Morgunblaðið - 16.12.1990, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.12.1990, Blaðsíða 20
MORGtJNBLAÐIÐ SUNNÚDAGUR Í6. DESEMBÉR Í990 10 Gils Guðmundsson ritstjóri hefur tekið saman mikið verk um þjóðskáldið og at-- hafnamanninn Einar Bene- diktsson, og nefnist bók hans Væringinn mikli - ævi og örlög Einars Benedikts- sonar. Margt hefur verið skrifað um þennan stór- brotna og fjölhæfa jöfur orða og athafna, sem oft var langt á undan samtíð sinni. Hér er því víða leitað fanga til að fá sem fyllsta mynd af þeim Islendingi sem var stærri í sniðum en flestir samtíðarmenn hans. Vær- inginn mikli var skáld og framkvæmdamaður, draum- óramaður og ofurhugi, og Gils rekur sögu hans ítar- lega frá bernsku til æviloka. Þar ríkti aldrei lognkyrrð. Nokkrir kaflar úr bókinni fara hér á eftir. Heimili í upplausn ... Þetta ár og hið næsta keyrði um þverbak hjá Benedikt Sveins- syni. Þégar hér var komið sögu var hann einatt á ferð og flugi og stað- næmdist vart heima hjá sér stund- inni lengur. Eirðarleysi, drykkju- skapur og önnur óregla einkenndi allt hans framferði. Hann fór hvað eftir annað til útlanda, ýmist út af málaferlum sínum eða í sambandi við ýmis stórvirki, sem hann hafði á prjónunum. Meðal þeirra má nefna öflun fjár til að hefja blaðaútgáfu og prentsmiðjurekstur, draumsýnir um stórfelld verslunarviðskipti við Norðmenn og miklar samgöngubæt- ur á sjó, kostaðar af norsku fé. Þeg- ar heim kom, lagði hann upp í langa leiðangra innanlands til að safna liði og fjárstyrk til stuðnings áformum sínum og baráttumálum. Og þess á milli sat hann langtímum saman í Reykjavík. Allar voru þessar hugd- ettur og fyrirætlanir meiri eða minni skýjaborgir, með lítil tengsl við raun- veruleikann. Meðan þessu fór fram mátti hús- freyja Benedikts hins vegar sitja með börn sín ung að Elliðavatni, við þröngan fjárhag og búskap í algerri upplausn. Eins og fyrr segir mun hún á sínum tíma hafa verið algerlega mótfallin því að flytja úr höfuðstaðn- um og taka að sér búsforráð í sveit. Para af því sögur, að hún hafi alla tíð verið óánægð á Elliðavatni. Kom þar margt til, erfiðleikar í samskipt- um við vinnufólk, þröngur efnahagur er á leið, en þó öðru fremur hátterni húsbóndans. Loks kom þar, að þolin- mæði Katrínar var með öllu þrotin. Vorið 18-72, eftir 13 ára hjónaband, flytur hún frá Elliðavatni til Reykja- víkur, og krefst jafnframt skilnaðar. Einar Benediktsson um sextugt. Þá mun Benedikt hafa verið lagður af stað í enn eina utanferðina. Katr- ín Einarsdóttir var nú þrítug og kom- in langt á leið að síðasta bami þeirra hjóna. Leitaði hún fyrst skjóls hjá Þorbjörgu ljósmóður mágkonu sinni, systur Benedikts. Þar ól hún svein- barn í júlímánuði, og hlaut það nafn- ið Ólafur Sveinar Haukur. Ekki varð dvöl Katrínar löng hjá Þorbjörgu. Munu þær mágkonur ekki alls kostar hafa átt skap saman þegar til lengd- ar lét. Settist Katrín að í næsta húsi, Litla Holti, og bjó þar í nokkur ár. Að Elliðavatni kom hún aldrei eftir þetta. í skilnaðarmáli þeirra hjóna leitaði prestur sátta, svo sem Iög gerðu ráð fyrir. En í stað þess að málið færi síðan fyrir sáttanefnd var haldinn sáttafundur hjá Hilmari Finsen stift- amtmanni. Fór hann fram 14. des- ember 1872, og var þar ákvörðun tekin um skilnað Katrínar og Bene- dikts að borði og sæng og svofellt samkomulag gert milli þeirra: Sátt var reynd milli þeirra hjóna til framhalds hjónabandssambúðar en árángurslaust og bæði óskuðu hjónabandssambúð slitið. Með tilliti til fjárskipta með þeim tjáðust þau vera ásátt um meðfylgjandi skilmála; að maðurinn taki við búi þeirra með öllum skuldum, sem á því hvíla, og að maðurinn skuldbindur sig til að borga henni 15 ríkisdali mánaðarlega frá 1. október þessa árs, að börga fyrsta dag hvers mánaðar um separ- ations tímann, samt um sama tíma að leggja henni kýrfóður af heyi ár- lega hér á staðnum. Af sameiginleg- um bömum hjónanna verða tvö hin elstu hjá manninum, hin tvö hjá kon- unni. Þegar þessir atburðir gerðust, var Einar Benediktsson á áttunda aldurs- ári. Steingrímur J. Þorsteinsson seg- ir: Það lætur að líkum, að uppeldis- áhrif þau, sem Einar Benediktsson bjó við á Elliðavatni fyrsta áratug ævi sinnar, hafa engan veginn verið eins og best yrði á kosið, Vegna heimilisóreiðunnar átti Einar meiri mök en ella hefði orðið við vinnufólk- ið, misjafnt eins og gengur, og hlýddi mjög á tal þess og sögur, sem voru ekki allar fallnar til bamafræðslu. Sagði Einar eitt sinn á elliárum sín- um, er honum varð tilrætt um orð- bragð þessara fóstra sinna. „Held- urðu að þetta hafi haft góð áhrif á mig? Eg, sem var allur eitt skilning- arvit!“ Um eitt af hjúum föður síns á Elliðavatni orti Einar fyrstu vísuna sem til er eftir hann. Þá hefur hann að líkindum verið átta ára gamall. Jósep hét einn vinnumanna Bene- dikts, hinn mesti matmaður. Um hann kvað Einar: Jósep er og hundur hans hungraðir að vana, seggur þessi sunnan lands segist kominn að bana. Síðasta vetur Katrínar á Elliða- vatni var Jón Ólafsson skáld og rit- stjóri þar til heimilis. Var hann þá nýkominn úr vist sinni í Noregi, en þangað hafði hann flúið vegna mála- ferlanna út af íslendingabrag. Nú var Benedikt efst í huga að koma upp prentsmiðju á Elliðavatni og stofna blað. Skyldi Jón vera ritstjóri eða meðritstjóri við blaðið. Jafnframt var Jóni falið að veita börnum þeirra Benedikts og Katrínar tilsögn. Varð hann fyrsti kennari Einars, og sam- kvæmt kirkjubókum var Einar orðinn læs um jólaleytið 1871, þá sjö ára gamall. Árið eftir að Katrín hvarf að heim- an, kom Benedikt Einari fyrir hjá Grími Thomsen á Bessastöðum og Jakobínu konu hans. Dvaldist hann þar árlangt, enda mun heimilið á Elliðavatni þá hafa verið í algerri upplausn. í húsvitjunarbók Garða- prestakalls er talinn að Bessastöðum 1873 „Einar Benediktsson, tökupilt- ur, 9 ára, búinn“ (þ.e. að læra kver- ið)., Á Bessastöðum var Einari haldið strangt til vinnu, og hefur honum brugðið við eftir sjálfræðið á Elliða- vatni. Einar þótti rúmlatur, og fann vinnufólk á Bessastöðum að því við hann. Þá orti Einar: Vont er fólkið við mig hér, að vilja ekki lofa mér að lúra dálitið lengur. Fara skal á fætur samt, forlaganna þiggja skammt eins og duginn drengur. Grímur bóndi og skáld var strang- ur húsbóndi og hirtingasamur. Eftir Bessastaðadvölina lá Einari hlýrra orð til frú Jakobínu en Gríms. Öðrum þræði hafa þau hjón komið fram við Einar fremur sem fósturson en töku- barn, létu hann jafnan matast með gestum er þá bar að garði, svo og þegar boð voru haldin. Virti Einar það við Grím æ síðan. ... Nú hófst námsferill Einars Benediktssonar. Undir skóla lærði hann einkum hjá séra Guttormi Vig- fússyni á Svalbarði í Þistilfirði, síðar presti á Stöð í Stöðvarfirði, ágætum latínumanni. Einar var heilsuveill í æsku, og á Svalbarði veiktist hann hastarléga og lá vetrarlangt og fram á sumar. Upp frá því var hann aldr- ei heilsuhraustur. Bæði var hann veill fyrir brjósti og gekk með sulla- veiki, sem hann losnaði að líkindum aldrei við til fulls. Á efri árum nefndi Einar þessi veikindi sín við Svein Benediktsson framkvæmdastjóra. Sveinn segir: Einar ræddi nokkrum sinnum um sullaveiki, sem hann hefði sýkst af á bemskuskeiði á Elliðavatni. Kenndi hann um sóðaskap vinnufólksins eft- ir að foreldrar hans skildu. Sagði hann að hundar hefðu verið látnir sleikja askana, eins og þá mun ekki hafa verið óalgengt hér á landi. Af þessum sökum hafði hann sýkst af sullaveiki og liðið miklar þjáningar og átt við langvarandi vanbeilsu að stríða af hennar völdum. Man ég að hann sagði, að hann gengi enn með steingerða sulli. Vorið 1878 var Einar fermdur í Húsavíkurkirkju. Við það tækifæri er honum gefinn þessi vitnisburður í prestþjónustubók: „Les, kann og skilur ágætlega og hegðar sér dável.“ Ymsar sögur em til, sem lýsa sam- úð Einars og hjálpsemi við fátækt fólk og minni háttar, bæði frá æsku hans og fullorðinsárum. Eftirminni- leg er sagan sem Jakobína Jósías- dóttir segir frá fermingu Einars: Síðustu dagana fyrir fermingu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.