Morgunblaðið - 16.12.1990, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 16.12.1990, Blaðsíða 9
MOHGUNBLAÐIf). HUGVEKJA/VEÐUR SUNNUPAGUH 16. DKSUMBEK 1990 Rödd hrópandans eftir sr. HJÁLMAR JÓNSSON Guðspjall Lúk. 1:67-80 Sakaría söng og kvað lofsöng fylltur af heilögum anda. Hann hafði misst málið eftir viðræður við engilinn Gabríel. Hann fékk nægan tíma til þess að hugsa um orð engilsins. Þegar þau orð tóku að ganga eftir trúði hann því að Drottinn væri að búa lýðum lausn’ og uppfylla fyrirheitin sem hann forðum hafði gefið fyrir munn spámannanna. Hann rifjar upp ritningarnar og arfhelgar sagnir þjóðar sinnar. Hann kemst að nið- urstöðu. Guð er að vitja lýðs síns. Hann hefur útvalið son hans og Elísabetar til þess að greiða veg sinn, — gjöra beinar brautir Drott- ins, — vera fyrirrennari Messías- ar. Einmitt þannig reiknaði þjóðin með komu konungsins mikla. Fyrst kæmi spámaður, sem greiddi brautirnar og undirbyggi komu hans. Sakaría hefur metnað fýrir hönd hins nýfædda sonar. Hann þorir að reikna með því að sonur hans sé mikils megnugur. Hann verði spámaður hins hæsta. Hann verði sá sem undirbúi nýja tíma á jörð. Hann veiti fólkinu þekkingu á því hver lausnarinn sé, — og í hverju hjálpræðið sé fólgið. Það felst í fyrirgefningu syndanna. Sakaría hugsaði sig um. Hann taldi sig sjá verk Drott- ins og vilja, — hafði líka nægan tíma til að íhuga veruleikann meðan hann var mállaus. Hann mælir síðan einhver fegurstu og dýrlegustu orðin sem hin helga bók geymir: „Þessu veldur hjartans miskunn Guðs vors. Hún lætur upp renna sól af hæðum að vitja vor og lýsa þeim, sem sitja í myrkri og skugga dauðans, og beina fótum vorum á friðar veg.“ Varla getum við fundið nauð- synlegri orð á aðventunni um það hvað jólin eru og skulu vera hveij^ um einstökum. Varla er hægt að hugsa sér betri jólaundirbúning en þann að hugleiða orð sem þessi. Ekki er að efa að Jóhann- es, sem síðar fékk viðurnefnið „skírari", var alinn upp til þessa hlutverks. Hann fékk að skilja köllun sína. Jóhannes varð þróttmikill í lund og talaði af spámannlegri anda- gift um nærtæk efni. Hann krafð- ist þess að réttlæti ríkti meðal fólks. Hann kvað þófínu lokið milli góðs og ills. Öxin væri þegar reidd að rótum tijánna. Hann vildi að gengið yrði milli bols og höf- uðs á ranglætinu í heiminum. Hann vænti aðskilnaðar réttlátra og ranglátra þegar Kristur kæmi. Eftir stæðu réttlátir, þeir sem hefðu snúið frá villu síns vegar meðan tími gafst ennþá til. Þann- ig vildi hann sjá Guðs ríkið koma éndanlegt og sýnilegt. Hann var ákafamaður, sem hefði illa þolað að sitja í nefndum eða stjórnum í nútímaþjóðfélagi. Hlutimir áttu að gerast strax og réttlætið ná fram að ganga mótatkvæðalaust. Honum fannst ekki mikið ger- ast. Sjálfum var honum varpað í fangelsi vegna skoðana sinna. Öxin féll ekki þar sem það átti við. Vónda tréð var kyrrt á rót sinni. Jesús, frændi hans, umg- ekkst tollheimtumenn og syndara. Guðs ríki kom ekki. Heródes ríkti áfram, Rómveijar drottnuðu. Hvemig kom þá ríki Guðs? Jesús svaraði því með orðum og verkum, — og svar felst í því sem fram kom við hann. Ennþá starfar hann í heiminum. Kraftar Guðs ríkis verka, en áhlaupaverk er það ekki að frelsa heiminn. Boðskapur Jóhannesar er þó inikilvægur. Menn verða að horf- ast í augu við sjálfa sig, finna þörfina fýrir komu Krists. Rödd hrópandans heyrist og þarf að heyrast, — meðan öxin fellur að rótum jólatijánna. VEÐURHORFUR I DAG, 16. DESEMBER YFIRLIT í GÆR: Yfir Bretlandi er 1031 mb hæð og frá henni hæðarhryggur norðvestur um ísland. Við Hvarf er 972ja mb lægð, sem mun hreyfast astur og síðar norðnorðaustur. HORFUR í DAG: Suðvestan kaldi um vestanvert landið en þurrt á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti 0-5 stig. HORFUR Á MÁNUDAG: Suðvestanátt, stinningskaldi eða allhvasst og él suðvestan- og vestanlands, en úrkomulítið annars staðar. Frost 3-5 stig. HORFUR Á ÞRIÐJUDAG: Breytileg átt, 4-5 vindstig, víða él, eink- um þó suðvestan- og vestanlands. Frost 7-8 stig. Heiðskírt o a Lóttskýjað & Hálfskýjad SkýiaS f f r r Rlgnina / / / Slydda V Skúrlr V Slydduól Alskýjað * * * * Snjókoma ^ Él * * * 5 9 5 oo Mlatur ý Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er tvö vindstig. * Vindstefna ■| 0° Hltastig: 10 gráður á Celsíus — Þoka = Þokumóða VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 6:00 í gær að ísl. tíma Staður hiti veður Staður hiti veður Akureyri 3 hálfskýjað Glasgow 4 mistur Reykjavík 0 skýjað Hamborg 2 súld Bergen 4 allskýjað London -í-4 þokumóða Helsinki -U1 léttskýjað Los Angeles 17 léttskýjað Kaupmannah. 0 léttskýjað Luxemborg -r1 skýjað Narssarssuaq 4 slydda Madrid 4-5 heiðskírt Nuuk +6 skafrenningur Malaga 8 skýjað Osló ■fO skýjað Mallorca +1 léttskýjað ■ Stokkhólmur -r5 þokuruðningur Montreal +8 léttskýjað Þórshöfn 8 súld NewYork 5 léttskýjað Algarve 10 skýjað Orlando vantar Amsterdam 6 rigning og súld Paris 0 þokumóða Barcelona 3 heiðskírt Róm 3 skýjað Chicago 1 rigning Vín 0 snjókoma Feneyjar 0 heiðskírt Washington vantar Frankfurt -K) snjókoma Iqaluit +36 ísnálar Kvöld-, nætur- og helgarþjónusta apótekanna í Reykjavík, dagana 14. des. til 20. des., að báðum dögum meötöldum er í Laugavegs Apóteki, Laugavegi 16. Auk þess er Holts Apótek, Langholtsvegi 84, opið til kl. 22 alla daga vaktvikunnar nema sunnudaga. Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarnarnes og Kópavog í Heilsuverndarstöð Reykjavíkur við Barónsstíg frá kl. 17 til kl. 08 virka daga. Allán sólarhringinn, laugardaga og helgidaga. Nánari uppl. í s. 21230. Læknavakt Þorfinnsgötu 14: Skyndimóttaka rúmhelga daga 10-16, s. 620064. Borgarspítalinn: Vakt 8-17 virka daga fyrir fólk sem ekki hefur heimilislækni eða nær ekki til hans s. 696600). Slysa- og sjúkravakt allan sólarhringinn sami sími. Uppl. um lyfjabúðir og læknaþjón. í símsvara 18888. Ónæmisaðgerðir fyrir fullorðna gegn mænusótt fara fram í Heilsuverndarstöð Reykjavíkur á þriðjudögum kl. 16.30-17.30 Fólk hafi með sér ónæmisskírteini. Alnæmi: Uppl.sími um alnæmi: Símaviðtalstími framveg- is á miðvikud. kl. 18-19, s. 622280. Læknir eða hjúkruna- rfræöingur munu svara. Uppl. í ráögjafasíma Samtaka '78; mánud. og fimmtud. kl. 21-23: 28539. Símsvarar eru þess á milli tengdir þessum símnúmerum. Alnæmisvandinn: Samtök áhugafólks um alnæmisvand- ann vilja styðja smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra, s. 22400. Krabbamein. Uppl. og ráðgjöf. Krabbameinsfél. Virka daga 9-11 s. 21122, Félagsmálafulltr. miðviku- og fimmtud. 11-12 s. 621414. Ónæmistæring: Upplýsingar veittar varðandi ónæmis- tæringu (alnæmi) í s. 622280. Milliliðalaust samband við lækni. Fyrirspyrjendur þurfa ekki að gefa upp nafn. Við- talstímar miðvikudag kl. 18-19. Þess á milli er símsvari tengdur við númerið. Upplýsinga- og ráðgjafasími Sam- taka ’78 mánudags- og fimmtudagskvöld kl. 21-23. S. 91-28539 — símsvari á öðrum tímum. Samhjálp kvenna: Konur sem fengið hafa brjóstakrabba- mein, hafa viötalstíma á þriðjudögum kl. 13-17 í húsi Krabbameinsfélagsins Skógarhlíð 8, s.621414. Akureyri: Uppl. um lækna og apótek 22444 og 23718. Seltjarnarnes: Heilsugæslustöð, s. 612070: Virka daga 8-17 og 20-21. Laugardaga 10-11. Nesapótek: Virka daga 9-19. Laugard. 10-12. Apótek Kópavogs: virka daga 9-19 laugard. 9-12: Garðabær: Heilsugæslustöð: Læknavakt s. 51100. Apó- tekið: Virka daga kl. 9-18.30. Laugardaga kl. 11-14. Hafnarfjarðarapótek: Opið virka daga 9-19. Laugardög- um kl. 10-14. Apótek Norðurbæjar: Opið mánudaga — fimmtudaga kl. 9-18.30, föstudaga 9-19 laugardögum 10 til 14. Apótekin opin til skiptis sunnudaga 10-14. Uppl. vaktþjónustu í s. 51600. Læknavakt fyrir bæinn og Álftanes s. 51100. Keflavík: Apótekið er opið kl. 9-19 mánudag til föstu- dag. Laugardaga, helgidaga og almenna frídaga kl. 10-12. Heilsugæslustöð, símþjónusta 4000. Selfoss: Selfoss Apótek er opið til kl. 18.30. Opið er á laugardögum og sunnudögum kl. 10-12. Uppl. um lækna- vakt fást í símsvara 1300 eftir kl. 17. Akranes: Uppl. um læknavakt 2358. — Apótekið opið virka daga til kl. 18.30. Laugardaga 10-13. Sunnudaga 13-14. Heimsóknartími Sjúkrahússins 15.30-16 og 19-19.30. Rauðakrosshúsið, Tjarnarg. 35. Ætlað börnum og ungl- ingum í vanda t.d. vegna vímuefnaneyslu, erfiðra heimilis- aðstæðna, samskiptaerfiðleika, einangrunar eða persón- ul. vandamála. S. 622266. Barna og unglingasími 622260. LAUF Landssamtök áhugafólks um flogaveiki. Skrifstofan Ármúla 5 opin 13—17 miövikudaga og föstudaga. Sími 82833. Samb. ísl. berkla- og brjóstholssjúklinga, S.Í.B.S. Suður- götu 10. G-samtökin: Samtök gjaldþrota greiðsluerfiðleikafólks. Uppl. veittar í Rvík í símum 75659, 31022 og 652715. í Keflavík 92-15826. Foreldrasamtökin Vímulaus æska Borgartúni 28, s. 622217, veitir foreldrum og foreldrafél. upplýsingar. Opin mánud. 13-16. Þriðjud., miðvikud. og föstud. 9-12. Fimmtud. 9-10. Áfengis- og fíkniefnaneytendur. Göngudeild Landspítal- ans, s. 601770. Viðtalstími hjá hjúkrunarfræðingi fyrir aðstandendur þriðjudaga 9—10. Kvennaathvarf: Allan sólarhringinn, s. 21205. Húsaskjól og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi í heimahúsum eða orðiö fyrir nauðgun. MS-félag Islands: Dagvist og skrifstofa Álandi 13, s. 688620. Lífsvon — landssamtök til verndar ófæddum börnum. S. 15111 eða 15111/22723. Kvennaráðgjöfin: Sími 21500. Opin þriðjud. kl. 20-22. Fimmtud. 13.30 og 20-22. Vinnuhópur gegn sifjaspell- um. Tólf spora fundir fyrir þolendur sifjaspella miðviku- dagskvöld kl. 20-21. Skrifst. Vesturgötu 3. Opið kl. 9-19. Sími 626868 eða 626878. SÁÁ Samtök áhugafólks um áfengisvandamálið, Síðu- múla 3-5, s. 82399 kl. 9-17. Skrifstofa AL-ANON, aðstandenda alkohólista, Hafn- arstr. 5 (Tryggvagötumegin 2. hæð). Opin mánud.— föstud. kl. 9—12. Símaþjónusta laugardaga kl. 10—12, s. 19282. AA-samtökin. Eigir þú við áfengisvandamál að stríða, þá er s. samtakanna 16373, kl. 17-20 daglega. FBA-samtökin. Fullorðin börn alkohólista. FundirTjarnar- götu 20 á fimmtud. kl. 20. í Bústaðakirkju sunnud. kl. 11. Fréttasendingar Ríkisútvarpsins til útlanda daglega á stuttbylgju til Norðurlanda, Bretlands og meginlands Evrópu: Daglega kl. 12.15-12.45 á 17493, 15770, 13830 og 11418 kHz. Kl. 18.55-19.30 á 15770, 13855, 11418 og 3295 kHz. Hlustendum á Norðurlöndum geta einnig nýtt sér send- ingar á 17440 kHz kl. 14.10 og 13855 kHz kl. 19.35 og kl. 23.00. Kanada og Bándaríkin: Daglega: kl. 14.10-14.40, 19.35- 20.10 og 2300-23.35 á 17440, 15770 og 13855 kHz. Hlustendur í Kanada og Bandaríkjunum geta einnig oft nýtt sér sendingar kl. 12.15 og kl. 18.55. Að loknum lestri hádegisfrétta á laugardögum og sunnu- dögum er lesið fréttayfirlit liðinnar viku. ísl. tími, sem er sami og GMT. SJÚKRAHÚS - Heimsóknartímar Landspítalinn: alla daga kl. 15 til 16 og kl. 19 til kl. 20.00. Kvennadeildin. kl. 19-20.. Sængurkvennadeild. Alla daga vikunnar kl. 15-16. Heimsóknartími fyrir feður kl. 19.30-20.30. Fæðingardeildin Eiríksgötu: Heimsókn- artímar: Almennur kl. 15-16. Feðra- og systkinatími kl. 20-21. Aðrir eftir samkomulagi.Barnaspítali Hringsins: Kl. 13-19 alla daga. Öldrunarlækningadeild Landspítal- ans Hátúni 10B; Kl. 14-20 og eftir samkomulagi. — Geð- deild Vífilstaðadeild: Laugardaga og sunnudaga kl. 15- 17. Landakotsspítali: Alla daga 15-16 og 18.30-19. Barnadeild: Heimsóknartími annarra en foreldra er kl. 16- 17. — Borgarspítalinn í Fossvogi: Mánudaga til föstu- daga kl. 18.30 til kl. 19.30 og eftir samkomulagi. á laugar- dögum og sunnudögum kl. 15-18. Hafnarbúðir: Alla daga kl. 14-17. — Hvítabandið, hjúkrunardeild og Skjól hjúkrunarheimili. Heimsóknartími frjáls alla daga. Grens- ásdeild: Mánudaga til föstudága kl. 16-19.30 — Laugar- daga og sunnudaga kl. 14-19.30. — Heilsuverndarstöð- in: Heimsóknartími frjáls alla daga. Fæðingarheimili Reykjavíkur: Alla daga kkl. 15.30-16.30. — Kleppsspít- ali: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16 og kl. 18.30 til kl. 19.30. — Flókadeild: Alla daga kl. 15.30 til kl. 17. — Kópavogs- hælið: Eftir umtali og kl. 15 til kl. 17 á helgidögum. — Vífilsstaðaspítali: Heimsóknartími daglega kl. 15-16 og kl. 19.30-20. — St. Jósefsspítali Hafn.: Alla daga kl. 15-16 og 19-19.30. Sunnuhlíð hjúkrunarheimili í Kópa- vogi: Heimsóknartími kl. 14-20 og eftir samkomulagi. Sjúkrahús Keflavíkurlæknishéraðs og heilsugæslu- stöðvar: Neyðarþjónusta er allan sólarhringinn á Heilsu- gæslustöð Suðurnesja. S. 14000. Keflavík - sjúkrahúsið: Heimsóknartími virka daga kl. 18.30—19.30. Um helgar og á hátíðum: Kl. 15.00-16.00 og 19.00-19.30. Akur- eyri — sjúkrahúsið: Heimsóknartími alla daga kl. 15.30 -16.00 og 19.00-20.00. Á barnadeild og hjúkrunardeild aldraðra Sel 1:'kl. 14.00-19.00. Slysavarðstofusími frá kl. 22.00-8.00, s. 22209. BILANAVAKT Vaktþjónusta. Vegna bilana á veitukerfi vatns og hita- veitu, s. 27311, kl. 17 til kl. 8. Sami sími á helgidögum. Rafmagnsveitan bilanavakt 686230. Rafveita Hafnarfjarðar bilanavakt 652936 SÖFN Landsbókasafn íslands: Aðallestrarsalur opinn mánud. — föstud. kl. 9-19, laugard. kl. 9-12. Handritasalur mánud.-föstud. kl. 9-17 og útlánss|lur. (vegna heimlána) sömu daga kl. 13-16. Háskólabókasafn: Aðalbyggingu Háskóla íslands. Opiö mánudaga til föstudaga kl. 9-19. Upplýsingar um útibú veittar í aðalsafni, s. 694326. Borgarbókasafn Reykjavíkur: Aðalsafn, Þingholtsstræti 29a, s. 27155. Borgarbókasafnið í Gerðubergi 3-5, s. 79122. Bústaðasafn, Bústaðakirkju, s. 36270. Sólheima- safn, Sólheimum 27, s. 36814. Ofangreind söfn eru opin sem hér segir: mánud. — fimmtud. kl. 9-21, föstud. kl. 9-19, laugard. kl. 13-16. Aðalsafn — Lestrarsalur, s. 27029. Opinn mánud. — laugard. kl. 13-19. Granda- safn, Grandavegi 47, s. 27640. Opið mánud. kl. 11-19, þriðjud. — föstud. kl. 15-19. Bókabilar, s. 36270. Við- komustaðirvíðsvegarum borgina. Sögustundirfyrir börn: Aðalsafn, þriðjud. kl. 14-15. Borgarbóltasafnið í Geröu- bergi fimmtud. kl. 14-15. Bústaðasafn miðvikud. kl. 10-11. Sólheimasafn, miðvikud. kl. 11-12. Þjóðminjasafnið: Opið þriöjudaga, fimmtudaga, laugar- daga og sunnudaga frá kl. kl. 11-16. Árbæjarsafn: Safnið er opið fyrir hópa og skólafólk eftir samkomulagi frá 1. okt.—31. maí. Uppl. í síma 84412. Akureyri: Amtsbókasafnið: Mánud.—föstud. kl. 13-19. Nonnahús alla daga 14-16.30. Náttúrugripasafnið á Akureyri: Opiö sunnudaga kl. 13-15. Norræna húsið. Bókasafnið. 13-19, sunnud. 14-17. Sýn- ingarsalir: 14-19 alla daga. Listasafn íslands, Fríkirkjuvegi. Sýningar opnar til 16. des. Sovésk samtímalist og ísl. verk í eigu safnsins. Opið alla daga nema mánudaga kl. 12-18. Safn Ásgríms Jónssonar: Sýning á Reykjavíkurmyndum Ásgríms Jónssonar. Opin sunnud., þriðjud., fimmtud. og laugard., fram til 1. febrúar. Húsdýragarðurinn: Opinn virka daga, þó ekki miðviku- daga, kl. 13-17. Opinn um helgar kl. 10-18. Listasafn Einars Jónssonar: Lokaö desember og jan- úar. Höggmyndagarðurinn opinn daglega kl. 11-16. Kjarvalsstaðir: Opið alla daga vikunnar kl. 11-18. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Laugarnesi: Opið laug- ardaga og sunnudaga kl. 14-17. Þriðjudaga 20-22. Kaffi- stofa safnsins opin. Sýning á andlistsmyndum. Myntsafn Seðlabanka/Þjóðminjasafns, Einholti 4: Opið sunnudaga milli kl. 14 og 16. S. 699964. Náttúrugripasafnið, sýningarsalir Hverfisg. 116: Opnir sunnud. þriðjud. fimmtud. og laugard. 13.30-16. Náttúrufræðístofa Kópavogs: Opin á sunnudögum, mið- vikudögum og laugardögum kl. 13.30-16. Bókasafn Kópavogs, Fannborg 3-5: Opið mán.—föst. kl. 10-21. Lesstofan kl. 13-19. Byggðasafn Hafnarfjarðar: Opið laugardaga og sunnu- daga kl. 14-18 og eftir samkomulagi. Sími 54700. Sjóminjasafn íslands Hafnarfirði: Opiö laugardaga og sunnudaga kl. 14-18. Sími 52502. Bókasafn Keflavíkur: Opið mánud.-fimmtud. 15-19. Föstud. 15-20. ORÐ DAGSINS Akureyri s. 96-21840. Reykjavík sími 10000. SUNDSTAÐIR Sundstaðir í Reykjavík: Sundhöllin: Mánud. — föstud. kl. 7.00-19.00. Lokað í laug 13.30-16.10. Opið í böð og potta. Laugard. 7.30-17.30. Sunnud. kl. 8.00-15.00. Laug- ardalslaug: Mánud. — föstud. frá kl. 7.00-20.30. Laugard. frá kl. 7.30-17.30. Sunnudaga frá kl. 8.00-17.30. Vestur- bæjarlaug: Mánud. — föstud. frá kl. 7.00-20.30. Laugard. frá kl. 7.30-17.30. Sunnud. frá kl. 8.00-17.30. Breiðholts- laug: Mánud. — föstud. frá kl. 7.00-20.30. Laugard. frá 7.30-17.30. Sunnud. frá kl. 8.00-17.30. Garðabær: Sundlaugin opin mánud.-föstud.: 7.00-20.30. Laugard. 8.00-17 og sunnud. 8-17. Hafnarfjörður. Suðurbæjarlaug: Mánudaga — föstudaga: 7.00-21.00. Laugardaga: 8.00-18.00. Sunnudaga: 8.00- 17.00. Sundlaug Hafnarfjarðar. Mánudaga — föstudaga: 7-21. Laugardaga. 8-16. Sunnudaga: 9-11.30. Sundlaug Hveragerðis: Mánudaga — fimmtudaga: 7-20.30. Föstudaga: 7-19.30. Helgar: 9-15.30. Varmárlaug í Mosfellssveit: Opin mánudaga — fimmtud. kl. 6.30:8 og 16—21.45, (mánud. og miðvikud. lokað 17.45—19.45). Föstudaga kl. 6.30-8 og 16—18.45. Laug- ard.aga kl. 10-17.30. Sunnudaga kl. 10-15.30. Sundmiðstöð Keflavíkur: Opin mánudaga — föstudaga 7-21, Laugardaga 8-18. Sunnudaga 9-16. Sundlaug Kópavogs: Opin mánudaga — föstudaga kl. 7-9 og kl. 17.30-19.30. Laugardaga kl. 8-17. Sunnudaga kl. 9-16. Kvennatímar eru þriðjudaga og miðvikudaga kl. 20-21. Síminn er 41299. Sundlaug Akureyrar er opin mánudaga — föstudaga kl. 7-21, laugardaga kl. 8-18, sunnudaga 8-16. Sími 23260. Sundlaug Settjarnarness: Opin mánud. — föstud. kl. 7.10-20.30. Laugard. kl. 7.10-17.30. Sunnud. kl. 8-17.30.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.