Morgunblaðið - 01.11.1990, Side 21

Morgunblaðið - 01.11.1990, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1990 21 Guðjón Þorkelsson framleiðslustjóri við gaspökkunarvél. Borgarnes: Ófrosið kjöt til áramóta Borgarnesi. NYVERIÐ kynnti afurðadeild Kaupfélags Borgfirðinga í Borg- arnesi gaspökkun á dilkakjöti sem eykur geymsluþol kjöts við 0 gráður og kjötið meyrnar við þessa geymsluaðferð og verður því mýkra undir tönn. Með þess- ari aðferð er hægt að geyma kjötið í 6-8 vikur. Alls var pakk- að um 10 tonnum með þessari aðferð í nýafstaðinni sláturtíð í Borgarnesi. Undanfarin þijú ár hefur staðið yfir þróunarverkefni hjá afurðadeild KBB og fæðudeildar rannsóknar- stofnunar landbúnaðarins, RALA, um að þróa aðferð við pökkun á ófrosnu dilkakjöti. Að sögn Guðjóns Þorkelssonar framleiðslustjóra er þessi pökkun viðleitni til að mark- aðssetja dilkakjöt á nýjan hátt sem ferska og meyra gæðavöru. Aðferð- in felst í því að setja dilkakjötið í loftblöndu með kolsýru eftir að kjöt- inu hefur verið pakkað í loftdregnar umbúðir. Eftir pökkun er kjötið geymt við 0 gráður í hálfan mánuð og látið meyrna áður en það er selt. Að sögn Guðjóns er þessi pökk- unaraðferð mjög vandasöm og ger- ir því miklar kröfur til starfsfólksins sem að henni vinnur. , TKÞ Umhverfis- mál á aðal- fundi NVSV AÐALFUNDUR NVSV 1990 verður haldinn í Náttúrufræði- stofu Kópavogs, Digranesvegi 12 (kjallara), í kvöld fimmtudaginn i. nóv. kl. 20.00. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verða flutt stutt erindi og Sigur- björg Gísladóttir efnafræðingur fjallar um fullkomnar mengunar- varnir álvers og Hjalti Hugason aðstoðarrektor og guðfræðingur ræðir umhverfismál og siðfræði. Morgunblaðið/Emilía Sigríður Kjaran við nokkur verka sinna á sýningunni í Þjóðmiiya- safni Islands. Þj óðminjasafnið: Sýning á þjóðlífsmynd- um Sigríðar Kjaran NÆSTKOMANDI sunnudag verður opnuð sýning í Þjóðminjasafni íslands á leirbrúðum, sem Sigríður Kjaran hefur gert. Sýningin nefnist íslenskar þjóðlífsmyndir, en brúðurnar eru kiæddar þjóðbún- ingum og sýna fólk við margvísleg störf, til dæmis heyannir og fisk- vinnu. Sigríður Kjaran er fædd í Reykjavík 9. febrúar 1919. Hún hefur stundað nám í skúlptúrdeild Myndlistaskólans í Reykjavík og auk þess í listaskólum í Noregi og á Spáni. Öll verkin á sýningunni eru unnin á síðastliðnum fimm árum, að undanskildu einu sem er nokkrum árum eldra. Þóra Kristjánsdóttir, listfræðing- ur, stjórnaði uppsetningu sýningar- innar. Dóra Jónsdóttir, gullsmiður, smíðaði kvensilfrið á búningana á sýningunni, en Andrés B. Helgason, bóndi og smiður, smíðaði innan- stokksmuni og amboð, að undan- teknum hrífum, sem gerðar voru af Kristjáni Sigurðssyni, módel- smið. Sýningin verður opnuð almenn- ingi næstkomandi sunnudag, og verður hún opin á opnunartíma Þjóðminjasafnsins fram yfir næstu áramót. Bókaútgáfan: Almenna bókafélagið gefur út sextán bækur RAUÐIR dagar, ný skáldsaga eftir Einar Má Guðmundsson, er meðal þeirra bóka, sem væntan- legar eru á markaðinn frá Al- menna bókafélaginu fyrir jólin. Af bókum, sem eru komnar út eða væntanlegar eftir íslenska höfunda má nefna „Vökunætur fuglsins", þar sem Tómas Guð- mundsson og Jóhannes Kjarval segja Matthíasi Jóhannessen hug sinn, Kvæði 90 er ljóðabók eftir Krislján Karlsson og Spegillinn hefur ekkert ímyndunarafl, eftir Kristján Kristjánsson. Þá má nefna Sérstæð sakamál, íslensk og norræn, sem Jóhanna S. Sigþórsdóttir skráði og þýddi. íslenska kynlífsbók, eftir Ottar Guðmundsson lækni og íslenska hermenn en þar ræðir Sæmundur Guðvinsson við íslendinga, hérlend- is og erlendis, sem hafa gegnt her- þjónustu. Meira skólaskop, Guðjón Ingi Eiríksson og Jón Siguijónsson segja gamangögur úr skólastofunni og loks Einfarar í íslenskri myndlist eftir Aðalstein Ingólfsson. Meðal þýddra verka er Líkams- tjáning, Að lesa hug manns af lát- bragði hans, eftir Allan Pease, Björn Jónsson þýddi, Galina, Rúss- ensk saga, endurminningar söng- konunnar Galina Vishnevskaja, í þýðingu Guðrúnar Egilsson, ljóðin þýddi Geir Kristjánsson. Blóðugur blekkingaleikur, en þar afhjúpar rúmenskur öryggisvörður spillinguna í tíð Ceausescus. Ólafur B. Guðnason þýddi. Njósnarinn sem kom inn úr kuldanum, eftir John le Carré, Páll Skúlson þýddi. Spilakaplar AB, eftir Þórarinn Guðmundsson og Skuggarnir í fjall- inu eftir Iðunni Steinsdóttur og loks Á baðkari til Betlehem, barnasaga eftir Sigurð G. Valgeirsson og Sveinbjöm I. Baldvinsson. Þá má nefna Leikskólalögin, hljómplata með lögum úr leik- skólanum í útsetningu Stefáns S. Stefánssonar og tvær hljóðsnældur, sögur og kvæði Edgar Allan Poe. Viðar Eggertsson les og Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson flytur inngang og annaðist jafnframt útgáfu. Loks má nefna endurútgáfu af Njálu. Einar Ól. Sveinsson les. FYRIR KARLMENNI ACTIVE BODIES ACTIVE BODIES ER NÝ HERRALÍNA FYRIR t>Á ATHAFNASÖMU. FÁANgEST SEM EAU DE TOILETTE. AFTER SHAVE, DEO STICK. SHOWERGEL, OG COOLING BODY LOTION. ACTIVE B0DIE5. REYKNESINGAR! Tr-yggjum Þresti Lýðssyni glœsilega kosningu í 6. sætið í prófkjöri Sjálfstœðisflokksins. Þröstur er vanur að vinna, vanur að stjórna og óhræddur að takast á við ný verkefni. Þröstur er okkar maður! STUÐNINGSMENN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.