbanni í fyrri
leik liðanna.