Morgunblaðið - 16.12.1990, Page 35

Morgunblaðið - 16.12.1990, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1990 35 að ég gengi að nýju inní yfirlæknis- stöðu mína á Vogi. Þetta gekk eft- ir og í framhakk af því hætti Óttar störfum hjá SÁÁ. Honum var fyst boðin staða sem yfirlæknir á Sogni og við göngudéildina, en hann hafnaði því og fór. Jon Magnússon og Ingólfur Margeirsson gengu úr framkvæmdastjórn. Þessi átök_ voru um margt óvenjuleg í SÁÁ. Margir af fyrri forystumönnum samtakanna voru mjög vissir í sinni sök og það hvein í þegar þeir áttust við. En alltaf höfðu menn í huga að málstaðurinn og samtökin gengju fyrir öllu. Flestir sem hafa komið nálægt SÁÁ hafa gætt þess vandlega að skaða ekki samtökin. Þegar hér var kom- ið sögu varð þó brestur á hvað það snerti, þótt e.t.v. hafi menn ekki hugsað það mál til enda þegar far- ið var af stað. Farið var með trún- aðarskjöl út af fundum og úr bók- haldi og birt í blöðum, hvað þá annað. Upplýsingar úr þessum skjölum voru settar fram á mjög tortryggilegan hatt og meira að segja dauðsfall eins vistmanns á Staðarfelli var dregið inn í málið í þessu skyni. Ég get ekki fært sönn- ur á hver gerði þetta en ég gruna þessa þrjá menn um að eiga þar hlut að máli. Á Staðarfelli dó sjúkl- ingur og það sorglega atvik reyndu þeir að gera mjög tortryggilegt. En sá málflutningur er mjög ósann- gjarn. Það er þvert á móti ástæða til að vera þakklátur fyrir það hve heppnir við hjá SÁÁ höfum verið öll þessi ár hvað þetta snertir. Slíkar baráttuaðferðir sem þess- ar höfðu aldrei fyrr tíðkast í SÁÁ, en þær tíðkast kannski í völundar- húsi stjórnmálanna. Menn' beittu þarna baktjaldamakki og Ijölmiðla- tafli. Eins og sumir fjölmiðlar haga sér í dag er mjög auðvelt að tefla valdatafl á vettvangi þeirra. Slíkt hafði hins vegar aldrei verið gert fyrr hjá SÁÁ. Mér er enn ekki orð- ið ljóst hvað mér var raunverulega gefið að sök í þessu máli. Mér varð hins vegar ljóst að ég var kominn í ákveðið tafl, sem ég kunni ekki, en varð að læra mjög fljótt. I hita þessa leiks var furðulegasta fólk farið að hafa skoðanir á því hvern- ig meðferð á Vogi skyldi hagað. Þarna átti hlut að máli fólk sem lítið sem ekkert vissi um þau mál. Þegar þessi orusta var yfirstaðin féll allt slíkt tal niður og allt datt í dúnalogn. Það lævi blandna and- rúmsloft sem ríkt hafði hjá stofnun- inni meðan á átökunum stóð hreins- aðist út. Við urðum öll afskaplega glöð að vera laus við það pestarloft. Það hafa vafalaust margvíslegar ástæður legið til grundvallar því að þessir þrír menn tóku sig saman um að komast í valdaaðstöðu í SÁÁ. Jón Magnússon hefur átt í nokkrum „tilvistai-vanda" í íslensk- um stjórnmálum. Líklega stóð hug- ur hans til þess að vera formaður SÁÁ og það hefði hann vafalaust orðið hefði hann ekki gripið til fyrr- Ingólfur Margeirsson í ræðustól. greindra bolabragða. Óttar hefur vafalaust viljað verða yfirlæknir SÁÁ. Ingólfur hefur alltaf verið einsog hann er. Það var auðvitað mikil óhamingja fyrir SÁÁ þegar menn úr hopi helstu forsvarsmanna samtakanna lentu í málaferlum vegna Hafskips og Hendrik Bernd- ■sen varð gjaldþrota. Þessi menn höfðu styrkt SAÁ ótæpilega bæði með vinnu og fjárframlögum. Þeg- ar svona illa var komið fyrir þeim kom Ingólfur Margeirsson til sög- unnar. Hilmar Helgason, Björgúlf- ur Guðmundsson og Hendrik Berndsen höfðu reynst Ingólfi mjög vel í mörgu tilliti, það veit ég. Meðal annars hlustaði ég á þegar Björgúlfur lofaði að flytja búslóðina hans Ingólfs heim frá Noregi. Nokkru síðar fór Helgarpósturinn þar sem Ingólfur var ritstjóri, allt í einu að skrifa af miklum eldmóð um þessa menn og þeirra málefni í æsifréttstíl. Ekki fannst manni þetta alveg í anda drengskaparins.' Halldór Halldórsson bað mig um þetta leyti að koma í viðtal við Helgarpóstinn. Ég afsagði að fara í viðtal í því blaði. Ég neita því ekki að mér hafði stundum sárnað málflutningur blaðsins um félaga mína. Meðal annars var ég með þessari ákvörðun að taka upp hanskann fyrir Hilmar Helgason sem Ingólfur hafði tekið viðtal við þegar hann stóð mjög höllum fæti. I þessu viðtali talaði Hilmar um íjölskyldu sína og mér sveið að Ingólfur skyldi notfæra sér það sem hann sagði á þann hátt að birta opinberlega. Mér fannst það ódrengilegt. Hilmar átti alla tíð í miklum erfiðleikum og vandræði hans voru þau að hann gat ekki hætt að drekka. Örlög hans urðu þau að gangast upp í harmi sínum. Hann var mjög sjúkur af alkóhól- isma. En Hilmar var merkilegur maður, hann átti sér allskonar drauma sem okkur hinum þóttu fráleitir og hann hafði mikla for- stöðuhæfileika. Reyndar hafa sum- ir draumar hans þegar ræst. Óttar Guðmundsson tók við mig viðtal sem hann birti í Vikunni. Þar sagði Óttar mig hafa verið glað- hlakkalegan yfir því að hafa neitað viðtali við Helgarpóstinn. I fram- haldi af því hringdi Ingólfur Mar- geirsson í mig og það var ekki skemmtilegt samtal. Hann fór fljót- lega að ógna mér og notaði aðferð- ir sem mér voru ekki kunnar. Sagð- ist vita sitthvað um mig og SAÁ og dylgjaði fleira í þeim dúr. Ég vissi að ég hafði ekkert að fela og sagði honum að hann ætti bara að skammast sín. Hann hefndi sín með því að taka rannsóknir sem ég hafði verið að vinna að í nokkur ár og notaði upplýsingar og tölur úr þeim -í viðtali við Óttar Guð- mundsson. Vafalaust hefur þessum þremur heiðursmönnum þótt ég vera dott- inn úr móð og tími til kominn að nýmóðins menn tækju við. f _ FKAJvlKr JÓVJIBOí) RBYLGJUOFNUM '0 ■ _ <$> _ n Wi&jwm E EUROOARD Pl w MUh ▼ -o LÁN V/SA GoldStar ER-6515 D örbylgjuofnar eru 17 ltr., 650 W, með 5 styrkstill. og 30 mín. klukku. Hvítir eða brúnir. H: 275 x B: 487 x D:326 mm. Verð: 24.270,- Jólaverð: 19.800,- kr. eða 17.800,- stgr. GoldStar ER-5054 D örbylgjuofnar eru 20 lítra, 530 W, með 7 styrkstillingum og 30 mín. klukku. Fást hvítir eða drapplitir. H: 324 x B: 495 x D: 353 mm. Verð: 28.140,- Jólaverð: 25.900,- xr. eða 22.900,- stgr. JML i- —_ ^IGíoIcIStar ER-535 MD örbylgjuofnar eru 20 lítra, 530 W, með 10 styrkstillingum og 99 mín. tölvuklukku. Fást hvítir eða drapplitir. H: 243 x B: 430 x D: 300 mm. Verð: 32.000,- Jólaverð: 28.900,- kr. eða 25.900,- stgr. GoldStar ER-654 MD örbylgjuofnar eru 28 lítra, 650 W, með 10 styrkstillingum og 99 mín. tölvuklukku. Fást hvítir eða brúnir. H: 326 x B: 544 x D: 377 mm. Verð: 38.620,- Jólaverð: 34.900,- kr. eða 31.400,- stgr. ll -. ^ % ^ i HpðjMliHSsJ 3 "7 O GoldStar (33 ER-9350 D örbylgjuofnar eru 25 lítra, 650 W, með 7 styrkstill, 60 mín. klukku og grilli, til að brúna og baka matinn, Fást hvítir eða brúnir. H: 362 x B: 546 x D: 437 mm. Verð: 58.160,- Jólaverð: 49.900,- kr. eða 44.900,- stgr. greiðslukjör til allt aö 12 mán. SKIPHOLTI 19 SÍMI 29800

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.