Morgunblaðið - 30.11.1990, Page 19

Morgunblaðið - 30.11.1990, Page 19
þjóðfélag á afar erfitt með að sýkj- ast og visna því það á sér mörg burðarlíffæri sem bæta hvert annað upp. „Lýðræði er spurning um kjark,“ sagði Willy Brandt eitt sinn og það eru orð að sönnu. Kjarkmikl- ir stjórnmálamenn eru þeir sem þora stöðugt að bera verk sín undir kjós- endurd og í því felst einnig möguleik- inn á beinu lýðræði, kosningu um einstök verk stjórnmálamanna. Slík ákvæði eru einmitt í stjómarskrá Þýskalands. Þar er hugmyndinni um markaðstorg atkvæða, sem byggist einvörðungu á kosningum á fjögurra ára fresti, hafnað en í stað þess kem- ur hugmyndin um stanslaust lýð- ræði, alltaf, þar sem kjósendur hafa á öllum tímum valdið í sínum hönd- um. Löggjafarvaldið er stöðugum breytingum háð því hluti þess er í höndum einstakra fylkja landsins og þar er kosið á mismunandi tímum. Menn skyldu ekki gleyma því að Þjóðveijar vita hvað það þýðir að bijóta gegn lýðræðinu. Þýskaland sem burðarafl í nýrri sameinaðri Evrópu: útlitið, valddreift sambandsríki — það er sú mynd sem margir sjá fyrir sér nú um stundir.' Maður nokkur sagði um daginn að félagslegt markaðskerfi væri gott framlag Þjóðveija til sameinaðrar Evrópu. Og eru orð að sönnu. Þjóðar- sátt um félagslegt markaðskerfí gæti orðið að Evrópusátt um félags- legt markaðskerfi. Slíkt er í sjálfu sér ekki slæm framtíðarsýn. Efa- semdir manna um vald skriffínna og skilningsleysi á vanda smáþjóða eru eðlilegar. En hjáseta smáþjóða við úrslitaákvarðanir í álfunni er þó sýnu meira áhyggjuefni. Eitt af því sem okkar tímar hafa einnig sannað er það að nú er þörf á miklu alþjóð- legri stjórnmálum en áður: yfirþjóð- legt vald á ýmsum sviðum er bráð- nauðsynlegt. Skógar eru að deyja. Vötn eru að deyja. Þau skyldu menn ekki reyna að meta til fjár. Mengun í einu landi veldur náttúruskaða' í öðru. Sú mengun verður ekki stöðvuð nema með yfirþjóðlegu valdi. Svo ekki sé talað um ósongatið sem stefnir öllu lífríki jarðarinnar í hættu. Náttúruhyggjan gæti þýtt annan lífsstíl, minni hagvöxt, minni tækni- væðingu, breytta orkuvinnslu. Og þetta gæti þýtt mikla möguleika fyr- ir íslendinga svo sem alkunna er: rannsóknir á flutningi raforku gætu leitt til stóraukinnar þátttöku íslend- inga í orkuöflun álfunnar innan tíðar. ísland í nýrri Evrópu. Hvemig? Sú spurning hlýtur að verða lykil- spurning á næstu misserum í þjóð- félagsumræðu í landinu. Annað ís- land hlýtur að verða opnara ísland. Það hlýtur að taka mið af þeim straumum sem ríkja í álfunni. íslend- ingar eru og verða Evrópuþjóð. Okk- ar menning er snar þáttur í Evrópu- menningunni. Það er fráleitt að við skerum okkur úr, einangrum okkur frá þeim straumum sem ríkja í álf- unni og eru að mörgu leyti afar já- kvæðir. Ljóst er að aðrar Norður- landaþjóðir: Svíar og Norðmenn svo ekki sé minnst á Dani, virðast mæta Evrópuhugmyndum með opnari hug en Islendingar. Einangrun okkar virðist aukast og aukast. Og samt er hagkerfi okkar of lítið. Fyrir það borgar þjóðin stórar upphæðir. Ungt fólk í húsbyggingum hefur borgað stórar upphæðir í okurvexti á alltof þröngum peningamarkaði. Fyrirtæki hafa farið á hausinn af sömu ástæðu. Fjármagn vantar til atvinnuupp- byggingar. Aðitd íslendinga að stærri peningamarkaði skyldi enginn útiloka. Við þurfum þjóðfélagslegan stöðugleika, þjóðfélag félagslegrar markaðshyggju, þjóðfélag þar sem peningar eru peningar bæði í dag — og á morgun. Það er nánast hjákátlegt þegar ráðamenn íslendinga segja við er- lerida ráðamenn að opnun álfunnar þýði stórhættu fyrir atvinnumarkað Islendinga: aðstreymi vinnuafls. ís- lendingar hafa verið aðilar að fijáls- um, nútímalegum vinnumarkaði Norðurlandaþjóða í átta ár. Á þeim tíma hafa fimm sinnum fleiri íslend- ingar farið utan en Norðurlandabúar komið hingað. íslendingar fara burt. Yfirgefa landið. Og eitthvað verður að gera í því. Ljóst er að þjóðfélags- breytingar eru nauðsynlegar og lok- MOKGUNH.lJVDip FÖyryDApUR 30. NQVpMBFft ,1990 19 aður hugur ráðamanna gagnvart breytingum annars staðar í álfunni er varhugaverður. Einangrun er slæm. Hún er hættuleg. Það er um- hugsunarvert þegar rektor Háskóla íslands varar við opinni Evrópu. Hvers vegna? Ljóst er að samskipti á sviði vísinda eru íslendingum nauð- synleg, fijáls samkeppni Háskóla íslands við háskóla erlendis um kenn- ara og nemendur er honum sömuleið- is nauðsynleg. Og þegar hvarvetna í Evrópu er ijallað um hlutdeild þjóðanna í vanda flóttamanna, þess fólks, sem misvitr- ir valdhafar hafa úthýst, réttinn til þess að fá hæli sem flóttamaður — þá eru í gildi á íslandi 25 ára gaml- ar reglur sem litu ekki á konur og karla sem jafngildar verur fyrr en í október 1989! Einangrun er slæm. Afar slæm. Fall hinna endanlegu sanninda: þau eru horfin, farin, koma ekki aft- ur. Ungverska skáldið János Pilins- zky er skáld leyndardómanna, hins dulda: hann fæddist 1921 og lést 1981 — sagt var að nasisminn hefði hrakið hann út í einsemdina, hann var kaþólikki og var ekki beint fórn- arlamb nasismans en 1945 var hon- um samt ómögulegt að lifa hvunnda- gslífi eins og áður: nasisminn var enn viðfangsefni hans. Og seinna annars konar alræði. Og hann orti um fall hinna endanlegu sanninda: Á þúsundfætlu og flamingófugli á rafmapsstól og brúðkaupsrúmi á spúandi eldgíg og glampandi stjðmu - er enginn munur. Það er aðeins einn munur, þegar þeir segja: „Ég er góður“, eða - sem gerist sjaldan - þeir segja: „Þú ert góður“, en um slíkan mun segir guð, hvort tveggja er eitt og hið sama. Höfundur er rithöfundur og stundar nám íÞýskalandi. GALLGRIKÖBÖLT OG verða með opið hús og jólaglögg laugardaginn 1. des. kl. 11.00-16.00 ó Laugavegi 55, bakhúsi Allir velkomnir. f hefur sannað ágæti sitt í vetrarakstri, hann er rúmgóður 5 manna fjölskyldubíll, sparneytinn, þægilegur 1 akstri og á frábæru verði. Kr. 469.900,- ATHUGIÐ! ^3a\Ullt- vetrarhjólbarðar fylgja öllum nýjum /j?£JZ7C&UOO'ÍJt -bílum til áramóta, ásamt rúðusköfu, lásaolíu, rúðu- og tjöruhreinsi, vinnuhönskum og gólfmottum. Komdu og reynsluaktu hann kemur þér þægilega á óvart. Opið alla virka daga frá kl. 9-18. Laugardaga frá kl. 13-17. JÖFUR HF Nýbýlavegi 2, sími 42600

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.