Morgunblaðið - 16.12.1990, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.12.1990, Blaðsíða 26
NOKKURS KONAR kennslubók fyrir laxveiðimenn sem Ólafur E. Jó- hannsson fréttamaður hjá Stöð 2 hefur skrifað, er nýkomin út hjá Fróða hf. I bókinni er gerð grein fyrir öllum hefðbundnum veiðiaðferð- um sem notaðar eru við að veiða lax á stöng og einnig er lýst tækjum og tólum sem notuð eru, laxinum sjálfum og hegðan hans, hvar búast megi við að laxar liggi í hyl og fleiru. Gerð er grein fyrir flestu því sem laxveiðimenn verða að kunna skil á og birtar litmyndir af aflasæl- ustu veiðiflugunum undanfarin ár. í bókinni er fjöldi ljósmynda og skýringarteikninga. Uppbygging bókarinnar er óvenjuleg að því leyti, að leitað er upplýsinga hjá mörgum snjöllustu laxveiðimönnum lands- ins og miðla þeir af reynslu sinni í bókinni eftir því sem tilefni er til. Hér á eftir er gripið niður á nokkrum stöðum í Leyndardómum laxveið- anna, annars vegar þar sem fjallað er um fluguveiðitækni og hins vegar þar sem rætt er um hvernig veiða eigi á maðk. Fallegur lax háfaður í Laxá í Aðaldal. Lj6smynd/RH 26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1990 LEYNDARDOMAR LAXVEJDANNA Kennslubók fyrir laxveiðimenn eftirÓlafE. Jóhannsson Túnhylur í Vesturá í Miðfirði er með fallegustu fluguveiðistöðum landsins. Að veiða á flugu - Að koma að hylnum Eitt af höfuðatriðunum við veiðar með flugu og raunar með hvaða agni sem er, er að koma rétt að hylnum. Menn verða að nálgast hyl- inn úr réttri átt og gera sér grein fyrir hvar á að hefja veiðamar. Það reynist oft vel að byija aðeins ofan við hylji. Þar geta legið laxar sem gengið hafa upp úr hylnum og ákveð- ið að halda ekki lengra í bili, en leggj- ast þess í stað við steina eða annað skjól sem þar kann að vera. Gott er að kasta fyrst nálægt landi, ekki síst á morgnana. Þá ligg- ur laxinn oft upp við landsteinana. Alls ekki má byija á að vaða og fyr- ir alla muni láta lítið fyrir sér fara og reyna að falla inn í umhverfið. Ef hylurinn er lygn og viðkvæmur og notuð er flotlína, er um að gera að hafa tauminn í lengra lagi. Styttri taumamir era notaðir með sökklín- um. En þegar veitt hefur verið næst landi ogjafnvel þeirfiskarteknirsem þar hafa leynst, er hægt að halda á dýpri mið og jafnvel vaða út í. Það er þó ekki æskilegt að vaða ef hægt er að komast hjá því. Eins og fyrr er getið er nauðsyn- legt að koma rétt að hylnum. En hvað svo? Hvað ber að hafa í huga? Vilhjálmur Lúðvíksson ber sig þannig að: „Þegar ég kem að hyl leita ég eftir hreyfingu, skyggni hyl- inn ef hægt er en tek enga áhættu og gæti þess að fara ekki of ná- lægt. Ég held að fluguveiði sé við- kvæmari fyrir traflun en maðkveiði. Fiskur sem orðið hefur fyrir truflun er ekki líklegur til þess að elta flug- una og taka hana. Það er sennilegra undir slíkum kringumstæðum að fiskurinn taki þegar maðki er rennt að honum og hann þarf ekki annað en að opna kjaftinn til þess að taka agnið. Að elta flugu og taka hana er meiri ákvörðun, meira átak fyrir fiskinn en að taka maðk. Maðkurinn er orðinn mikiu meira návígi og fisk- urinn verður að taka mjög eindregna ákvörðun um það, hvort hann eigi að færa sig frá legustaðnum eða að taka agnið,“ segir Vilhjálmur og af hans orðum má ráða að fluguveiði- menn þurfa að vera gætnari ef eitt- hvað er, en aðrir stangaveiðimenn á laxveiðum. Nokkur dæmi um aðferðir Mismunandi er hvernig menn kasta fyrir fiskinn til þess að ná þessu markmiði, en víst er að því þverar sem kastað er á hylinn, því hraðar flýtur flugan fram hjá fiskin- um. Hægt er að draga veralega úr hraða flugunnar ef bugnum sem straumurinn myndar á línuna er velt andstreymis, þannig að hún dragi ekki fluguna með sér á rekinu. Flest- ir kasta á bilinu 30 til 45 gráður undan straumi og margir kasta þvert á strauminn. Garðar H. Svavarsson kastar iðulega því sem næst 60 gráð- ur undan straumi og veiðir oftast öðrum mönnum meira. Það er víst að með því að kasta svona mikið undan straumi, nær hann hægara rennsli á fluguna. Gæti það verið ein skýringin á góðum árangri? Raunar hefur hann fluguna stund- um alveg kyrra, að öðra leyti en því að hann tifar toppnum á stönginni létt, til þess að gæða agnið lífi í vatninu. Þegar Garðar veiðir með þessari aðferð, mælir hann með því að nota flugur með löngum háram, eins og Black Sheep, Frances eða Collie Dog og jafnvel litlu túpurnar og víst er að slíkar fiugur era líflegri í vatninu en flugur með stuttum væng, að ekki sé talgð um fjaðraflug- urnar. Orri Vigfússon kýs að veiða með annarri aðferð en Garðar og hefur hún reynst honum vel. Orri hefur mótað sér skýrar kennisetningar um veiðarnar og framfylgir þeim með góðum árangri. Hann lýsir sinni að- ferð þannig og til hægðarauka er gert ráð fyrir jafnstreymi í hinum ímyndaða hyl, því annars beitir Orri aðferðinni aðeins á þá hluta hylsins sem hann telur lax liggja (nema hvað): „Ég byija með stutt köst og vanda framsetninguna. Ég kasta nokkurn veginn þvert á strauminn, kannski 10 til 15 gráður niður á við og þannig tekur straumurinn línuna og færir hana niður. Vegna þess að straumurinn tekur línuna fyrst og færir hana niður fyrir fluguna sem þá dregst á eftir, verður að leiðrétta línuna örlítið með því að velta bugn- um sem straumurinn myndar and- streymis, áður en flugan fer að virka í vatninu. Þegar búið er að ná slakan- um af og beint samband er komið á við fluguna, er þetta mjög veiðin aðferð. Ég fer fyrst nákvæmlega yfir þann hluta hylsins sem næstur mér er, en síðan lengi ég köstin og reyni við þá fiska sem utar liggja," segir Orri. „Ég hef oft séð menn byija á því að kasta allt of langt, yfir strauminn eða jafnvel alveg að bakkanum hin- um megin. Mín kenning er sú að almennt kasti íslenskir fluguveiði- menn allt of langt við veiðamar og hugsi of mikið um falleg köst. Til- gangurinn með kastinu er að veiða og best er ef menn geta látið eitt kast duga. Menn eiga heldur ekki að reyna að kasta lengra en þeir geta. Það er miklu erfiðara að egna laxinn með flugunni ef hann er mjög langt frá, það er almenna reglan. Aðalmálið er að kasta nálægt laxin- um og með minni aðferð kem ég flug- unni á framfæri við fleiri laxa og þeir sjá agnið með fjölbreytilegri hætti en þegar beitt er hefðbundnum aðferðum. Mín reynsla er líka á þann veg að laxinn nær betur flugum sem kastað er þvert á strauminn en þeim sem kastað er meira undan straumi," segir Orri. Vilhjálmur Lúðvíksson beitir sérs- takri tækni þegar hann kastar flugu fyrir lax og er hans aðferð grundvöll- uð á áratugalangri reynslu við lax- veiðar. Aðferð Vilhjálms byggist á því að nota straumrásir og ólgur sem myndast af steinum á botninum sem laxinn liggur gjarnan í og gera físk- inum þar bilt við og svipar aðferð hans mjög til aðferðar Orra Vigfús- sonar. Vilhjálmur gerir svo grein fyrir því hvernig hann egnir lax til töku: „Það er mismunandi hvaða aðferð ég beiti og fer það eftir því hvort ég veit hvar fiskurinn er í hyln- um, eða hvort ég kem að hyl sem ég veit ekki hvort nokkur fiskur er í. Ljósmynd/RH Þórarinn Sigþórsson á veiðum í Laxá í Kjós. Þórarinn er einn þeirra veiðimanna sem miðla af reynslu sinni í bókinni. Ef ég veit ekki hvar fiskurinn ligg- ur, ef ég hef ekki skyggnt hylinn, — þá velti ég straumlaginu fyrir mér. Ég reyni að lesa strauminn og átta mig á því hvar líklegast er að fiskur sé undir. Flestir veiða þannig að þeir kasta skáhallt undan straumi og kasta flugunni á hylinn með kerf- isbundnum hætti. Þetta er góð að- ferð þegar menn vita lítið um hvar fiskurinn er í hylnum og sjálfsagt að nota hana þá, en með þessum hætti næst mikil yfirferð og tryggt að flestir eða allir fiskarnir í hylnum sjá fluguna. Ég vil þó miklu fremur finna rétt straumkast sem ég tel að fiskur liggi við og beita þar allri at- hygli minni til þess að ná honum. Mér finnst skemmtilegt að nota straumkast af steinum til þess að mynda spennu. Það er undarlega oft hægt að gera fiski bilt við, þannig að hann standi skyndilega frammi fyrir þeirri ákvörðun að taka fluguna eða ekki. Og oft ákveður hann í skyndingu að taka agnið. Stundum kasta ég upp í strauminn og læt flug- una reka að steininum og dreg síðan fluguna hratt yfir steininn eða fyrir framan hann, þá grípur laxinn flug- una furðulega oft og gjarnan með Bókarhöfundur með fallegan lax úr Álftá á Mýrum. miklu offorsi. Ég álít að hann geri það vegna þess að flugan birtist óvænt og kemur honum úr jafn- vægi. Hann þarf að taka skyndilega ákvörðun um það hvort hann eigi að grípa hana eða láta hana eiga sig. Skemmtilegast er að eiga við fisk sem liggur á ákveðnum stað, til dæmis niður á broti og einbeita sér að honum,“ segir Yilhjálmur. „Ef fiskurinn kemur á eftir flug- unni en tekur hana ekki, þá skipti ég um_ flugu og smækka hana yfir- leitt. Ég hef ekki sett mér neinar sérstakar reglur um þetta og geri aðeins það sem andinn blæs mér í bijóst hveiju sinni. Ég missi mjög fljótt trúna á það sem ég er að gera ef ég þarf að þrákasta á hyl. Þess vegna skipti ég ferkar ört um flugu og með því móti get ég kastað lengi á sama hylinn og haft trú á því,“ segir Vilhjálmur. Maðkveiði - Hvar liggur hann? Ástæðan fyrir slæmu gengi margra óreyndra maðkveiðimanna og raunar þeirra reyndari líka, er að of margir þeirra gera sér næsta litla rellu út af því sem gerist eftir að maðkurinn er horfinn undir vatns- yfirborðið og þar til fískurinn tekur. Það hendir því miður vonum sjaldn- ar, eins og við vitum allir sem gam- an höfum af veiðiskap. En hver er galdurinn við maðk- veiði og hvað er það sem skiptir mestu máli? Þórarinn Sigþórsson er einhver fremsti stangaveiðimaður hér á landi og að margra mati snill- ingur með maðkinn. Hann segir: „Það skiptir mestu að sjá fískinn, eins og flestir halda, þó auðvitað hjálpi það alltaf. Árnar geta verið skolaðar og þá er til lítils að geta aðeins veitt þegar fiskurinn sést. Nei, mikilvægast er að vita hvar fisk- urinn ætti að liggja, að sjá á vatninu hvar fiskur á að vera og að koma beitunni að honum á réttan hátt. Auðvitað leita ég alltaf eftir því að sjá fiskinn, ef aðstæður bjóða upp á það, en þá gildir það að fara að með sérstakri gát, því laxarnir í hyln- um geta verið afskaplega viðkvæmir. Til dæmis getur göngufískur alveg hætt að taka ef hann verður manns var og styggist. Þá getur hreinlega tekið fyrir alla töku í hylnum. En þegar menn eru búnir að vera í lax- veiðum í nokkurn tíma þá byggja þeir upp reynslu og læra smám sam- an hvar líkur eru á að fiskurinn liggi. í raun heldur lax sig alltaf á svipuð- um slóðum í ánni, án tillits til þess hver áin er,“ segir Þórarinn. Af þessu má ráða að í grundvallar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.