Morgunblaðið - 30.11.1990, Síða 36

Morgunblaðið - 30.11.1990, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. NÓYEMBER 1990 Kökurnar verða góðar og fallegar þegar notuð eru full- komnustu hráefni í baksturinn. Gestakokkur Hér á landi er staddur franski matreiðslumeistarinn Bruno Pellegrini Hann hefur á undanfornum árum starfað á nokkrum þekktustu veitingastöðum Frakka, m.a.á „stjörnustööunum “ Pamllon Elysees og Lucas Carton, með hinum þekktu matreiðslumeisturum Gaston Lenotre ogAlain Senderens. Pellegrini mun sjá um matreiðsluna næstu kvöld. Bergstaöastrœti 37, sími 91-25700 Ágíist Kjartíinsson bílsljóri - Minning Fæddur 21. júní 1922 Dáinn 22. nóvember 1990 í dag, 30. nóvember, verður jarð- sunginn frá Fossvogskirkju mágur minn, Ágúst Kjartansson, en hann lést á heimili sínu 22. nóvember. Ágúst fæddist í Reykjavík 21. júní 1922 og voru foreldrar hans Þórhildur Guðmundsdóttir og Kjart- an Kristjánsson, sem bæði eru lát- in. Ágúst ólst upp hér í Reykjavík og lifði hér öll sín ár. Ungur vand- ist hann við að taka til hendinni og lagði hönd á plóginn við að afla heimilisfólki viðurværis, sem ekki var alltaf auðvelt fyrir alþýðufólk á kreppuárunum. Átta ára gamall var hann sendur í sveit, eyddi hann næstu sumrum við algeng sveita- störf. Vistin var þó ekki alltaf góð og er ekki ósennilegt að drengurinn hafi saknað ástríkis móður sinnar. Ungur fór hann á síldarvertíð fyrir Norðurlandi. Þannig kynntist hann aðalatvinnugreinum þjóðarinnar innan við tvítugsaldur. Að þeirri reynslu bjó hann alla tíð. Ævistarf hans varð þó bifreiða- akstur. Hann vildi verða sjálfs sín herra. Allt sem viðkom bifreiðinni, atvinnutækinu hans, átti hug hans. Hann gerði við það sem aflaga fór. Það hentaði honum ekki að fara með bíl á verkstæði ef hjá því varð komist. Ágúst kvæntist eftirlifandi konu sinni, Iðunni Kristinsdóttur, 1. janú- ar 1951. Þeim varð tveggja barna auðið, Jóns Eðvarðs, sem lést af slysförum í blóma lífsins og varð öllum harmdauði, og Þórhildar sem lokið hefur námi í hjúkrun og ljós- móðurstörfum. Hún starfar nú sem ljósmóðir í Keflavík. Þau hjón hafa búið allan sinn búskap hér í Reykjavík. Eitt af aðalsmerkjum þéirra hjóna var mik- il gestrisni. Ekkert var til sparað, ef gesti bar að garði og var þá veitt af mikilli rausn. Það var ríkt í fari þeirra beggja, að halda vel heimili í mat og drykk. Hefur þar gætt áhrifa frá bernskuárunum. Ágúst var alla tíð mikill náttúru- unnandi. Landið og fegurð þess varð honum ótæmandi lind að bergja af. Hann var mjög glöggur á alla staðhætti og stálminnugur. Það var gaman að hlusta á ferða- sögur hans, hann gæddi þær slíku lifi að maður ferðaðist með honum í huganum, þó setið væri heima í stofu. Hann kom með nöfn á ijöllum og kennileitum og gat lýst leiðum nákvæmlega á einhvern ákvörðun- arstað, sem hann var spurður um. Best naut hann sín þó með stöng við veiðar í einhverri á eða vatni. Aflinn skipti ekki öllu máli. Þó sak- aði ekki að fá nokkra fiska og varð ánægjan tvöföld, ef aflinn dugði handa nokkrum vinum og kunningj- um, en Ágúst var mjög gjafmildur maður. Hann var dagfarsprúður maður. Hann átti gott með að um- gangast fólk og átti sér ekki óvild- Jóhanna S. Sighvats- dóttir - Minning Jóhanna S. Sighvatsdóttir andað- ist 22. þ.m. eftir erfiða sjúkralegu. Hún verður jarðsungin í dag. Hanna, eins og hún var alltaf kölluð, var eiginkona Leifs Erlends- sonar og fyrstu bernskuminningar mínar eru klifur mitt upp stigann á efri hæðina á Bergþórugötu 37 þar sem þessi sómahjón bjuggu. Ég ólst. upp hjá foreldrum mínum á neðri hæðinni. Mér er kunnugt um að allt fram til hins síðasta hafa börn nágrannanna sótt til Hönnu og Leifs, rétt eins og ég gerði öll mín bernskuár. Það segir meira um hjartagæsku þeirra en mörg orð. Sambýli þeirra og for- eldra minna var einstaklega gott og varð grunnur að vináttu sem entist ævilangt og báðir foreldrar mínir mátu mikils sem og við bræð- urnir. Fátt var það sem gerðist í fjölskyldunum, sem ekki var gagn- kvæmt áhugaefni. Þannig atvikað- ist að börn þeirra Hönnu og Leifs, Óli og Katla, settust bæði að vestan hafs,' í Kanada og Bandaríkjunum. Þótt fjarlægðin væri mikil var sam- bandið náið og voru fréttir af þeim og fjölskyldum þeirra kært um- ræðuefni Hönnu. Mér þótti vænt um að fá tækifæri til að taka á móti þeim Hönnu og Leifi í Wash- ington fyrir allmörgum árum er þau voru á leið til að heimsækja Kötlu og fjölskyldu hennar. Hanna var með afbrigðum gestrisin, hvort sem var heim að sækja eða í sumarbú- staðina, fyrst í Selási og síðar við Þingvallavatn. Hlý glettni og góð- ■ LEONCIE Martin syngur nokkur diskólög og sýnir fullkomin , nektardans á austurlenskan hátt í Næturklúbbnum á efstu hæð Sportklúbbsins, Borgartúni 32, föstudagskvöld 30. nóvember og laugardagskvöld 1. desember. Leoncie er indversk. Hún sempr sína eigin tónlist og texta auk þess sem hún leikur á öll hugsanleg hljóðfæri, hún hefur búið á íslandi síðastliðin átta ár og er íslenskur ríkisborgari en hún á hljóðver í London þar sem hún tekur upp tón- list sína. Hún hefur nýlega lokið við að semja tónlist í samvinnu við breska tónlistarmenn. Hún mun syngja inn á plötu með þeim á næstunni. Hún hefur komið fram víða um heim, meðal annars í Arabalöndum, Englandi, Hollandi, Danmörku og Indlandi, með eigin dagskrá þar sem hún fléttar saman tónlist sinni og frumsömdum dans- atriðum. Hún hefur numið sígildan indverskan dans. Nektardansatriðið sem hún býður upp á að þessu sinni hefur aldrei áður verið sýnt í Reykjavík. (Úr frcttatilkynningu.) Hyómsveitin Gal í Leó. Royal LYFTIDUFT armenn. Hann var greiðvikinn og var fljótur að bregðast við, ef leitað var til hans. Fyrir nokkrum árum varð vart við sykursýki hjá Ágústi en fram að þeim tíma þafði hann verið heilsuhraustur. í kjölfar langvar- andi veikinda hjá Iðunni konu hans fluttu_ þau í þjónustuíbúð, á liðnu vori. Ágúst ætlaði að fara að hægja á sér við vinnu, hann var farinn að kenna þreytu. Á liðnu sumri greind- ist hjá honum sjúkdómur sá, er nú hefur lagt hann að velli. Góður drengur er genginn. Maður sem ekki vildi vamm sitt vita og hafði hreinan skjöld. Megi sú minning, sem Ágúst Kjartansson skilur eftir sig, vera aðstandendum huggun í harmi. Sólveig vild í garð náungans einkenndi Hönnu. Þess vegna var gott að vera í návist hennar. Móðir mín minnist órofa tryggðar og við sendum einlægar samúðar- kveðjur til fjölskyldunnar á Berg- þórugötunni. Sem kona hún lifði í trú og tryggð það tregandi sorg skal gjalda. Við ævinnar lok ber ást og dyggð sinn ávöxtinn þúsundfalda, og Ijós þeirra skín í hjartans hryggð svo hátt yfír myrkrið kalda. (Einar Benediktsson.) Þorsteinn Ingólfsson ■ TÓNLISTARFÉLAG MH stendur fyrir klassískum tónleikum nk. föstudag kl. 20.30 á hátíðarsal skólans. Fram munu koma núver- andi og fyrrverandi nemendur sem stunda tónlistarnám. Einnig mun kór skólans koma fram undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur. Fjöl- breytt dagskrá og er aðgangur ókeypis. ■ STAÐIÐ hafa yfir þrjár einka- sýningar í Nýlistasafninu. Helga Egilsdóttir sýnir málverk, Kristín Reynisdóttir rýmisverk og Grétar Reynisson tímaverk. Aðsókn hefur verið góð. Safnið hefur tekið til starfa á ný í stærra og endurbættu húsnæði eftir hlé. Reykjavíkurborg keypti safnið síðastliðið vor. Sýn- ingum Kristínar, Grétars og Helgu lýkur 2. desember.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.