Morgunblaðið - 16.12.1990, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.12.1990, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR/INNLENT MORGÚNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16,'DESEÍVTÉER 1990 Tegnndir sem taldar voru „drasl“ orðnar rándýrar „FISKTEGUNDIR, sem kallaðar voru drasl, eru orðnar rándýrar núna, enda herramannsmatur,“ segir Helgi Kristjánsson útgerðar- stjóri Sjólastöðvarinnar í Hafnarfirði um gulllaxveiðar togarans Vestmannaeyjar VE, sem er í eigu Bergs-Hugins sf. I Vestmannaeyj- um. Helgi segir að hugsanlegt sé að frystitogarar Sjólastöðvarinn- ar, Sjóli HF og Haraldur Krisljánsson HF, fari aftur á gulllaxveið- ar ef þær gangi vel hjá Vestmannaey VE. bæjarbúa síðastliðin þijú ár. Hver bátur getur veitt 17 tonn af háfi á viku og 40-70 krónur fást fyrir kílóið. Háfurinn þykir mikið lostæti í Frakklandi og Ítalíu og víðar í Suður-Evrópu en vegna hárra tolla Evrópubandalagsins á unnum sjáv- arafurðum er hann fluttur ísaður í kössum til Danmerkur og Þýska- lands, þar sem hann er flakaður og tilreiddur fyrir markaðinn. Helgi Kristjánsson hjá Sjólastöð- inni segir að gulllax verði aldrei veiddur að neinu marki nema tog- arar, sem séu á karfaveiðum á gulllaxslóðum, fái að hafa smárið- inn poka um borð fyrir gulllaxveið- ar. „Við vitum að það er oft fullt af gulllaxi á slóðinni, þar sem ver- ið er að veiða karfa. Hins vegar er í gildi gömul reglugerð, sem segir að um borð í togurunum megi ekki vera net með riðli, sem er smærri en 135 millimetrar og þessu þarf að breyta. Menn þurfa að hafa poka með 70 millimetra riðli til að gulllaxinn haldist í botnvörpunni en á karfaveiðum er notaður 135 millimetra riðill, þannig að menn verða að hafa poka um borð og skella honum undir, þegar gulllax er á slóðinni. Það hefur ekki feng- ist nema í ákveðnum tilraunatúrum og þá er ef til vill enginn gulllax á slóðinni," segir Helgi. „Gulllaxinn er bara eins og aðrar fisktegundir, sem gefa sig til á ákveðnum tímum. Þama hefur ver- ið ríkjandi sú hræðsla að menn misnoti smáriðna poka ef þeir eru með þá um borð en gulllaxinn veið- ist langt fyrir neðan 200 faðma og þar er ekki um neinn smáfisk eða seiði að ræða. Hins vegar veiðist oft stór karfi með gulllaxinum og Sjóli og Haraldur Kristjánsson veiddu gulllax frá Vest mannaeyjum að Skerjadýpi árið 1988. Sjóli fékk þá rúm 100 tonn af gulllaxi í tveim veiðiferðum en Haraldur Kristjánsson var bara 8 daga á þessum veiðum rétt fyrir jólin 1988,“ segir Helgi Kristjáns- son. Vestmannaey VE fór á gulllax- veiðar síðdegis á sunnudag og hafði um hádegisbilið á föstudag veitt um 35 tonn af gulllaxi, 26 tonn af karfa, 3 tonn af blálöngu og 1,5 tonn af langhala. Aflinn fékkst á 340-440 faðma dýpi um 25 sjómíl- ur suður af Vestmannaeyjum að Grindavíkurdýpi. „Það er ekki að marka þennan afla, því það var vitlaust veður fyrri hluta veiðiferð- arinnar," segir Birgir Þór Sverris- son skipstjóri á Vestmannaey VE. „Vestmannaey er á sóknarmarki og er búin með sóknarmarksdaga sína,“ segir Birgir. „Það er verið að athuga hvort ekki finnist mark- aðir fyrir vannýttar tegundir, eins og gulllax og kvótaleysið sendir mann út. í svona veiðar. Við heil- frystum gulllaxinn en þetta eru bara tilraunaveiðar og sjávarút- vegsráðuneytið leyfði okkur að skoða þetta í átta daga. Sölumið- stöðin selur gulllaxinn fyrir okkur en Danir og Japanir hafa sýnt áhuga á að kaupa hann.“ Birgir segir að einnig hafi veiðst smávegis af geirnyt, eða rottu- fiski, í þessari veiðiferð en hægt sé að selja hann hausaðan til Jap- ans fyrir 110-120 krónur kílóið. „Við höfum einnig fengið dálítið af svartháfí en ekki hirt hann,“ segir Birgir. I bænum Rörvik í Norður-Noregi hefur háfurinn staðið undir afkomu Morgunblaðið/Snorri Snorrason Togarinn Vestmannaey VE hefur verið á gulllaxveiðum við Suður- land undanfarna daga. ef menn eru með karfakvóta dregst þessi karfi auðvitað frá kvótanum," segir Helgi Kristjánsson. Reynt að koma vannýtt- um fisktegundum í verð Einar Þór Bjamason, forstöðu- maður Aflakaupabankans, segir að með minnkandi aflakvótum reyni menn nú frekar en áður að koma þeim físktegundum í verð, sem ekki hafi verið veiddar hér að neinu marki og Aflakaupabankinn hafi boðið frystitogurunum að kaupa af þeim þær tegundir, sem þeir geti ekki selt sjálfir. „Þar hefur mest borið á tinda- bikkju, gulllaxi, langhala, skráp- flúru og öfugkjöftu og eitthvað hefur borist af háfí. Við höfum verið að leita markaða fyrir þessar tegundir og þær hafa ýmist verið seldar hálfunnar eða fullunnar éft- ir óskum kaupendanna. Sumir vilja fá gulllaxinn heilfrystan en aðrir gulllaxmarning, sem er nánast full- unnin vara og hann hefur verið seldur þannig hér innanlands. Einnig virðist vera markaður fyrir gulllaxmarning í Danmörku,. Nor- egi og Þýskalandi," segir Einar Þór. Hann upplýsir að marningur úr gulllaxi hafí betri bindieiginleika en til dæmis þorskmarningur og þyki því eitt af bestu hráefnunum, sem notuð séu í unnar sjávarafurð- ir, til dæmis fískstauta og fiskborg- ara. „Af þessum vannýttu tegundum hefur hins vegar mest verið selt af tindabikkjunni en hún hefur verið seld fullunnin til Frakklands, Belgíu og Svíþjóðar. Vérið er að skoða sölumöguleika á langhala, bæði í Asíu og Evrópu en Austur- Þjóðverjar og Rússar veiddu tölu- vert magn af honum í Norður-Atl- antshafi fyrir 20-30 árum. Nú í haust sóttust Frakkar eftir því að ■ fá að veiða langhala í okkar lög- sögu, þannig að ég held að hægt sé að selja þennan fisk í Frakkl- andi.“ Einar Þór segir að íslenskir út- gerðarmenn hafi séð arðsemi í kol- munnaveiðum áður en þeir fóru að veiða úthafsrækju. Eldborg frá Hafnarfirði hafí til dæmis veitt 40-50 tonn af kolmunna á sólar- hring árið 1982 og þær veiðar hafi borgað sig. Eidborg heitir nú Hólmaborg SU og Hraðfrystihús Eskifjarðar gerir skipið út á loðnu- og rækjuveiðar. ' „Stór færeyskur frystitogari veiddi kolmunna og gulllax í fyrra, meðal annars í færeysku lögsög- unni og þessar tegundir voru flak- aðar og frystar um borð í togaran- um. Togarinn veiddi 2.500 tonn af gulllaxi á 2-3 mánuðum í fyrrasum- ar og úr aflanum fengust 750-800 tonn af flökum. Þau voru seld í marning í Þýskalandi og Bretlandi en um 100 krónur fengust fyrir kílóið af frystum marningi fyrir einu ári,“ segir Einar Þór Bjarna- son. Bókmenntafélagið byggir íLækjargötu Hið íslenska bókmenntafélag er að láta reisa nýbyggingu í Lækjargötu 4. Það er byggingafyrirtækið ístak sem sér um verkið. Húsið verður fimm hæða, á þremur efstu hæðunum verða íbúðir en skrifstofur og verslanir á fyrstu og annarri hæð hússins. Hið íslenska bókmenntafélag verður þar til húsa í framtíðinni en það er nú með starfsemi sína í Síðumúla 21. Meðfylgjandi teikning er af húsinu og á ljósmyndinni sést að vinna við uppsteypu er þegar hafin en í bakgrunni er bakhlið Hótel Borgar. Jakob R. Möller hættir hjá ÍSAL JAKOB R. Möller starfsmanna- stjóri ÍSAL hefur látið af störfum þar og gengið til liðs við elstu starfandi málflutningsskrifstofu landsins. _ Jakob verður áfram ráðgjafi ÍSAL í vinnuréttarmál- um. Eftirmaður hans hefur ekki verið ráðinn en ábyrgð á starfs- 'mannamálum verður fyrst um sinn skipt milli einstakra sljórn- enda fyrirtækisins. Jakob R. Möller sagði við Morg- unblaðið að honum hefði í vor boðist að gerast félagi í Málflutn- ingsskrifstofu Guðmundar Péturs- sonar, Péturs Guðmundarsonar og Hákonar Árnasonar. „Ég er nýlega orðinn fimmtugur og búinn að starfa hjá ÍSAL í 20 ár. Því eru nú síðustu forvöð að breyta til. Ég hafði í sjálfu sér ekki í hyggju að skipta um starf, en ég komst að þeirri niðurstöðu að möguleiki sem þessi byðist ekki aftur,“ sagði Jak- ob. Jakob hefur lengst af starfsferli sínum hjá ÍSAL borið ábyrgð á gerð kjarasamninga sem oft hefur reynst erfið fyrir fyrirtækið. Þegar Jakob var spurður hvaða samninga- lota hefði verið erfiðust, nefndi hann vinnudeilu árið 1988 þegar Reykingabann á Ríkisspítölum frá eftir áramót: Heimilt að veita sjúklingnm undanþágnr 500 starfsmenn rita undir mótmælaskjal Starfsmönnum og gestum ríkisspítala verður með öllu óheimilt að reykja í húsnæði Ríkisspítalanna frá 1. janúar. Sjúklingum verð- ur ekki heimilt að reykja nema með sérstakri undanþágu sem með- ferðarlæknar viðkomandi lækninga- og hjúkrunarsviðs geta veitt. Ekki verður gert ráð fyrir sérstakri aðstöðu vegna reykinga sjúkl- inga, en starfsfólki á viðkomandi deild verður falið að sjá um að það valdi sem minnstum óþægindum. Ekki ríkir einhugur á ríkissp- ítölunum um fyrirhugað reykingabann og hafa 500 af 3000 starfs- mönnum þeirra skrifað undir mótmælaskjal vegna þess. Eidhætta, slæmt fordæmi og óþrifnaður eru helstu ástæð urnar fyrir reykingabanninu, að sögn Þorsteins Blöndal, yfírlæknis á sérfræð ings á lyflækningadeild Landsspítalans. „Um 20.000 manns leggjast inn á ríkisspítalana á hveiju ári. Ef þetta fólk sér að reykingar eru iðk- aðar á göngum spítalans eins og ekkert sé þá áiyktar það að þetta sé ekki svo varasamt eftir allt sam- an. Þetta snertir líka það að reykur innanhúss í göngum og almenningi skapar varasamt vinnuumhverfi. í Bandaríkjunum hafa komið dæmi um að fólk sem fengið hefur lungnakrabbamein, en reykir ekki sjálft, stefni fyrirtækinu sem það starfar hjá ef það hefur þar þurft að þoia nauðreykingar," sagði Þor- steinn Blöndal í samtali við Morgun- blaðið. „Okkur fínnst að þetta reykinga- bann ætti ekki að vera mikið átaka- mál gagnvart gestum og starfs- fólki. Hins vegar geta komið upp erfið mál með sjúklinga og þá er þessi undanþágumöguleiki inni,“ sagði Þorsteinn. Að hans sögn hefur ekki verið hugsað út í það hver viðurlögin verði við því að óhlýðnast banninu en benti á að þrír af hveijum fjórum reyki ekki og verði því nokkurs konar eftirlitsaðilar með því að sá fjórði reyki ekki. Að sögn Sigurðar Karlssonar, gæslumanns á geðdeild Landsspít- alans, er ekki einhugur um fyrir- hugað reykingabann og um fímm hundruð manns hafa skrifað undir mótmæli gegn því. „Starfsfólkið sem er óánægt með reykingabannið er ekki að hugsa um sinn hag heldur sjúklinganna. Við sjáum ekki að það sé hægt að neita sjúklingum sem eru á geð- deildum um að reykja, en margir þeirra hafa ekki einu sinni leyfi tií að fara út úr herbergjum sínum,“ sagði Sigurður í samtali við Morg- unblaðið. minnstu hafí munað að álverið hætti rekstri. „Maður hefur auðvitað tilhneig- ingu til að gleyma því hvað vinnu- deilur eru erfiðar þegar þær eru afstaðnar. Hins vegar hefur orðið mikil breyting á þessum samskipt- um á síðustu misserum. Menn vita nú að ÍSAL er fullgildur aðili á íslenskum vinnumarkaði og verður að lúta sömu lögmálum og önnur fyrirtæki þar, en er ekki eyja á ein- hveiju innhafí sem losnar við þær öldur sem leika um fslenskt efna- hagslíf. Sá hugsunarháttur var mjög landlægur á árum áður og gerði þessi samningamál hér oft mjög erfið, og því er það mjög þýð- ingarmikill áfangi að þar hefur orð-’ ið breyting á,“ sagði Jakob R. Möll- er. Kammersveitin: Ungir einleik- arar spila bar- okktónlist á jólatónleikum KAMMERSVEIT Reykjavík heldur jólatónleika sína í dag, sunnudag, klukkan 17 í Ás- kirkju í Reykjavík. Fimm ungir einleikarar leika með hljóm- sveitinni. Efnisskrá jólatónleika Kammer- sveitarinnar verða helgaðir barokktónlist, samkvæmt hefð hljómsveitarinnar. Leiknir verða fimm einleikskonsertar og eru ein- leikarar ungir atvinnumenn, sem allir hafa nýlega lokið framhalds- námi erlendis. Þeir eru Áshildur Haraldsdóttir, flautuleikari, Bryndís Halla Gylfadóttir, selló- leikari, Eiríkur Örn Pálsson, trompetleikari, Guðmundur Krist- insson, lágfiðluleikari og Sigurður Þorbergsson, básúnuleikari. Grafarvogssókn Barna- og fjölskyldumessan í dag er kl. 11 en ekki kl. 14 eins og stóð í blaðinu í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.