Morgunblaðið - 30.11.1990, Side 4

Morgunblaðið - 30.11.1990, Side 4
Dflf 4 I 333M3VÖM .Qg.flUDAqUT3OT qiQA^,.^. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1990 Austur-Húnavatnssýsla; Laskaður heytum veldur slysahættu Blönduósi. MIKIL slysahætta stafar af löskuðum heyturni á bænum Grund í Svínadal í A-Húnavatnssýslu. íbúar á nágrannabæjum og skólabíl- stjórar hafa skorað á almannavarnanefnd A-Húnavatnssýslu að vinna að því að þessi turn verði rifinn. Ástæðan fyrir því að ábúend- ur á Grund hafa ekki fjarlægt turninn er sú að þeir hafa staðið í málaferlum sk þrjú ár við fyrirtækið sem seldi þeim turninn og niðurstaða í því máli liggur ekki enn fyrir. Heyturninn var reistur árið 1985 og var hann notaður í tvö ár en hefur staðið ónotaður í þrjú ár eða í jafnlangan tíma og málaferli milli fyrrgreindra aðila hafa staðið. Turninn, sem er 24 metra hár og úr stáli, hefur verið að smá eyði- leggjast og aðfaranótt þriðjudags- ins stækkaði rifa á turninum til mikilla muna í allhvassri sunnanátt og er nú svo komið að íbúar á nágrannabæjum og bílstjórar, sem aka skólabömum þarna framhjá daglega, óttast nú verulega næsta sunnanrok því tuminn gæti splundrast og járnplötur fokið og vatdið slysi. Því hafa þessir aðilar sent áskorun til Almannavarna A-Húnavatnssýslu um að Al- mannavarnir beiti sér fyrir því að turninn verði rifinn. Stjóm Almannavarna A-Hún. frestaði að taka afstöðu til þessa máls á fundi snum í fyrradag, þar sem byggingafulltrúinn á svæðinu hefur gert kröfu um að turninn verði rifinn sem allra fyrst. Að sögn byggingafulltrúans á Blöndu- ósi, sem kröfu þessa gerði, er búið að gera samning við ákveðinn aðila um að rífa tuminn einhveija næstu daga. — Jón Sig. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Á myndinni má sjá að heyturn- inn er illa farin og óttast marg- ir að hann hrynji og valdi slysi ef hvessir verulega. VEÐURHORFUR íDAG, 30. NÓVEMBER YFIRLIT í GÆR: Yfir Bretlandseyjum og hafinu norður af er 986 mb lægð, sem mun hreyfast norðnorðaustur. Heldur mun kólna í veðri. SPÁ: Suðlæg eða suðvestlæg átt, víða nokkuð hvöss um norðvest- anvert landið. Norðanlands og austan verður líklega bjart veður en skýjað sunnanlands og vestan. Dálítil súld eða rigning vestan- lands og heldur vaxandí er líður á dagínn. Hlýtt verður áfram. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á LAUGARDAG OG SUNNUDAG: Suðvestlæg átt, víða nokkuð hvöss. súld eða rigning öðru hverju um landið vestanvert en þurrt að mestu á Norðausturlandí og Austurlandí. Hlýtt, einkum norðaustanlands, en kólnar þó heldur á sunnudag. TAKN: Beiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Alskýjað a Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r r r r r r r Rigning r r r * r * r * r * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * ■JO Hitastig: 10 gráður á Celsíus Skúrir * V El — Þoka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —J- Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að fsl. tíma hitl veður Akureyri 6 há'fskýjað Reykjavik 8 súld Bergen 5 léttskýjaö Helsinki 0 léttskýjað Kaupmannahöfn 6 skýjað Narssarssuaq ±2 léttskýjað Nuuk •f-4 skýjað Osló 5 léttskýja Stokkhólmur 0 vantar Þórshöfn S léttskýjað Algarve 14 léttskýjað Amsterdam 7 súld Barcelona 7 mistur Berlín 3 rign.ogsúld Chicago vantar Feneyjar 9 þokumóða Frankfurt 6 skýjað Glasgow 3 þokumóða Hamborg 7 rigning Las Palmas 19 alskýjað London 8 alskýjað Los Angeles 13 heiðskírt Lúxemborg 4 alskýjað Madrfd 9 skýjað Malaga 14 léttskýjað Mallorca 11 rigning Montreal 5 alskýjað NewYork 14 skýjað Orlando vantar París 5 skýjað Róm 11 rignlng Vín . 5 súld Washington 11 alskýjað Winnipeg +13 hefðskfrt Gísli Signrðsson fer ekki með Svíunum; Bíðum átekta í viku til tíu daga - segir Finnbogi Rútur Arnarson, starfsmaður utanríkisráðuneytisins ÞAÐ skýrðist í gær að Gísli Sigurðsson læknir fær ekki að fara frá Irak með sænskum ríkisborgurum. Svíarnir fá að fara frá Bagdad í dag með íraskri farþegaflugvél. Finnbogi Rútur Arnarson, starfsmaður utanríkisráðuneytisins, segir að ráðuneytið hafi ýmis ráð með að fá Gísla lausan og þess verði beðið í viku til tíu daga að eitthvert þeirra hrifi. Finnbogi sagðist ekki geta skýrt frá því hvaða leiða ráðuneytið væri að leita. „Það er ekki rétt að gera það meðan við höfum ekki fengið formleg svör við þessum málaleitun- um.“ — En kemur til greina að senda mann á staðinn? „Það að senda mann á staðinn er ákvörðun sem ég býst við að yrði athuguð mjög gaumgæfilega ef allt annað þrýtur." Finnbogi minnti enn- fremur á að slík ákvörðun væri mál utanríkisráðherra og sennilega ríkis- stjómarinnar. — Hvenær býstu við því að mögu- leikar ráðuneytisins verði fullkannað- ir? „Gísli sagði það við mig í samtali í dag að sænski sendiherrann í Bagdad hefði talað í gær [miðviku- dag] við ráðuneytisstjóra íraska ut- anríkisráðuneytisins og sá tók vel í mál Gísla og sagði að það gæti kom- ið í ljós á næstu viku til tíu dögum hvemig því máli vegnar." — En er ekki ljóst að írakar hleypa ekki mönnum úr landi nema fá eitthvað í staðinn eins og heim- sókn háttsettra og virtra manna eða vinsamlegar yfirlýsingar? „Það get ég ekki séð að sé nein regla. Þeir tóku upp á því fyrirvara- laust að hleypa 300 Frökkum úr landi þrátt fyrir að ríkisstjóm Frakklands hefði lýst því yfir að lausn gíslanna myndi ekki breyta stefnu hennar á neinn veg,“ sagði Finnbogi Rútur. Andey SU seld til Garðeyjar á Höfn ANDEY SU, frystitogari Hraðfrystihúss Breiðdælinga hf., hefur verið seldur með kvóta til Garðeyjar hf. á Höfn í Hornafirði fyrir 340 miHjón- ir króna, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Andey er seld til Garðeyjar með því skilyrði að ekki takist að leggja fram bankatrygg- ingar vegna tilboðs frá Jemen fyrir 15. desember nk. en þaðan barst hæsta tilboðið í skipið. „Breytingar á kvótalögunum eru meginástæðan fyrir þessari sölu og Andey er að minu viti fyrsta sóknarmarksskipið af mörgxim, sem seld verða vegna þeirra," segir Svavar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Breiðdælinga. Hraðfrystihús Breiðdælinga á einnig togarann Hafnarey SU, sem er með 1.800 tonna kvóta í þorsk- ígildum. „Salan á Andey hefur í för með sér að Breiðdalsvík situr eftir með alltof lítinn kvóta. Við þurfum að afla okkur kvóta á næstunni og þar þurfum við í rauninni á öllum liðsstyrk að halda," segir Svavar Þorsteinsson. Andey SU, sem er-á sóknarmarki, er með 1.900 tonna aflakvóta í þorsk- ígildum. Kvóti skipsins fer hins vegar niður í tæp 900 tonn i þorskigildum, miðað við heilt ár, þegar ný lög um stjórn fiskveiða taka gildi um ára- mótin en samkvæmt þgim verða allir togarar á aflamarki. Fyrir aflakvóta, sem fylgir skipum, hafa verið greidd- ar 120-140 krónur fyrir kílóið. Verð- mæti aflakvóta Andeyjar er því 108-126 milljónir og samkvæmt því greiðir Garðey 214-232 milljónir fyr- ir skipið sjálft. Andey SU var smíðuð í Póllandi og afhent snemma á síðast- liðnu ári en hluti kaupverðsins var greiddur með saltsíld. Einar Ásgeirsson, skipstjóri á Andey SU og Gunnar Þór Magnús- son, útgerðarmaður á Ólafsfirði, áttu sameiginlegt tilboð í Andey og sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins ætlaði Gunnar Þór að færa eitt þús- und tonna kvóta yfir á skipið, enda þótt það yrði gert áfram út frá Breið- dalsvík. Borgarafundur var haldinn um þetta mál á Breiðdalsvík á miðviku- dagskvöld og þar var samþykkt að skora á stjórn Hraðfrystihúss Breið- dælinga að veita heimamönnum frest fram í miðjan næsta mánuð til að ganga frá tilboði í Andey. Stjórnin varð hins vegar ekki við þessari áskorun og skrifaði undir samning um sölu skipsins til Garðéyjar aðfara- nótt fímmtudags. - Sandgerði fær kaup- staðar- réttindi Sandgerði. ÁKVEÐIÐ hefur verið að Miðneshreppur breytist í Sandgerði og öðlist kaup- staðarréttindi frá 3. desem- ber nk. Fyrsti bæjarstjórnarfundur hefst í íþróttamiðstöðinni kl. 19.30 og verða þar afgreidd tímamótaverkefni. Á bæjar- stjórnarfundinum verða kosnir embættismenn og bæjarráð. Eftir fundinn verður hátíðar- samkoma á sama stað. Ymsar uppákomur verða á samkom- unni og er öllum heimilaður aðgangur. Sigurður Flugleiðir; Stefnt að tímabundinni ráðningu 5 flugmanna FLUGLEIÐIR hafa auglýst eftir flugmönnum til starfa. Um er að ræða tímabundin störf, fram á næsta haust, og verða fimm flug- menn ráðnir, að sögn Más Gunnarssonar, starfsmannastjóra fyrirtæk- isins. „Þetta eru ekki framtíðarstörf. Við munum ekki geta taláð um annað en tímabundna ráðningu vegna verkefna á aðal annatíma okkar á næsta ári, það er að segja í sumaráætlun — hún bíður upp á við þurfum á þessu að halda. Það verður svo að koma í ljós hverjar aðstæður verða eftir það, hvort önnur verkefni bjóðast," sagði Már.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.