Morgunblaðið - 12.01.1991, Síða 7

Morgunblaðið - 12.01.1991, Síða 7
Fokkervélin Hjólabúnaður var ekki tengdur aðvör- unarkerfi vélarinnar EINAR Sigurðsson, blaðafulltrúi Flugleiða, segir að bilunar í hljólabúnaði Fokker Friendship-flugvélar, sem snúa varð við á flugvellinum á Höfn í Hornafirði á miðvikudag, hefði senni- lega orðið vart þegar vélin var keyrð upp í flugtak. Farþegi í flugvélinni gerði vart við óeðlilegan titring í öðru vænghjól- inu er flugvélin var að aka út á flugbrautina til flugtaks og var flugvélinni snúið við á brautinni. Sá hluti hjólabúnaðarins sem bilaði var ekki tengdur aðvörunarljósum flugvélarinnar. í samtali við Morgunblaðið sagði Einar að verið væri að rannsaka bilunina. Hann sagði að haft hefði verið samband við flugmálayfir- völd hérlendis og Fokkerverksmiðj- urnar hefðu fengið skýrslu um at- vikið. Frá þeim færi víðtæk upplýs- ingadreifíng og væntanlega yrði öllum Fokkereigendum skýrt frá því sem gerst hefði. Einar sagði að Fokkeivélin hefði verið undir reglulegu eftirliti og benti á að boltinn, sem bilunin fannst í, hefði síðast verið skoðað- ur stuttu fyrir jól. Hann kvað ekki vitað hve rannsókn málsins tæki langan tima. Fram kom að búnaðurinn sem bilaði hefði ekki verið tengdur að- vörunarljósum vélarinnar og sagði Einar að svo væri um ýmsa aðra hluta flugvéla. Búnaðarbankinn: Nafnvextir innlána hækka BÚNAÐARBANKINN hækkaði í gær nafnvexti af sérkjara- reikningum. Nafnvextir af Gullbók hækkuðu úr 8% í 10% og vextir af Metbók úr 10.5% í 13%. Vextir annarra bankastofn- ana breyttust ekki í gær. Jón Adólf Guðjónsson, banka- stjóri Búnaðarbankans, sagði að með hækkuninni væri verið að leita jafnvægis á milli óverðtryggra og verðtryggðra kjara á innlánum. Vextir umfram verðtryggingu á Gullbók eru nú 3% en 5,75% á Metbók. Búnaðarbankinn hækkaði út- lánsvexti 21. desember sl. en þá voru engar breytingar gerðar á vaxtakjörum sérkjarareikninga. Morgunblaðið/Björn Blöndal Heim frá Jórdaníu. Á myndinni eru frá vinstri: Somporn, barnfóstra frá Thailandi, Stefanía Reinhards- dóttir Khaliteh ásamt syninum Arnari Qais sem er 16 mánaða, Thmara 8 ára dóttir Guðríðar, Guðríð- ur Guðfinnsdóttir Baara og sonurinn Ahmad 6 ára. íslendingar heim frá Persaflóa: „Fólk er mjög hrætt“ - sagði StefaníaReinhardsdóttir Khal- iteh ræðismaður íslands í Jórdaníu Keflavík. „FÓLK er almennt mjög hrætt og ég hef aldrei fundið fyrir ann- arri eins spennu og daginn sem þeir James Baker utanríkisráð- herra Bandarikjanna og Tareq Aziz utanríkisráðherra Iraks fun- duðu í Genf. Fólk sat bókstaflega límt við útvarpstækin til að heyra fréttir af honum um leið og þær bærust," sagði Stefanía Reinhards- dóttir Khaliteh, ræðismaður íslands í Jórdaníu, sem kom til lands- ins ásamt barni sínu seint á fimmtudagskvöldið vegna yfirvofandi stríðsátaka við Persaflóa. Þrír aðrir íslendingar sem starfað hafa við Persaflóa komu með sömu vél. Stefanía sem er gift jórdönskum rafmagnstæknifræðingi hefur ver- ið búsett þar í landi í nær 11 ár. Hún sagði að ástandið þar færi nú hríðversnandi og nú væri svo kom- ið að engin önnur flugfélög flygju til landsins nema Konunglega jórd- anska flugfélagið. „Öll flug frá landinu eru yfirbókuð og ég mátti kallast heppin að komast í burtu. Maðurinn minn ákvað að vera enn um sinn í landinu en hann er tilbú- inn að fara ef ástandið versnar. Það eru enn nokkrir íslendingar við Persaflóa og ef flug stöðvast frá Jórdaníu hafa verið gerðar ráð- stafanir til að koma þeim í burtu eftir öðrum leiðum.“ Guðríður Guðfinnsdóttir Baara er gift jórdönskum flugmanni sem starfar hjá Konunglega jórdanska flugfélaginu og hefur hún eins og Stefanía búið í Jórdaníu í nær 11 ár. Guðríður kom ásamt tveim börnum sínum en eiginmaður henn- ar ætlar að bíðá átekta um sinn. Guðríður sagði að yfirvofandi stríð og afleiðingar þess væru þegar komnar fram í Jórdaníu, þar væri búið að taka upp matarskömmtun og atvinnuleysi væri í landinu. „Aröbum finnst almennt að þeir séu hafðir að blórabögglum í þessu máli og séu látnir líða fyrir það. Ég heyrði það á fólki að flestir trúa því að það verði ekki stríð. En svo eru aðrir sem telja að deilan verið aldrei leyst nema með vopnavaldi." BB 1 STORUTSALA 20 - 70% AFSLÁTTUR Á EIÐISTORGI11 OPNUNARTIMI UM HELGINA: í DAG FRÁ KL. 10 - 16 SUNNUDAG FRÁ KL. 13 -17

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.