Morgunblaðið - 30.11.1990, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 30.11.1990, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1990 25 |fMnrle3árT|lfræð8ri I (í stéttarfélaqi | | sfjórnandT latundarafcrárqerV Isamninq pröfa I |leiáréttinq prófa] Iflqtur efni milli staða námsrá&qjafi félagi hvatama&ur lei&toqi tæknimabur (mqnd- hljófi, tölva) | umrg&u3tjóri sam- borqari qesluma&ur sálu- aorgari qerð rá&qjafi Þau verkefni sem geta falist í kennarastarfinu taka stundum á sig margvíslegar mótsagnakenndar myndir. Hvað tókst vel, hvað miður í Grasbergsskólanum? Vorið 1987 voru um 1.000 nem- endur í skólanum. Rúmur helming- ur þeirra var á þriggja ára brautum (jafngiidi stúdentsprófs?). Skipting milli kynja var nokkuð jöfn, en stúlkur voru mun fjölmennari í sam- félags- (húmanísku) námi en piltar í tækninámi. Tveggja ára brautir voru fjölmennar: félagsfræða-, bygginga-, dreifingar-, raf- magns/sjónvarps-, umferðar-, mat- væla-, félagsþjónustu-, og verk- stæðisbrautir. Við skólann er einnig möguleiki til framhaldsnáms og sérhæfð námskeið sem taka eitt ár. Fimm deildarstjórar eru við skól- ann, þar sem hver deildarstjóri er með réttindi á því námsgreinasviði, sem heyrir undir hann. Asamt skól- ameistara og „náms-skólameist- ara“ eru þrír aðstoðarskólameistar- ar, sem skipta með sér verkum: einn sér um ýmsa þætti er varða hið hagnýta nám/kennslu, annar um framhalds- eða símenntun kennara og starfsliðs og hinn þriðji um upplýsingastarfið. Nokkrir námsráðgjafar starfa við skólann. Kennarar skiptast í hópa eftir kennslugreinum og þar sem hver fagkennarahópur undir stjórn deild- arstjóra býr yfir „sérfræðiþekk- ingu“ hver á sínu sviði, eru þetta hinir raunverulegu valdaaðilar hvað varðar hið innra starf í skólastof- unni. Slíkir hópar hafa ágæt vinnu- skilyrði og sérstaka fundarstaði hver fyrir sig. I skólanum er bekkjarkennsla með u.þ.b. 50 bekkjum á stærðarbil- inu 10-30 nemendur í bekk. Hver nemandi starfar 1-2 vikur á skóla- ári við þjónustustörf, „hjálpar til við að hirða lóð, hafa umsjón í borð- stofu (en í öllum grunn- og fram- haldsskólum í Svíþjóð fá nemendur ókeypis hádegisverð) og kaffi- stofu“. Þetta þykir hafa gefið góða raun. Bekkjarráð og nemendafé- lagsstjórn eru starfandi (og nýleg tilraun að breyta nemendaráðinu þannig að í viðbót við eina stjórn, sem sæi um allt, voru stofnuð mörg undirráð með takmörkuðu verk- sviði. Enn eitt dæmið um valddreif- ingu og þykir hafa gefist vel.) Átök, ágreiningur Öllum breytingum fylgja átök. Það er ekki nægilegt að ákveða þær að ofan. í Grasbergsskólanum var Husqvarna SAUMAVÉLAR • 7 GERÐIR • > ALLIR NYTJASAUMAR • • MYNSTURSAUMAR • • STERKUR MÓTOR • • SÆNSK GÆÐI • • FRÁBÆRT VERÐ • . • NÁMSKEIÐ • VIÐGERÐARÞJÓNUSTA > • SÝNIKENNSLA • • ALLT Á SAMA STAÐ • VÖLUSTEINNhf Faxofen 14, Sími 679505 tekið vel á móti „rannsóknarnefnd- inni“ og bæði stjórnendur, kennarar og nemendur sögðu meiningu sína opinskátt. Síkt er auðvitað algjör forsenda þess að umbætur geti orð- ið en ekki trygging fyrir því að þær verði framkvæmdar í raun. Það sem helst var talið ama að var skortur á samstarfsvilja milli „hagsmuna- hópa“ eða „deilda“ og sambands- leysi. Vandinn snérist ekki svo mjög um innihald námsefrjis en fremur um þær grundvallarforsendur, sem ganga ætti útfrá í starfinu. Hvað felur markmiðið „framhaldsskóli fyrir alla“ í sér í raun og veru? Og einmitt hér þarf að taka upp þráðinn á Islandi áður en lengra er haldið. Við höfum ákveðið að aðlaga framhaldsskólana því hlut- verki að taka við öllum. Þetta hlýt- ur að kosta breytingar, dýrar og tímafrekar. Sígild sannindi ítalinn Niccolo Macchiavelli (1468-1527) sem bæði var rithöf- undur og ríkiskanslari í Flórens gerði sér glögga grein fyrir erfið- leikunum því samfara að breyta einhveiju. Á fimmtándu öld ritaði hann eitthvað á þessa leið: Það er ekkert eins erfitt og að framkvæma breytingar. Grimmir andstæðingar verða allir þeir, sem höfðu komið sér þægilega fyrir í gamla kerfínu (sjáið bara ástandið í Rússlandi núna!), en fylgjendurnir eru þegar best lætur hálfvolgir, óvissir um stöðu sína í hinu nýja kerfi. Nýtt hlutverk framhaldsskóla á íslandi krefst breyttra aðstæðna. Hverjar eiga þær breytingar að vera og hvernig á að standa að framkvæmd? Hver skal vera sá grundvöllur sem hinn íslenski fram- haldsskóli fyrir alla skal byggjast á? Höfundur er skólameistari á Egiisstöðum og er í ársleyfi frá störfum. Hann stundar nám í Gautaborgarháskóla í Svíþjóð. ■ HLJOMSVEITIN Gal í Leó mun leika á Vestfjörðum helgina 30. nóvember og 1. desember. Hljómsveitin mun skemmta bæði kvöldin í Uppsölum, Isafirði. Hljómsveitin hefur leikið um hveija helgi á dansstöðum um land allt. Nú hefur bæst í hópinn Jens Hans- son saxófónmaður úr Sálinni hans Jóns míns. Stefna hljómsveitarinnar er sem fyrr að hleypa birtu í skammdegið, segir í fréttatilkynn- ingu. UTAVER • LITAVER • LITAVER • LITAVER • LITAVER • LITAVER • LITAVER • LITAVER • SESSAN SEM NUDDAR, HITAR OG VEITIR BAKINU STUÐNING ~ IADI !!L!5 anívrsjnnLiiii BAKHJARLINN er splunkuný uppfinning sem fer eins og eldur í sinu um heiminn. BAKHJARLINN er sessa sem þú hefur í bílnum þínum. Þú stingur henni í samband við vindlakveikjarann og þrýstir á einn hnapp og eftir augna blik finnurðu notalegan hita leika um bakið. Með öðrum takka seturðu nuddið á, sterkt eða vægt, og með einu handtaki blæstu upp bakið og færð þannig ákjósanlegan stuðning við mjóhrygginn. Allra þessara þæginda geturðu notið»samtímis. BAKHJARLINN hentar í allar gerðir bílsæta og kostar kr. 5.900,- LÁTTU EKKi KULDANN KOMA AFTAN AÐÞÉR BAKHJARLINN er hlý og góð jólagjöf handa þeim sem þú vilt vel. SÖLUSTAÐIR Bílaraf, Borgartúni 19. Háberg, Skeifunni 5a. Heimilistæki, Kringlunni. Póllinn, (safirði. Þórshamar, Akureyri. KÞ, Húsavík. Vélsmiðjan Horn, Hornafirði. Verslunin ösp, Selfossi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.