Morgunblaðið - 30.11.1990, Síða 18

Morgunblaðið - 30.11.1990, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1990 Bréf frá Mið-Evrópu eftir Einar Heimisson Ungverskt sjcáld, sem lést fyrir nokkrum árum og lifði aldrei um- skiptin í heimalandi sínu, sagði eitt sinn um framtíðina að hún yrði lof- gjörð um nekt mannsins. Hann hét János Pilinszky: skáld leyndardóm- anna og hins dulda, ástsa^lt þjóð- skáld Ungverja nú um stundir, tákn annarrar hugsunar, annarra tíma. Hann orti um heim þar sem enginn leitaði annars fyrr en kraftaverkin breyttu mönnunum í grátandi verur sem segðu: Ég elska þig og ég elska þig mikið. En þeir tímar myndu jafnframt verða lofgjörð um nekt mannsins. Kannski eru okkar tímar einmitt tímar slíkrar nektar, kannski er sú framtíð komin, sem János Pilinszky orti um: okkar tímar mótast einmitt af nekt mannsins, skjólleysi gagnart sannleikanum, þeirri staðreynd að ekkert er endanlegt, engin sannindi eru komin til þess að vera: maðurinn á sér afar fá varanleg haldreipi, hann gæti hreinlega neyðst til að öfunda kóngulóna sem á sér þéttofínn vef til að hanga í. Og János Pilinszky var Ungverji, hann þekkti margar útgáfur af tilbúnum sannleika en lifði ekki fall hinna endanlegu sanninda, þá framtíð nektarinnar sem hann orti um. Hann þekkti hins vegar fortíðina vel, hann var fangi hennar, var mót- aður af fasisma og öðru alræði, orti stöðugt um það. Og ef litið er yfir sögu Evrópu á þessari öld, þá alræð-. ishyggju, stríðshyggju, baráttu þjóð- ríkjanna og þær styijaldir, sem hún hefur haft í för með sér, þá er ekki skrítið að menn gleðjist yfir þeim vindum sem nú blása um álfuna. Það er athyglisverð staðreynd að um- skiptin í Austur-Evrópu skyldu ein- mitt verða um leið og vindar samein- ingar og samskipta blása um vestur- hluta álfunnar. Og það er eftirtektar- vert að einmitt Ungverjar skyldu fyrstir þjóða Austur-Evrópu fá nú aðild að Evrópuráðinu í Strassborg. Heinrich Böll skrifaði eitt sinn sögu um mann sem sneri ekki heim úr stríðinu fyrr en 1950 og fann engan lengur í heimaborg sinni sem hann þekkti. Engan fyrr en hann komst að því að hinumegin við vegg- inn, sem hann sverti oft á dag með því að þrýsta að honum sígarett- ustubbum, bjó stúlkan sem hann elskaði þegar ekki var enn byijað neitt stríð. En hún yfirgaf aldrei þetta herbergi því andlit hennar var alsett bláum örum: hún hafði sogast gegnum gluggrúðu í stríðinu. Og loksins þegar hann áræddi að banka að dyrum hjá henni þá sá hann blá- leita ásjónu hennar: eyðilagt andlitið. Eftir síðari heimsstyrjöldina var andlit Þýskalands alsett örum. Landið var í rúst: sprengdar borgir, svartar, hnípnar, hagkerfið í molum. En menningarlegt andlit Þýskalands var þó ugglaust sett hvað dýpstum örum: þeim örum sem rústaskáldin Böll og Borchert gerðu sitt til að deyfa. Það þjóðfélag sem myndaðist í Þýskalandi eftir stríð var rústaþjóð- félag. En það náði sér ótrúlega fljótt á strik. Þegar á árinu 1953 náðu Vestur-Þjóðveijar hagstæðum við- skiptajöfnuði við útlönd og hann hef- ur haldist hagstæður síðan. Maður- inn á bak við þýska efnahagsundrið var* Ludwig Erhard. Erhard var óflokksbundinn ráðherra, hreinn fræðimaður á sviði hagfræði og ugg- laust einn athyglisverðasti hagstjórn- andi þessarar aldar. Hann bjó til hugtakið „félagslegt markaðskerfi“ eða „Soziale Marktwirtschaft", sem gekk upp. Fijáls markaður var látinn ráða ferðinni að mestu leyti en ríkis- valdið beitti sér jafnframt fyrir veru- legri tekjujöfnun: eignaskattur var Iátinn fjármagna félagslegt húsnæði, skólar og sjúkrahús voru í opinberri eigu, ríkisstyrkir til atvinnurekstrar voru nokkrir: þetta var markaðskerfi með dyggri aðstoð ríkisvaldsins, sem bætti upp þær hliðar sem markaður- inn gat eðli sínu samkvæmt ekki sinnt. Árið 1965 tók annar hagstjórn- andi við í Þýskalandi: Karl Schiller. í grundvallaratriðum breytti Schiller ekki út af leið Erhards. Schiller var af skóla Keynes í hagfræði og þau vandamál sem hið félagslega mark- aðskerfi hafði ratað í leysti hann meðal annars með auknu samstarfí ríkisvaldsins og aðila vinnumarkað- arins. í Vestur-Þýskalandi hefur ríkt það sem kalla mætti þjóðarsátt um félagslegt markaðskerfi. Þessi þjóð- arsátt er ugglaust grundvöllur að því veldi sem Vestur-Þýskaland varð. Það er 'engin tilviljun að menn eru famir að tala um 30-35 stunda vinnuviku í Þýskalandi. Og það þrátt fyrir sameiningu! Hraði sameiningarinnar hefur orð- ið mönnum umtalsefni. Víst er að hún hefði varla getað gengið hægar fyrir sig: aðstasðurnar voru þess eðl- is. Hins vegar eru aðvörunarorð þeirra sem vöruðu við afleiðingum hraðans í fulli gildi: hinn félagslegi múr gæti hæglega tekið við af múr- virkjum alræðisins. Eftirlaunaþegar í Leipzig og Dresden verða enn um sinn að lifa á þriðjungnum af því sem eftirlaunaþegar í Munhen eða Ham- borg fá í sinn hlut. Og sú staðreynd fer ekki sérlega hátt í sameigningar- dansinum öllum. Okkar tímar hafa sannað eitt öðru fremur: hin endanlegu sannindi eru ekki til, þau hafa aldrei verið til, þau munu aldrei verða til. Ungt fólk á okkar dögum á engan aðgang að kennisetningum sem hægt er að halda í — eða hanga í. Ungt fólk verður að trúa á eitthvað annað. Og hvað? Sumir freistast til að þess að trúa einvörðungu á sjálfa sig. Og er ekki skrítið. Aðrir trúa ekki á neitt. Það var sérstakt að koma til Búdapest í fyrravor. Það var endurhæfing hug- ans. Kannski helst vegna þess að þar var fólk sem trúði á eitthvað, gerði sér vonir um breytingar. Og breyt- ingamar urðu. Það var ekki nóg með að Ungveijar gengju á undan öðrum Austur-Evrópuþjóðum, tækju upp fjölflokkakerfi, legðu niður einræði kommúnista: í rauninni sameinuðu þeir Þýskaland í leiðinni. Það er al- gild kenning að opnun landamæra Ungveijalands og Austurríkis gerði tilveru Austur-Þýskalands nánast að engu. Og það heyrir nú sögunni til. Ungt fólk getur ekki trúað á nein- ar kennisetningar því þær eru ekki til: tilveran reynist iðulega of flókin fyrir allar kennisetningar, of flókin fyrir hin endanlegu sannindi. Hinar gömlu kenningar um stéttatökin sém aflvaka stjórnmálanna eiga ekki við um okkar tíma. Sömuleiðis ekki kenningar um algildar lausnir mark- aðsaflanna. Okkar tímar hafa af- sannað hvort tveggja. Þegar menn líta til Þýskalands og verða vitni að árangri í landstjórn þá komast menn að því að það er ef til vill einmitt þessi afneitun kenni- Einar Heimisson „Okkar tímar hafa sannað eitt öðru frem- ur: hin endanlegu sann- indi eru ekki til, þau hafa aldrei verið til, þau munu aldrei verðá til. Ungt fólk á okkar dögum á engan aðgang að kennisetningum sem hægt er að halda í — eða hanga í. Ungt fólk verður að trúa á eitt- hvað annað. Og hvað?“ setninganna sem hefur lagt grunninn að velgengni Þjóðveija. Menn tala um „félagslegt markaðskerfi". En félagslegt markaðskerfi hefur þróast í samræmi við þjóðfélagsbreyting- arnar, það er sveigjanlegt, það er í raun engin kennisetning. Það mark- ast af hreinni skynsemi og fyrir- hyggju, það mótast af skipulagi sem nær langt fram í tímann, það mótast af vitund landsmanna um peninga og fjárfestingar, það mótast af stöð- ugleika. Vitundin um það að endanleg sannindi séu ekki til hefur vitaskuld mikil áhrif á stjórnmál. Hugmyndir um flokkakerfi (en ekki aðeins ein- staka flokka) sem mikilvæga heild og einn af hornsteinum þjóðfélagsins eiga sér djúpan hljómgrunn í Þýska- landi: baráttan milli stjórnar og stjórnarandstöðu er aflvaki stjórn- málanna og mikilvægt er að þar ríki sem mest jafnræði. Það er athygii- svert að í stjómarskrá Þýskalands eru ákvæði sem tryggja að þegar hinar pólitísku blokkir eru álíka stór- ar á önnur blokkin erfitt með að stjórna fullkomlega án samvinnu við hina. Það er hugmynd, sem á sér hljómgrunn í Þýskalandi, að hinar pólitísku blokkir bæti hvor aðra upp, þær hafi jákvæð áhrif hvor á aðra ef jafnræði er með þeim. Og sú stað- reynd að hin endanlegu sannindi eru ekki til þýðir líka að ekki er hægt að segja að pólitískur andstæðingur sé bjáni og hafi ekkert til síns máls: slík rökleiðsla gengur ekki upp. Fall hinna endanlegu sanninda hlýtur að þýða öðru vísi stjórnmál þar sem menn bera meiri virðingu fyrir sjón- armiðum andstæðinga sinna, stjórn- mál þar sem samband hinna pólitísku blokka er annað. Sameining Þýskalands var óum- flýjanleg. Annað kom ekki til greina. Eftir að múrvirkið milli Austur- og Vestur-Berlínar var fallið var for- sendan fyrir skiptingu landsins einn- ig brostin. Allir eru sammála um að það fyrirbæri sem kallaðist Austur- Þýskaland eða Þýska alþýðulýðveldið var ekki til þess fallið að varðveita það. Áhyggjur margra af sameingu Þýskalands eru bæði eðlilegar og ofur skiljanlegar. Er Þjóðveijum treystandi fyrir stóru ríki spyija menn? Er ekki sagan nægileg sönnun þess að svo sé ekki? Menn mega hins vegar ekki gleyma því að Þýskaland ársins 1990 er annað en Þýskaland ársins 1890 eða 1920 eða 1940. Fyrri sameinuð stórveldi í Þýskalandi byggðu á miðstýringu: keisaraveldið, síðar Weimarlýðveldið sem féll m.a. sakir ákvæða um vald forseta og Þriðja ríkið. Þýskt stjórnkerfi nútímans bygg- ist hins vegar á hugmyndum um valddreifingu, um stöðugt lýðræði þar sem kjósendur hafa á öllum tím- um valdið í sínum höndum og geta jafnvel farið fram á beina kosningu um tiltekin málefni. Löggjafarsam- kundumar eru tvær: annars vegar Sambandsþingið og hins vegar Fylkjaþingið. Ef skyggnst er inn í þjóðfélagsbygginguna þýsku þá komast menn að því að kjarni henn- ar er valddreifingin og valddreift => < Nýjung! DALAKOLLUR ,kex, ávaxtabiti - og áfram koll af kolli MUNDU EFTIR OSTINUM

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.