Morgunblaðið - 16.12.1990, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 16.12.1990, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1990 / / Brot úr lífssögu Þórarins Tyrfingssonar yfirlæknis SAA hver ranghugmynd í sjálfsmyndinni þegar menn virðast trúa því að það sé fastákveðið af forlögunum að þeir eigi að höndla svo og svo mik- ið af peningum. Mér sýnist nefni- lega að þeir sem verði ríkir séu oft þeir sem síst virðast líklegir til þess. Ég varð logandi hræddur við þessa menn þegar ég áttaði mig á hvernig þeir hugsuðu og hvað þeir ætluðu sér að gera. Mín viðbrögð voru þau að ég vildi fara útúr þessu. Ég hafði lagt reynslu mína sem læknir í þetta fyrirtæki en ég hafði ekki lagt í það mikla peninga né heldur hafði ég fengið neitt út úr því. Mér hefur hins vegar ekki fram á þennan dag tekist að kom- ast útúr þessu algerlega. Ég er enn skrifaður fyrir litlum hluta af skuldum þessa fyrirtækis. Vissulega voru skoðanir okkar félaga sem stofnuðum Vonina skiptar um ýmis atriði, en illvíg valdabarátta spratt ekki upp úr þeim skoðanaágreiningi. En innan starfsemi SÁÁ fór nú að bera á | ágreiningi sem mjög erfitt var að leysa þannig að allir yrðu sæmilega sáttir. Líklega hófúst þessir atburð- ir árið 1985, þegar Óttar Guð- mundsson var ráðinn yfirlæknir að Sogni en ég hélt áfram að vera^ yfirlæknir á Vogi og Staðarfelli.í Fljótlega eftir að hann kom þarnai til starfa tóku miklir atburðir að gerast innan SÁÁ. Það endaði með því að okkur laust saman. Eftir að ég var orðinn formaður fór ég í ársleyfi sem yfirlæknir á Vogi en vann þar áfram í hálfu starfi og hélt áfram að vera yfír- læknir á Staðarfelli. Jafnframt gegndi ég störfum sem stjórnar- formaður, sem er ólaunuð staða og þurfti að sinna störfum _ fram- kvæmdastjóra um tíma. Ég var mjög önnum kafinn í öllu þessu fjármálavafstri. I marsmánuði Bókaútgáfa Arnar og Örlygs hefur sent frá sér lífssögu Þórarins Tyrfingssonar yfirlæknis SÁÁ, Það hálfa væri nóg, eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur blaðamann. Bókin hefur að geyma hreinskilnar lýs- ingar Þórarins af eigin drykkju í blandvið litríkar frásagnir af áfengislækningum og ágripi af sögu SÁÁ. Hér er gripið niður í kaflanum um sögu SAÁ, séða frá sjónarhóli Þórarins Tyrfingssonar. Valdabarátta í SÁÁ Mér er minnisstætt, að þegar ég var úti í Bandaríkjunum, sagði við mig maður að ef ég gæti haldið mér frá víni, þá gæti ég orðið áhrifamikill í baráttunni gegn áfengi á íslandi. Mér þótti þetta fráleítt þá en mér varð hugsað til þessara orða þegar ég var orðinn yfirlæknir á Vogi árið 1984. Ég var þá smám saman orðinn mjög ráðamikill í sambandi við meðferð- ina og þau áhrif voru alltaf að1 aukast fremur en hitt. En þessa1 framvindu mála sá ég sannarlega ekki fyrir. Svona hlutir eiga sér bara stað og áður en maður veit af þykir manni nóg um og reynir að koma einhveiju af sér fremur en hitt. Maður er hreinlega að drukkna í verkefnum og er fýrir löngu kominn framhjá þeim stað á vegferðinni þegar maður er fullur af löngun til þess að fá að gera eitthvað. Líf mitt síðustu þijú árin- heíur einkennst af því að mér finnst ég hafa haft mun meira á minni könnu en heppilegt getur talist. j En þetta hendir víst margan mann- inn á árunum milli fertugs og fimm- tugs, svo fara menn líklega að eld- _.ast og vitkast. Ég hef ekki verið áfjáður í að taka þátt í félagsmálum um dag- ana, en eins og fyrr greinir hafa atvikin valdið því að ég hef dregist inn í félagsstörf á Vegum SÁÁ. Um tíma var ég viðriðinn starfsemi meðferðarheimilisins Vonarinnar við Bárugötu í Reykjavík. Sú stöð var angi útúr starfsemi SÁÁ. Ég og félagar mínir fjórir stofnuðum fyrir nokkrum árum meðferðar- heimilið Vonina. Auk mín áttu þarna hlut að máli Björgúlfur Guð- mundsson fyrrum formaður SÁÁ, Othar Petersen óg frændumir Ed- vald Berndsen og Hendrik Bernds- en, þá formaður SÁÁ. Við gerðum ineð okkur sameignarfélag. Við fengum Skúla Thoroddsen lögfræð- ing til þess að reka heimilið og Guðna Stefánsson, fyrrum skóla- bróður minn, til þess að vera með- ferðarstjóra. Við áttum það sam- eiginlegt að vera gamlir drykkju- menn sem gengið höfðum í gegnum svipaða meðferð. Við fengum leyfi fyrir þessum rekstri og hófum hann fyrst í leigu- Msnæði í Skipholtinu. En nokkru seinna réðumst við fímm saman í að kaupa hús á Bárugötunni undir , starfsemina. Við fengum lánafyrir- greiðslu til þessara kaupa í bönk- um. En fljótlega rættist það sem oft hafði verið við okkur sagt, að við sem byggðum á þessum grunni ættum ekki að skipta saman í pen- ingamálum. Það er sagt að slíkt kunni ekki góðri lukku að stýra fyrstu árin að minnsta kosti. Við vorum hins vegar orðnir nokkuð Stefnuræða á áramótafagnaði. 1989 verður mér allt í einu ljóst að menn í kringum mig eru komnir í harðsvírað valdatafl og ég leik þar stórt hlutverk og hafði gert um nokkum tíma, án þess að hafa átt- að mig á því. Þegar ég áttaði mig voru þeir búnir að skipta starfs- fólki á Vogi í tvær fylkingar. Önn- ur fylkingin studdi mig en menn í hinni fylkingunni voru þeirrar skoð- unar að ég væri orsök allra helstu vandamála sem þeir ættu við að stríða. Þeir voru líka búnir að koma mér í minnihluta í framkvæmda- stjóm. Þetta gerðist á sama tima og ég var að vinna í því dag og nótt að reyna að fá hækkun á dag- gjöldunum, meiri peninga í starf- semina og koma bókhaldinu í lag. Þeir Óttar Guðmundsson læknir, Jón Magnússon lögmaður, þá vara- formaður SÁA, og Ingólfur Mar- geirsson, ritstjóri Alþýðublaðsins, voru helstu andstæðingar mínir í þessum hráskinnsleik. Þeir vom búnir að tala sig upp í mikinn hita og vildu nú láta til skarar skríða. Eftir að ég áttaði mig á stöðunni tefldi ég leikinn út fram að næsta aðalfundi. Þar gaf ég kost á mér sem formaður með þeim skilyrðum gamlir í hettunni í „edrúmennsk- unni“ og töldum okkur þetta því óhætt en samstarfið reyndist tví- eggjað. Alkóhólistar em líka dálítið öðruvísi en margt annað fólk í sam- starfi. Þeir geta sætt sig við að láta ráða alveg fyrir sig eða að ráða öllu sjálfir en geta varla sætt sig við nein millistig af þessu tvennu. Þetta gerir þá marga hveija talsvert erfíða í samstarfi. Þessa gætti þarna dálítið. í góðu samstarfi eiga menn að bæta hver annan upp en okkur gekk það illa. Er frá leið fór ég líka smám saman að átta mig á því að félagar mínir höfðu mjög óljósar hugmynd- ir um það hvað þyrfti að vera til staðar við áfengismeðferð. Mér varð ljóst að þessir menn voru ekki í stakk búnir til þess að búa sér til meðferðarmarkmið né heldur gátu þeir gert sér í hugariund hvemig best væri að ná þessum markmiðum fram. Þetta var allt mjög óljóst í þeirra hugum. Jafn- framt þessu fann ég að þeir höfðu allt aðrar hugmyndir um umfang þessarar starfsemi en ég. Meðan ég sá í hillingum þann dag þegar við fimm ættum húsið á Bámgöt- unni þá sáu þeir fyrir sér um- fangsmikla starfsemi í öðmm lönd- um. Þeir vom mjög stórhuga og vildu flytja út þá meðferðardagskrá sem við notuðum í Voninni, en þeir vom í fyrstu ekki vissir um hvar ætti að bera niður. Meðan ég sem sagt hugsaði í milljónum á tíu ámm þá hugsuðu þeir í hunduðum milljóna. Þarna bar talsvert á milli. Mér virðist stundum að það sé ein- Frá sögulegum fundi SÁÁ 1989. Á myndinni má þekkja Ingólf Mar- geirsson, Óttar Guðmundsson lækni, Tómas Agn- ar Tómasson og Árna Sigfússon.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.