Morgunblaðið - 16.12.1990, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.12.1990, Blaðsíða 17
ál MBtimmiatim.mmmmW'&Ggmmiim LOKS í LEHI Götumynd frá Bagdad. „Svei mér þá ef ég botna í þér“. Hinn nafntogaði A1 Jadoni við mynd af foringjanum. Hamed Sa’eed vin minn. „Þú ert að koma frá Saleh þingforseta," sagði hann formálalaust og ég gat ekki betur skilið á orðum hans í þessu samtali sem að öðru leyti verður ekki rakið að sinni en hann hefði prívat og persónulega haft samband við að útvega mér samtal- ið enda er það eina skynsamlega skýringin á því hversu greiðlega gekk að fá að hitta Saleh. Þegar ég kom aftur til þingfor- setans morguninn eftir var hann heyrilega búinn að viða að sér að- skiljanlegum upplýsingum og bað mig _um svör við ýmsum til viðbót- ar. Eg sagði honum að vegabréfs- áritunin mín væri að renna út eftir nokkra daga og mig langaði mjög til að við Gísli gætum orðið sam- ferða út úr landinu næstkomandi sunnudag. „Ég veit ekki hvort það tekst en ég reikna með að það yrði þá ekki síðar en á mánudag." Gísli hafði sagt mér að Saleh þirigforseti þætti maður hreinn og beinn og gæfi afdráttarlausari yfir- iýsingar en ýmsir aðrir háttsettir menn í írak. Þar af leiðandi setti ég miðann minn í staðfestingu á sunnudagsvélinni, hét á Kolbrá dóttur mína að allt færi vel og það stóð heima að á laugardagskvöldið hringdi herra Jadoni. „íslendingur- inn fær að fara á morgun. Það var gengið frá pappírunum hans síðdeg- is,“ sagði hann og hann virtist bæði glaður og dálítið upp með sér. Morguninn eftir þegar ég kom í sendiráðið hafði Gísli fengið réttan stimpil, allt var klappað og klárt og langri og erfiðri bið hans var því að ljúka. Nú þegar ijölskyldan er sameinuð á ný hafa þau bæði sagt Birna og Gísli að þau vonist til að lífið fari að taka á sig eðli- legri mynd. Gísli sagði að það hefði haldið móralnum uppi -hjá sér að Stefanía Khalifeh, ræðismaður okk- af í Jórdaníu, hefði nánast hringt í hann daglega. Einnig hefði Finn- bogi Rútur Arnarson í utanríkis- ráðuneytinu verið óþreytandi að teija í hann kjark. Sömuleiðis hafa þau lofað mjög elskulegar móttökur íslensku sendiherrahjónarina í Lori- don sem buðu okkur að búa þar þegar tií London var komið og svo rausri Flugleiða í þeirra garð. Eftir að ég kom heim og fór að lesa um málið hefur mér fundist gæta nokkurs misskilnings á þá leið að utanríkisráðuneytið hafi beitt áhrifum sínum á æðstu stöðum fyrir Gísla. Saieh þingforseti kann- aðist ekki við að neitt bréf sem snerti mál íslendingsins hefði borist til Aziz, hann myndi vita um það. Þegar sendiherra Jórdaníu kom hingað 5. désember var honum af- hent bréf frá ráðuneytinu og annað ritað af forseta íslands til Husseins Jórdanfukonungs. Þá var orðið ljóst Á leið heim, loksins. Gísli og Birna á Heathrow-flugvelli, Saadi Mehti Saleh þingforseti. Kvöldverðarboð hjá Stefanlu eftir komuna til Amman, víð borðsenda Stefanía og Mohammed Khalifeh og t.v. Birna Hassan, Magnús Hallgrímsson starfsm. Rauða krossins, Guðríður Baara (horfir ekki í myndavélina): Mohammed á vinstri hönd er Sami Issah, maður Kristínar Kjartánsdóttur, og loks Gísli Sigurðsson. og hafði komið fram í Morgunblað- inu að það væri aðeins dagaspurn- ing hvenær Gísli Sigurðsson fengi fararleyfi. Það skal ekki dregið í efa af minni hálfu að ráðuneytið, einkum Finnbogi Rútur Arnarson, hafi unn- ið vel og dyggilega. En það var aldrei haft beint samband við íraska aðila í Bagdad. Þó var löngu Íjóst að bréfaskriftir eða sendinefndir til ákveðinna valdamanna í Bagdad voru líklegri til árangurs eða eins og þingforseti sagði að þeir vildu að talað væri við þá milliliðalaust. Meginmálið er nú að Gísli Sigurðs- son hefur fengið frelsi og er kominn til fjölskyldu sinnar. En rétt á að vera rétt og þyí er vikið að þessu hér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.