Morgunblaðið - 30.11.1990, Síða 46

Morgunblaðið - 30.11.1990, Síða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1990 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Viðleitni þín til að hækka í stöðu á vinnustað ber loks árangur í dag, en þér hættir til að eyða of miklu í skemmtanir. í kvöld verð- ur þú að mæta nánum ættingja eða vini á miðri leið í máli sem varðar peninga. Naut _(20. apríl - 20. maQ Stattu við loforð sem þú hefur gefið einum fjölskyldumeðlima. Sinntu málum eins og menntun, ferðálögum og auglýsingum. Leggðu áherslu á samvinnu í kvöld. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Sumir þeirra sem þú umgengst í dag eiga til að ýkja. Þú kannar rækilega grundvöll fjárfestingar eða ljármálahagsmuna. Þú getur lent í erfiðleikum með verkefni í vinnunni. Krabbi (21. júní - 22. júlí) >“i£ Ýttu hlutunum ekki á undan þér í vinnunni. Heimsæktu vini þína núna, þó ad þú kunnir að vera undrandi á öfundarhug einhvers þeirra í þinn garð. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Ef þú gætir raunsæis í áætiana- gerð þinni, verður þér verulega ágengt í dag með verk sem þú hefur með höndum. Forðastu að byggja skýjaborgir og einbeittu þér að því sem hendi er næst. Méyja (23. ágúst - 22. september) Þú átt skipti við einhvern sem er fullur þverúðar-núna.' Skap- andi einstaklingum býðst við- skiptatækifæri í dag. Ferðalög og frístundamál eiga að vera efst á dagskránni. Vog (23. sept. - 22. október) Þú verður að mæta nánum ætt- ingja eða vini á miðri leið í máli sem varðar peninga. Þú lætur fjölskyldumálin gánga fyrir núna. Gættu hófs þegar þú tekur fé að Iáni. Sporódreki (23. okt. - 21. nóvember) 9(|j0 Reyndu ekki að komast hjá því að axla ábyrgð núna og mundu að þú þarft ekki alltaf að ráða ferðinni. Vertu samvinnufús því að þá gengur fólki betur að skilja hvert annað. Bogmaóur (22. nóv. - 21. desember) Það gengur á ýmsu með verkefni sem þú hefur með höndum. Þú verður fyrir truflunum til að byija með, en getur svo einbeitt þér að því að gera það sem þú kemst yfir. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú harmar íhlutun vinar þíns núna. Léttu þér upp, en farðu varlega með fjármuni þína. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) dh Stattu við loforð sem þú hefur gefið öðrum. Heimili og fjölskylda eru í brennidepli hjá þér í dag. Þú ert fús að Ijúka af ýmsum skylduverkum heima fyrir. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Letin gæti hijáð þig í dag. Láttu verkefnin ekki safnast fyrir. Sinntu félagslífinu þó að vinur þinn biðji þig um greiða. AFMÆLISBARNIÐ hefur skap- andi hæfileika, en verður að vara sig á því að vera ekki of fast í farinu. Það á auðvelt með að koma fyrir sig orði og gæti náð árangri á ritvellinum eða sem talsmaður einhvers máistaðar. Það vill gjama bera ábyrgð og er oft og einatl gætt kímnigáfu. Það er samviskusamt að eðlis- fari, en ætlast stundum til of mikils af öðrum. Það ætti að gæta þess að láta stjómsemi sína ekki fara úr hófi. Stjörnusþána á aó lesa sem dœgradvól. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra staöreynda. DÝRAGLENS LJÓSKA FERDINAND BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Það eru allir á hættu og þú kýst að passa í fyrstu hendi með þessi rauðleitu spil: Norður ♦ 7 V K6542 ♦ DG76543 + - Næsti maður passar líka, en makker opnar á einum tígli og vestur kemur inn á einum spaða. Hvað viltu segja? Fyrsta verkið er að henda hjartalitnum út um gluggann. Þú vilt spila tígul og ekkert nema tígul. En hversu hátt ertu tilbú- inn til að fara? A.m.k. upp í fímm, er það ekki? Og hvort er þá betra að fara sér hægt, eða stökkva beint í fimm? Norður ♦ 7 VK6542 ♦ DG76543 ♦ - Vestur Austur ♦ K9852 .. 4ÁD64 VÁG3 V108 ♦ 10 4 9 ♦ K1087 ♦ DG6543 Suður ♦ G103 VD97 ♦ ÁK82 ♦ Á92 Það er sama hvort þú segir tvo, þijá eða fjóra tígla, austur mun í öllum tilvikum melda fjóra spaða. Þú ferð í fimm tígla, sem verða doblaðir, einn niður. En með því að stökkva strax í fimm, seturðu austur í slæma stöðu. Hann gæti farið í fímm spaða, sem má taka tvo niður með bestu vörn: tígulÞRISTUR kemur út og suður skilar LITLU laufi. Síðan brýtur vörnin slag á hjarta. Spilið kom upp hjá BR sl. miðvikudag og langflestir spil- uðu 5 tígla doblaða, einn niður. Umsjón Margeir Pétursson Á opnu móti í Garmisch Part- enkirchen í Þýzkalandi í sumar kom þessi staða upp I skák stór- meistarans Lev Gutman, (2.450) sem nú teflir fyrir ÞýzkalanJ, og alþjóðlega meistarans Mathias Röder (2.445). 22. Hxe4+! - fxe4, 23. Be6! - Df3 (Svartur tapar drottningunni eftir 23. — Dxe6, 24. Rc7+) 24. Db5+ — Kf8, 25. Bf4! og svartur gafst upp því eftir 25. — Bxf4, 26. Dc5+ er hann mát í næsta leik. Gutman fluttist frá Sovétríkj- unum til ísrael fyrir röskum ára- tug, en hefur nú fengið þýzkt ríkisfang. Það verður þó erfitt fyrir hann að komast í þýzka Iandsliðið eftir sameininguna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.