Morgunblaðið - 16.12.1990, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1990
27
atriðum eru allar ár eins, því að lax-
inn leitast við að liggja á svipuðum
stöðum, þar sem aðstæður eru sam-
bærilegar, hvort sem áin er Korpan
eða í Kjós, í Aðaldalnum eða Ásun-
um. Menn ættu því að einbeita sér
að því að kynna sér undirstöðuna, —;
ef hún er í lagi, skiptir litlu hver áin|
er.
; .1
Hvernig á að renna maðki?
Þórarinn Sigþórsson segist alltaf
reyna að veiða frá bakkanum og
forðast eins og hægt er að vaða út'
í ána. Stundum verður ekki komist
hjá því, en best er að forðast eins
og heitan eldinn að vaða. Maður
ætlar jú að veiða fleiri laxa í hylnum
en þennan eina sem verið er að renna
á. Menn veiða ekkert ef þeir eru
vaðandi fram og aftur og sullast um
allan hyl. Það er til þess eins fallið
að styggja laxana. Best er að reyna
að staðsetja sig þannig á bakkanum
að hægt sé að renna beint á laxinn
og nota strauminn í ánni til þess að
flytja beituna hægt og rólega að
honum.
Ef laxinn er mjög styggur, þarf
að fara afar gætilega. Nýgengnir
fiskar eru oft afar erfíðir viðfangs.
En þá er um að gera að renna mjög
gætilega og færa agnið hægt og
rólega fram og til baka fyrir framan
fiskinn. „Égþverkasta aldrei maðki,“
segir Þórarinn. „Bæði styggir það
laxinn og hann tekur miklu betur
maðk sem kemur beint framan að
honum í hægu rennsli, en þann sem
berst framhjá með straumnum. Það
er nær að þverkasta flugu, devon eða
spún. Lax tekur slíkt agn miklu bet-
ur en maðk sem er kastað þvert á
hyl.“
Laxirin er mjög á varðbergi þar
sem hann liggur. Að honum steðja
margar hættur og þannig óttast lax-
inn skugga sem falla á vatnið.
Reynslan hefur kennt kynslóðunum
að þeim stafar hætta af mörgu í ríki
náttúrunnar. Þess vegna getur lax
styggst fugla sem fljúga yfír, enda
þótt að þingeyski laxinn láti æðar-
fuglinn og endurnar á Laxá í Aðal-
dal sjaldan á sig fá. En mávar og
emir eru óvinir sem hann hefur lært
að vera á varðbergi gegn. Það er
líklega af þessum ástæðum sem laxi
er illa við maðk sem sveiflast um í
vatninu fyrir ofan hann. Því verður
að sakka rétt, því annars getur lax-
inn styggst eða jafnvel flúið af hólmi.
Hvernig á maðkurinn að berast
að fiskinum?
Algengustu mistökin sem óvanir
veiðimenn gera í maðkaveiði eru þau|
að þeir láta maðkinn berast allt ofi
hratt að laxinum og hvekkja hann
þannig.
Magnús Jónasson er -einn þeirra
sem hefur í mörg ár kynnt sér mað-
kveiði og hegðun laxins gagnvart því
agni. Hann segir:
„Það sem margir veiðimenn átta
sig ekki á er það að maðkurinn verð-
ur að koma í réttri hæð að laxinum.
Ef maðkurinn kemur of ofarlega, það
er að segja hann stendur hærra í
vatninu en fískurinn sjálfur, getur
laxinn orðið hræddur og styggist oft
eða jafnvel flýr. Maðkurinn verður
að koma beint framan að fískinum
og helst í sömu hæð, en þó maðkur-
inn komi örlítið of lágt, styggist físk-
urinn yfirleitt ekki eins og þegar
beitan kemur of hátt. Þá styggjast
iðulega þeir laxar sem maðkurinn
veltur framhjá á leið sinni niður hyl-
inn, eftir að agninu hefur verið hent
út í einhvem veginn. Þegar þverkast-
að er á hyl, þá stjómar veiðimaður-
inn maðkinum aðeins að mjög litlu
leyti. Hann ræður minnstu um það
hvert agnið fer. Þessu er öfugt farið
þegar beitunni er rennt, þá er miklu
auðveldara að stjórna maðkinum og
þegar menn hafa náð sæmilegum
tökum á aðferðinni er yfirleitt hægt
að hafa fullkomna stjóm þar á.“
Hvað varðar hæðina á maðkinum
í vatninu, miðað við fiskinn, má
bæta því við að kunnur veiðimaður
segir að vont sé að beitan berist of
hátt í vatninu að fiskinum, ekki bara
vegna þess að laxinn hræðist maðk-
inn yfírleitt þannig, heldur líka végna
hins að laxinn sækir maðkinn síður
upp fyrir sig og geri hann það, fest-
ist hann yfirleitt verr á önglinum.
Hann varar líka við því að kasta
maðkinum þvert á veiðistaðinn. En
auðvitað em ótal dæmi þes^ að lax-
inn taki maðk þegar veiðimaðurinn
þverkastar á hyl. Raunar er það ein-
^hver algengasta veiðiaðferðin hér á
I landi, um það geta fjölmargir lesend-
! ur þessarar bókar áreiðanlega vitn-
að. En megin ástæða þess að laxinn
tekur beituna við þær aðstæður er
sú, að laxinn er þá í tökuskapi og
j hefði tekið hvað sem var. En við
erum ekki að miða við slíkar drauma-
aðstæður hér. Við gerum ráð fyrir
1 þeim aðstæðum, sem við því miður
þekkjum allt of vel, þegar mikið þarf
að hafa fyrir hveijum fiski og veiði-
maðurinn verður að beita allri sinni
kunnáttu og fæmi til þess að beija
Jupp hvern og einn físk. Það er við
slíkar aðstæður þegar skilur á milli
veiðimanns og fiskifælu í laxveiði.
I Okkur er nú orðið ljóst að sömu
reglur gilda við veiðar með maðki
og flugu, í raun eru grundvallaratrið-
in hin sömu; fara varlega, láta ekki
sjá sig, ekki sullast út í nema nauð-
Jsyn krefji, klæðast fötum samlitum
umhverfinu og rejma að „lesa vatnið"
til að sjá hvar mestar líkumar eru á
að fískur liggi undir.
Sjónrennsli
Menn hafa kallað það „sjón-
rennsli" þegar vanir maðkveiðimenn
egna þannig fyrir lax sem þeir sjá,
að þeir bókstaflega stýra beitunni
að kjafti laxins. Orðið „innankjafts-
húkk“ hefur oft heyrst notað í sömu
andránni og rætt er um sjónrennsli,
en einkum hafa þeir notað þetta orð
sem reynt hafa þessa veiðiaðferð án
þess að ná tökum á henni sjálfír.
Auðvitað er ekkert til sem heitir
„innankjaftshúkk með sjónrennsli",
en þetta orðfæri hefur verið viðhaft
meðal sumra stangveiðimanna um
nokkurra ára skeið og með því er
þess freistað að gefa hugmyndir um
það hvemig snjallir maðkveiðimenn
veiða. Enginn fiskur tekur agn í
kjaftinn ef hann vill ekki taka. Þess
vegna er orðið „innankjaftshúkk" í
eðli sínu röng orðnotkun, þar sem
ekki er um húkk að ræða. En nóg
um það. Með orðinu sjónrennsli er
átt við það að maðki er rennt að
laxi sem veiðimaðurinn sér, en það
krefst mikillar æfíngar. Er þá bæði
átt við það að sjá laxinn, að renna
til hans og meta réttilega það sem
augað sér.
Þegar laxinn sést, eða veiðimaður-
inn veit nákvæmlega hvar hann ligg-
ur, er hægt að renna með fullkomnu
öryggi að fískinum. Þá verður að
sakka nákvæmlega rétt til þess að
hægt sé að renna beint að honum.
Sannarlega veitir þessi aðferð þeim
mikla ánægju sem kann með að fara,
enda er þama hægt að sjá nákvæm-
lega allt sem gerist undir yfírborð-
inu, hvemig straumurinn fer með
línu og beitu, viðbrögð fisksins við
agninu og loks ef heppnin er með
hvernig laxinn verður smám saman
argari út í þennan óboðna gest sem
hann að lokum ræðst á og gleypir.
Snæbjörn Kristjánsson hefur oft
orðið vitni að þessu atferli. „Sjón-
rennslið veitir mér mikla ánægju og
ekki síst vegna þess að hægt er að
fylgjast nákvæmlega með því hvern-
ig fiskurinn hegðar sér og bregst
við. Það er hægt að læra mikið af
því að fylgjast vel með öllum við-
brögðum og athöfnum laxins,“ segir
hann.
En hér er gott að staldra við og
gæta að, því undir vatnsyfírborðinu
er ekki allt sem sýnist. Það er nauð-
synlegt að átta sig á því að vegna
aðstæðna í vatninu og samspils ljóss
og vatns virðast hlutirnir undir
vatnsyfírborðinu vera öðravísi en
þeir eru í raun og jafnframt raskast
fjarlægðaskyn manna. Nauðsynlegt
er að gera sér grein fyrir því að
beitan sýnist alltaf vera neðar í vatn-
inu en hún raunverulega er og hún
getur jafnvel verið eitthvað til hliðar
við það sem hún virðist vera.
Menn verða að hafa þetta fast í
minni: Beitan er nær en hún sýnist
og hún getur verið til hliðar við það
sem veiðimanninum virðist vera.
Straumurinn gerir líka sitt tiLþess
að rugla veiðimanninn og dagsljósið
speglast í vatninu, að ekki sé talað
um sólskinið. Allt er þetta til þess
fallið að rugla menn í ríminu og láta
aðstæður líta öðru vísi út en þær eru
í raun og veru.
En af hveiju? Ástæðan er sú að
vegna ljósbrotsins í vatninu skynja
menn veruleikann aðeins á skjön.
Þegar tillit hefur verið tekið til
skynvillunnar vegna ljósbrotsins í
vatninu er hægt að einbeita sér að
því að renna að laxinum.
3 af vinscelustu
danshljómsveitum
íslands saman
á stœrsta kvöldi
ársins
31. DESEMBER 1990
Hiísiö opnaö kl. 24.
Forsala aögöngamiða befst þriðjuciaginn 1S. desember nk
Áögöngúniiöaverð kr. 1.900,-
AMurstakmark 1S ára.