Morgunblaðið - 30.11.1990, Síða 21

Morgunblaðið - 30.11.1990, Síða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1990 UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI: 681511 LUKKULÍNA: 991000 Ný hljómplata frá Sverri Stormsker SVERRlR Stormsker hefur sent frá sér nýja hljómplötu og- ber hún heitið Glens er ekkert grín. Breiðskífa þessi sem er hin átt- unda í röðinni frá hendi Sverris, hefur einkum að geyma rokk og popplög við texta sem mestmegn- is eru háalvarlegt glens, grín, spaug, spé, háð, skop, sprell og gamanmál hverskonar, sem sé allt nema djók eins og höfundur- inn orðar það. Meðal laga á plötunni má nefna Göfugugginn sem Sverrir syngur með Bubba Morthens, Hildur sem Eyjólfur Kristjánsson syngur, Paradís sem Alda Björk Ólafsdóttir syngur. Plötuna tileinkar Sverrir 1 árs gamalli dóttur sinni, Hildi Stormsker. Framleiðslu og dreifingu annast Skífan. (Fréttatilkynning) Dómkirkj unni berast stórgjafir Blaðinu hefur borist eftirfar- andi frá Dómkirkjunni: Um miðjan september í haust var nýtt safnaðarheimili Dómkirkjunn- ar tekið í notkun svo sem kunnugt er af fréttum. Safnaðarheimilið er til húsa í gamla iðnskólanum við Lækjargötu. Eigandi hússins er Reykjavíkurborg, en fyrir mikinn velvilja borgarstjóra og borgar- stjórnar hefur Dómkirkjusöfnuður- inn fengið það á leigu til ársins 2031. í tilefni af vígslu safnaðarheimil- isins bárust margar góðar og ómet- anlegar gjafir, sem Dómkirkjusöfn- uðurinn er afar þakklátur fyrir. Hér skal nú gerð grein fyrir helstu gjöf- um, sem borist hafa. Kirkjunefnd kvenna Dómkirkj- unnar hefur á undanförnum árum og áratugum gefið Dómkirkjunni margar rausnarlegar gjafir, sem hafa stuðlað að því að bæta og fegra kirkjuna og efla allt kirkjulegt starf. Við vígsluna gaf kirkjunefndin safnaðarheimilinu ýmsan borðbún- að, og er sú gjöf ein milljón króna að verðmæti. Verktakafyrirtækið ístak hf. sá um alla vinnu við safnaðarheimilið. Við vígsluna flutti forstjóri ístaks hf., Páll Siguijónsson, ræðu og til- kynnti, að fyrirtækið gæfi safnaðar- heimilinu flygil. Rausnarlegar peningagjafir bár- ust frá hjónunum frú Dagbjörtu og séra Þóri Stephensen, og Gísli Sig- urbjörnsson forstjóri færði gjöf frá Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund. Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík færði safnaðarheimilinu fallegan vasa með áletruðum silfurskildi. Blómaskreytingar og blómvendir bárust frá fjöldamörgum aðilum. Þá skal þess getið, að Dómkirkju- söfnuðurinn hefur notið mikillar velvildar af hendi Skipadeildar Sambandsins vegna flutnings á húsgögnum í safnaðarheimilið. Börn hjónanna Hafsteins Berg- þórssonar og Magneu Ingibjargar Jónsdóttur hafa gefið safnaðar- heimilinu ákaflega fallegan útskor- inn skáp, sem var gerður af Stefáni Eiríkssyni myndskurðarmanni, sennilega um 1906-1908 eða ein- mitt um það leyti sem gamli iðnskól- inn var reistur. Skápurinn er gefinn til minningar um systurnar Guðríði Júlíönnu Jónsdóttur og Magneu Ingibjörgu Jónsdóttur. Ýmsir aðrir hafa sýnt safnaðar- heimilinu hlýhug sinn og hjálpsemi með margvíslegum hætti. Þá er enn ótalin sú gjöf til Dóm- kirkjunnar, sem hæst rís. Það er dánargjöf Sigríðar B. Sigurðardótt- ur, sem arfleiddi Orgelsjóð Dóm- kirkjunnar að öllum eigum sínum, þar með taldri íbúð sinni á Kapla- skjólsvegi 53. Sigríður er mörgum að góðu kunn frá þeim árum, er hún og Stefán Ágúst Stefánsson eiginmað- ur hennar önnuðust húsvörslu í Menntaskólanum í Reykjavík. Sigríður fæddist 16. nóv. 1906 í Fagradal í Vestmannaeyjum og hún andaðist 13. sept. 1988. Foreldrar hennar voru Guðbjörg Guðlaugs- dóttir, sem ættuð var úr Vestur- Landeyjum, og Sigurður Sigurðs- son, ættaður undan Eyjafjöllum. Sigríður ólst upp í Vestmanna- eyjum og fór komung að vinna og upp frá því var hún sívinnandi og alltaf hörkudugleg óg ósérhlífin, enda eftirsótt til starfa. Sigríður flutti 17 ára gömul til Reykjavíkur og þar kynntist hún Stefáni eiginmanni sínum, og gengu þau í hjónaband árið 1937. Stefán hóf störf sem húsvörður við Menntaskólann í Reykjavík árið 1942, og gegndi hann því starfi með ákaflega styrkri stoð Sigríðar eiginkonu sinnar til ársins 1957. Nemendur, sem hófu nám við Menntaskólann á þessum árum, kynntust Sigríði fljótlega. Hún var mikið á ferðinni um skólann, létt á fæti, en jafnframt gustmikil og snaggaraleg, og það geislaði af henni krafturinn. Sigríður ávann sér fljótt vináttu og traust nemenda, sem fundu, að þar fór ákaflega raungóð kona, H0KUS PÓKUSMl VERTU MEÐ trygg og trúföst, og í skóla voru bundin þau vináttubönd við Sigríði, sem stóðu traust allt til hinstu stundar. Þeir nemendur, sem nutu sam- vista við Sigríði og Stefán á þessum árum, minnast þeirra beggja með virðingu og þökk fyrir liðin ár — einmitt þau ár, sem oft skipta sköp- um í lífi manna og einnig þau ár, sem mörgum finnst hafa verið bestu og fegurstu ár ævinnar. Sigríður á sinn örugga sess í þeim góðu minn- ingum, sem geymast frá þessum árum. Dómkirkjusöfnuðurinn minnist Sigríðar með sérstöku þakklæti fyr- ir rausn hennar og velvild og bless- ar minningu hennar. (Frá Dómkirkjunni) Sigríður B. Sigurðardóttir ÞAÐ ER GALDURINN V) WyWQj

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.