Morgunblaðið - 30.11.1990, Side 43

Morgunblaðið - 30.11.1990, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1990 43 Þunnur þrettándi Kvikmyndir Amaldur Indriðason Tálgryfjan („Tripwire). Leik- stjóri: James Lemmo. Aðalhlut- verk: Terence Knox, David Warner, Yaphet Kotto, Meg Foster, Andras Jones, Isabella Hoffmanii. Aðalpersónan í þessum óspenn- andi hefndarþriller, Tálgryfjunni, er FBI-maður sem drepur son hryðjuverkamanns í eltingarleik í byijun myndarinnar en til að hefna sín myrðir hryðjuverkamað- urinn eiginkonu löggunnar og rænir stálpuðum syni þeirra, fyllir hann af dópi og vill að hann gangi sér í sonar stað. Á meðan á því öllu stendur er FBI-maðurinn rek- inn úr löggunni og vinnur fyrir sér með krárslagsmálum þar til hann loks kemst aftur á spor hryðjuverkamannsins. Handritið er ekki uppá marga fiska frekar en leikstjórn og leikur í þessari klénu B-mynd, sem hvorki býður uppá spennandi né skemmtilegan hasar. Löggan er leikin af Terence Knox sem áhorf- endur Stöðvar 2 muna eflaust eftir úr víetnamþáttunum Her- skyldan („Nam: Tour of Duty“). Hann sýnir slæman leik jafnvel á mælikvarða lélegra spennu- mynda, yfirmáta dauflegur og stirðbusalegur. Kotto er lítið nema belgingurinn í hlutverki yfir- manns Knox, Foster er strax skrifuð úr myndinni svo þá er aðeins Warner eftir til að gleðja augað og það gerir hann í ágætri túlkun á hryðjuverkamanninum. Hann er sá eini af leikarahópnum sem sýnir einhver tilþrif. Tálgildran er þunnur þrettándi hvar sem litið er enda ekki gerð fyrir kröfuharðan hóp bíógesta. Má þó eiga það að hún gerir ekki út á ódýrt ofbeldi og subbugang en kannski það sé líka hennar mesti galli. Viðburðaleysið er al- gert í myndinni. Það er nánast ekkert í henni til að halda minnsta áhuga vakandi. . Pennavinir Fimmtán ára japönsk stúlka með áhuga á tónlist og bréfaskriftum: Chiaki Fujimoto, 3-3 Showa-cho 1 chome, Takamatu-shi, Kagawa, 760 Japan. Frá Ghana skrifar 25 ára stúlka með áhuga á ferðalögum, íþróttum og útivist, tónlist o.fl.: Jane Smith, P. O. Box 118, Cape Coast, Ghana, West Africa. Askriftcirs'nniiw er 83033 i54«x usúam Um næstu helgi munum við flytja verslun okkar yfir götuna að Lágmúla 8. Til þess að auðvelda okkur burðinn munum við bjóða vörumar í verslun okkar til sölu út þessa viku með 15-50% afslætti. Komið og gerið stórgóð kaup, því svona tækifæri gefst ekki hvenær sem er. Allt á að seljast hvort sem það heitir ÞVOTTAVEL-BRAUÐRIST-ELDAVEL-SKRÆLINGARHNIFUR BORVÉL EÐA STEIKINGARPANNA SJAUMST! * jtfsuim BRÆÐURNIR ÖRMSSONHF Lágmúla 9, sími 38820 4 KJÖRBÓK ...sþakm manna siður L Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.