Morgunblaðið - 30.11.1990, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.11.1990, Blaðsíða 24
ORKIN/SlA 24 oeer aaaMavöM .ok auo/.auT8öa araAjaKuo.Hoi\ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1990 ©4MA VORU VERSLUMi ÍTALSKUR KRISTALl. LISTGLER • POSTULIN HANDUNNAR STYTTUR OQ FLEIRI GJAFAVÓRUR RCR KRÍSTML FÁKAFENI 9 SÍMI 679688 Breytinga er þörf í skólum - en „aðgát skal höfð“ eftir Vilhjálm Einarsson Þegar þetta er ritað á haustdög- um 1990 er nýbúið að leggja niður skólaskrifstofu sænska mennta- málaráðuneytisins. Hundruðum starfskrafta var sagt upp og nærri því tárfellandi var fólkið sýnt í sjón- varpsfréttum vera að pakka niður á skólaskrifstofunni í Stokkhólmi. Þetta var vægast sagt óvenjuleg stjómsýsluaðgerð hjá Svíum, sem fram að þessu hafa verið betur þekktir fyrir að vilja skipuleggja allt og miðstýra í anda jafnréttis og bræðralags. Út á við hefur það að minnsta kosti virst vera svo. Hvað veldur þessum stakkaskipt- um? Jú, því er-til að svara að skil- virkni báknsins hefur ekki þótt vera næg. Miðstýring undanfarinna ára- tuga hefur lagt lamandi hönd á æskilega þróun og fjöibreytni. Sam- ræmingarkröfur eru taldar hafa gengið of langt. Ekki hefur nægi- lega verið komið til móts við ein- staklingsbundnar þarfir nemenda og sérstaða skóla og landshluta borin fyrir borð. Almennt er álitið að sú „breyting", sem Palme heitinn beitti sér fyrir á sjötta áratugnum, en þá var hann menntamálaráð- herra, hafi í stórum dráttum mis- tekist. Nú skal valdinu dreift. Þetta blessaða skælandi fólk verður ekki atvinnulaust. Því bjóðast m.a. störf á skólaskrifstofum hér og hvar um landið. Það þarf skrifstofuhald eftir sem áður, en aðstæður á hveijum stað eða í hveiju léni eiga að fá að ráða meiru um þróun mála en verið hefur. Hér er um að ræða stærsta skrefið til valddreifingar í Svíþjóð, sem stigið hefur verið til þessa. Ég stilli mig ekki um að nefna einnig smáfrétt í sjónvarpinu í vik- unni: Kona nokkur var að veija doktorsritgerð í Stokkhólmi um sænska grunnskólann. Hún lauk doktorsprófi í því, að sýna fram á það, að jafnréttisdraumamir, sem um skeið hafa ríkt (og gera vissu- lega enn) hvað varðar að öll börn eigi að læra sama efni á sama tíma, þ.e. 9 árum í grunnskóla sé í raun hinn mesti ójöfnuður! (Palme-bylt- ingin.) Slíkt leiði til þess að bráð- þroska börn fái ekki kennslu við sitt hæfi og þau seinþroska ekki heldur. Úr verði eins konar „miðju- moð“, svo gripið sé til hugtaks úr stjómmálunum. Hið sanna jafn- rétti, heldur konan fram, er í því fólgið að hver og einn fái að þrosk- ast og nema það, sem eðli og upp- lag býður. Allir, sem málið varðar, þurfa að taka þátt í að undirbúa breytingar Eins og getið var um í fyrsta pistlinum er ætlunin að gera nokkur skil því þróunarstarfí, sem hér í Svíþjóð hefur átt sér stað undanfar- in ár í mörgum framhaldsskólum til að’ aðlaga þá því breytta hlut- verki, að vera í raun „framhalds- skólar fyrir alla“. Yfírstjórn skóla- mála skipaði starfshóp sem hófst handa árið 1987 að athugá ýmsa skóla, þar á meðal Grasbergs-fram- haldsskólann, en þar hafði þróunar- starf staðið yfír í nokkur ár. Sér- Vilhjálmur Einarsson „Og einmitt hér þarf að taka upp þráðinn á íslandi áður en lengra er haldið. Við höfum ákveðið að aðlaga framhaldsskólana því hlutverki að taka við öllum. Þetta hlýtur að kosta breytingar, dýrar og tímafrekar.“ stakur hópur innan skólans hafði fengið það hlutverk að þróa skólann í þessa veru (GFA: Framhaldsskóli fyrir alla). „Þróunarhópurinn“ hafði Stelpi BLEIUR 4 stærðír Rakadrægur kjarní aö framan Rakadrægur kjarni í miöju Þó bleian sé vot er barnið þurrt Ánægðir strákar og stelpur í Pampera-bleium Pampers bleíur eru hannaöar með vellíðan barnsíns aö markmiði, Vlð framlelðilu þeírra er leítast víð að §para dýrmiætar auðlindir AUKA VELLÍÐAN BARNANNA STU0LA AÐ UMHVERFI8VERND íalensk HÍÍÍ Tunguhák 11. Sfmi 82700. m.a. skipulagt og framkvæmt námsdaga fyrir starfslið (námsdag- ar eru gamalt fyrirbæri í sænskum grunn- og framhaldsskólum en þá er kennsla felld niður meðan kenn- arar skólans ,,læra“). Ennfremur var námsdögum fylgt eftir með því að athuga árangurinn af þeim nýj- ungum, sem reyndar voru. Þegar utanaðkomandi starfs- nefnd fór að kanna málið kom í ljós að ýmis ágreinings- og vandamál fýlgdu í kjölfar þessa: 1. Túlkunarvandamál viðkom- andi því hvað í raun fælist í GFA. 2. Agreiningur um það hver væri í raun formleg staða þróunarhóps- ins innan skólans, var hann ráðgef- andi eða hafði hann ákvörðunar- vald? Og síðast en ekki síst: 3. Hveijir áttu að vera í þróunar- hópnum? Hvert skal vera meginmarkmið skólans? Viðkomandi fyrsta liðnum var um að ræða vandamál sem ekki einasta Grasbergsskólinn átti við að glíma. Hlutverk skólannna, hvort heldur sem er grunnskóla eða fram- haldsskóla, er ekkert einfalt, og kröfur sem til þeirra eru gerðar ekki allar á sömu lund. Hinir ýmsu hagsmunahópar þjóðfélagsins eru engan veginn sammála um það hvernig standa eigi að málum í skólunum, hver eigi að vera for- gangsröð verkefna eða jafnvel hvert sé meginmarkmið þeirra. Þannig eru þeir í eins konar tómarúmi eða þá stundum skotspónn, þar sem skotið er á þá úr öllum áttum. Litið á skólann sem fyrirtæki Það er gagnlegt til að skilja bet- ur hvað hér er átt við að bera skól- ann saman við venjulegt iðnfyrir- tæki. Markmið fyrirtækisins er að framleiða vöru sem nær tilætlaðri hlutdeild á tilteknum markaði. Það sem til þarf er fjármagn, þekking, mannafli og góð ytri skilyrði (stað- setning, orkuverð o.s.frv.). Mark- miðin eru ljós, fyrirtækið blómstrar eða fer á hausinn. Orsakir mistaka eða velgengni liggja nokkuð Ijóst fyrir sé litið yfir farinn veg. Það, sem einkennir happasæl fyrirtæki og stofnanir er fyrst og fremst fóig- ið í því hversu vel þeim tekst að virkja krafta sína, bæði hina efnis- legu ogþá mannlegu, miðað við það markmið, sem keppt er að. En svona einfalt er málið ekki þegar um skólastofnun er að ræða. Eða hvað? Getum við komið okkur saman um hvert sé meginmarkmið framhaldsskólans öðruvísi en með hátíðlega orðuðum setningum, al- menns eðlis um lýðræði, virkni í ákvarðanatöku og þess háttar? Túlkun þessara „markmiða" er svo látin lönd og leið og ekkert gert í því að fylgja þeim eftir í þjálfun kennara til starfs síns. Kennarinn þarf að kunna sitt af hverju En kennarastarfið er ekki einf- alt. Þeir þættir, sem snerta það skipta tugum. Jafnvægið milli þátt- anna skiptir öllu. En foreldrið, sem veit af barni sínu í vanda, eða ríkis- stjómin, sem veit af greiðslúvanda ríkissjóðs, bregðast að sjálfögðu við með 'sínum hætti. Og hvemig starfsþjálfup fær kennaraefnið í námi sínu? Harla ófullkomna, a.m.k. þegar um framhaldsskólann er að ræða. h e ím i l is v e rslu n me ö st í l LAUGAVEGI 1 3 SÍMI625870
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.