Morgunblaðið - 16.12.1990, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 16.12.1990, Qupperneq 47
47 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMÁ ÓESEMBER 1990 ATVIN N U A UGL YS ll\IGA R Sálfræðingar Hálf staða sálfræðings er laus til umsóknar hjá félaginu nú þegar eða eftir nánara sam- komulagi. Frekari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri félagsins í síma 15825 næstu daga milli kl. 8.30 og 10.00. Styrktarfélag vangefinna. Hafrannsókna- stofnunin Stöður útibússtjóra og eins sérfræðings við útibú Hafrannsóknastofnunarinnar á Akur- eyri eru lausar til umsóknar. Gert er ráð fyr- ir að útibúið starfi í nánum tengslum við Háskólann á Akureyri. Umsækjendur þurfa að hafa lokið háskóla- prófi á sviði hafrannsókna. Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf, sendist Hafrannsóknastofnuninni fyrir 10. janúar 1991. Hafrannsóknastofnunin, Skúlagötu 4, 101 Reykjavík, sími 20240. FJÓRÐUNGSSJÚKR AHÚSIP Á AKUREYRI Slysadeild Starfsfólk í heilbrigðisþjónustunni Við þörfnumst ykkar við uppbyggingu nýrrar slysadeildar, sem tekur til starfa 1. apríl 1991. Auk þess að flytjast í nýtt húsnæði, verður aukning og breyting á starfssviði deildarinnar. Við leitum að áhugasömu og hressu fólki til þes að undirbúa og síðan annast bráðamóttöku allan sólarhringinn á slysadeild FSA. Hjúkrunarfræðingar Lausar eru nokkrar stöður til umsóknar. Boðið verður upp á fræðslu í bráðahjúkrun og einstaklingsbundna aðlögun. Deildar- stjóralaunaflokkur fyrir 60% næturvaktir. Upplýsingar gefa Svava Aradóttir, hjúkrunar- framkvæmdastjóri, og Birha Sigurbjörnsdótt- ir, deildarstjóri, í síma 96-22100. Aðstoðarlæknir Starf aðstoðarlæknis við bæklunardeild FSA er lausttil umsóknarfrá og með 01.04.1991. Starfinu fylgir vinnuskylda við nýja slysadeild FSA á móti öðrum aðstoðarlækni bæklunar- deildar og aðstoðarlæknum handlækninga- deildar. Ráðningartími er 6-12 mánuðir, styttri tími kæmi þó til greina. Nánari upplýsingar gefur Júlíus Gestsson, yfirlæknir bæklunardeildar, í síma FSA 96-22100, eða heimasíma 96-21595. Starfsstúlkur Til umsóknaf eru stöður í almennum ræsting- um og stöður aðstoðarfólks á næturvaktir. Til greina kemur að ráða sérstaklega á 40-60% næturvaktir. Starfsfólk fær fræðslu og einstaklingsbundna aðlögun. Upplýsingar gefa Svava Aradóttir, hjúkrunar- framkvæmdastjóri, og Birna Sigurbjörnsdótt- ir, deildarstjóri, í síma 96-22100. Móttökuritari Til umsóknar eru tvær 50% stöður í mót- töku. Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af tölvunotkun. Upplýsingar gefur Svava Aradóttir, hjúkr- unarframkvæmdastjóri, í síma 96-22100. Umsóknarfrestur um ofantalin störf er til 15. janúar 1991. Frá heimspekideild Háskóla íslands Heimspekideild óskar eftir því að ráða tvo kennara í íslenskri málfræði háskólaárið 1991-’92. Öðrum þeirra er ætlað að kenna á sviði hagnýtrar málfræði og móðurmáls- kennslu, en hitt starfið er óskilgreint nánar. Tímabundin ráðning sem lektor kemur til greina. Umsóknir, með upplýsingum um menntun, rannsóknir og önnur störf, sendist Háskóla íslands, heimspekideild, Árnagarði v/Suður- götu, 101 Reykjavík fyrir 6. janúar 1991. Dómarafulltrúi Staða dómarafulltrúa við embættið er laus til umsóknar. Laun eru samkvæmt launa- kerfi starfsmanna ríkisins. Um er að ræða fjölþætt starfssvið og góðan aðbúnað í hinu nýja stjórnsýsluhúsi á ísafirði. Kostur er á íbúð á sanngjörnu leiguverði í nágrenni sýslu- skrifstofunnar. Umsóknum skal skilað til skrifstofu minnar eigi síðar en 28. desember 1990. 28. nóvember 1990. Bæjarfógetinn á ísafirði, sýslumaðurinn íísafjarðarsýslu, PéturKr. Hafstein. • Reykjavík Verkstjóri Hrafnista í Reykjavík óskar að ráða verk- stjóra í borðsal frá 1. febrúar 1991. Starfið krefst góðrar skipulagshæfni og hæfileika til að umgangast fólk. Upplýsingar gefur Jóhanna Sigmarsdóttir í símum 689500 og 30230 frá kl. 10-12 virka daga. Sjúkraþjálfari íþróttakennari Stórt fyrirtæki vill kanna möguleika á að ráða starfsmann (karl eða konu) með sér- menntun, er tengist m.a. heilsuvernd/al- mennri vellíðan fólks, til sölu- og kynningar- starfa. Hér er um að ræða sjálfstætt og krefj- andi starf, sem krefst enskukunnáttu. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu okkar í fullum trúnaði. Umsóknarfrestur er til 21. des. nk. (rtTÐNT ÍÓNSSON RÁÐGIÓF &RÁÐN1NCARNÓNUSTA TIARNARGÖTU 14,101 REYKJAVÍK, SÍMI62 13 22 Afgreiðslufólk Traust fyrirtæki í matvælaiðnaði vill ráða fólk til afgreiðslu af lager. Við leitum að heilsuhraustum einstaklingum sem eru: sjálfstæðir. sflindvísirog heiðarlegir. Góður vinnustaður með gott mötuneyti og mikla félagsstarfsemi. Nánari upplýsingar veitir Adolf Ólason hjá Ráðningamiðlun Ráðgarðs fyrir 22. des. nk. RÁÐNINGAMIÐLUN RÁÐGARÐS HF NÓATÚNI 17, 105 REYKJAVÍK, SÍMI 67 95 95 Hjúkrunarfræðingar Hjúkrunarheimilið Sóivangur í Hafnarfirði vill ráða hjúkrunarfræðing til starfa nú þegar eða eftir nánara samkomulagi. Eingöngu er um kvöldvaktir að ræða. Nánari upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 50281. Sjúkrahúsið í Húsavík sf. Hjúkrunarfræðingar -sjúkraliðar Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa nú þeg- ar eða eftir samkomulagi. Sjúkraliðar óskast til starfa frá áramótum. Upplýsingar veitir Aldís Friðriksdóttir, hjúkr- unarforstjóri, í síma 96-41333. RÍKISSPÍTALAR Reyklaus vinnustaður frá 1. jan. 1991 Barnaspítali Hringsins Fóstrur og/eða þroskaþjálfar Fóstrur og/eða þroskaþjálfar óskast til starfa sem fyrst eða frá 1. janúar 1991. Möguleiki er á hlutastarfi. Starfið er fjöl- breytt og skemmtilegt fyrir þá, sem hafa áhuga á starfi með börnum á ýmsum aldri. Upplýsingar veitir Hertha W. Jónsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í símum 601300 og 601033. Hjúkrunarfræðingar! Nú er tækifæri til að prófa eitthvað nýtt! 12 vikna námskeið í gjörgæslu nýbura hefst 17. janúar 1991. Um er að ræða 8 vikna aðlögun- artíma með markvissri fræðslu og vikulegri leiðsögn á vökudeild, sem reyndur hjúkrunar- fræðingur sér um, ásamt fyrirlestrum. Nánari upplýsingar gefa deildarstjóri vöku- deildar, Ragnheiður Sigurðardóttir, í síma 601000/601040 og hjúkrunarframkvæmda- stjóri, Hertha W. Jónsdóttir, í síma 601000/601033. Hjúkrunarfræðingar - kvöldvaktir Á barnadeild 3, sem er handlækningadeild fyrir 13 börn, vantar okkur liðsauka strax eða eftir áramót. Til greina koma fastar kvöld- vaktir og þriðja hver helgi eða eingöngu helgarvinna. Leitið upplýsinga hjá Önnu Ólafíu Sigurðar- dóttur, deiidarstjóra, í síma 601033/601300. Sjúkraliðar Á Vökudeild vantar sjúkraliða til starfa eftir áramót. Um er að ræða tvær 50% stöður. Upplýsingar gefur Ragnheiður Sigurðardótt- ir, deildarstjóri, í síma 601040/601000 og Hertha W. Jónsdóttir, hjúkrunarfram- kvæmdastjóri, í síma 601000/601033. Eldhús Landspítala Matartæknar/starfsmenn Matartæknar óskast sem fyrst í matsal Landspítala. Vinnutími er frá 16.00 til 20.00. Starfsmenn óskast í eldhús Landspítala. Vinnutími frá kl. 16.00 til 20.00. Upplýsingar gefur Jóhanna Ingólfsdóttir, for- stöðumaður, í síma 601540.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.