Morgunblaðið - 30.11.1990, Síða 22

Morgunblaðið - 30.11.1990, Síða 22
ooer aaaMavðví oe HUDAnuTaöa gioa iaviuoaoM MOROUNBLAÐIÐ FOSTUÐAGUR 30. NÓVÉMBER 1990 FATASKÁPAR JÓLATILBOÐ Henta t.d. í Forstofur Barnaherbergi Gestaherbergi og víðar. Stærð. Breidd 100cm, Hæð 21 Ocm VÉRÐ 19.900 stgr. býður einhver betur ? H - GÆÐI h\f Suðurlandsbraut16 108 Reykjavík Sími: 67 87 87 GLÆSILEGT JÓLAHLAÐBORÐ A GÓÐU VERÐI Nú þegar jólin eru í nánd færist jóla- stemmningin yfir Skrúð. Þar er gestum og gangandi boðið upp á stórglæsilegt jólahlaðborö, heitt og kalt, á hagstæðu verði. Jólahlaöborðið er á boð- stólum í hádeginu frá kl. 12-14 á 1400 kr. og á kvöldin frá kl. 18-22 á 1900 kr. Að sjálfsögðu er jólaglögg svo alltaf til reiðu. Ath. Við bjóðum upp á jólaglögg og jóla- hlaðborð í einkasölum - fyrir starfsmanna- hópa og hvers konar jólagleðskap. Skrúður kemur öllum í jólaskapið! hókel -lofargóðu! Skipbrot vel- ferðarkerfísins Hugleiðing um heilbrigðismál eftir Ólaf Örn Arnarson í tilefni 60 ára afmælis Landspít- alans var laugardaginn 24. nóvem- ber sl. haldin samkoma í spítalan- um þar sem minnst var merkra tímamóta. Tónninn í ræðum manna var nokkuð blendinn, annars vegar ánægja með margt sem gert hefur verið á undanförnum árum, hins- vegar kvíði og vonleysi um framtíð- ina. Heilbrigðisráðherra flutti þau tíðindi, að nú væri svo. komið að við eyddum rúmlega 8% af þjóð- ' arframleiðslu til heilbrigðismála og meira fengist ekki til heilbrigðis- þjónustunnar. Með öðrum orðum var hann að boða að núverandi ástand í rekstri spítala og annarra heilbrigðisstofnana skyldi verða viðvarandi. Þetta þýðir í raun skip- brot þess heilbrigðiskerfis sem við búum við í dag. Það hlýtur að telj- ast algerlega óviðunandi ástand að sjúklingar skuli ekki geta fengið eðlilega og sjálfsagða þjónustu og að aldrað fólk skuli rifið upp úr rúmum sínum og sent heim, vegna lokunar sjúkradeilda í sparnaðar- skyni, eins og gerst hefur að und- anfömu. Það em hrein svik við það fólk, sem byggt hefur upp það vel- ferðarkerfi, sem við höfum búið við, og þarf nú á þjónustu þess að halda. Ríkisforsjá Sú stefna sem fylgt hefur verið undanfarna áratugi hefur byggst á því að ríkið sjái þegnunum fyrir öllu og beinn kostnaður neytenda þjónustunnar skuli vera sem minnstur. Ekki hefur heldur mátt koma fram hver raunverulegur kostnaður þjónustunnar er hverju sinni og verðskyn neytenda og veit- enda þjónustunnar þar með slævt mjög. Allur rekstur hefur smám saman verið að færast til ríkisins og sú stefna var kórónuð með ný- legum lögum um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Þegnamir skulu taka við heilbrigðisþjónustu sem ölmustu úr hendi stjórnmála- manna í umboði ríkisins og hún skal skömmtuð eftir því hvemig til tekst um rekstur ríkissjóðs á hverj- um tíma. Með öðrum orðum emm við hér á íslandi að innleiða í heil- brigðisþjónustuna samskonar kerfi miðstýringar og ríkisrekstrar og beðið hefur skipbrot alls staðar annars staðar og sýnt sig að skila hvað lélegustum árangri á öllum sviðum. Hugarfarsbreyting. Hér þarf því að koma til grund- vallar hugarfarsbreyting. Menn verða að leita leiða til þess að hægt verði að veita eðlilega og góða heilbrigðisþjónustu í landinu og tryggja að framfarir eigi sér stað og nýjungar teknar upp. Það hlýtur að vera stór þáttur í Íífskjör- um fólks að svo sé og íslendingar munu ekki sætta sig við neitt ann- að en sambærilega heilbrigðisþjón- ustu við það sem best þekkist með- al nágranna okkar. Frekar mun fólk leita þjónustu til annarra Ólafur Örn Arnarson „Það hlýtur að teljast algerlega óviðunandi ástand að sjúklingar skuli ekki geta fengið eðlilega og sjálfsagða þjónustu og að aldrað fólk skuli rifið upp úr rúmum sínum og sent heim, vegna lokunar sjúkradeilda í sparnað- arskyni.“ landa, ef efnahagur og aðstæður leyfa, eins og reyndar nú þegar er farið að bera á. Tryggingakerfi Þær leiðir sem þarf að fara eru þessar: Setja þarf á stofn sjúkra- tryggingakerfí sem stendur undir rekstri heilbrigðisþjónustunnar. Gmndvöllur kerfisins á að vera sá,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.