Morgunblaðið - 16.12.1990, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.12.1990, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1990 25 Gordon Scott, Sigurjón Hjartarson, Norman D. Vaughan og Magnús V. Guðlaugsson við fána Alaska sem blaktir við hún, en Bandaríkjamennirnir eru báðir frá Alaska. Magnús mátar súr- efnisgrímu sem fannst í flugvélinni, en leiðang- ursmenn fundu þar ýmsa smá- hluti sem þeir tóku með sér. Arngrímur Hermannsson, Ástvaldur Guðmundsson og Jón Sveins- son, sem staðsettu flugvélarnar fyrir bandarísku leitarmennina á Grænlandsjökli síðastliðið vor. flugsveitarinnar, en þeir höfðu gert tæplega 90 metra djúpa holu að henni, sem var um 1,5 m í þver- mál. Til þess var notað tæki, sem var sérstaklega hannað í þessum tilgangi, en það er sívalningur, sem heitt vatn er leitt í gegnum. Var hann látinn bræða sig hægt í gegn- um ísinn, en vatninu var síðan dælt upp úr holunni. Vegna sólbráð- ar á jöklinum yfír sumarið, sem getur verið um tveir metrar, fylltist holan hins vegar af vatni þannig að dælumar hættu að hafa við, og urðu leitarmennirnir þá að gera hlé á framkvæmdunum þar til aftur kólnaði í veðri. Önnur hola hafði verið grafin áleiðis niður að einni P-38 flugvélinni, en það verk ann- aðist tíu manna vinnuflokkur verk- taka á vegum Greenland Expedition Society, sem skipaður var banda- rískum sjálfboðaliðum. Var sú hola orðin 50 metra djúp og um fimm metrar í þvermál, en hún var graf- in með spírallaga tæki, sem gekk hringi í botni holunnar. Bilun varð í þessum tækjabúnaði, og þegar hér var komið sögu var því lítið hægt að vinna við þessa holu. íslenskir björgTjnarsveitarmenn til aðstoðar Patrick Ebbs, forseti Greenland Expedition Society, hafði samband við Amgrím Hermannsson í bytjun ágústmánaðar, en þá vantaði leitar- mennina á jöklinum tvo vana jökla- fara til þess ,að aðstoða þá við að endurreisa búðirnar á jöklinum, sem þá höfðu orðið fyrir skemmdum í stormi sem hafði geysað. Fékk Amgrímur þá Magnús V. Guð- laugsson og Siguijón Hjartarson, sem eru félagar í Flugbjörgunar- sveitinni í Reykjavík, til að takast þetta verk á hendur, og héldu þeir til Kulusuk þann 13. ágúst. Þar urðu þeir að bíða í tvo daga eftir því að veður gæfist til flugs á jökul- inn, en þangað flaug síðan Fáfnir Frostason með þá, en hann hefur annast feijuflug fyrir leiðangurs- mennina milli Kulusuk og búðanna á jöklinum. Sigurjón Hjartarson við opið á holunni. Þegar þeir Magnús og Siguijón komu til búðanna voru þar fyrir þrír menn á vegum Greenland Ex- pedition Society. Það voru þeir Norman D. Vaughan, sem áður hefur verið greint frá, Neil Estes, sem er bandarískur byggingaverk- taki og var eins konar verkstjóri á staðnum, og Gordon Scott, Alaska- búi, sem stundað hefur fískveiðar á eigin bát á sumrin, en unnið við snjóflóðavarnir á veturnar. Fyrsta verk íslendinganna var að taka birgðatjöldin í búðunum upp og grafa nýjan grunn undir þau, en í sólbráðinni bráðnaði allt í kringum tjöldin en ekki undir þeim. Þá unnu þeir við ýmsar aðrar lagfæringar og endurbætur í búðunum og í kringum þær, og 19. ágúst voru síðan gangséttar þijár dælur niðri á botni holunnar að B-17 sprengju- flugvélinni. Tveimur dögum seinna kláraðist að dæla öllu vatninu úr holunni, óg seig Gordon Scott þá niður í hana og gat hann þá staðið á flugvélinni á tæplega 90 metra dýpi. Sama dag þurfti Siguijón að fara aftur heim til íslands vegna atvinnu sinnar. „Það var grátlegt að þurfa að fara heim þennan dag, því smá vonarneisti hafði kviknað um að fá að fara þarna niður,“ sagði hann í samtali við Morgun- blaðið. Ævintýraferð niður í bláan jökulinn Daginn efftir fóru Gordon Scott og Neil Estes báðir niður í holuna í einu til þess að heíja vinnu við að mynda helli í kringum flugvél- ina, en það var gert með heitri vatnsbunu og íssílum. Að sögn Magnúsar þótti sýnt að til þess að ná sem mestum árangri við þetta verk væri æskilegt að senda alltaf tvo menn niður í einu, en mjög vandasamt var að fara niður í hol- una vegna hættu á að flækjast í dæluslöngum, keðjum og raf- magnsleiðslum, sem lágu um hol- una. Til þess að auðvelda þetta út- bjuggu þeir Magnús og Gordon tveggja metra langa lykkju, sem hengd var í krók, og var neðri sig- maðurinn festur neðan í lykkjuna, en sá efri í krókinn, og stjórnaði hann ferðinni á þeim neðri og sagði til hvenær og-hvert hann átti að fara. „Við Gordon vorum þeir fyrstu, sem reyndu þennan útbúnað. Við vorum báðir klæddir í vatnshelda sjógalla og vorum með ennisljós. Töluvert vatn fossaði niður í holuna úr sprungum, sem opnuðust neðar í henni, en um miðbik hennar, þar sem vatnið fossaði hvað mest, var eins konar hellir, og þar mátti sjá langt inn í jökulinn eftir vatnsrásun- um. Það var ævintýri líkast að fara þarna niður, en eftir því sem neðar dró breyttist jökulsnjórinn smám saman í bláan ís. Holan var upplýst bæði fyrir miðju og svo við flugvél- ina, og þess vegna var auðvelt að sjá alla leið niður í botn þessa tæp- lega 90 metra,“ sagði Magnús. Ferðin niður að flugvélinni tók þá félaga um 20 mínútur, og stóðu þeir þá á vinstri væng vélarinnar við hreyfil nr. 2, næst flugstjórnar- klefanum. Hellirinn, sem búið var að bræða og höggva út, náði fram yfir mótorinn yfír flugstjórnarsætið og vélbyssuturninn, og var mesta hæð hans um einn og hálfur metri. Að sögn Magnúsar var vængur flugvélarinnar mjög tættur. Þá hafði flugstjórnarsætið þrýstst upp úr þakinu, og vélbyssuturninn, sem var aftan við flugstjórnarklefann, var brotinn efst. Þeir hófust handa við að sprauta heitu vatni á Isinn og höggva hann með íssílum, og fljótlega var líkast því sem þeir væru í gufubaði, og var skyggnið þama niðri lítið. Eftir um tveggja stunda vinnu settu þeir vélbyssu- skot og aðra smáhluti sem þeir fundu í vélinni í tunnu, sem þeir tóku með sér upp á yfirborðið. „Á leiðinni upp datt talsöðin út, og þá urðum við að gefa þeim sem uppi vom merki með vasaljósi. Ferðalag- ið eftir þessum ísgöngum er ekki síður minnisstætt en vinnan við „Big Stoop“ eins og áhöfnin hafði kallað þetta fljúgandi virki, sem lá þama á 90 metra dýpi í bláum Grænlandsjökli. Eitthvað stoppuð- um við á leiðinni upp, en ferðin gekk vel, og sigbúnaðurinn, sem við höfðum útbúið, reyndist mjög vel,“ sagði Magnús. Tækjabúnaðurinn skilinn eftir ájöklinum Magnús dvaldi fjóra daga til við- bótar með leitarmönnunum á Græn- landsjökli, og á þeim tíma tóku þeir upp ýmislegt smálegt, sem þeir fundu í flugvélinni. Þar á með- al voru súrefnisgrímur, fleiri vél- byssuskot, heymartól og hálsmíkró- fónn, plexígler úr gluggum og alls kyns brotajárn úr flugvélinni. Síðar tókst að ná byssuturninum upp ásamt tveimur hlöðnum 50 kalíbera vélbyssum, mælabnorði flugvélar- innar og flugstjórnarsætunum ásamt fleiru. Samkvæmt upplýsingum Arngríms Hermannssonar Iauk leið- angri síðasta sUmars þann 8. sept- ember, og var þá allur tækjabúnað- ur leiðangursmanna skilinn eftir á jöklinum, en flutningavélar banda- ríska hersins, sem áttu að sækja hann, komust ekki þangað vegna ástandsins í Kúvæt. Óvíst er hvort tekst að afla fjármagns til að halda björgunaraðgerðunum áfram næsta sumar, en P-38 flugvélarnar freista enn stjómenda Greenland Expediti- on Society, þar sem aðeins eru til fimm slíkar flugvélar í flughæfu ástandi í heiminum í dag, og em þeir sannfærðir um að þær séu ekki eins mikið skemmdar og B-17 sprengjuflugvélin reyndist vera. Patrick Ebbs, forseti félagsins, hafði nýlega viðkomu í Reykjavík á leið sinni til Grænlands að sækja DC-3 skíðaflugvél, sem notuð hefur verið til flutninga á jökulinn, og sagði hann að leitarmennirnir hefðu aldrei náð svo langt sem raun ber vitni nema með aðstoð íslending- anna, sem allir hefðu staðið sig frá- bærlega vel. Sagðist hann vonast eftir áframhaldandi samvinnu við þá ef það tækist að fjármagna frek- ari framkvæmdir við björgun flug- vélanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.