Morgunblaðið - 30.11.1990, Side 10

Morgunblaðið - 30.11.1990, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1990 Leiksoppar karlmannsins Bókmenntir Súsanna Svavarsdóttir Leiðbeiningar fyrir konur um framhjáhald Höfundur: Carol Clewlow Þýðandi: Sverrir Hólmarsson Útgefandi: Iðunn Það skal fyrst tekið fram að hér er á ferðinni skáldsaga - og að fyrirsögnin er dálítið villandi. í bók- inni eru ekki leiðbeiningar fyrir konur sem ætla - eða vilja - halda framhjá mönnunum sinum. Onei - hún er eiginlega miklu merkilegri en það. Því hún fjallar um hlutverk hjákonunnar sem and- stæðu við hlutverk eiginkonunnar - og hvorugt í rauninni fýsilegur kostur. Sögumaður er Rose - sem alltaf hefur verið á móti framhjáhaldi og að standa í samböndum við gifta menn. Jennifer, vinkona hennar, heldur við ljóðskáldið David, Helen heldur við Ray, forstjórann í fyrir- tækinu sem hún vinnur eins og skepna hjá. Jo er í pólitík - og hefur hjálpað ástmanni sínum, sem er giftur til að komast áfram. Reyndar varð honum helst til fram- dráttar í síðustu kosningabaráttu að konan hans stóð við hlið hans - bambandi ólétt. Samband hans, Martins, við Jo er leynilegt og það gæti stefnt pólitískum frama þeirra beggja í voða ef upp um það kæm- ist. Jennifer og Rose fara í háskóla til að læra bókmenntir og þar hittir Rose, hin dyggðuga, prófessor Paul - sem verður um tíma elskhugi hennar og hún verður ástfangin. En á bak við alla þessa menn eru eiginkonur; Monika á bak við Paul, Margaret á bak við Martin, Sandra á bak við Ray og vesalingurinn hún Francie á bak við David. Þessi fjögur framhjáhaldssam- bönd þróast á mismunandi vegu. Jo er fjandans sama um konu Mart- ins - já og hann reyndar líka. Helen lætur sér fátt um finnast hvort Sandra er sár. Þó er ljóst að hvorug- ur þessara manna mun skilja við konurnar sínar. Jennifer finnst Francie hræðileg og einsetur sér að taka David frá henni; samband hans og Francie sé hvort eð er bara misskilningur. Og Rose, sem er allt- af að hugsa um Moniku, til að byrja með - hafa samkennd með henni og passa sig að taka ekkert frá henni, nema örfáar stundir, sem Glœsilegt úrval afsilki- og ullarslœðum tískuverslun, Kringlunni, sími 33300. hún veit hvort eð er ekkert af - þar til hún verður ástfangin af Paul. En þá er sambandinu líka lokið. Þetta var jú allt bara leikur frá hans hálfu. Þar sem Rose er sögumaður, fylgist lesandinn mest með því sam- bandi og hin samböndin varpa að- eins ljósi á það. En lesandinn fær líka að skyggnast inn í líf eigin- kvennanna. Og það er sérkennileg mynd sem við blasir; eiginkonurnar þjást fyrir það að vera ekki nógu miklar konur fyrir mennina sína - og ástkonurnar þjást, vegna þess að þær vita að þær geta aldrei átt neitt annað en leynilíf með þessum mönnum. Ástkonan sem er ekki í neinni baráttu er Jo og eiginkonan sem er ekki heldur í baráttu er Monika. Hún er ansi æðrulaus gagnvart tilverunni og segir: „Eig- inmaður sem er manni trúr er eins Carol Clewlow og eiginmaður sem er ríkur. Það væri ósköp þægilegt en maður kemst af án þess.“ Að öðru leyti ríkir tortryggni milli ástkvenna og hjákvenna. Það er æði margt skemmtilegt í þessari bók - og vel gert. Það sem er þó makalaust er þessi afhjúpun á blekkingunni. Eiginkonum og ást- konum hefur alltaf verið stillt upp sem andstæðum. Og fyrir hvað? Jú fyrir að elska sama manninn. Varla hægt að eiga meira sameigin- legt. En karlmaðurinn er stikkfrí. Eig- inkonunum er illa við ástkonurnar og reyna að storka þeim og hjákon- urnar reyna að storka eiginkonun- um - uns fullkominn fjandskapur •ríkir og önnur gefst upp. En í raun- inni er hvorug þeirra að svíkja neinn. Hjákonan hefur aldrei lofað eiginkonunni trúnaði. Það var eigin- maðurinn. Báðar konurnar eru leik- soppar karlmannsins; annarri er hann orðinn vanur og hún býr hon- um notalegt heimili sem hann nenn- ir ekki að riðla (með börnin að yfir- varpi), hin er ný og skemmtir hon- um. Þó særir hann stolt beggja, báðar þjást, báðar bíða. En bókin er ekkert einhliða lýsing á þessum þjáningum kvennanna. Þær eiga allar sínar skemmtilegu stundir og þær eru ekkert einar um að hrífast af fráteknum aðilum. Monica hefur átt sér elskhuga, sem vildi fá hana burt frá Paul. Og þján- ing hans er engu minni en kvenn- anna og hann skrifar bók um ástar- samband þeirra. En það er þó und- arlegt að hann kýs að sjá ástarsam- bandið sem eitthvað ógeðslegt, þeg- ar Monica hafnar honum og segir: „Þú hefur notað mig eins og hann notaði ástkonur sínar. Við höfum öll, þær og ég, verið að halda þessu subbulega hjónabandi ykkar gang- a,ndi. Hvað var það sem við gáfum ykkur, Monica, honum og þér? Það er blóðið, er það ekki, Monica? Það var það sem við gáfum ykkur. Þið eruð vampírur sem sjúgið blóðið úr elskhugum ykkar til að dæla því inn í þetta dauða hjónaband ykkar.“ Hjónaband Pauls og Monicu er þó allt annað en dautt. Hann kyngir höfnuninni ekki eins einfaldlega og konurnar - þótt yfir það firnist. Þetta er árans góð bók, sem allar konur ættu að lesa. Frásögnin er lifandi og sársaukinn í henni mjög raunverulegur. Og Carol Clewlow finnur enga algilda lausn. Hver og ein kona í sögunni fínnur sína eigin lausn - sem kannski er blekking, kannski frestun, kannski flótti. Hver veit? Allt um það, þá er þýð- ingin vönduð, málfarið eðlilegt, laust við væmni og klisjur - jafn- vel á þeim stöðum þar sem verið er að snerta leyndustu hugsanir og tilfinningar. Andailakið og eilífðin Bókmenntir Ingi Bogi Bogason Stefán Sigurkarlsson: Skuggar vindsins (44 bls.). Mál og menning 1990. í bókinni eru 27 ljóð, flest all- stutt, sum eins konar skyndimynd- ir. Lýsingar af manni og náttúru eru tíðar (Kvöld, Tunglnótt, Sýn) og ekki lausar við ýmis hljóð, t.a.m. „mas lækja“ og „stunur stórfljóta“ (Leit). Steíán Sigurkarlsson yrkir óvenjufeg ljóð og oft fyndin. Hásk- inn er samt sjaldan fjarri. Stundum er um að ræða að ofurhversdagsleg atvik þenja sig í myndrænt og hljómrænt veldi. Kveikjan er stund- um varla viðlitsins verð, sýnast vera andartaks hugdetta, en útfærslan gerir allan mun. Sem dæmi um þetta má birta tætlur úr Skjóna á Hrauni: Þegar ég var sjö ára var ég í sveit •í Grindavík þegar þurfti að hirða vár ég sendur upp á Hellur að sækja Skjóna því báðir bræðumir voru með tvöfalda hryggskekkju en Skjóni sneri í mig rassinum /... / mér fínnst Skjóni á Hrauni gáfaðasti hestur sem ég hef kynnst Jóhann. Það er örðugt að segja hví þessi stutta ljóðsaga verður manni hug- stæð, kannski er það þjáningin í steríó: Myndin af bræðrunum tveimur með tvöfalda hfyggskekkju að bera hey í sjálfan burðaijálkinn! Eða skiptir seinasta orðið, „Jó- hann“, hér sköpum? Þótt mörg ljóðanna hafí svipað yfirbragð og ljóðið um Skjóna og láti lítið yfir sér við fyrstu sýn er samt augljóst, þegar nánar er að gætt, að þau eru tæpast afrakstur andartaks hugdettu. Við hvem lest- ur skerpast sérkenni þeirra og áhrif, t.d. í Einþáttungi. Hér kemur dauðinn í heimsókn og spyr persón- una um stétt, stöðu og fjöískylduað- stæður. Síðan þetta í lok ljóðsins: Hægan, hægan - nú skal ég sækja glas af vatni. Og heilsan? Stórkostlegt! Eigum við þá að koma? Samt er ekki því að neita að sum ljóðin eru fulleinföld til að eiga al- varlegt erindi í bók. Það er ófull- nægjandi fyrir lesandann að sjá þegar algeng náttúrumynd eða ein- föld hugkveikja nær ekki að um- breytast í nýja vídd. Einhvem herslumun vantar að þessu leyti í ljóð eins og Haf og Götuna. Það liggur nærri að kenna ljóð Stefáns frekar við tilfinningu en hugsun, fagurfræðin situr þar framar spekinni. Skynhrif marg- vísleg koma títt fyrir, sérstaklega eru kenndir endurspeglaðar á hljómrænan hátt (Hljómkviða, Söngur). Stundum kristalla ljóðin tiltekin sannindi eins og í skærum blossa og gefa lesandanum töluvert: Draumar Ó, flýjum inn í draumana frá ópum dagsins ekki drauma ekki inn í ógnir þeirra Það sem þessum lesanda hér sýn- ist þungvægast í ljóðagerð Stefáns er hnífskörp og hárnæm skynjun á rúmi. og tíma, blekkingu og veru- leika. Sum ljóðin virðast vera ort af fullvissu um að sérhvert augna- blik hafi fólgið í sér þunga eílífðar- innar, önnur endurspegla hve augnablikið er raunar undurbrot- hætt. Það getur alltaf brugðið til beggja vona: Við Njarðargötu Snjóinn hefur tekið upp gluggaráðumar drekka fölgult sólskinið í bakgöráunum skjalfa trén af gleði vorið er að koma! Stefán Sigurkarlsson sér ekki á græna slikju í runnunum? eða, er það bara rökkrið? V Kannski hann fari að snjóa með kvöldinu? Seinast en ekki endilega síst: Bókin fer vel í hendi enda er kápu- hönnun til fyrirmyndar. \ Hausthefti Skírnis Lyngmóar - með bílskúr Sérlega vönduð 4ra herb. íbúð á 1. hæð í enda. Parket. Stórar suðursvalir: Fallegt útsýni. Innbyggður bílskúr. Verð 8,9 millj. S: 685009-685988 ÁRMÚLA21 DAN V. S. WIIUM, LÖGFRÆÐINGUR, . ÓLAFUR GUÐMUNDSSON. SÖLUSTJÓRI. MÝTT SÍMAN0MER BLAÐAAfGRBÐSlU- HAUSTHEFTI Skírnis, Tíma- rits Hins íslenska bókmenntafé- lags, 164. árg., er komið út. Rit- stjórar eru Vilhjálmur Arnason og Ástráður Eysteinsson. Dauðinn er meginefni þessa Skírnisheftis. í fjórum ritgerðum er fjallað um dauðann eins og hann birtist í bókmenntum, sögunni og samtímanum. Margrét Eggerts- dóttir fjallar um dauðann í Ijóðum þeirra Hallgríms Péturssonar, Francois Villon og Johns Dunn. Vilhjálmur Árnason veltir fyrir sér siðferðilegri þýðingu dauðans í mannlífinu og setur fram siðfræði- legar hugmyndir um aðhlynningu deyjandi fólks. Sigurður Árnason, krabbameinslæknir, fjallar um ótt- ann við dauðann og um reynslu þeirra sem vinna'með dauðvona sjúklingum. í ritgerð Matthíasar Viðars Sæmundssonar er dauðinn líka eitt meginstefið, ásamt þeim hryllingi sem atvik á borð við Tyrkjaránið og Spánverjavígin vekja. fyrir SfÖiD steinsteypu. Léttir nw)l'N. meðfærilenir viöhaldslitlir. lyrlrliawlondl. Þ.ÞORGRfMSSON &00 Ármúla 29, Reykjavík, sími 38640 Kristin trú er viðfangsefni Þor- steihs Gylfasonar í ritgerð sem hann nefnir Ljósið sem hvarf. Rit- höfundarnir Guðbergur Bergsson og Vilborg Dagbjartsdóttir skrifa um systurnar Málfríði og Sigríði Einarsdætur frá Munaðarnesi. Hjörleifur Guttormsson, alþing- ismaður, og Sigmundur Guð- bjarnason, háskólarektor, halda áfram í Skírnismálum umræðu sem hafin va_r í síðasta hefti um áhrif aðildar íslands að Evrópubanda- laginu. I öðrum Skírnismálum varpar Páll Skúlason fram spurn- ingum til rithöfunda og Þórir Kr. Þórðarson birtir hugvekju um stöðu mannvísinda á Islandi. í Greinum um bækur fjallar Ástráður Eysteinsson um prósa- verk Gyrðis Elíassonar, Gunnar Skarphéðinsson um íslensk skóla- ljóð, Jón Karl Helgason um nýjar íslenskar smásögur og Sigurður A. Magnússon. skrifar um bók Neils Postman, Að skemmta sér til ólífis. Umsagnir um fjögur fræðirit er að finna í nýjum þætti sem ber heitið Fregnir af bókum- Skáld Skírnis er fngibjörg Har- aldsdóttir og birtast þijú ljóð eftir hana í heftinu. Mynd Jóhanns Briem, Valkyijur, prýðir forsíðu Skírnis og fjallar Halldór Björn Runólfsson um hana. Þessu hausthefti Skírnis fylgir bókmenntaskrá Skírnis og er það sú 22. í röðinni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.