Morgunblaðið - 30.11.1990, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 30.11.1990, Qupperneq 35
35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1990 Önnur umræða um frumvarp til fjáraukalaga: Hækkun um hundrað fímmtíu og sjö milljónir Ekki öll kurl komin til grafar segir Pálmi Jónsson FRUMVARP til fjáraukalaga var til annarrar umræðu í sameinuðu þingi í gær. Sljórnarandstæðingar gerðu harða hríð að fjármálaráð- herranum sem þeir sögðu fela margháttaðan fjárhagsvanda. Alexander Stefánsson (F-Vl) hafði framsögu fyrir meirihluta fjár- veitinganefndar í 2. umræðu um fjáraukalög fyrir árið 1990. Hann greindi frá því að hækkunarbeiðnir til nefndarinnar hefðu numið samtals 406 milljónum króna en tillögur frá meirihluta nefndarinnar næmu 157.705 þús. kr. Ræðumaður skýrði einstakar hækkunartillögur, t.d. gagnrýndi hann nefndir Alþingis fyr- ir að áætla kostnað ónákvæmar en þyrfti. Ríkisspítölunum er ætluð 35 milljóna króna aukafjárveiting vegna kostnaðar við sjúklinga sem þurfa dýra læknismeðferð. Alexander gerði grein fyrir því að enn væri óleystur fjárhagsvandi sjúkrahúsa sem staf- aði að verulegu leyti af því að stofn- anirnar virtust ekki gera ráð fyrir að greiða virðisaukaskatt á þessu ári. Væri hér varlega áætlað um 100 milljónir að ræða. Meirihlutinn legði til að þetta yrði skoðað sérstaklega milli annarrar og þriðju umræðu. Viðræður þyrftu að fara fram við heilbrigðisráðherra og fjármálaráð- herra og finna viðráðanlega lausn svo ekki ylli truflunum. Stöðugleiki á silfurfati þetta frumvarp sýndi að þar hefði verið sýndarniðurskurður á ferð. Halli ríkissjóðs hefði farið síhækk- andi og væri kominn yfir fimm millj- arða og þó ekki öll kurl komin til grafar. Pálma varð tíðrætt um skattahækkanir sem flestar hefðu verið gerðar í tíð núverandi fjármála- ráðherra, síðustu þijú ár hefðu skatt- ar hækkað um 15 milljarða. Pálmi Jónsson taldi eftirtektarvert að rýmilega væri gert ráð fyrir aukn- um útgjöldum fjármálaráðuneytisins éða samtals 909 milljónum. Það væru ekki sterk tök á rekstrinum þegar svona væði á súðum hjá fjár- málaráðuneytinvj, væri ekki að undra þótt eitthvað læki þar. Fleira varð Pálma að gagnrýnisefni, t.d. kostn- aður við skattkerfisbreytingar og óhóflegur kostnaður vegna hönnunar hugbúnaðar sem væri með ólíkind- um. Ennfremur gagnrýndi hann blaðakaup ríkisins, heimild hefði ver- ið samþykkt til að kaupa 500 eintök til viðbótar við 250 sem fyrir voru. — Fjármálaráðherra las víðlesið íslenskt morgunblað undir þessari ræðu. — Pálmi taldi ýmis verðug mál ekki fá þá fyrirgreiðslu sem skyldi, t.d. hefði fjárveiting sem hefði verið ákveðin í svokallað sjálfvirkt tilkynningakerfi fyrir fiskiskip verið skorin niður. Leyndur vandi Ræðumaður lauk lofsorði á Alex- ander Stefánsson fyrir að draga ekki dul á óleystan vanda sjúkrahúsanna en gagnrýndi harðlega meintar til- raunir til að leyna raunveruleikanum. Stærst slíkra mála væri yfirtaka á yfirdráttarskuldum Verðjöfnunar- sjóðs fískiðnaðarins í Seðlabankan- um. Um væri að ræða liðlega 1.500 milljónir króna en þær væru ekki gjaldfærðar á greiðsluyfirliti þessa árs. Ræðumaður fór einnig mörgum orðum um þann vanda sem ráðs- mennska n'kisstjórnarinnar vísaði til framtíðar, s.s. vanda húsnæðismála- sjóða og Lánasjóðs námsmanna o.fl.„En það kæmi að skuldadögun- um.“ Friðrik Sophusson (S- Rv) lagði fram breytingartillögu varðandi jöfn- unargjald og endurgi-eiðslu uppsafn- aðs söluskatts. En hann sagði ríkis- stjórnina hafa heykst því að standa við gefin fyrirheit í því efni og þar að auki ekki telja fram fullar tekjur af gjaldinu á þessu ári. Öll fram- ganga einkenndist af skattagleði. Olafi Ragnari Grímssyni var líkt við töframann sem drægi sífellt nýjar kanínur úr sínum hatti. Matthías Bjarnason (S-Vf) hafði sitthvað að athuga við stjórnun fjármála ríkisins. Einnig óraunhæfa áætlanagerð, t.d. hefðu starfsmenn heilbrigðisráðuneytisins haft lítið samráð við starfsmenn heil- sugæslustöðvar og'annarra stofnana, enda komið á daginn að um veruleg- ar vanáætlanir hefði verðið að ræða. Morgunblaðið/Sverrir Alexander Stefánsson Umdeilanleg tölvísi Ólafur Ragnar Grimsson fjár- málaráðherra greindi þingheimi frá jákvæðum umsögnum ýmissa vest- rænna efnahags- og hagsýslustofn- ana um efnahagsstefnuna. Hann taldi nauðsynlegt að Sjálfstæðis- flokkurinn gerði grein fyrir sinni stefnu og sparnaði. Fjármálaráðherra var þó sammála Pálma Jónssyni um eitt, kostnaður ríkisins við hugbúnað væri óhófleg- ur. Ræðumaður vék að þeirri gagn- rýni og reiknifærslu sem fram hafði komi í umræðunni, t.a.m. sagði hann Pálma Jónsson þvæla yfirtökunni á skuldum Verðjöfnunarsjóðs fiskiðn- aðarins í umræðuna til að fá fram sem hæstar tölur. Það kom einnig fram í máli ráðherra að ríkisbókhald væri mjög umdeilanlegt umræð.uefni. En með röksemdafærslum Pálma væri nánast hægt að sýna hvaða halla sem óskað væri eftir. Jöfnunar- gjaldið var einnig rætt, umdeilanlegt væri hvenær ætti að setja punkt við þau viðskipti og söluskattinn. Hann taldi tillögu Friðriks Sophussonar óþarfa. Stefán Valgeirsson (SFJ-Ne) ræddi fjármálastjórnina, loforð og efndir, innti eftir fyrirheitum í stjórn- arsáttmála um skatt á fjánnagns- tekjur. Pálmi Jónsson (S-Nv) gerði fjár- málaráðherra og öðrum grein fyrir því að ekki sýndust efni til að skera niður sem svaraði skattahækkunum síðustu ára. Kæmi þar til ráðs- mennska ríkisstjórnarinnar, við stjórnarskiptin 1988 hefðu flóðgáttir opnast, greiðsluhalli safnast fyrir og íjárhagsvandi mikilvægra sjóða auk- ist stórum. Pálmi sagði sjálfstæðis- menn ætla að stöðva þessa þróun og koma í veg fyrir áframhaldandi skattahækkanir. En þær væru næsta vísaréf þessi ríkisstjórn yrði við völd á næsta kjörtímabili. Hann ítrekaði gagnrýni sýna á bókhaldið varðandi skuldir Verðjöfnunarsjóðsins, „ég vil bara að rétt sé fært.“ Friðrik Sophusson (S-Rv) ræddi öðru sinni um jöfnunagjaldið og sagði rétt að láta auknar gjaldatekjur sjást í reikningnum. Halldór Blöndal (S-Ne) gerði einnig harða hríð að fjármálaráðherr- anum. En einnig gerði hann að um- talsefni vanda Leikfélags Akureyrar og íslensku óperunnar sem sem liðu fyrir þröngsýni og takmarkaðan áhuga ríkisstjórnarinnar á menn- ingu. Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra greindi frá því að unn- ið væri að lausn þessara vandamála m.a. í samvinnu við Akureyrarbæ og einnig hefði verið leitað viðræðna við Reykjavíkurborg um málefni óperunnar. Gengið var til atkvæða um frum- varpið. Átján þingmenn greiddu 1. grein frumvarpsins atkvæði, sextán sátu hjá en túttugu og níu þingmenn voru fjarverandi. Ekki tókst að ljúka atkvæðagreiðslu um allar greinar frumvarpsins og kemur það því til atkvæða á næsta þingfundi. Pálmi Jónsson (S-Nv) gerði grein • fyrir áliti minnihluta fjárveitinga- nefndar. Hann sagði m.a. að fjár- málastjórn ríkisstjórnarinnar væri með þeim hætti að fulltrúar minni- hlutans gætu þar tæpast átt hlut að. Hann rakti eldri stefnumarkmið ríkisstjórnarinnar og gömul ummæli íjármálaráðherra þegar hann hefur lagt fram fésýslufrumvörp. Ráðherr- anum væri gjarnt að tala um horn- steina, jafnvægi og stöðugleika en annað hefði komið á daginn og sá stöðugleiki sem ríkisstjórnin þakkaði sér hefði henni verið færður á silfur- fati af aðilum vinnumarkaðarins sem hefðu mótað nýjan grundvöll í svo- nefndri þjóðarsátt. Ræðumaður benti á að í fjáraukalögum í maí hefði verið gert ráð fyrir niðurskurði en Deilt um þingsköp og upplýsingar HLÉ var gert á umræðum í Sameinuðu þingi í gær til að ræða þing- sköp að ósk Halldórs Blöndal (S-Ne), en hann var óánægður með tregðu sjávarútvegsráðherra til að láta í té upplýsingar um fiskveiðistjórnun. Þingmenn óska stundum umræðu um þingsköp þegar þeim finnst starf þingsins vera með einhveijum hætti torveldað. Halldór Blöndal greindi frá því að fyrr um morguninn hefði verið fundur í sjávarútvegsnefnd efri deildar. Tilefnið var að þessa dagana væri smábátaeigendum að berast bréf frá sjávarútvegsráðuneytinu með upplýsingum um hversu mikilla veiðiheimilda þeir mættu vænta, og væri tilgreindur frestur til að gera athugasemdir fram til 15. desember. * Þingmaðurinn hefði beðið sjávarút- vegsráðherra í gær um upplýsingar um veiðiheimildirnar en ráðherrann ekki viljað verða við því. Og á nefnd- arfundinum í gærmorgun hefðu full- Margvísleg hátíðahöld stúdenta 1. des: Atta metra fullveld- isterta í Háskólabíói Sýning á rannsóknarverkefnum stúdenta STÚDENTAR við Háskóla íslands halda fullveldisdaginn 1. desember hátíðlegan á margvíslegan hátt. Mestur hluti hátíðahaldanna fer fram í Háskólabíói. Fyrsti liður á hátíðadagskránni er stúdentamessa í Háskólakapellunni, sem hefst kl. 11. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir þjónar fyrir altari og Jóna Hrönn Bolladóttir guðfræði- nemi prédikar. Klukkan 12.30 verður blómsveigur lagður á leiði Jóns Sigurðssonar í kirkjugarðinum við Suðurgötu. Berg- steinn Jónsson prófessor flytur minni Jóns Sigurðssonar. Klukkan 14 verður opnuð í tengi- byggingu Háskólabíós sýningin „Há- skólinn sem rannsóknavettvangur stúdenta". Þar verða sýnd rannsókn- arverkefni stúdenta úr öllum deildum skólans, sem þeir munu sjálfir kynna fyrir gestum. Má þar nefna verkefni lyfjafræðinema: „Ahrif omega-3 fitu- sýra úr jurtaolíu á fitusýrusamsetn- ingu og kalsíumgöng í rottuhjarta" og lokaritgerð stjórnmálafræðinema: „Erlend fjárfesting í stóriðju á ís- landi - tímabilið 1960-1990.“ Hátíðadagskrá hefst í sal 2 í Háskólabíói kl. 15. Siguijón Þ. Árnason, formaður Stúdentaráðs Háskóla Islands, setur hátíðina. Sigmundur Guðbjarnason, rektor HI, ávarpar stúdenta. Háskólakór- inn syngur nokkur lög, Börkur Gunnarsson heimspekinemi flytur ræðu stúdents og Steinunn Sig- urðardóttir rithöfundur flytur hátíðarræðu. Kynnir verður Jó- hannes Kristjánsson. Kristján Kristjánsson og Þor- leifur Guðjónsson hefja kl. 16 að leika blústónlist í anddyri bíósins, og á meðan geta hátíðargestir kynnt sér sýningu stúdenta eða gætt sér á átta metra langri marzi- pantertu, „Fullveldistertu". Málþing hefst svo í sal 3 í Há- skólabíói kl. 16.30. Yfirskrift þess er „Hvað bíður okkar, er ísland of dýrt?“. Frummælendur verða Þórður Friðjónsson forstjóri Þjóð- hagsstofnunar, Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra, Jón Baldvin Hannibalsson utanríkis- ráðherra, Hannes Hólmsteinn Gis- surarson lektor, Páll Skúlason prófessor og Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Verzlun- arráðs. Andri Þór Guðmundsson viðskiptafræðinemi stýrir umræð- um. Á sama tíma og málþingið verð- ur haldin menningarvaka í sal 4, þar sem nokkur ljóðskáld úr Há- skólanum flytja frumsamin ljóð, ungir tónlistarmenn flytja klass- íska tónlist, lesið verður úr nýút- komnum bókum og nýendurreist Stúdentaleikhús leikur listir sínar. Klukkan 17 verður kvikmynda- sýning fyrir stúdenta í sal 2 í Háskólabíói. Sýnd verður kvik- myndin „Don’t tell er it is me“, með Steve Guttenberg og Shelley Long í aðalhlutverkum. trúar sjávarútvegsráðuneytisins einnig hafnað þessari beiðni. En nefndarmenn gætu farið upp í ráðu- neyti og skoðað listana þar. Annar varaforseti þingsins, Val- gerður Sverrisdóttir, sló nokkrum sinnum í bjöllu, einnig kom til frekar snarpra orðaskipta um þinglega með- ferð þessa erindis Halldórs Blöndals. Ræðumaður vísaði til Guðrúnar Helgadóttur sem tekið hafði sér sæti á þingmannabekk og krafðist að hún settist í forsetastól. Halldóri mislík- aði einnig að Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherrá hvarf af vett- vangi undir ræðu hans. Svo fór að fundi var frestað og yfirgáfu ræðu- maður og þingforseti salinn í nokkr- um skaphita. Fundi var framhaldið að u.þ.b. 20 mínútum liðnum. Guðnín Helgadóttir nefndi þennan atburð dapurlegan, Halldór Blöndal hefði farið fram á utandagskrárumræðu en sú beiðni hefði komið of seint; en það væri tilefni til athugasemda með þing- skapaumræðu ef þingnefndum væri neitað um upplýsingar. Hún harmaði þær raunir sem Valgerður Sverris- dóttir hefði mátf þola. Halldór Blön- dal vildi láta það koma fram að það hefði ekki verið meint sem vantraust á Valgerði Sverrisdóttur, þegar hann hefði óskað eftir setu Guðrúnar Helgadóttur í forsetastóli. Ennfrem- ur skýrði ræðumaður frá því að hann hefði nú óskað eftir almennri og langri utandagskrárumræðu um sjávarútvegsmál og þann trúnað sem Álþingi hiyti að eiga að njóta. Skúli Alexandersson (Ab-Vl) sagði tilefni þessarar umræðu um svo viðkvæmt efni ærið, og varla bíðandi fram yfir helgi. Verið væri að ákvarða afkomu fjölda manns og það væri miður að fá ekki upplýsing- ar sem fjöldi annarra hefði farið höndum um. Stefán Guðmundsson (F-Nv) aftur á móti sagði að sam- vinna við sjávarútvegsráðuneytið væri góð en vinnu við þessi mál væri ekki lokið í ráðuneytinu og starfsmenn ekki viljað láta frá sér vinnuplögg en boðið að fara í gegnum þau með þingmönnum. Matthías Bjarnason (S- Vf)_, Kristinn Péturs- son (S-Al) og Árni Gunnarsson (A-Ne) tóku einnig til máls. Það kom fram í máli þeirra að þeim þótti fram- kvæmdavaldið fullfrekt til þeirra valda sem löggjafarvaldinu bæri. Guðrún Helgadóttir tók einnig til máls og hvatti til þess að dagskrá fundarins yrði framhaldið og fjáraukalög rædd. Þingmönnum mun gefast betra tækifæri til að tjá hug sinn allan um þessi málefni því fallist hefur verið utandagskrárumræðu á mánudag- inn. Feðgin sýna listvefnað og olíumálverk í Hafnarborg SIGRÚN Steinþórsdóttir og Steinþór Marinó Gunnarsson opnuðu samsýningu í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarð- ar. laugardaginn 24. nóv. sl. í Noregi og starfrækir eigin vef- stofu í Stavern. Sigrún og Steinþór Marinó hafa bæði haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum hér heima og erlendis. Sýningin verður opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 14-19. Sýningin stendur til 9. des. nk. Á sýningunni er listvefnaður unnin úr íslenskri ull og jute eftir Sigrúnu og olíumálverk og mynd- verk unnin með blandaðri tækni eftir Steinþór Marinó. Þetta er sjötta samsýning þeirra en síðast sýndu þau í Listasafni alþýðu árið 1987. Sigrún er búsett

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.