Morgunblaðið - 12.01.1991, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 1991
25
Halldór Benediktsson
frá Fjalli - Minning
maður, sem kallað var, hjá þeim
ágætu hjónum Jennýju og Bjarna
Jónasyni, en hann er látinn fyrir
nokrum árum, þegar þau voru bú-
endur á Hvammi sem verið hefur
tvíbýlisjörð um 60—70 ára skeið,
eitt af höfuðbólum þessa larids og
sýslumannssetur fyrri tíma. Ég kom
á haustdögum 1933 eða fyrir 57
árum, þá aðeins 17 ára, og var hjá
þeim í tvö og hálft ár.
Ég minnist veru minnar þar sem
eins besta hluta ungdómsára
minna. Ég þroskaðist þarna af viti
og vexti í skjóli þessa góða fólks.
Börn þeirra þijú voru þá að vaxa
öll innan við fermingu, Lillý, Nonni
og Hanna, eins og þau voru kölluð.
Öllu voru þau mér góð.
Það var margt í heimili og hús-
móðirin hafði í mörgu að snúast,
sjaldan færri en tíu og oft fleira
fólk fyrir utan gesti og gangandi
sem var mikið í þá daga. Á hinu
búinu var svipað margt þar sem
þau ágætu hjón bjuggu, Theódóra
Hallgrímsdóttir og Steingrímur
Ingvarsson, ásamt fjórum börnum
sínum og hjúum. Síðan voru foreldr-
ar Jennýjar, Ingibjörg og Jón Bald-
vinsson, ásamt fósturdóttur sinni,
Ingu Níelsdóttur, í húsmennsku
sem kallað var. Þarna var glaðværð
og jgott samneyti.
Eg minnist þess hvað var gott
að leita til Jennýjar þegarvið krakk-
arnir vildum eitthvað gera okkur
til gamans. Hún var verndari okkar
í leik og ærslum sem ungum er svo
nauðsynlegt. Ef henni fannst úr
hófi keyra sussaði hún á okkur og
ég minnist þess aldrei að ekki væri
hlýtt og það strax. Hún naut virð-
ingar og trausts allra sveitunga
sinna og annarra sem til þekktu.
Ég læt ekki hjá líða að minnast
eins atviks sem skipti mig sköpum.
Eflaust var ég ódæll strákur en
alltaf hlýddi ég Jennýju og reyndar
þeim hjónum báðum því Bjarni var
mér afar góður og kom inn hjá mér
metnaði við leik og störf. „Stattu
þig strákur," sagði hann stundum
og þá'var brosið glettið. En ég var
að fara í langa ferð vestur á land
og þegar Jenný bjó mig til þessarar
ferðar kom hún að morgni burtfar-
ardags og vakti mig með þessum
orðum: „Hérna eru ný pijónanærföt
sem þú ferð í, annars færð þú ekki
að fara þessa ferð.“ Mér þótti vont
að vera í pijónaskyrtu en ég sá að
húsmóður minni var svo mikil al-
vara að ég vogaði mér ekki að
óhlýðnast enda reyndist það hollráð
því í þessari ferð villtist ég á
Steingrímsijarðarheiði í einn og
hálfan sólarhring og lenti í frosti
og byl. Komst þó til byggða af
sjálfsdáðum. Þá var ekki hlaupið
til að leita að fólki fyrr en mátti til.
Ekki er ég í nokkrum vafa um
að pijónafötin urðu mér til lífs. Ég
lét mér þetta að kenningu verða
og síðan hef ég notið þessa klæðn-
aðar og geri enn. Þannig voru verk
þessarar konu sem starfaði í kyrr-
þey og hugsaði um velferð allra sem
í kringum hana voru og ekki síst
til fæðis og klæðis.
Blessuð sé minning hennar.
Börnum hennar og öllu venslafólki
votta ég samúð mína og virðingu.
Leópold Jóhannesson
Við minnumst Jennýjar frá mörg-
um góðum stundum á Eyjólfsstöð-
um. Heimili hennar var fallegt og
hlýtt og gaf frá sér birtu og styrk.
Hún var svo sáttfús og friðelskandi
að maður naut þess að vera í ná-
vist hennar. Jenný vann störf sín í
kyrrþey og krafðist aldrei meira af
öðrum en hún gat sjálf látið í té.
Dætur okkar voru mörg sumur hjá
henni og kölluðu þær Jenný ömmu.
Yngsta dóttir okkar minnist þess
oft þegar hún kom í búið hennar í
graslautinni fögru í brekkunni fyrir
ofan túnið og tók þátt í gleði henn-
ar er hún sýndi henni kindur sínar,
kýr og hesta, sem að sjálfsögðu
voru leggir, kjálkar og skeijar.
Þannig gladdi Jenný barnssálina og
ýtti undir sköpunargleði hennar og
starfslöngun.
Við þökkum henni fyrir allar
samverustundirnar sem minna okk-
ur á Ijósið sem lýsir og vermir.
Guð blessi minningu Jennýjar.
Lilly, Guðlaugur og dætur.
Til útlanda bayst mér sú fregn
að frændi minn Halldór Benedikts-
son, bóndi á Fjalli í Sæmundarhlíð
í Skagafirði, væri kominn undir
græna torfu. Hann lést á Héraðs-
sjúkrahúsi Skagfirðinga á Sauðár-
.króki hinn 29. október sl. eftir lang-
varandi heilsuleysi.
Hann fæddist þann 28. nóvember
1908 á Fjalli, sonur hjónanna Sigur-
laugar Sigurðardóttur og Benedikts
Sigurðssonar, sem bæði voru fædd
á Stóra-Vatnsskarði en bjuggu allan
sinn búskap á Fjalli. Benedikt mun
hafa verið einhver mesti bassasöngv-
ari norðanlands á sinni tíð, og þó
víðar væri leitað. Hann söng í
Bændakórnum undir stjórn Péturs
Sigurðssonar tónskálds. En áður
hafði Benedikt kennt þessum ná-
frænda konu sinnar að spila á org-
el. Sigurlaugu kynntist ég þegar ég
kom að Fjaili 8 ára til sumardvalar.
Þá var hún orðin ekkja og hafði til
afnota eitt herbergi á litla bónda-
bænum. Hún var hlédræg en hlý í
viðmóti og ég hændist að henni; ég
öfundaði strákana sem fengu að
sofa inni hjá henni á sumrin!
Halldór var á þessum tíma löngu
tekinn við búinu ásamt konu sinni
Þóru Þorkelsdóttur (f. 1918) frá
Miðsitju í Blönduhlíð. Þau hjónin
ættleiddu Margréti Sigurbjörgu (f.
1946). Hún er sjúkraliði og býr í
Reykjavík. Margrét er gift Olafi Ól-
afssyni vélstjóra og eiga þau þijú
börn. Þá ólu þau Halldór og Þóra
upp systurson Halldórs, Grétar
Benediktsson (f. 1942), sem missti
móður sína kornungur. Hún hét
Margrét og var gift Benedikt Péturs-
syni á Stóra-Vatnsskarði. Þau höfðu
áður eignast soninn Benedikt sem
nú er bóndi á Vatnsskarði. Grétar
er bifvélavirki á Akureyri. Kona
hans er Erna Bjarnadóttir banka-
starfsmaður og eiga þau tvö börn.
Það var gestkvæmt á heimili
þeirra Halldórs og Þóru þessi sum-
ur. Oft var þá þröngt á litla bænum
því að nógur var mannskapurinn
fyrir; auk heimilisfólksins var alltaf
eitthvað af börnum á Fjalli til sum-
ardvalar. En enginn setti þrengslin
fyrir sig. Eftirminnilegastar eru
heimsóknir dr. Jakobs, bróður Hall-
dórs. Hann kom flest sumur og var
dijúgur við heyskapinn. Oft var
Grethe kona hans með í för. Bærinn
stækkaði þegar þetta fólk, sem
mann grunaði að gert hefði stóra
hluti í útlöndum, var allt í einu kom-
ið að Fj'alli.
Sérstaklega var mikið um að vera
kringum rúninginn á vorin og rétt-
irnar á haustin. Þá varð þessi af-
skekkti bær miðstöð heimsins. Þegar
féð var komið inn í Fjallsrétt og
búið að bölva hundum, mönnum og
ám, var fallist í faðma og heilsast
með kossi. Svo þegar hlé var gert á
réttarstarfinu var farið h'eim að
Fjalli og drukkið kaffi og borðaðar
kökur sem Þóra hafði bakað í koks-
vélinni, því ómissandi tæki á raf-
magnslausum bæ. En „heimsins lif-
andis ósköp“ varð hún Þóra fegin
þegar rafmagnið loksins kom.
Nokkrum árum áður hafði straumur
verið leiddur í Blönduhlíð, æsku-
byggð hennar. Kvöldið sem ljósin
voru tendruð gekk Þóra „út á hóla“
til að sjá ljósadýrðina í Blöndu-
hlíðinni.
Halldór var líkur móður sinni,
hægur í framgöngu en eftirminnileg-
ur. Hann naut ekki skólagöngu sem
heitið gæti, var að vísu einhveija
mánuði á íþróttaskólanum í Haukad-
al hjá Sígurði Greipssyni. En hann
var vel lesinn og stálminnugur. Hann
hafði gaman af að fræða okkur unga
fólkið. Hann sagði vel frá, og glettn-
in leyndi sér ekki í augunum þegar
eitthvað skoplegt var í aðsigi. Áhugi
Halldörs á menntun æskulýðsins
birtist m.a. í því að hann var starfs-
maður Varmahlíðarfélagsins um
miðjan Ijórða áratug aldarinnar. Sá
félagsskapur beitti sér fyrir að sett-
ur yrði á stofn héraðsskóli í
Varmahlíð. Draumurinn um skóla
þar rættist að vísu ekki fyrr en löngu
síðar, og þá var Halldór sem fyrr
framarlega í fylkingu. Hann var
formaður byggingarnefndar Varma-
hlíðarskóla, þeirrar glæsilegu stofn-
unar. Síðar var hann oddviti Seylu-
hrepps og lét sér þá sem endranær
málefni Varmahlíðar og viðgang
mjög fyrir bijósti brenna.
Hann var farsæll bóndi en bjó
aldrei stórt. Gott lag hafði hann á
skepnum og átti góða hesta. Skjóni
Halldórs á Fj'alli setti svip á um-
hverfi sitt eins og eigandinn. Halldór
var laghentur og aðstoðaði oft ná-
t
STEFÁN HILMARSSON,
fyrrverandi bankastjóri,
er látinn.
Sigrfður K.,Thors og fjölskylda.
t
HELGI HÓSEASSON
prentari,
lést 1. janúar sl. á Landspítalanum.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Vandamenn.
t
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
PÉTUR INGIMUNDARSON,
Sólvallagötu 43,
lést 9. janúar.
Áslaug Pétursdóttir, Jón Haukur Jóelsson,
Ingimundur Pétursson, Magna Sigfúsdóttir
og barnabörn.
t
Þökkum af hjarta auðsýnda samúð við andlát og útför
ÓSKARS PÁLSSONAR,
Dalalandi 2.
Guð blessi ykkur öll.
Þórunn Guðmundsdóttir
og fjölskylda.
granna sína við smíðar. Söðlasmiður
var hann góður og mun hafa lært
þá íþrótt af föður sínum. Lagni hans
birtist reyndar á ýmsum sviðum. Oft
bar það t.d. við að einhver nágrann-
•inn kom ríðandi og bað um klipp-
ingu. Eldhúsið breyttist þá óðara í
rakarastofu.
Söngur og tónlist voru Halldóri
lífsfylling. Hann var einn af stofn-
endum Karlakórsins Heimis og síðar
heiðursfélagi, enda söng hann þar
annan bassa í meira en hálfa öld.
Þau Halldór og Þóra bjuggu á
Fjalli fram til ársins 1980 að þau
seldu jörðina og fluttu í Varmahlíð.
Þau bjuggu í nokkur ár í Mánaþúfu,
en þegar heilsan var brostin lá leiðin
á ellideild sjúkrahússins á Sauðár-
króki. Þóra lifir mann sinn.
Mér er þakklæti í huga þegar ég
minnist Halldórs og alls þess fólks
sem ég kynntist á Fjalli. I kringum
Halldór ríkti andi sem einkenndist
af lífsglaðri nægjusemi en jafnframt
virðingu fyrir því sem mátti teljast
háleitt og mannbætandi. Ég votta
samúð mína Þóru og öðrum aðstand-
endum þessa öðlingsmanns.
Baldur Hafstað
Minning:
Gísli S. Reimarsson
Fæddur 31. mars 1949
Dáinn 1. janúar 1991
Mig langar í fáeinum orðum að
minnast Gísla mágs míns. Ég kynnt-
ist honum fyret þegar hann og syst-
ir mín hófu búskap fyrir tæpum sex
árum. Hann vargóður heim að sækja
og alltaf boðinn og búinn að hjálpa
ef hann var þess megnugur. Fáa
þekki ég í dag sem búa yfir slíku
jafnaðargeði og skapfestu sem mér
fannst svo éinkennandi fyrir hann
ef eitthvað bjátaði á en ég dáðist
svo oft að því. En dulur var hann
og flíkaði ekki tilfinningum sínum.
Gísli og Systa, eins og hún er jafnan
kölluð, eignuðust dreng 28. desemb-
er 1986 sem heitir Gunnar og stúlku
5. mars 1989 seiii heitir Jóhanna.
Þar með rættist sú langþráða ósk
hans að koma upp nafni móður
sinnar en Gísli reyndist börnum
sínum hinn besti faðir. Frá fyrra
hjónabandi átti Gísli - fyrir soninn
Þorbjörn fæddan 1971. Fyrir tæp-
lega ári ákváðu þau að stækka við
sig og fluttu inn í stórt og gott ein-
býlishús í Keflavík. Framtíðin virtist
björt og ýmsir erfiðleikar að baki.
En skyndilega er heimilisfaðirinn
allur og engin orð fá tjáð slíkan at-
burð.
Elsku Ingibjörg systir, þú sem ert
svo sterk.
Megi algóður Guð styrkja þig og
litlu börnin ykkar sem nú eiga um
svo sárt að binda. Einnig son hans
Þorbjörn, Reimar, systkini og fjöl-
skyldur þeirra og aðra ættingja og
vini.
Þess biðjum við öll, foreldrar,
systkini og fjölskyldur þeirra.
Blessuð sé minning hans.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V.Briem)
Sigga
t Bróðir okkar og fósturbróðir, GARÐARJÓNSSON frá Hæsta Hvammi, Dýrafirði, Kleppsvegi 56, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu mánudaginn 14. janúar kl. 13.30. Sigríður Jónsdóttir, Ingibjörg Jónsdóttir, Þórður Jónsson, Ari Jónsson, Ragnheiður Jónsdóttir, Soffía Jónsdóttir, Sigurlaug Jónsdóttir, Guðrún H. Jónsdóttir, Ingunn Jónsdóttir, Þorsteinn Óskarsson, Inga Jónsdóttir. -
t Þökkum öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og bróður, HELGA FRIÐRIKS SIGMARSSONAR matsmanns, Múlavegi 1, Seyðisfirði. Guð blessi ykkur öll á komandi árum. Jónina Þórisdóttir, börn, tengdasonur, barnabörn og systkini hins látna.
t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við apdlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUNNARS ÓLAFSSONAR, Haga, Selfossi. Sérstakar þakkir til starfsfólks sjúkrahúss Selfoss. Ragnheiður Hannesdóttir, Hannes Gunnarsson, Ása Bjarnadóttir, Magnús Gunnarsson, Guðrún Ingvarsdóttir, Ólafur R. Gunnarsson, Bergrún Sigurðardóttir, Sigurður K. Gunnarsson, Þórunn Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.