Morgunblaðið - 30.11.1990, Síða 48

Morgunblaðið - 30.11.1990, Síða 48
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. 1996 Kjartan Jónsson lögmaður — Miiming Að kvöldi laugardagsins 24. nóv- ember sl. lést Kjartan mágur minn eftir ianga og stranga baráttu við illkynja sjúkdóm. í því stríði sýndi hann þann kjark og karlmennsku, sem honum var gefin í ríkum mæli og fórst slíkt og segir í kvæði Stef- áns G.: Bognar aldrei brotnar í bylnum stóra seinast. Kjartan fæddist í Reykjavík þann 17. október 1925, sonur Jóns Kjart- anssonar forstjóra og konu -hans Salvarar Ebenezardóttur. Jón Kjartansson var þekktur athafna- maður í Reykjavík og átti og rak m.a. Sælgætisgerðina Víking hf. og Smjörlíkisgerðina Svan hf., sem þá voru með stærri fyrirtækjum í Reykjavík. Auk Kjartans áttu þau hjón kjörson, Eirík Guðmundsson, f. 1923, sem lengi starfaði við Sælgætisgerðina Víking og síðar við Opal hf. og verslunarstörf í Reykjavík, og Guðfinnu, f. 1927, sem er húsfreyja á Helgavatni. Jón var sonur Kjartans Jónssonar á Mosvöllum og Efri-Húsum í Önund- arfirði, en Salvör var dóttir Ebenez- ar Ebenezarsonar bónda í Þernuvík í Ögursveit. Stóðu að þeim hjónum báðum sterkar ættir vestfirskra sjó- sóknara og atorkumanna og hafa margir þessara frænda Kjartans, bæði fyrr og síðar, orðið þjoðkunnir athafnamenn á öllum sviðum þjóðlífsins. Kjartan stundaði nám í Mennta- skólanum í Reykjavík og Iauk þaðan stúdentsprófi úr stærðfræðideilð vorið 1946 á 100 ára afmæli skól- ans. Hann innritaðist í lagadeild Háskóla íslands og lauk þaðan embættisprófi í ársbyijun 1955. í júní 1948 kvæntist Kjartan systur minni Þorbjörgu, f. 8.4.' 1928, dóttur Péturs. Magnússonar bankastjóra og konu harís Ingi- bjargar Guðmundsdóttur, og eign- uðust þau hjón sjö börn sem eru: Pétur, f. 15.11. 1948, fram- kvæmdastjóri í Reykjavík, Jón, f. 15.11. 1949, bankamaður í Sviss, Magnús, f. 1951, kaupmaður í Reykjavík, Guðmundur, f. 25.12. 1955, við nám í Bandaríkjunum, Sigrún, f. 13.11. 1957, húsmóðir í Reykjavík, Margrét, f. 27.4. 1960, húsmóðir á Akureyri, Kristján, f. 14.9. 1963, laganemi i HÍ. Barna- böm þeirra Kjartans og Obbu eru nú orðin 12 talsins. Kjartan var mikill fjölskyldufaðir og gekk velferð eiginkonu og barna fyrir öllu hjá honum. Eru afkomend- ur hans hið mesta myndar- og at- gervisfólk og öll fjölskyldan bæði samlynd og samhent. Eins og fyrr segir var Kjartan kominn af miklu athafna- og fram- kvæmdafólki og löngun hans til að taka virkan þátt í atvinnulífinu var honum í blóð borin. Hann tók það því ekki í mál að festa sig í ein- hverju skrifstofustarfi til frambúðar en fékkst við ýmis störf bæði sjálf- stætt og í sambandi við umsvif föð- ur síns, sem þá hafði til viðbótar við umfangsmikinn verksmiðju- rekstur og kaupsýsíu, fest kaup á bújörðum í Borgarfírði. Unnu þeir feðgar saman að ýmsum fram- kvæmdum og uppbyggingu á Helgavatni í Þverárhlíð og Guðna- bakka í Stafholtstungum og árið 1958 fluttu þau Kjartan og Þor- björg með barnahópinn að Guðna- bakka og hófu þar búskap. Til að byija með lagði Kjartan alla sína atorku í það að byggja upp gripa- húsog hlöður á Guðnabakka, auk þess sem ráðist var í stórfellda tún- ræktun. Hann stundaði fyrst hann eingöngu sauðfjárrækt og um 1960 hafði hann um 1.100 fjár á fóðrum, sem þá var með stærstu fjárbúum í einstaklingseign á landinu. A meðan á þessari uppbyggingu stóð bjuggu þau hjónin í gamla bænum í þröngu en hlýlegu og notalegu umhverfi, en þegar nauðsynlegustu framkvæmdum vegna búrekstrar- ins var lokið var byggt myndarlegt íbúðarhús nokkuð norðan við eldri bæinn, en þar er jarðhiti sem Kjart- an virkjaði og notaði til upphitunar hússins. Þverá rennur með landi Guðna- bakka og auk þess áttu þeir frænd- ur Selhaga sem einnig átti veiðirétt í ánni. Þverá hafði verið leigð út- lendingum, aðallega Englendingum fyrir heimsstyijöldina, en í stríðinu qg næstu ár á eftir var hún leigð íslendingum. Veiðileigu hafði lengi verið mjög í hóf stillt og þegar nýr leigutími hófst árið 1969 ákvað Kjartan að bjóða í alla veiði í Þverá, Litlu-Þverá og Kjarrá, eins og þetta veiðisvæði er nú almennt nefnt. Var tilboði hans tekið og hófst hann nú handa við að bæta alla þjónustu við veiðimenn og gerði hann m.a. hið nýbyggða íbúðarhús sitt á Guðna- bakka að veiðihúsi fyrir neðra + Eiginmaður minn, ÁGÚST INGVARSSON, lést á Borgarspítalanum miðvikudaginn 28. nóvember. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Ragna Friðriksdóttir. t Móðir okkar og tengdamóðir mín, ÞÓRUNN GUÐJÓNSDÓTTIR, Skeiðarvogi 79, lést að morgni 28. nóvember. Einar Jóhannsson, Jóna Sigurðardóttir, Kristinn Auðunsson. + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUNNAR ÁGÚSTSSON simvirki, Barmahlfð 17, Reykjavik, lést í Borgarspítalanum þann 28. nóvember. íris Gunnarsdóttir, Sindri Gunnarsson, Sólveig Þórarinsdóttir, ívar Gunnarsson, ína Björg Ágústsdóttir og barnabörn. svæðið og réð þangað starfsfólk til að sjá fyrir þörfum veiðimannanna. Þá lét hann ryðja jeppaslóð fram í Víghól sem unnt var að komast á bílum þá leið, en þar voru síðan hestar sem notaðir voru til að fara lengra upp með ánni. Síðar lét Kjartan ryðja slóða fram á Gils- bakkaeyrar og var eftir það unnt að ferðast mfeð mestallri uppánni á jeppum eða öðrum torfærubílum. Hækkuð leiga til landeigenda, auk- in þjónusta og ýmsar framkvæmdir leiddu til þess að hækka þurfti verð veiðileyfa, en það voru menn ekki almennt reiðubúnir til að greiða í þá daga. Efnahagsástand í Bret- landi var ekki með þeim hætti að auðvelt væri að fá veiðimenn þaðan til þess að kaupa þessi dýrari veiði- leyfi, og varð það því að ráði, að Kjartan náði sambandi við banda- ríska auðmenn og veiðimenn, sem reiðubúnir voru til að greiða hærra fyrir veiðileyfi og alla þjónustu en nokkurn tíma hafði áður þekkst. Kjartan var þannig brautryðjandi í því að tryggja bændum og landeig- endum sanngjarnar tekjur af þess- um hlunnindum jarða sinna, en hann verður þó ekki sakaður um að verð á þessum gæðum hafi farið úr böndunum á síðustu árum. Þegar veiðisvæðið var boðið út til Jeigu árið 1975 treystist Kjartan ekki til að bjóða sömu kjör 0g aðrir gerðu og lauk þar með' þessum þætti í athafnalífi hans. Um það Ieyti sem Kjartan tók Þverá á leigu fargaði hann fé sínu, enda hafði garnaveiki og önnur óáran gert þann búskap óhag- kvæman. I þess stað hófst hann handa um hrossarækt og hefur rek- ið hrossabú á Guðnabakka allt frá árinu 1970. Hann vanð sér úti um hesta af Svaðastaðakyni, sem hann m.a. keypti af H.J. Hólmjárn, sem þá var að hætta hrossarækt. Hestar Kjartans höfðu alla tíð einkenni Svaðastaðastofnsins, léttbyggðir, geðríkir og viljaháir, og með allan gang, og hefur margur maðurinn, m.a. sá sem þetta ritar, eignast gæðinga úr hrossahópi Kjartans. En það var einkenni á stefnufestu Kjartans, að þegar allir fóru að blanda hestakyn sín, ekki síst til að fá hestana stórvaxna, sat hann við sinn keip og hélt sig við sama stofninn, og vildi reyndar helst hafa öll hrossin rauðstjörnótt eða rauð- blesótt. Árið 1969 tók Kjartan að sér framkvæmdastjórn Sælgætisgerð- arinnar Víkings, en 1971 tóku syn- ir hans við þeim störfum. Eftir það stundaði hann lögfræðistörf í Reykjavík, var um tíma starfsmað- ur Skattstofu Reykjavíkur og síðustu árin starfaði hann við emb- ætti borgarfógetans í Reykjavík. Hrossabú sitt á Guðnabakka rak hann til hinsta dags. Við Kjartan vorum skólabræður í Menntaskólanum í Reykjavík frá haustinu 1944 fram til stúdents- prófs 1946. Með okkur tókst strax góður kunningsskapur sem síðar varð að ævilangri vináttu, auk þess sem við tengdumst fjölskyldubönd- um. Þótt Kjartan væri á yngri árum spaugsamur og glaður á góðri stundu, var hann engu minna hneigður til alvörugefni en glað- værðar. Hann var þéttur á velli og þéttur í lund og að eðlisfari nokkuð skapmikill og ekki gefinn fyrir að hopa af hólmi. En jafnaðarlega gætti hann hófs og stillingar þegar á það reyndi í lífsins ólgusjó. Kjart- an var einn þeirra manna sem átti mikinn fjölda góðkunningja, sem hann eignaðist á sínum fjölbreytta starfsferli. Hann var höfðingi í sjón og raun og gestrisni þeirra hjóna á heimilum þeirra í Reykjavík og á Guðnabakka var með þeim hætti að öllum leið vel sem hennar nutu. Kjartan var tryggur í lund og vin- fastur þar sem hann tók því, og var í þeim efnum eins og öðrum stað- fastur og trúr, og brustu sjaldan þau vináttubönd, sem hann hafði bundið við annað fólk. Kjartan var alla tíð mikill áhlaupamaður í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Hann var stál- minnugur og víðlesinn og lagði sig mjög fram við að kynna sér allt sem hann komst yfir um þau verkefni, sem hann var að fást við hveiju sinni. Hann kynnti sér sælgætis- framleiðslu, búrekstur og ræktun, hrossarækt og hvaðeina sem upp gat komið í störfum hans. Hann var þokkalega handlaginn smiður og hafði ódrepandi áhuga fyrir öllu sem að vélum og bifreiðum laut. Átti hann oft mjög vandaða og ekki síður sérkennilega bíla, sem gjama vöktu athygli og á öllum fornbílasýningum sem nú eru haldnar, má sjá forkunnarfagran Lincoln frá 1942, sem Kjartan flutti inn á sínum tíma. Þau hjónin voru samhent í því að koma sér upp fal- legum heimilum í Reykjavík og á Guðnabakka. Til að byija með bjuggu þau í Garðastræti 39, en síðar keyptu þau hús Magnúsar Kjaran við Hólatorg og bjuggu þar í allmörg ár. Kjartan var fagurkeri og viðaði að sér fallegum húsmun- um, málverkum og öðrum fögrum gripum og voru hýbýli þeirra hjóna ávallt hlýleg og þangað gott að koma til að blanda geði við heimilis- fólk. Var Kjartan ávallt hrókur alls fagnaðar, fróður og ræðinn með skopskyn og ánægju af öllu græskulausu gamni. Hann var ftjálslegur í framkomu og fyrir- mannlegur. Þegar fornvinir kveðja er margs að minnast sem ekki verður að komið í stuttri minningargrein. Við vinir og samferðamenn Kjartans eigum minningar um góðan og hjartahlýjan dreng, sem ávallt var reiðubúinn til að styrkja og aðstoða þá, sem þess þurftu. Hann var höfð- ingi í Iund, rausnarlegur og gjaf- mildur. En mestur er missir fjöl- skyldu hans og vil ég, fyrir hönd fjölskyldu minnar, systkina minna og frændliðs, senda Obbu systur minni, börnum þeirra Kjartans, barnabörnum og öðru venslafólki, okkar innilegustu samúðarkveðjur og óska þeim guðs blessunar. Stefán Pétursson Ágætur starfsmaður okkar í þinglýsingardeild borgarfógeta- embættisins, Kjartan Jónsson, lög- fræðingur, er látinn eftir erfið veik- indi. Hann hóf störf við embættið + Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma, ÞÓRUNN FINNBOGADÓTTIR, frá Moshlíð, Barðaströnd, Elliheimilinu Seljahlíð, Reykjavik, lést 29. nóvember- Jarðarförin auglýst síðar. Kristrún Helgadóttir, Jóhann Margeirsson og barnabörn. árið 1986 en hafði áður fengist við búskap og stundað ýmis lögfræði- störf. Starf þinglýsingardómara er krefjandi og í því nutu kostir Kjart- ans sín vel. Hann var rólegur í lund, hafði góða kímni- og frásagnargáfu og var einstaklega lipur og hjálp- samur í starfi sínu. Með Kjartani er genginn góður drengur. Við þökkum samfylgdina og vottum aðstandendum okkar dýpstu sam- úð. Samstarfsfólk Bernsku- og æskuárin eru mörg- um ógleymanleg og það ekki að ófyrirsynju. Á þessu skeiði hnýtast meðal annars oft þau vináttubönd, sem ekkert nær að slíta ævina á enda. Um árabil var Grettisgatan möndullinn í tilveru minni. Þetta var á fyrirstríðsárunum og var þá þröngt búið í götunni. Fjölskyldur voru stórar, oft þijár kynslóðir í hverri íbúð eða smáhýsi. Mæður og ömmur, nær undantekningarlaust, gættu bús og barna, orðið lyklabam þekktist ekki, en feður og afar sóttu björg í bú. Umhverfið var litríkt og fjölskrúðugt, en efnahagur almennt næsta bágur í kreppunni miðri. Hlið við hlið bjuggu eignalausir menn, eignalitlir menn og stórefna- menn á þeirra tíma mælikvarða. Þetta var áður en sjálfseignarstefn- an í húsnæðismálum varð til þess, að hvergi ríkti meira jafnræði í eignaskiptingu einnar þjóðar en á Islandi. Og þetta var löngu áður en vindgapar nokkrir í hópi svo- nefnds félagshyggjufólks tóku að beijast fýrir fyrri leiguliðastefnu, sem gerir hina tekjuminni í þjóðfé- laginu eignalausa til æviloka. Næst munu þeir beijast fyrir því, að bændur verði almennt gerðir að leiguliðum. Þjóðin skal á ný skipt- ast í öreiga og eignafólk. Sex ára drenghnokki fluttist ég á Grettisgötuna, frá götu þar stutt frá, þar sem ég var borinn og bam- fæddur. Þá varð að leita nýrra fé- laga, kynnast nýju fólki og huga að nýjum húsum, gömlum þó, hús- um sem geymast í minningunni, húsum sem aldrei gleymast. Eitt þeirra húsa var Grettisgata 8, það næsta við hús foreldra minna, en þar bjuggu hjónin Jón Kjartansson, harðduglegur iðnrek- andi og kaupsýslumaður, vakinn og sofinn yfir velferð fyrirtækja sinna, síðar meir bóndi og jarðeigandi í Mýrasýslu, og eiginkona hans, Sal- vör Ebenezersdóttir, kona hógvær, látlaus og fríð, ásamt börnum þeirra, Kjartani og Finnu, og upp- eldissyninum Eiríki, bróðursyni Sal- varar. Bæði voru þau Salvör og Jón, sem eru látin, af kunnum vest- firzkum ættum. Með okkur Kjartani tókst fljótt mikil og góð vinátta, enda þótt hann væri fáum árufn eldri. Strax á unglingsárum Kjartans komu helztu eðliskostir hans glöggt í ljós. Hann var rólyndur og yfirveg- aður, grandvar og dugmikill og fór snemma eigin götur. Honum leið bezt í hópi fárra en góðra vina. Auðséð var, að hann yrði aldrei maður fjöldans. Og svo liðu árin og leiðir skildu um stund og Grettisgatan var ekki lengur sá möndull, sem heimurinn snerist um. Kjartan lauk námi í Menntaskól- anum í Reykjavík 1946 á aldaraf- mæli skólans. Á menntaskólaárum sínum tók Kjartan töluverðan þátt í félagslífi nemenda. Síðan er mér ekki kunnugt um, að hann hafi lát- ið félagsmál mikið til sín taka, enda held ég, að hann hefði rekizt illa í allri hópmennsku, jafn sjálfstæður sem hann varí skoðunum. Skiptu þá menn eða málefni engu. Snemma á háskólaárum sínum í lögfræði kvongaðist Kjartan Þor- björgu Pétursdóttur, Magnússonar, ráðherra og bankastjóra Lands- banka íslands. Hjónaband þeirra Þorbjargar og mikið barnalán þeirra var Kjartani alla tíð aflvaki hans og hamingja. Að loknu lögfræðiprófi fór Kjart- an ekki troðnar slóðir. Hann gerðist bóndi á Guðnabakka, í Stafholts- tungum í Mýrasýslu, jörð sem faðir hans átti, og var um tíma í hópi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.