Morgunblaðið - 30.11.1990, Page 26

Morgunblaðið - 30.11.1990, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1990 HVAÐ SEGJA ÞEIR UM AFSTÖÐU SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS TIL BRÁÐABIRGÐALAGANNA Víglundur Þorsteinsson: Trúi ogtreysti að þessi af- staða verði endurskoðuð „Mér finnst þetta fljótfærnis- leg vinnubrögð. Ég trúi því og treysti að Sjálf- stæðisflokku- rinn, sem ábyrg- ur og leiðandi stj órnmálaflokk- ur í þessu landi, endurskoði þessa afstöðu," sagði Víglundur Þor- steinsson, for- maður Félags ís- lenskra iðnrek- enda. Víglundur sagði að menn yrði að láta svona „stráksskap og augnabliks skammsýna stjórnar- andstöðuhagsmuni víkja og láta heildarhag þjóðarinnar sitja í fyrir- rúmi.“ Páll Halldórsson; Fagna því ef þingið hafnar lögunum „ÉG fagna því mjög ef það er að gerast að þingið hafnar þess- um lögfum,“ segir Páll Halldórsson, formaður BHMR. „Við hvöttum eindregið til þess við þingsetningu í haust að þessum ólögum yrði af- létt,“ segir hann. Páll kvaðst þó ekki vilja ganga út frá því sem vísu að afstaða þingflokks Sjálfstæðis- manna þýddi það að lögin væru endanlega fallin. „Við vitum það ekki fyrr en upp er staðið en við höfum hvatt þingmenn til að hnekkja bráðabirgðalögunum því með þeim hafi bæði verið brotin stjómarskrá og gengið á samnings- rétt og eðlilegar venjur í þjóðfélag- inu,“ sagði hann. Vilhjálmur Egilsson: Efnahagslegt slys sem verður að afstýra „MÉR finnst þetta óskynsam- legt,“ sagði Vilhjálmur Egilsson, framkvæmda- sljóri Verslunar- ráðs íslands er hann var inntur álits á þeirri ákvörðun þing- flokks Sjálfstæð- isflokksins að greiða atkvæði á móti bráðabirgð- alögunum á BH- MR-samninginn. „Ef það ástand á að skapast, sem iögunum var ætlað að upphefja; það er að segja að allir fái fjögurra og hálfs prósents launahækkun, sem Þórarinnsson Vinnuveit- Vilhjáimur Egilsson tekin verður til baka jafnharðan með gengisfellingu og verðbólgu, er það efnahagslegt slys, sem ég tel að þurfi að afstýra." Vilhjálmur sagðist hins vegar ekki sjá „hvernig ríkisstjórnin hefur andlegt þrek til að sitja áfram ef hennar stuðningsmenn greiða þess- um lögum ekki atkvæði. Það er þá með ólíkindum hvað þessir menn láta yfir sig ganga.“ Þórarinn V. Þórarinsson: Forsenda þjóðarsáttar að viðsemj- endur okkar yrðu ekki skildir eftir ÞÓRARINN V. framk væmdastj ór i endasambanda íslands, segir að þegar gengið var til samninga við verkalýðshreyf- inguna í janúar siðasliðnum hafi forsenda þeirra kjarasamninga verið að launþeg- ar, viðsemjendur VSÍ, yrðu ekki skildir eftir í launaþróun. Því sé ekki hægt að segja að VSÍ hafi í hendi sér hvort verðbólguskrúf- an fari aftur á stað ef samningar BHMR tali gildi. Hann segir spurninguna um siðleysi fremur varða sjálfan samninginn milli ríkisvaldsins og BHMR, heldur en bráðabirgðalögin á samning- inn. Þórarinn segir sú stefnumörkun í kjaramálum, sem mótuð var í jan- úar síðastliðnum, hafi leitt til þess að „verðbólga á þessu ári er sú minnsta í tvo áratugi og kaupmátt- arrýmun allra mati minni en ella hefði orðið.“ Hann segir. forsendur þess að þetta tækist hafi verið að VSÍ gæfi fyrirheit um það 'að viðsemjendur, það er verkalýðshreyfingin, yrðu ekki skildir eftir. „Að þeir mundu ekki dragast aftur úr, að þeir þyrftu ekki að bera þyngri byrðar heldur en aðrir. Þetta er skráð í okkar kjarasamning, í forsendur samn- ingsins, að þar sé við það miðað að aðrir launþegar hækki ekki meira,“ segir Þórarinn. „Það er alveg hárétt að það er ekki samið um víxlgengi í okkar samningum, slíkur samningur var gerður af fjármálaráðherra við BHMR. Þar var um það samið að félagsmenn í því stéttafélagi ættu að njóta meiri hækkunnar heldur en allir aðrir og fá allar hækkanir sem aðrir kynnu að semja um. Það var samningur um vaxandi launa- mun og fullkomið víxlgengi ef aðrir reyndu að höggva á þann mun. Svoleiðis samning höfum við ekki gert. En við höfum játað því að þetta hafi verið forsenda fyrir samningunum og grundvöllurinn. fyrir þeim í febrúar. BHMR hefur réttilega beint á það að þeir hefðu leitað eftir og fengið samning um breytt launahlutföll sér í vil. Þeir sömdu um það við fjár- málaráðherra og forsætisráðherra, en þeir náðu ekki samningum um það við aðra hópa launþega í þessu landi og þó að það sé ekki formleg- ir samningsaðilar við BHMR, þá er það nú einu sinni þannig að drif- kraftur launabreytinga á íslandi hefur alltaf verið samanburðurinn og ef ekki er sátt miíii launþeganna um launahlutföllinn þá liggur það fyrir að hóparnir hafa alltaf og munu alltaf reyna hver um sig að jafna það sem þeir telja á sig hallað. Spurningin um það hvort bráð- birgðalögin séu siðlaus eða ekki sið- Ögmundur Jónasson laus er frekar spurning um það hvort samningurinn sem gerður var á sínum tíma standist nokkra sið- ferðismælikvarða. Mér er það mjög til efs, að einn hópur geti samið um það að hann setjist ofaná axlirn- ar á öllum öðrum og sitji þar hið fastasta sem hvað á gengur. Okkur hefur ekki lánast hér í Vinnuveit- endasambandinu að gera svoleiðis samninga svo að friður væri um,“ sagði Þorannn V. Þórarinnson. Ögmundur Jónasson: Alþingis að leysa úr mál- inu „OKKAR afstaða hefur alltaf verið skýr. BSRB lýsti andstöðu við bráðabirgða- lögin áður en þau voru sett og eftir að þau komu fram,“ segir Ög- mundur Jónas- son, formaður BSRB. „Þetta gerðum við á op- inberum vett- vangi og í við- ræðum við ríkis- stjórnina," segir hann. „Áður en lögin voru sett bentum við á þann víxlverkunarhnút sem fólst í að bæði launafólk á almenn- um markaði og háskólamenntaðir ríkisstarfsmenn hafa ákvæði um það í sínum samningum að fá allt það sem áðrir kynnu að fá, en ef þeim ákvæðum yrði fylgt til hins ítrasta myndu kaupmáttartrygg- ingar í okkar samningum bresta, því fastgengisstefna og verðlags- forsendur samninga eru háð þessu,“ sagði Ögmundur. Hann sagði að að BSRB hefði viljað standa vörð um tryggingar i samningnum og því hvatt deiluaðila til að leysa sín mál með samkomu- lagi. „Með því móti einu væri tryggt að samningsrétturinn yrði ekki fót- um troðinn. Þetta gekk ekki eftir, því miður. Lærdómurinn er að sami samningsaðili semji ekki í tvær gagnstæðar áttir og beiti síðan lagaboði á eigin samninga. Þetta dæmi gengur einfaldlega ekki upp.“ -Hvað þýðir afstaða Sjálfstæðis- manna um að greiða atkvæði gegn bráðabirgðalögunum að þínu mati? „Það er þingsins að leysa málið. Við höfum skýrt okkar 'áfstöðu, erum andvíg bráðabirgðalögunum, en munum standa vörð um okkar samninga,“ sagði Ögmundur. Guðmundur J. Guðmundsson: Þjóðarsáttin er endanlega úr sögunni „ÞETTA er óskiljanlega afstaða. Það þýðir lítið fyrir Sjálfstæðis- flokkinn að segja að hann styðji þjóðarsáttina og eyðileggja hana svo með þessum hætti,“ segir Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verka- mannasamb- andsins. „Þjóðar- sáttin er þar með endanlega úr sögunni og það þýðir ekki að reyna hana næstu árin,“ segir hann. Guðmundur sagði að ef háskóla- menn fengju 4,5% launahækkun þá fylgdu aðrir launþegar í kjölfarið sem þýddi að þeir hækkuðu þá aft- ur um sama hlutfall og svo koll af kolli. „Þá fer allt úr böndum. Þetta er hnefahögg framan i alla sem stóðu að þjóðarsáttinni. Þetta er dýr pólitískur leikur og verði Sjálfstæð- isflokknum góðu ef hann ætlar að spila svona út. Ef ég væri í sporum forsætisráðherra myndi ég rjúfa þing þegar í stað og efna til kosn- inga,“ sagði Guðmundur. Hann sagðist hafa talið að Sjálf- stæðisflokkurinn stæði vel fyrir kosningarnar í vor en nú spilaði hann einkennilega úr þeirri stöðu. „Grundvallaratriði þjóðarsáttarinn- ár var að enginn hópur keyrði fram úr öðrum. Öll verkalýðsfélögin inn- an Alþýðusambandsins hafa sam- þykkt þetta og öll félög innan BSRB sem er einsdæmi. Að ætla að eyði- leggja þetta er pólitísk geggjun og ævintýramennska. Ég er stórundr- andi á að jafn hæfír menn og foryst- umenn Sjálfstæðisflokksins eru skuli fara út í svona ævintýri," sagði Guðmundur. Arnar Sigmundsson: Trúi ekki öðru en alþingi staðfesti bráðabirgða- lögin „ÞESSI viðbrögð koma manni verulega á óvart, því er ekki að neita. Ég hef staðið í þeirri meiningu að þessi bráðabirgð- arlög færu nokk- uð auðveldlega í gegnum þingið og við sem höfum tekið þátt í þess- um kjarasamn- ingum, sem kenndir eru við þjóðarsátt, álitum það alménnt,“ sagði Arnar Sigmundsson, form- aður Samtaka fiskvinnslustöðva. „Við fiskvinnslumenn höfum auðvitað staðið mjög að baki þess- um kjarasamningum og talið að lækkun verðbólgu og vaxta væri besta leiðin til að gera okkur mögu- legt að lifa áfram. Þess vegna ótt- umst við að ef BHMR fái launa- hækkun umfram aðra muni það á mjög skömmum tíma flæða yfir allt þjóðfélagið og verðbólga muni aukast. Þá reyni á gengið og það hljóti að láta undan síga. Þess vegna, meðal annars, höfum við stutt þessa þjóðarsátt mjög dyggi- lega og lýst ánægju okkar yfir að samningar skuli hafa tekist milli aðila vinnumarkaðarins um að framlengja þessum kjarasamning- um. Ég trúi því ekki öðru en að alþingi muni staðfesta bráðabirgða- lögin og vona bara að tíminn fram að jólum verði notaður til að menn nái sáttum," sagði Arnar. Kristján Ragnarsson: Bráðabirgða- lögin eiga að standa „MITT viðhorf í þessu hefur ver- ið það að þegar menn gera kjara- samning eiga þeir að standa við hann; það er ómerkilegt að rifta samningi. Hins vegar var þessi samningur svo vitlaus og með þeim hætti gerður að ef þjóðarsáttin átti að geta staðið þá varð að taka hann úr sambandi," sagði Krislján Ragnarsson, form- aður Landssambands íslenskra útvegsmanna. „Það er miklu meira virði að við séum að ná tökum á efnahagslífinu heldur en þeir flokkshagsmunir að greiða atkvæði á móti bráðabirgða- lögunum. Mér finnst það rangt. Mér finnst að þessi bráðabirgðalög eigi að standa þótt þau gangi gegn gerðum samningi, vegna þess með hve vitlausum hætti hann var gerð- ur. Það er ekki hægt að veita ein- hveijum einum hópi launahækkanir með samningum af þessum tagi.“ Kristján Ragnarsson Arsfundur Vísindaráðs og Rannsófcnaráðs ríkisins Veitt verða hvatningarverðlaun Guðmundur J. Guðmundsson ÁRSFUNDUR Vísindaráðs og Rannsóknaráðs ríkisins verður haldinn föstudaginn 30. nóvem- ber í fyrirlestrasal 2 í Háskóla- bíói. Fundurinn stendur frá 9.00-17.00. Heiðursgestur fundarins verður frú Vigdís Finnbogadóttir forseti Islands. Svavar Gestsson mennta- málaráðherra mun setja ráðstefn- una og kynna yfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar um vísinda- og tæknistefnu. Eugen Seibold forseti Vísinda- stofnunar Evrópu heldur erindi um ný viðhorf í vísindasamstarfi í Evrópu. Jóhannes Nordal formað- ur Vísindaráðs og Vilhjálmur Lúð- víksson framkvæmdastjóri Rann- sóknaráðs halda erindi um stöðu pg horfur í vísindum og tækni á íslandi. Þarna verða veitt hvatningar- verðlaun Rannsóknaráðs að upp 1,5 milljón en þau ganga til ungs vísindamanns sem sýnt hefur framúrskarandi árangur í starfi. Klukkan 17 verður móttaka í boði menntamálaráðherra í Ársal Hótel Sögu. /r/l (Fréttatilkynmng) Stúlkur rændu lít- inn dreng SJÖ ára drengur, sem sendur var út í verzlun í fyrrakvöld með 250 krónur í buddu, sagði farir sínar ekki sléttar þegar hann kom heim. Tvær unglingsstúlkur veittust að sögn drengsins að honum og hrifsuðu af honum budduna. Drengurinn gat lýst stúlkun- um, en þær hafa ekki fundizt. Að sögn Ómars Smára Ár- mannssonar aðstoðaryfirlög- regluþjóns er óalgengt að stúlk- ur geri sig sekar um athæfi af þessu tagi - þær hafi hingað til látið piltunum það eftir að ræna fólk.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.