Morgunblaðið - 30.11.1990, Page 28

Morgunblaðið - 30.11.1990, Page 28
28 MORGUNBlíAÐIÍ) FÖSTUDAGUB;30. NÓVEMBER 1990 EB-GATT: Nauðsynlegt að leiða viðræðurnar til farsælla lykta Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. FRANS Andriessen, framkvæmdastjóri utanrikisviðskipta innan framkvæmdasljórnar Evrópubandalagsins (EB), sagði á miðvikudag að mikilvægi Iandbúnaðar 'væri stórlega ýkt í viðræðunum innan GATT aukið viðskiptafrelsi í heiminum. Hann sagði jafnframt að stjórnmálamenn bæru pólitíska ábyrgð á því að viðræðurnar yrðu leiddar til farsælla lykta. Iðnþróuðu ríkin yrðu að vera reiðubúin til að láta eitthvað af hendi við þróunarríkin sem að sama skapi yrðu að leggja sitt af mörkum. 011 spjót standa nú á EB að láta af tregðu sinni til að semja um umtalsverðan niðursskurð á styrkj- um til landbúnaðar. Andriessen sagði að það væri óraunsæi að gera ráð fyrir því að vandamál svo viðkvæmrar at- vinnugreinar sem landbúnaðar yrðu leyst á stuttum tíma, til þess væri atvinnugreinin allt of við- kvæm bæði pólitískt og félagslega. Svo virtist sem sumir hefðu ekki áttað sig á því að viðræðurnar inn- an GATT eru ekki vangaveltur um eitthvað sem mætti gera heldur tilraun til að semja um raunveru- legar endurbætur á viðskiptaum- hverfi heimsins. Þess vegna væri til lítils að leggja fram tillögur sem væru augljóslega óframkvæman- legar. Andriessen kvaðst telja góðar líkur á samkomulagi í næstu viku í Brussel ef tekið yrði á málunum af.einurð og raunsæi annas væri hætt við að viðræðumar færu út um þúfur á fyrstu dögunum. Allir samningar byggist á því að gefa og þiggja í staðinn og spyija mætti hvað EB fengi fyrir að fallast á ýtrustu tillögur í landbúnaði. Fyrir- hugaður lokafundur GATT-við- ræðnanna sem kenndur er við Úr- úgvæ hefst í Brussel á mánudag. Fulltrúar íslands á fundinum verða ráðherrarnir Jón Baldvin Hannib- alsson og Steingrímur J. -Sigfús- son. Fenriseðla finnst í Bandaríkjunum Bein fenriseðlu hafa fundist í Wyoming í Bandaríkjunum. Þau munu sýna að skepnan hafi verið um 21 metri á lengd og stærsta fenriseðla sem fundist hefur til þessa. Hópur vísindamanna undir stijórn steingervinga- fræðingsins Roberts Bakkers við Colorado-háskóla gróf beinin upp. Stærri myndin er af einum þeirra við leifar risaeðlunnar en á innfelldu teikningunni sést hvernig fenriseðlan mun hafa litið út. Forsetakjörið í Póllandi: Walesa varar við borgara- stríði ef Tyminski sigrar Varsjá. Reuter. LECH Walesa sagði á fundi með leiðtogum Samstöðu í Póllandi í gær að hætta væri á að borgar- astríð fylgdi í kjölfarið ef Stan- islaw Tyminski, keppinautur hans í seinni umferð forsetakosn- inganna sem fram fer 9. desemb- er, ynni sigur. „Astandið er mjög alvarlegt. Það skelfir mig að sjá hve margir þjóðfélagsþegnar eru óánægðir með okkur og hvernig málin eru að þróast,“ sagði Wa- lesa. Langflestir þingmenn Sam- stöðu á pólska þinginu lýstu í gær yfir stuðningi við Walesa í barátt- unni gegn Tyminski. Einn þingmannanna, Adam Mic- hnik, sem eitt sinn var náinn sam- verkamaður Walesa, sagði sig þó úr þingflokknum og sagði Walesa bera ábyrgð á klofningi sem kom upp í hreyfingunni vegna forseta- kjörsins. Michnik studdi Tadeusz Mazowiecki forsætisráðherra er varð þriðji í fyrri umferðinni. Mic- hnik sagði Walesa hafa eyðilagt Samstöðu og afhent Tyminski at- kvæði á silfurbakka. „Þessi frelsari getur þakkað þér fyrir þann árang- ur kem hann hefur náð. Það er rétt Theo Waigel fjármálaráðherra Þýskalands: Gorbatsjov vill að ég verði áfram fjármálaráðherra MUnchen. Frá Birni Bjarnasyni, blaðamanni Morgunblaösins. AÐSTOÐIN við íbúa Sovétríkjanna fléttast inn í þýsku kosninga- baráttuna á lokadögum hennar. í ræðum sínum hvetja stjórnmála- menn úr öllum flokkum kjósendur til að rétta hinni hungruðu þjóð hjálparhönd. Þeir minna á þátt Míkhaíls Gorbatsjovs í samen- iningu Þýskalands og láta þess jafnframt getið, að um þessar mundir séu 50 ár liðin síðan nasistar réðust inn í Sovétríkin. Nú gefist tækifæri til að bæta fyrir hörmungarnar sem það olli. Fjöl- miðlar taka undir þessa hvatningu og tugir þúsunda matar- böggla eru þegar á leiðinni. Theo Waigel fjármálaráðherra Þýskalands og leiðtogi kristilega flokksins í Bæjaralandi, CSU, minntist oftar en einu sinni á Gorbatsjov í magnaðri kosninga- ræðu, sem hann flutti í bænum Lindau við Bodensee í fyrradag. Taldi hann flokki sínum sérstak- lega til tekna, hve staðfastur hann hefði verið í andstöðu sinni við kommúnista. Hinn mikli árangur í baráttunni við þá hefði náðst án þess að orði í stefnu flokksins um þau mál hefði nokkru sinni verið breytt. Waigel sagði, að Gorbatsjov hefði kvatt sig með þeim orðum í Bonn fyrir tveimur vikum, að vonandi næði hann góðum ár- angri í kosningunum. Sagðist Waigel hafa orðið undrandi yfir þessu og spurt, hvort hann mætti segja frá heillaóskunum opinber- lega. Mörgum þætti vafalaust ein- kennilegt að leiðtogi Sovétríkj- anna óskaði forystumanni CSU velfarnaðar í kosningum. Hvers vegna vildi Gorbatsjov að mér vegnaði vel? spurði Waigel. Jú, af því að hann hafði haft spurnir af fjármálastjórninni í Saarlandi og einhveijum Caspar, ijármála- ráðherra þar. Við þessi ummæli brutust út mikil fagnaðarlæti í salnum, enda er Oskar Lafonta- ine, kanslaraefni jafnaðarmanna, SPD, forsætisráðherra í Saarl- andi. Ræðu sína flutti Waigel meðal öruggra stuðningsmanna í sveita- héraði Bæjaralands. CSU, flokkur Franz Josefs Strauss, sækir fylgi sitt einkum til landsbyggðarfólks og hann á landbúnaðarráðherrann í stjórninni í Bonn. Fyrstu kosn- ingarnar til þings og ríkisstjómar í Bæjaralandi eftir fráfall Strauss voru nú í október. Úrslitin komu CSU þægilega á óvart, því að flokkurinn hélt fyrri stöðu sinni, fékk um 54% atkvæða og hreinan meirihluta á þingi. Strauss fékk mest fylgi 1966, þegar hann náði 62% atkvæða. Það segir sína sögu um viðhorf kjósenda, að sé litið á Theo Waigel 21 borg í Bæjaralandi þá eru jafn- aðarmenn í meirihlutastjórn í 16. Waigel ræddi mest'um samein- ingu Þýskalands og fjárhagslega hlið hennar, sem hefur hvílt mjög á honum. Oftar en einu sinni vitn- aði hann í Karl Schiller, sem hef- ur lengi verið helsta átrúnaðargoð þýskra jafnaðarmanna í efna- hagsmálum og var efnahagsmála- ráðherra á áttunda áratugnum. Þakkaði hann Schiller fyrir að ’lýsa stuðningi við þá fjármála- stefnu sem stjórn Kohls hefði fylgt við sameininguna. Ef menn hefðu látið kostnaðinn við endur- reisn V-Þýskalands vaxa sér í augum undir lok fímmta áratug- arins, byggju Þjóðverjar enn í rústum. Þá hefði verið látið til skarar skríða með tvær hendur tómar, nú ætti mönnum ekki að verða skotaskuld að taka til hendi við endurreisn A-Þýskalands eftir stöðugan uppgang í efnahagslíf- inu undanfarin ár. Það þyrfti ekki að leggja á nýja skatta vegna þessa mikla verkefnis. Kostnaðin- um yrði dreift á nokkur ár og hann væri síður en svo óviðráðan- legur. CSU hefur þá samvinnu við kristilega demókrata, CDU, flokk Helmuts Kohls, að flokkurinn býð- ur ekki fram annars staðar en í Bæjaralandi og Kohl er kanslara- efni flokksins. Waigel vék að sam- starfsflokknum í sambandsstjóm- inni, fijálsum demókrötum, FDP, flokki Hans-Dietrichs Genschers utanrfkisráðherra, og benti kjós-' endum á að FDP mætti ekki fá yfir 10% atkvæða í kosningunum á sunnudag. Þá myndi flokkurinn ókyrrast í stjórnarsamstarfinu og slíta því eftir svo sem tvö ár og snúa sér að jafnaðarmönnum til vinstri. í könnunum er FDP spáð um 10% fylgi en CDU/GSU 42-45%. hjá þér að hafa áhyggjur af honum. Það er ekki rétt, Lech, að enn sé til einhver Samstaða sem þú getir fylkt á ný að baki þér.“ Walesa reyndi ákaft að fá stuðning Mazowieckis og stuðningsmanna hans í gær en það tókst ekki. Walesa sagði á fundi með lands- nefnd Samstöðuleiðtoga í Gdansk ■ að færi svð að Tyminski sigraði myndi hann ekki endast lengur en sex mánuði og síðan gæti tekið við einhvers konar borgarastríð. Hann sagði keppinaut sinn njóta stuðn- ings kommúnista og liðsmanna gömlu öryggislögreglunnar. „Ég tel að um gagnbyltingu sé að ræða,“ sagði Samstöðuleiðtoginn. Walesa fékk nær 40% atkvæða í fyrri. um- ferðinni en segist vera í vanda vegna þess að hann kunni ekki að beijast gegn Tyminski er viti fátt um stjórnmál og hafi fallið „ofan úr bambusreyr.“ Auðmaðurinn Tyminski boðar harða hægristefnu og fer hörðum orðum um stefnu Samstöðuleiðtoganna. Hann hefur búið erlendis undanfarna tvo ára- tugi þar sem hann auðgaðist. Tym- inski var óþekktur í Póllandi fyrir nokkrum vikum. „Ég veit ekki hvernig á berjast gegn honum. Hann ögrar mér og ég veit ekki hvernig á að koma á hann höggi,“ sagði Walesa á fundi með þing- flokki Samstöðu. Walesa reyndi í gær að fá Mazowiecki til að skipta úm skoðun og draga afsögn sína úr embætti forsætisráðherra til baka. Mazowi- ecki hefur enn ekki svarað tilmæl- um Walesa opinberlega. Þingmenn höfnuðu í gær tímabundið að fjalla um afsagnarbeiðni forsætisráðherr- ans sem situr því áfram. ■ SANTIAGO - Hópur herfor- ingja í Chile hefur hvatt Augusto Pinochet hershöfðingja, fyrrum einræðisherra, til að segja af sér sem æðsti yfirmaður herafla lands- ins vegna spillingarmáls sem komið hefur upp. Pinochet er ekki sakaður um beina aðild að málinu, sem snýst um fjárglæfra og ólöglega lána- starfsemi leyniþjónustumanna í fyrrum öryggislögreglu hans. Þá er verið að rannsaka þriggja millj- óna dala (165 milljóna ISK) greiðslu til sonar hershöfðingjans, August- os Pinochets yngra, vegna kaupa hersins á þrotabúi vopnaverk- smiðju. Pinochet neyddist til að setja fjóra hershöfðingja á eftirlaun og reka 16 herforingja vegna máls- ins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.