Morgunblaðið - 30.11.1990, Side 47

Morgunblaðið - 30.11.1990, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. NÓVEMBER 1990 47 Minning: Úrsúla Schaaber Fædd 17. ágúst 1946 Dáin 27. nóvember 1990 Það er oft skammt milli lífs og dauða. Svo var nú um vinkonu okk- ar og samstarfskonu, Úrsúlu. Hún sem var stælt og undi glöð við sitt í byrjun sumars hefur nú kvatt okk- ur. Nú, þegar dregur að jólum, minn- umst við þess, að hún heimsótti gjarnan vini sína á jólaföstunni, með heimatilbúið góðgæti í körfum, þýsku jólakökuna með hvítu sykur- húðinni, Weinachtsstollen, smákök- ur og gúmíbirni handa börnunum. Það verða bæði menn og skepnur sem sakna hennar Úrsúlu, því hún var mikil hestakona. Þau eru all- nokkur börnin í vinahópnum sem sjá á bak heimsóknum í hesthúsið til hennar. Aliir fengu að fara á bak með hjálm og hnakk og teymdi hún undii þeim minnstu. Síðan fóru börn og fullorðnir úttroðnir af gotti og kökum frá litlu kaffistofunni inn af hesthúsinu. Á sumrin voru sömu gjafir fram reiddar í beitilöndum hestanna undir Akrafjalli og þegar haustaði hafði Úrsúla gaman af að standa fyrir réttarferðum, hvernig sem viðraði. Hún batt ástfóstri við þetta land og tengdist því marg- víslega. Við viljum líka fá að þakka fyrir rausnina sem hún sýndi á heimili sínu í margskonar boðum. Afmælis- boð, kvennaboð, jólaboð og alltaf máttu börn vel við una, í innri stof- unni var borðið alltaf drekkhlaðið gotterísskálum sem þau gátu horfið til, þegar þau höfðu borðað nóg af holla matnum í fremmri stofunni. Það gefst ekki tóm nú til að rekja æviferil Úrsúlu né draga upp stóra mynd af persónuleikanum. Hún er þýskættuð en íslenskur ríkisborgari. Það segir öriítið um hve hún ætlað- ist til mikils af sjálfri sér, að hún var bæði menntuð sem svæfinga- læknir og geðiæknir. Draumur henn- ar um að ávinna sér geðlæknisrétt- indin hafði einmitt ræst, nú þegar heilsan greip í taumana. Móður Úrsúlu, frú Eriku Schaab- er, systrunum Evu og Reginu, bróð- urnum Jörg og börnum þeirra vott- um við innilega samúð. Einnig vinum hennar sem studdu hana með ráðum og dáð í síðustu baráttunni, sam- starfsfólkinu á geðdeild Landspítat- ans og félögum hennar í hesta- mennskunni sem öll misstu ungan félaga sinn svo skyndilega. Elísabet Berta Bjarnadóttir og fjölskylda Úrsúla vinkona mín er dáin, langt um aldur fram. Hún var búin að gera margt um ævina en hún átti líka margt eftir ógert, þegar hún var hrifsuð burtu frá okkur í blóma lífsins aðeins 44 ára gömul. Úrsúla Lore Schaaber fæddist í Göppingen í Suður-Þýskalandi 17. ágúst 1946. Hún fluttist 8 ára 'til Bremen í Norður-Þýskalandi og gekk þar í skóla. Hún lauk stúdentsprófi 1966 og stundaði síðan nám í læknisfræði í Bonn og lauk þaðan læknaprófí 1972. Ári síðar varði hún doktorsrit- gerð sína við sama, háskóla. Þaðan lá leiðin til Bandaríkjanna og eftir eins og hálfs árs nám við sjúkrahús þar lauk hún MD-gráðu í lækning- um. Sneri hún þá aftur til Þýska- lands nánar tiltekið Freiburg, og stundaði framhaldsnám í svæfingum og lauk sérnámi í þeim 1980. Sama ár fékk hún stöðu við fjórðungs- sjúkrahúsið á Akureyri og var hún þar í eitt ár. Hún flutti síðan til Reykjavíkur og starfaði þar sem svæfingalæknir og almennur læknir við ýmsar stofnanir. Úrsúla hafði alla tíð áhuga á því að hjálpa þeim sem minna máttu sín. Hún kynnti sér meðferð áfengissjúkra hérlendis og erlendis og í framhaldi af því fór hún að læra geðlækningar. Tímamót voru í lífi hennar á þessu ári, hún lauk sérnámi í geðlækningum í ár og opnaði eigin stofu í Læknamið- stöð Vesturbæjar. Rannsóknarve.rk- efni hennar í geðlæknisfræði birtist nú í nóvemberhefti norska lækna- blaðsins. Úrsúla veiktist fyrst í kringum afmælisdaginn sinn 17. ágúst sl. Þetta er því búin að vera stutt en hörð barátta við sjúkdóm sem enga miskunn sýndi. Úrsúla ætlaði ekki að gefast upp en barðist fyrir lífi sínu til hinstu stundar. Ég kynntist Úrsúlu fyrir 10 árum þegar hún kom hingað til lands. Með okkur hófst strax góður vinskapur sem hélst síðan. Úrsúla var glæsileg og athafnasöm kona sem lét sér ekki allt fyrir bijósti brenna. Hún hafði mikinn áhuga fyrir ferðalögum og útivist. Hún var búin að koma sér upp þremur reiðhrossum og einu folaldi ásamt hesthúsi og tilheyr- andi. í hestamennskunni áttum við margar ánægjustundir og ósjaldan hringdi hún og spurði hvort ég væri til í að koma á hestbak. Úrsúla hafði einnig mjög gaman af sígildri tón- list, fór oft í leikhús og sótti mál- verkasýningar. Úrsúlu mína kveð ég með þessum fátæklegu orðum. Ég mun sakna hennar og okkar góðu samveru- stunda, sem verða ekki fleiri í þessu lífí. Móður Úrsúlu, Eriku, systkinum hennar, Regínu, Jörg, Evu og systk- inabörnum sendi ég mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Iris Bryndís Guðnadóttir Mig langar í örfáum orðum að minnast vinkonu minnar Úrsúlu er lést að kvöldi 27. nóvember eftir stutt og erfið veikindi. Minningarnar streyma fram og efst í huga mér er lífsgleðin og þrótt- urinn sem þessi kona bjó yfir. Hún gaf sig alla að því sem hún var að gera hvetju sinni. Hvort heldur því sem tengdist starfi hennar eða áhugamálutn. Úrsúla ‘starfaði við geðlækningar á Landspítalanum auk þess sem hún rak undir það síðasta sína eigin lækningastofu. Lífið brosti við henni þar til upp komst um veikindi hennar. Ég var þá stödd hjá in<klur hennar í Þýska- landi, það hvarflaði ekki að mér að svona færi. Ekki Úrsúla, sem naut þess svo að lifa. Hún var tnikið náttúrubarn og notaði livetja stund til þess að vera úti í náttúrunni, hvort sem hún var að hvíla sig eða að sinna hestunum sínum. Ég minn- ist þeirra stunda þegar hún kom í heimsókn hvort heldur í sumarbú- staðinn eða heim að aldrei kom hún tómhent. Úrsúla var ein af þeim sem hugsaði alltaf fyrst um aðra, á eftir kom hún sjálf. Þannig var hún allt fratn á síðustu stundu. Ég er þakklát fyrir að hafa feng- ið að kynnast henni og þær góðu stundir sem við áttum saman. Megi góður Guð styrkja íjölskyldu hennar í sorginni. Blessuð sé minning hennar. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (Sb. 1886 - V.Briem) Þórdís G. Magnúsdóttir TREFJA Æma m bií íeA Gott fyrír meltinguna íslensk framleíðsla Dreífíng: Faxafell hf. símí 51775

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.