Morgunblaðið - 30.11.1990, Page 34

Morgunblaðið - 30.11.1990, Page 34
34 MORGÚNBLÁfiÍÐ FÖSTUDÁGUR 30. NÓVEMBER 1990 Flugfélag Norðurlands fékkk 20% af flugleiðinni Húsavík-Reykjavík; Farþegafjöldi félagsins gæti aukist um 15% á næsta ári SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐ veitti í gær Flugfélagi Norðurlands hf. leyfi til almenns áætlunarflugs á flugleiðinni Húsavík-Reykjavík á móti Flugleiðum. Leyfið gildir frá og með 1. janúar 1991 til og með 31. desember 1992 og framlengist þá sjálfkrafa hafi samgönguráðu- neytið ekki tilkynnt leyfishafa annað 1. júlí 1992. Með leyfinu gæti farþegafjöldi Flugfélags Norðurlands aukist um 15% á ári. Flug til Reykjavíkur á vegum félagsins hefst upp úr áramótum. Fjögur flugfélög sóttu um 20% hlutdeild í flugleiðinni auk Flugleiða hf. sem sóttu um að halda óskertum hluta, en félagið hefur fram að þessu setið eitt að flugleiðinni. „Við erum nýbúnir að kaupa flug- vél sem við fáum í desember nk. og höfum ætlað í verkefni á borð við þessa Húsavíkurleið. Það er flugvél af gerðinni Fairchild Metro 3, 19 sæta vél, hraðfleyg, 40-45 mínútur að fljúga þessa leið og búin jafnþrý- stiklefa. Vélin er framleidd 1982 og keypt notuð af bandarísku flugfé- lagi,“ sagði Sigurður Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Norð- urlands. Sigurður sagði að félagið myndi hafa afgreiðslu á Húsavík og í Reykjavík í samstarfi við Flugleið- ir, en reynslan myndi skera úr um hvort það gengi eftir. „Við höfum tryggt okkur visst samstarf við önn- ur flugfélög um farseðla og bókanir þannig að farþegar eru frjálsir að því að nota þær ferðir sem boðið er upp á. Húsvíkingar munu strax í vetur fá daglegar ferðir til Reykja- Opið hús hjá Ríkisútvarpinu STARFSMENN Ríkisútvarpsins á Akureyri kynna starfsemi út- varpsins á morgun, laugardag, á miili kl. 13.30 og 18.00. Ríkisút- varpið á sextugsafmæli í desemb- er og er opið hús haldið í tilefni þess. Starfsmenn RUVÁK verða á staðnum og leiðbeina gestum, sýna þeim húsið og svara spurningum. Helsta nýjungin í starfsemi Ríkisút- varpsins á Akureyri er að komið hefur verið upp einfaldri aðstöðu til að taka upp sjónvarpsefni í útvarps- húsinu. Þar fá gestir að spreyta sig á að koma fram í sjónvarpi. I hljóð- stofu útvarps verður m.a. lesið upp úr sögu Ríkisútvarpsins og bein út- sending verður á Rás tvö. Þá fá gestir að lesa fréttir í hijóðstofu hafi þeir áhuga og einnig að kynna tónlist. Boðið verður upp á hress- víkur og varla færri en tvær á dag með báðum flugfélögunum," sagði Sigurður. Hann átti von á því að félagið myndi fljúga tvisvar í viku á veturna og þrisvar á sumrin. Félagið á að auki þtjár 19 farþega Twin Otter-vélar og tvær 9 farþega Piper Chieftain, auki minni véla sem notaðar eru í kennsluflug. Stein- grímur Sigfússon samgönguráð- herra sagði að ástæður þess að Flug- félags Norðurlands hf. hefði orðið fyrir valinu væru þær að hluti Flug- ráðs hefði verið því meðmæltur og bæjarstjóm Húsavíkur hefði gefið það í skyn að ef leyfið væri veitt öðrum en Flugleiðum þá vildu þeir að það yrði Flugfélag Norðurlands. Steingrímur sagði að einnig bæri á það að líta að Flugfélag Norðurlands væri svæðisflugfélag fyrir norðan- og austanvert landið og afar vel rekið og traust flugfélag. „Eg get með góðri samvisku veitt þeim þetta leyfi og treysti þeim til að sjá vel um það. Þeir eru enn að bæta sinn flugvélakost og hafa að flestu öðru leyti mannafla og tækjakost mjög góða aðstöðu til að sjá um þetta,“ sagði Steingrímur. „Það mátti búast við að þetta færi á þennan veg. Þessi ákvörðun var mörkuð fýrir ári þannig að við vorum viðbúnir þessu. Fyrir hvatn- ingu heimamanna, bæjarstjórnar- manna og þeirra er standa að rekstri hótelsins í Húsavík, þá sóttum við líka um þessi 20% og töldum að það væri fyrir bestu að eitt flugfélag stæði fyrir þessum rekstri á svo lít- illi flugleið," sagði Björn Theódórs- son, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Flugleiða. Steingrímur J. Sigfússon Um áramótin 1992-1993 verður veiting leyfa á flugleiðum innanlands þar sem farþegafjöldi er meiri en 12.000 á ári til annarra flugfélaga en þeirra sem eru aðalleyfishafar heimiluð, allt að 20% hlutdeild. Kammerhljómsveit Akureyrar er mikilvæg menningarlífi bæjarins - segir Örn Óskarsson sem stjórnar hljómsveitinni 1 fyrsta sinn á tvennum tónleikum um helgina „VIÐ bjóðum upp á fjölbreytta dagskrá, þarna verður leikin tón- list við allra hæfi,“ sagði Örn Óskarsson stjórnandi Kammer- hljómsveitar Akureyrar á tvenn- um tónleikum sem haldnir verða um helgina. Á Akureyri á laugar- dag og í Varmahlíð í Skagafirði á sunnudag. Örn hefur lokið mag- istersnámi í hljómsveitíirstjórnun frá Bandaríkjunum og stjórnar nú Kammerhljómsveit Akureyrar í fyrsta sinn. Orn fæddist í Neskaupstað þar sem hann hlaut sína fyrstu tónlist- armenntun. Hann lauk blásarakenn- mgu. Fréttatilkynning TISSOT GÆÐIOG GLÆSILEIKI I! S. 96-25400 Morgunblaðið/Rúnar Þór 80 ára skóverslun endurbætt Miklar endurbætur hafa verið gerðar á skóverslun M.H. Lyngdal ný- lega, en verslunin er 80 ára á þessu ári, var stofnuð árið 1910. Versl- unin hefur lengst af verið í Hafnarstræti 103. Ráðist var í gagngerar endurbætur á húsakynnum verslunarinnar í tilefni af afmælinu, en einnig eru 20 ár liðin frá því fjölskylda Gísla Bergssonar núverandi eiganda tók við rekstrinum; faðir Gísla, Bergur Lárusson hóf rekstur- inn og Gísli tók við af honum. Áhersla er lögð á allar gerðir skófatnað- ar og er um helmingur vörunnar fluttur beint inn til að verðið haldist sem lægst, að sögn Gísla. Útibú frá versluninni hefur verið rekið í verslunarmiðstöðinni Sunnuhlíð frá upphafi, eða í 8 ár. Á myndinni er ásamt Gísla, Edda Valdimarsdóttir starfsstúlka. araprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og hefur verið skólastjóri í tónlistarskólum á Blönduósi og í Njarðvík. Þá nam hann við tónfræði- deild Tónlistarskólans í Reykjavík og magistersgráðu í hljómsveitar- stjórnun hlaut hann á síðasta ári frá Seattle í Bandaríkjunum. Örn stofn- aði hljómsveitina Kamerata síðasta sumar og hefur hún haldið ferna tónleika. í eitt og hálft ár dvaldi Örn í Mexíkó og stjómaði þá yfir 60 tón- leikum Fílharmoníuhljómsveitar Bajio í Mexíkó. „Þetta var mjög áhugavert og lærdómsríkt tímabil. Fólkið er afar skemmtilegt, og þó ég hafi takmarkað getað tjáð mig á spænsku er tónlistin alþjóðlegt tung- umáj, þannig að þetta gekk ágæt- lega,“ sagði Öm. Á tónleikunum verður flutt verkið „Þijár myndir Botticelli" eftir ítalska tónskáldið Respighi. „Þetta er mjög fögur og ljóðræn tónlist og skiptist í þrjá kafla, sá fyrsti er um vorið, næsti er vitringarnir komu að jötu jólabamsins og hinn þriðji frá fæð- ingu Venusar,“ sagði Örn. Þá flytur hljómveitin klarinettukonsert eftir Stamitz, einn þann fyrsta sem sam- inn var fyrir þetta hljóðfæri, en ein- leikari á klarinett verður Sigutjón Halldórsson. Pavane eftir Ravel er næst á dagskránni, verk sem upp- haflega var samið fyrir píanó og höfundurinn umskrifaði síðar fyrir Morgunblaðið/Rúnar Þór Örn Óskarsson sljórnar Kamm- erhljómsveit Akureyrar á tvenn- um tónleikum um helgina. hljómsveit. Tónleikunum lýkur á nokkrum þáttum úr Vatnasvítu Hándels. „Það er mjög vinsæl og áheyrileg tónlist sem gefur mögu- leika á mjög fjölbreyttum túlkunar- máta,“ sagði Örn. „Kammerhljóm- sveit Akureyrar er skipuð prýðis hljóðfæraleikurum, sem margir er ungir, þannig að af þeim má mikils vænta. Ég tel hljómsveitina hafa mjög mikilvægu hlutverki að gegna í menningarlífi bæjarins og það er gaman að fá tækifæri til að stjórna hér.“ Akureyringar - Norðlendingar Alliir okhar verslanir veröa opnar laugardaginn 1. des. Kaupfélag Eyfirðinga Kaupmannafélag Akureyrar Aðalstöðin hefur út- sendingar á Akureyri UTSENDING Aðalstöðvarinnar heyrast á Akureyri og nágrenni í fyrsta sinn í dag, föstudag kl. 15, en fram til þessa liafa útsending- ar stöðvarinnar einungis heyrst á suðvesturhorni landsins. Útvarpað verður um ljósleiðara á bylgjulengdinni 103,2. „Við fögnum því mjög að hlust- unarsvæði okkar er að stækka og við vonumst til þess að eiga gott samstarf við Norðlendinga," sagði Helgi Pétursson útvarpsstjóri Aðal- stöðvarinnar, en hann sagði jafn- framt að stöðin , hyggði á frekari landvinninga. Helgi sagði að tóngæði ættu að vera með ágætum þar sem útvarpað væri um ljósleiðara og biðu menn spenntir eftir hvernig til tækist. Hann sagði að áhersla væri lögð á rólega tónlist í eldri kantinum og einnig á talmálsþætti. Talsvert væri fjallað um andleg málefni í þáttum stöðvarinnar og nytu þeir mikilla vinsælda. Útsendingin hefst opinberlega á morgun, 1. desember, en í dag verð- ur eins konar tilraunaútsending þannig að Akureyringar og ná- grannar geta m.a. hlýtt á sóknar- prestinn sr. Birgi Snæbjörnsson spreyta sig í spurningaþætti sem hefst kl. 15.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.