Morgunblaðið - 16.12.1990, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 16.12.1990, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1990 43 Níu iðnfulltrúar ráðnir til starfa Menntamálaráðuneytið hefur nýlega gengið frá ráðningu níu iðnfulltrúa í hlutastörf skv. ákvæðum reglugerðar um framhaldsskóla. Hlutverk iðnfulltrúa er að leið- beina um gerð námssamninga og staðfesta þá. Hann á einnig að veita hlutaðeigandi upplýsingar um framkvæmd þeirra og vera téngilið- ur skóla og atvinnulífs um iðn- menntun. Hér er ekki um ný störf að ræða því iðnfulltrúar hafa starfað árum saman skv. eldri lögum en nú er lögð meiri áhersla á fræðslu- og upplýsingastörf þeirra en verið hef- ur bæði fyrir nemendur, skóla og atvinnulífið. Þeir eiga að fýlgjast með þróun í iðnaði og iðnfræðslu og vera samráðsaðilar varðandi kynningar grunnskóla á námi og störfum í iðnaði. Eftirtaldir hafa verið ráðnir iðn- fulltrúar: Fyrir Reykjanes: Sturlaugur Ólafsson, húsasmíðameistari og kennari-við Fjölbrautaskóla Suður- nesja, Keflavík. Fyrir Hafnarfjörð: Stefán V. Þorsteinsson, raftæknir og kennari í Iðnskólanum í Hafnar- firði. Fyrir Vesturland: Óskar Arn- órsson, vélvirki, Akranesi. Fyrir Vestfirði: Tryggvi Sigtryggsson, vélvirkjameistari. Fyrir Norðurland vestra: Eiður ' K. Benediktsson, vélsmíðameistari og kennari við Fjölbrautaskólann á Sauðárkróki. Fyrir Norðurland eystra: Jónas Stefánsson, blikk- og rennismíða- meistari og kennari við Verk- menntaskólann á Akureyri. Fyrir Austurland: Jón S. Einarsson, hús- asmíðameistari og kennari við Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaupstað. Fyrir Suðurland: Trausti Gíslason, vélvirki og kenn- ari við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Fyrir Vestmannaeyjar: Höskuldur Kárason, vinnueftirlits- maður í Vestmannaeyjum. í Reykjavík gegnir Vilborg Guð- steinsdóttir starfi iðnfulltrúa og hefur hún jafnframt yfirumsjón með störfum iðnfulltrúanna á öllu landinu. Hún hefur aðsetur í menntamálaráðuneytinu. Rosenthal Góð gjafahugmynd birtist í fegurð kristalsins. Gleður vinar hjarta. Nyborg;# Ármúla 23, sími 83636 HITACHI EF HITACHl VÆRI BÍLL, ÞÁ VÆRI HITACHI - BENZ...! En þú þarft ekki að eiga fyrir Benz - til að eiga fyrir Hitachi. Hjá Rönning í Sundaborg 15 fœrðu hágœða Hitachi tœki á frábœru verði og með Munaláni getur þú dreift greiðslum í allt. að 30 mánuði og eignast því ekta Hitachi -sjónvarp, -tökuvél eða -myndbandstœki strax. BAÐHENGI BAÐMOTTUR BAÐHERBERGISÁHÖLD Veggfóðrarinn býður eitt mesta úrval landsins af baðmottum og baðhengjum. Nýkomin stór sending af hinum vönduðu þýsku Diisselplast vörum. Einnig baðherbergis- áhöld í 5 litum - handklæða- slár og fleira. Líttu við og skoðaðu úrvalið. VEGGFÓÐRARINN | VERSLUN MEÐ GÓLF- OG VEGGEFNI : FÁKAFEN 9 • SKEIFUNNI • 108 REYKJAVÍK 1 SÍMAR: (91) - 687 1 71 / 687272 NÁTTÚRULÆKNINGAFÉLAG ÍSLANDS, ásamt HEILSUHÚSINU og Veitingastofunni Á NÆSTU GRÖSUM, hefur gefið út bækling með uppskriftum að Ijúffengu heilsufæði. í bæklingnum er að finna uppskriftir að forréttum, aðalréttum og eftirréttum auk fróðleiks um meðferð og suðu bauna, fram- leiðslu ólívuolíu og töflu með upplýsingum um næringargildi helstu fæðutegunda. Litmyndir fylgja uppskriftunum. Bæklingurinn er sérútgáfa tímaritsins HEILSUVERND sem gefið er út af Náttúrulækningafélaginu. Hann er seldur i öllum helstu verslunum með heilsufæði, bóksölum og ýmsum matvöruverslun- um og kostar kr. 250,-.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.