Morgunblaðið - 16.12.1990, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 16.12.1990, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1990 SVERRIR 06 Hjá Hörpuútgáfunni er komin út Þá hló þingheimur, þar sem þeir leggja saman Arni Johnsen og Sigmund í sögnum, kviðlingum og skopmyndum af íslenskum stjórnmálamönnum. Hér fer á eftir lýsing Sverris Hermannssonar á viðureign hans við lyftu eina á ein- hverju virðulegasta hóteli Norðmanna: Við látum einnig fljóta með frásögn af viðskiptum þeirra Halldórs Blöndals og Sverris. Sverrir Hermannsson Karlmannaskór Litur: Svartur Stærðir: 40-45 Verð: 3.495,- TOPP, VELTUSUNDI 1 21212 Sverrir Hermannsson er með allra bestu sögu- ji mönnum og ræður 1 jafnt við stuttar sög- ur sem langar. Ein af lengri sögunum sem ég hef heyrt Sverri segja frá því er hann festist í lyftu í einu af betri hótelum Oslóborgar. Ósjaldan þegar Sverrir segir sögur af skandinavískum atvikum, hefst sagan á því að han segir: „Eg þoli ekki þetta helvítis kjære brödre og venner, það er óþol- andi.“ En gefum sögumanninum orðið og látum hann komast á skrið í sögunni „Norska hissan“. „Það var hásumarið 1979 að til stóð að haida fund í Norræna menningarsjóðnum, en í stjórn hans átti ég sæti ásamt Birgi Thorlacius, ráðuneytisstjóra um sjö ára skeið af Islands hálfu. Tveir voru aðalmenn í stjóm sjóðs- ins frá hveiju landi, pólitíkus kos- inn á þingi Norðurlandaráðs og embættismaður, sem undantekn- ingarlítið var ráðuneytisstjóri menntamálaráðuneytis viðkom- andi lands. Fundinn skyldi halda í Röros, gamla koparnámubæn- um hæst í fjöllum upp af Aust- urdal. Og þessara erinda vorum )j við Birgir komnir til Oslóar og gistum á hóteli sem hét og heitir Globetrotte Hotel í nágrenni Fornebuflugvallar. Gistum við þar eina nótt, en í rauðabítið morguninn eftir var svo ráð fyrir gert að vinur okk- ar, Olav Hove, ráðuneytisstjóri Kirke- og undervisningsde- partementet, sækti okkur, en hann bauðst til að aka okkur alla leið til Rö- ros. Segir ekki fleira af að- draganda uppákomu minnar, en um morguninn snæddum við Birgir morgunverð, en að því búnu fór ég upp á herbergi mitt á 6. hæð að ná í föggur mínar. Ör- skömmu eftir að ég er lagður af stað niður í lyftunni, einsamall sem betur fór, snarstansar hún og ljós slokkna. Ég ályktaði sem svo, að rafmagn hefði farið af húsinu, en raunar veit ég ekkert um hvað kom fyrir. Ég sá enga ástæðu til að grennslast fyrir um það eftir á. En tíminn leið og ekkert gerð- ist. Ég hafði á mér eldspýtur og gat fylgst með klukkunni og sá hvar neyðartakkinn var. Að 10 mínútum liðnum hugsa ég með mér að skaðlaust sé að hringja eina neyðarhringingu, en enginn svaraði. Að korteri liðnu kvikna ljósin, en lyftan bifaðist ekki hvernig sem ég spilaði á takkana. Þá lagðist ég á neyðarbjölluna. Og viti menn: í hátalara í lyftunni kemur rödd sem spyr: „De ön- sker?“ Ég sagði manninum að ég ósk- aði eftir að því komast út úr „hisg- en“, einsog fyrirbrigðið heitir á norsku. „Hvad mener De?“ spurði röddin. Ég reyndi að gera manninum skiljanlegt hvernig högum mínum væri háttað. „Et öjeblik", sagði röddin og hvarf. Og ekkert gerðist um langa Halldór Blöndal hríð. Ég heyrði fólk einhvers stað- ar í námunda við hissuna vera að spjalla saman um daginn og veg- inn og prísa veðurblíðuna, sem var mikil í Osló þennan júlídag. Ég gerði enn eina tilraun með neyðarbjölluna og kurteis maður spurði: „De önsker?“ í hárri falsettu eins og Oslóbúar nota og er ekki traustvekjandi. „Jeg önsker at komme ud af hissen,“ svara ég með Oslóar- hreim. „Hvad mener De?“ Ég sagði honum skpðun mína tæpitungulaust. „Hvor finder De dem?“ „Jeg fínder mig i en hisse i Globetrottehotellet,“ svara ég. „Öjeblik," segir röddin og er farin. Svo kemur rödd sem kallar: „Hallo — hallo! Hvem er De?“ Ég segist vera Hermannsson fra Island. „Hvor er De?“ „Jeg er i en hisse i Globetrotte Hotel, sem stár fast. Hotellet er i udkanten af Oslo, i nærheten af Fornebuflyplass. De kan höre drönnen i jetmotorene nár maskin- er tager af og lander." Nú varð löng og ískyggileg þögn. Svo hvíslaði maðurinn: „Vil De vær sá venlig og gentage hvad De sagde?“ „Nej, ellers tak,“ svaraði ég í fússi. Þetta var farið að verða dálítið þreytandi, en þó tók alveg steininn úr þegar enn kom rödd í hátalar- ann sem spurði: „De önsker?“ „Viskí og soda, takk,“ svaraði ég og um leið setti að mér slíkan hlemmihlátur að ég var að vona að hissu-helvítið hökti af stað. Þá bað röddin Guð að hjálpa sér á nýnorsku og vakti það von mína um að ljós væri að renna upp fyr- ir fólkinu. Að það sæi að minnsta kosti nauðsyn þess að handsama þennan geðveika mann og koma honum af höndum sér. Nú kom kvartett í hátalarann og talaði hver upp í annan og sumir grátklökkir og spurðu enn hvar ég væri, á hvaða hæð eða milli hvaða hæða, hvað langur tími hefði liðið frá því hissan fór af stað þar til hún stoppaði, en ég hafði ekki hugmynd um neitt af þessu nema ég taldi mig enn alltaf vera í sömu hissunni, á þessu fræga hóteli, milli þess sem ég sagði þeim til andskotans á ís- lensku og vestfirsku. Raunar var þetta allt farið að líkjast fáránlega heimskulegum draumi. Nú var hálftími liðinn og vænti ég þess sagaúrbók- ínníþáhló þingheimur eítirárna Juhnsen að Hove og Birgir væru famir að undrast um mig. Nú tók frændþjóðin að berja utan hissu-göngin til að vita hvar í þeim hissan væri stödd og allt í einu heyrðist hol rödd langt að neðan eins og úr öðrum heimi, sem kallaði: „Kan De höre mig?“ Mér þótti betra að þeir skyldu þéra mig allan tímann, en röddin minnti mig skyndilega á anda- fundinn hjá Pétri Þríhrossi, þegar skúr prestsins kom fram og hafði fokið árið áður, en var orðinn að höll á gullsúlum hinumegin. Fór ekki á milli mála að þessa rödd átti maður sem kominn var inn í hissu-göngin neðst niðri í kjallara og var tekinn til við að kallast á við mig, hveiju svo sem það átti að þjóna. „Ja, det kan jeg godt,“ orgaði ég á móti, en maðurinn lét sér ekki segjast og hélt lengi og lát- laust áfram að hrópa: „Kan De höre mig?“ Og ef mér leiddist þófið og svaraði ekki, æpti hann í stjórnlausri örvænt- ingu hvort ég ikke kunne höre sig, hvað jeg kunne. Og tíminn leið. Nú tóku að berast hróp ofan frá. Þar hóf maður nokkur að brýna annan hástöfum á því að nú yrði hann að leggja sig allan fram og vinda upp hissuna. Og allt í einu tók hissan að skakast til og mjakast uppávið í smá rykkj- um. Og alltaf skrækti fyrirliðinn uppi hærra og hærra þar sem hann rak vinduþrælinn áfram til skiptis með hrósyrðum eða bull- andi skömmum. Éftir langa mæðu hafði hissan þokast upp á 4. hæð. Þá var kúbein notað til að spenna upp dyrnar og út stormaði hr. Hermannsson og gekk snúðugt með tösku sína niður stigann. Þar biðu þeir Birgir og Hove og var ekkert óvenjulegt á þeim að merkja, en fólkið í afgreiðsl- unni virtist allt lamað, náfölt og titrandi þegar ég bað um reikning- inn. Ung lítil stúlka gekk frá reikn- ingnum, en áður en hún rétti mér hann bætti hún þremur krónum við. „Jasá, sagði ég, „de tre kroner má vera hisse-lejen. Det er ikke mye for privatbrug af hissen i en hel time“. Litla stúlkan beygði af og er þetta í eina skiptið sem ég hef skammast min fyrir að hafa verið kuldalegur við Norðmenn. Svo héldum við til Röros þar sem Norðmenn grófu kopar úr jörðu í 333 4r samfleytt. — oOo — í þingveislu þegar Sverrir Her- mannsson var einn af forsetum orti Halldór Blöndal í tilefni þess að hreindýrakæfa var á boðstólum: Finnst mér Sverrir fremur snerrulegur og sýnist þunnur þrettándinn þegar þeir kæfa hreindýrin. Sverrir svaraði fyrir sig með eftirfarandi vísu: Þrumar hinn þekkti raftur þakkir í ljóði nettu. Hættu nú, Halldór kjaftur, hreindýrakæfu éttu. I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.