Morgunblaðið - 16.12.1990, Page 43

Morgunblaðið - 16.12.1990, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. DESEMBER 1990 43 Níu iðnfulltrúar ráðnir til starfa Menntamálaráðuneytið hefur nýlega gengið frá ráðningu níu iðnfulltrúa í hlutastörf skv. ákvæðum reglugerðar um framhaldsskóla. Hlutverk iðnfulltrúa er að leið- beina um gerð námssamninga og staðfesta þá. Hann á einnig að veita hlutaðeigandi upplýsingar um framkvæmd þeirra og vera téngilið- ur skóla og atvinnulífs um iðn- menntun. Hér er ekki um ný störf að ræða því iðnfulltrúar hafa starfað árum saman skv. eldri lögum en nú er lögð meiri áhersla á fræðslu- og upplýsingastörf þeirra en verið hef- ur bæði fyrir nemendur, skóla og atvinnulífið. Þeir eiga að fýlgjast með þróun í iðnaði og iðnfræðslu og vera samráðsaðilar varðandi kynningar grunnskóla á námi og störfum í iðnaði. Eftirtaldir hafa verið ráðnir iðn- fulltrúar: Fyrir Reykjanes: Sturlaugur Ólafsson, húsasmíðameistari og kennari-við Fjölbrautaskóla Suður- nesja, Keflavík. Fyrir Hafnarfjörð: Stefán V. Þorsteinsson, raftæknir og kennari í Iðnskólanum í Hafnar- firði. Fyrir Vesturland: Óskar Arn- órsson, vélvirki, Akranesi. Fyrir Vestfirði: Tryggvi Sigtryggsson, vélvirkjameistari. Fyrir Norðurland vestra: Eiður ' K. Benediktsson, vélsmíðameistari og kennari við Fjölbrautaskólann á Sauðárkróki. Fyrir Norðurland eystra: Jónas Stefánsson, blikk- og rennismíða- meistari og kennari við Verk- menntaskólann á Akureyri. Fyrir Austurland: Jón S. Einarsson, hús- asmíðameistari og kennari við Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaupstað. Fyrir Suðurland: Trausti Gíslason, vélvirki og kenn- ari við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Fyrir Vestmannaeyjar: Höskuldur Kárason, vinnueftirlits- maður í Vestmannaeyjum. í Reykjavík gegnir Vilborg Guð- steinsdóttir starfi iðnfulltrúa og hefur hún jafnframt yfirumsjón með störfum iðnfulltrúanna á öllu landinu. Hún hefur aðsetur í menntamálaráðuneytinu. Rosenthal Góð gjafahugmynd birtist í fegurð kristalsins. Gleður vinar hjarta. Nyborg;# Ármúla 23, sími 83636 HITACHI EF HITACHl VÆRI BÍLL, ÞÁ VÆRI HITACHI - BENZ...! En þú þarft ekki að eiga fyrir Benz - til að eiga fyrir Hitachi. Hjá Rönning í Sundaborg 15 fœrðu hágœða Hitachi tœki á frábœru verði og með Munaláni getur þú dreift greiðslum í allt. að 30 mánuði og eignast því ekta Hitachi -sjónvarp, -tökuvél eða -myndbandstœki strax. BAÐHENGI BAÐMOTTUR BAÐHERBERGISÁHÖLD Veggfóðrarinn býður eitt mesta úrval landsins af baðmottum og baðhengjum. Nýkomin stór sending af hinum vönduðu þýsku Diisselplast vörum. Einnig baðherbergis- áhöld í 5 litum - handklæða- slár og fleira. Líttu við og skoðaðu úrvalið. VEGGFÓÐRARINN | VERSLUN MEÐ GÓLF- OG VEGGEFNI : FÁKAFEN 9 • SKEIFUNNI • 108 REYKJAVÍK 1 SÍMAR: (91) - 687 1 71 / 687272 NÁTTÚRULÆKNINGAFÉLAG ÍSLANDS, ásamt HEILSUHÚSINU og Veitingastofunni Á NÆSTU GRÖSUM, hefur gefið út bækling með uppskriftum að Ijúffengu heilsufæði. í bæklingnum er að finna uppskriftir að forréttum, aðalréttum og eftirréttum auk fróðleiks um meðferð og suðu bauna, fram- leiðslu ólívuolíu og töflu með upplýsingum um næringargildi helstu fæðutegunda. Litmyndir fylgja uppskriftunum. Bæklingurinn er sérútgáfa tímaritsins HEILSUVERND sem gefið er út af Náttúrulækningafélaginu. Hann er seldur i öllum helstu verslunum með heilsufæði, bóksölum og ýmsum matvöruverslun- um og kostar kr. 250,-.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.