Morgunblaðið - 16.12.1990, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 16.12.1990, Blaðsíða 53
MORGTUNBLAÐIÖ SUNNUDAGUR 16. DBSÉMBER lððÖ 53 \ aK eftir Árna Matthíasson, myndir Sverrir Vilhelmsson EITT er það sem óbrigðult er til að meta verðleika poppsveitar og það er að sjá hana á tónleikum — fáar hljómsveitir sem ekki geta troðið upp skammlaust eiga sér langa lífdaga. Tónleikahaldið verður einnig til að treysta vináttubönd og samheldni hljómsveitarmeðlima og gefur þeim betri hugmynd um það hvað þar er sem þeir vilja, ekki síður en hvað það er sem áheyrendur vilja. Tónleikahald er lýjandi og l'jöl- margar hljómsveitir hafa leyst upp vegna þess að límið sem hélt þeim saman þoldi ekki álagið. Fyrir mörgum verður þó tónleikahaldið ein helsta ástæðan fyrir poppstreð- inu; að komast í samband við áheyr- endur og fá að þeim aðdáun og til- beiðslu verður mönnum nauðsyn. Hér á landi er tónleikahald erfiðara en víða annars staðar, enda landið fámennt og víðlent. Það kostar sitt að fara á Raufarhöfn fyrir fjögurra eða fimm manna hljómsveit, með söngkerfi og rótara og mixermann og þegar ekki búa margir á staðn-, um er ekki alltaf hægt að búast við að aðgangseyrir hrökkvi fyrir kostnaði. Síðan skein sól er ein þeirra hljómsveita sem þeytist um landð endilangt árið um kring; í dag á Egilsstöðum, á morgun í Reykjavík, hinn á Flateyri. Sveitin leikur á tugum tónleika á ári hveiju og læt- ur ekki á sér bilbug finna þrátt fyrir ferðastreðið. Á dagskránni eru frumsamin lög að mestu, en einnig er skreytt með gömlum rokkurum eftir því sem við á. Þrátt fyrir ann- Efri mynd: Það þarf mörg handtök til að koma viðeigandi tólum fyrir og á myndinni má sjá tækjamenn stilla upp. Neðri mynd: Það getur verið snúið að velja lög; Helgi og félagar ræða málin fyrir tónleikana. ir vegna plötuútgáfu í nóvember og desember slá sveitarmenn lítið af í tónleikahaldinu. Fyrir stuttu fylgdumst við með tónleikum sveit- arinnar í Púlsinum. Undirbúningur fyrir sjálfa tón- leikana hefst fyrr um daginn að magnarakerfi er stillt upp og öll tól prófuð. Hljómsveitin kemur í hljóð- prufu um miðjan dag og sú prufa tekur yfirleitt einn til tvo tíma. Ekki eru þeir þó lengi að koma græunum fyrir í Púlsinum og stilla af hljóminn, enda staðurinn vel fall- inn til tónleikahalds. Eftir hljóð- prufuna er frí hjá sveitinni, en iðu- lega eru ekki nema einn til tveir tímar á milli hljóðprufu og tónleika, sérstaklega ef sveitin er 'að koma langt að. Helgi þarf að leika um kvöldið og því er ákveðið að tónleikarnir hefjist ekki fyrr en ellefu. Fyrir ell- efu eru svo allir komnir í hús og undirbúa sig fyrir tónleikana. Þrátt fyrir að hér sé á ferð afar sjóuð tónleikasveit, má greina að menn eru spenntir; segjast reyndar vera það fyrir hverja tónleika, þeir viti í raun aldrei hvernig fari. Sveitin ákveður tónleikadagskrána í sam- einingu, enginn ágreiningur er um hvaða lag eigi við og hvaða lag ekki, það er löngu búið að spila slíkar deilur frá sér. Klukkan ellefu er svo komið að því að fara á sviðið. Áhorfendur í Púlsinum taka sveitinni vel og sjá má að sveitar- menn slaka ósjálfrátt á, þegar þeir finna hlýjuna. Sveitin byijar tón- leikana rólega til að hita fólk upp, en síðan eykst hraðinn jafnt og þétt þar til hópur er kominn fyrir framan sviðið. Það er samþykkt með handauppréttingu að breyta tónleikunum í ball og dansgólf er búið til fyrir framan sviðið með því að ýta borðum og stólum til hliðar,. Eftir dijúga keyrslu, þar sem Helgi hamast á sviðinu, vel studdur af félögum sínum og stekkur meðal annars upp á borð, tekur sveitin pásu til að kasta mæðinni og und- irbúa síðari hluta tónleikanna. Sveitarmenn fara á bakvið og ræða þar tónleikana, velta fyrir sér ein- hveiju sem fór miður og öðru sem var smellið og ákveða dagskrána eftir hlé. Eftir stuttar vangaveltur ákveða þeir að hægja á ferðinni og leika „kassarokkið" sitt með kas- sagíturum og harmonikku. Eftir tónleikanan eru allir án- ægðir, áhorfendu fengu það sem þeir vildu og sveitin sitt. Sveitar- menn fara til síns heima um hálftvö- leytið um nóttina, en þurfa að vera snemma á fótum, því þeir eiga að leika fyrir Héraðsbúa annað kvöld og fljúga austur fyrir hádegi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.