Morgunblaðið - 30.11.1990, Side 40

Morgunblaðið - 30.11.1990, Side 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBÉR 1990 Á JÓLAPAKKAKVÖLD HÓTELS LOFTLEIÐA 1. og 2. desember 10 jólapakkar dregnir út á hverju kvöldi, þ.m.t. ferð til Amsterdam, ferð innanlands, matarpakkar o.fl. ' .;f . " .. : Matseðill kvöldsins Þjóðhagsstofn- un á villigötum Marineradur humar Villibrádarkjötseyði Nautalundir Dóðluís Kaffi og konfekt Skólakór Kársness undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur syngur hátíðarsöngva. Pantaðu borð strax í síma 22321. FLUGLEIDIR HÓTEL LOFTLEIÐIR eftirÞórleif Ólafsson Fyrir skömmu rakst ég á skýrslu frá Þjóðhagsstofnun frá í sumar, sem nefnist „Könnun á áhrifum rekstrar- og ijarfestingarstyrkja innan Efnahagsbandalags Evrópu á samkeppriisstöðu fiskvinnslu á ís- landi.“ Margt athyglisvert kemur fram í þessari skýrslu, sumt löngu vitað, annað ekki. Á hinn bóginn eru slík- ar rangfærslur í skýrslunni að hún er ekki marktæk nema að litlu leyti. Mig rak í rogastans, þegar ég las eftirfarandi á bls. 26 í skýrslunni, en þar segir: „Þar sem aðeins hluti þess afla, sem landað er í Bretlandi og í Þýskalandi fer til vinnslu og styrkir til vinnslu hafa lítil áhrif á verð og meðferð ísfisks sem fer beint til neytenda er hér um að ræða vanmat á áhrifum styrkjanna. Hins vegar er Ijóst að ef einungis hluti aflans er unninn, þá væru styrkir einstakra ríkja til fiskiðnað- ar einungis á bilinu 5 aurar til 3 krónur á hvert kíló unnins hráefn- is.“ Þá segir að samanburður sem gerður er fyrr í skýrslunni sé óbreyttur. Allur fiskur fer til vinnslu Þessi stutti kafli skýrslunnar gerir hana ómarktæka. Sjálfur vann ég um árabil við afgreiðslu á ís- lenskum fiskiskipum og á fiski úr gámum í Bretlandi. Aldrei varð ég var við annað, en að allur sá físk- ur, sem barst frá íslandi færi til vinnslu, — nema kannski þeir fáu JÓLAKORT MEO FALLEGRI LJÓSMYND SEGIR 15% afsláttur til 30 nóvember. Teikningar eftir J6n Reykdal. Öll okkar jólakort eru til styrktar Krabbameinsfélaginu. .við bjóðum meira að segja fallegar myndir í jólakortin. fe*0'*" *#• loAf5"0'*' HfiNS PETERSEN HF Bankastræti 4 • Glæsibæ • Austurveri Lynghálsi 1 ■ Kringlunni tittir, sem löndunarkörlunum tókst stundum að stinga inn á sig og fara með heim. Svo til allur sá ferski fiskur, sem kemur frá íslandi á uppboðsmörk- uðum í Evrópu, er flakaður og. skiptir þá ekki máli hvort tegundin er þorskur, ýsa, koli eða einhver önnur. Á meðalmarkaðsdegi í Bret- landi fara 30-40% þess sem boðið er upp, sem fersk flök beint til nejd- enda. Það sem eftir stendur er fryst og síðan selt jöfnum höndum, eftir því hver eftirspurn er. Sérfræðingar Þjóðhagsstofnunar virðast því ekki vita að „frysting" er aðeins geymsluaðferð til að halda vörunni, í þessu tilfelli flökunum, í sem ferskustu formi þar til að þeirra verður neytt. Það er algjör rang- túlkun að halda því fram, að styrk- ir til vinnslu sjávarfangs í Bretlandi og Þýskalandi hafi lítil eða engin áhrif á verð á ísfiskmörkuðunum. Það að Þjóðhagsstofnun, sem heyr- ir undir forsætisráðuneytið, skuli senda frá sér skýrslu sem þessa, eflír ekki trú manna á því, sem kemur frá ríkisstofnunum. Og er ekki sagt, „að eftir höfðinu dansi limirnir". Ekki sama hvort flökin eru fersk eða frosin Um þessar mundir er besti flaka- markaður heims í Evrópu og þá sérstaklega í Bretlandi fyrir þorsk- flök. Þótt samningur íslendinga við Evrópubandalagið sé á margan hátt mjög hagstæður íslandi, þá er ekki sama hvort við flytjum þangað „unnin" fersk þorskflök eða „unnin“ fryst þorskflök. — Fryst þorskflök njóta tollfríðinda, en á fersk þorskfl- ök er lagður 18% tollur. Þessi hái tollur kemur í veg fyrir að Íslend- ingar geti sent daglega umtalsvert magn af „unnum“ ferskum flökum í flugi á markaði Evrópu. Ef þessi tollur fengist niðurfelldur eða lækk- aður veruiega, yrðu fiskmarkaðir á Þórleifur Ólafsson „Það er algjör rang- túlkun að halda því fram, að styrkir tii vinnslu sjávarfangs í Bretlandi og Þýska- landi hafi lítil eða engin áhrif á verð á ísfisk- mörkuðunum.“ íslandi mun samkeppnisfærari við þá erlendu og meira verðmæti skil- aði sér til landsins. — Því er það mikið hagsmunamál fyrir íslenskan sjávarútveg að í samningum við EB, hvort sem er í tvíhliða viðræð- um eða í gegnum EFTA, náist lag- færing og þá helst niðurfelling á þessum tolli og eins má segja um kola, sem ber 15% toll, hvort sem hann er seldur unninn eða óunninn, þ.e. heill. Vonandi sendir Þjóðhagsstofnun ekki frá sér nýja skýrslu svipaða þeirri, sem hér hefur verið á minnst. Höfundur starfar að fisksölumálum hjá ASIACO hf. og er fyrrverandi blaðamaður. ■ í TILEFNI af 30 ára afmæli Bókavarðafélags íslands ætlar félagið í samráði við útgefendur að standa fyrir upplestri í Þjóðarbók- hlöðuuni iaúgardaginn 1. des. kl. 13.00,-þar sem nær 30 rithöfundar lesa upp úr nýútkomnum bókum sínum og eru allir velkomnir. Nem- ar í bókasafnsfræði standa fyrir sölu á veitingum. Bókavarðafélag íslands var stofnað 4. desember 1960 og var Guðmundur G. Hag- alin einn af hvatamönnum að því, en Herborg Gestsdóttir var fyrsti formaður þess. Núverandi formaður er Andrea Jóhannsdóttir og eru allir félagar rúmlega 300 talsins. Tilgangur Bókavarðafélagsins er m.a. að efla íslensk bókasöfn og auka skilning á hlutverki þeirra í þágu menningu og upplýsingastarf- semi. Á afmælisdaginn 4. des. verð- ur sýning á leikritinu Ég er meistar- inn eftir Hrafnhildi Hagalín Guð- mundsdóttir og ætla bókaverðir að fjölmenna þangað ásamt gestum. (Fréttatilkyniiing-) ■ ALÞÝÐULEIKHÚSIÐ hefur um nokkurt skeið sýnt Medeu eftir gríska harmleikjaskáldið Evrip- ídes. Leikritið er mikill harmleikur um Medeu Svartahafsprinsessu, morðkvendi, fegurðardrottningu og galdranorn. Helgi Hálfdanarson íslenskaði verkið og leikstjóri er Inga Bjarnason. Hlíf Svavars- dóttir samdi dansa og Leifur Þór- arinsson tónlist. Leikmynd og bún- inga hönnuðu Sigríður Guðjóns- dóttir og Ásdís Guðjónsdóttir. Sýningin hefur fengið lofsamlega dóma hjá gagnrýnendum sem og áhorfendum. Jórunn Sigurðar- dóttir fer með hlutverk Medeu en Harald G. Haralds leikur Jason, hinn svikula eiginmann hennar. Síðustu sýningar Alþýðuleikhússins á Medeu verða laugardaginn 1. desember og sunnudaginn 2. des- ember. Medea er sýnd í Iðnó kl. 20.30. Miðasalan í Iðnó er ópin frá kl. 16.00 báða sýningardaga. (Fréttatilkynning) ■ LEIKFÉLAG Kópavogs hefur undanfarið sýnt söngleikinn Skítt með’a eftir Valgeir Skagfjörð. í verkinu er rakin saga 6 ungmenna frá þrettán ára aldri til tvítugs. Sagan er krydduð með fjörugri tón- list og söng, hljómsveitin Islands- vinir sér um tónlistarflutning á sýningum. Nú fer hver að verða síðastur að sjá þessa bráðskemmti- legu sýningu því einungis ein sýning er eftir, en hún verður föstudaginn 30. nóvember. Sýnt er í Félags- heimili Kópavogs og hefjast sýn- ingarnar kl. 20.00. Kynnið ykkur allar hliðar „Evrópumarkaðshyggjunncir", hagsmuni og valkosti Islands, í traustu, aðgengilegu og óháóu heimildarriti dr. Hannesar Jónssonar. Evrópumarkaöshyggjan HaQzmmlr ag v.níkostif íslnínds

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.