Morgunblaðið - 18.01.1991, Blaðsíða 4
4
Her JIAUMAI .81 ír.JDAOUTSÖ'í QJQAJÖHUDJIOM
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR1991
Morgunblaðið/Runar Þór
Starfsemi er nú hafin að nýju við bruggun öls á Akureyri.
Viking Brugg:
Innsiglið endanlega rofíð
INNSIGLIÐ á húsakynnum bjórverksmiðjunnar Viking Brugg við Norð-
urgötu 57 á Akureyri hefur verið rofið um tuttugu sinnum frá því
verksmiðjan var fyrst innsigluð fyrir rúmri viku, þann 8. janúar. I
gærmorgun var innsiglið endanlega rofið og starfsemi hófst að nýju.
Starfsmenn Viking Brugg hafa
farið tvisvar á dag inn í verksmiðj-
una í fylgd lögreglu, en það var gert
til að fylgjast með því áfenga öli sem
í vinnslu var hjá fyrirtækinu. Farið
var inn í fyrirtækið að morgni og
síðan aftur undir kvöld.
Er farið var inn í fyrirtækið þurfti
að rjúfa innsiglið og setja síðan upp
nýtt er farið var út, þannig að lög-
reglumenn þurftu að ijúfa innsiglið
tuttugu sinnum og setja það jafn oft
á að nýju.
Síðast var farið að líta eftir ölinu
klukkan rúmlega 11 í gærmorgun
og að því loknu sett nýtt innsigli
fyrir dyrnar. Um fímmtán mínútum
síðar kom fulltrúi fógeta á staðinn
og var innsiglið þá endanlega rofið
og starfsfólki fijálst að fara ferða
sinna um verksmiðjuna.
Ríkissljóniiu hvetur til
7% eldsneytissparnaðar
Olíubirgðir í landinu til tveggja til þriggja mánaða
BIRGÐASTAÐA í olíuvörum er góð. Til eru í landinu tveggja til kosti ekki á þessu stigi,“ sagði for-
þriggja mánaða birgðir af þeim vörum sem íslendingar þurfa helst
að nota, auk þess sem farmar eru á leið til landsins sem samningar
hafa verið gerðir um, samkvæmt úpplýsingum Jóns Sigurðssonar,
viðskiptaráðherra, sem jafnframt gegnir starfi utanríkisráðherra í
fjarveru Jóns Baldvins Hannibalssonar. Steingrímur Hermannsson
forsætisráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að ríkis-
stjórnin hefði ákveðið að hvetja landsmenn til þess að draga úr elds-
neytisnotkun sinni um 7%, eins og samþykkt Orkumálastofnunar
OECD gerir ráð fynr.
„Við hvetjum mjög til sparnaðar
eldsneytis. Að vísu erum við ekki
aðilar að Orkumálastofnun OECD,
en við viljum taka þátt í samþykkt
hennar að draga úr olíunotkun um
sjö af hundraði," sagði Steingrím-
ur. Hann bætti við að slíkur sparn-
aður ætti sér nánast sjálfkrafa stað
í fiskiskipaflotanum, vegna þess að
loðnuskipin lægju við bryggju. Auk
þess hvetti ríkisstjórnin landsmenn
til þess að draga úr bensínnotkun
eftir því sem tök væru á. „En við
sjáum ekki ástæðu til þess að fara
út í neina skömmtun, að minnsta
sætisráðherra.
Jón Sigurðsson sagði í samtali
við Morgunblaðið í gær að það
þyrfti að sjálfsögðu að huga að því
hvemig mætti draga úr eldsneytis-
notkun með forsjálni og skynsam-
legri meðferð. „En það er engin
ástæða til að óttast það að menn
hafi ekki eldsmat á næstunni. Það
hefur verið staðið ákaflega vel að
því öllu,“ sagði ráðherra.
Hjálparstörf Rauða krossins við Persaflóa:
Þrír hjúkrunarfræð-
ingar samþykkja að
fara til átakasvæðanna
Ríkisstjórnin beðin um fjárhagsaðstoð í dag
RAUÐA krossi íslands hafa borist nokkrar fyrirspumir frá hjúkruna-
rfólki um starf á vegum Rauða krossins við Persaflóa, en samtökin
vinna nú að því að senda hjúkrunarfræðinga og lækna með hópi norr-
æns lijálparliðs til átakasvæðanna. Að sögn Hannesar Haukssonar,
framkvæmdastjóra Rauða krossins,
þykki sitt í gær.
Ekki hefur verið ákveðið hvort þær
verða sendar af stað, en ef af því
verður verða þær væntanlega sendar
til starfa í flóttamannabúðum í Saudi
Arabíu eftir eina til tvær vikur. Þá
sagði hann að íj'órir hjúkrunarfræð-
ingar til viðbótar væru að íhuga för,
og ef til kæmi yrðu þeir væntanlega
sendir til starfa á spítölum við átaka-
svæðin. Hann kvaðst ekki búast við
' að læknar yrðu sendir frá íslandi.
Þeir hjúkrunarfræðingar sem eru
til taks hafa ekki stundað hjálpar-
störf á vegum Rauða krossins en
hafa hins vegar verið á undirbúnings-
námskeiðum fyrir sendifulltrúa
Rauða krossins. „Þetta er enn á byij-
unarstigi og óvíst hvort við verðum
gáfu þrjár hjúkrunarkonur sam-
sendar en það verður ákveðið fljót-
lega,“ sagði Hólmfríður Garðarsdótt-
ir, hjúkrunarfræðingur á gjörgæslu-
deild Landspítalans, en hún er þeirra
þriggja sem eru í viðbragðsstöðu.
„Fyrirvarinn er stuttur en að fljót-
hugsuðu máli er ég reiðubúin að fara.
Ég hef áhuga á hjálparstörfum. Þau
eru bara eins og þau eru og maður
verður að gera upp við sig hvort
maður vill starfa við hjálparstörf eða
ekki. Ég er ekki mjög uggandi vegna
þessa, í flóttamannabúðunum verður
maður ekki í sjálfum átökunum og
ég ætla að vona að Rauði krossinn
fái frið til að starfa. Ef ég væri bund-
in að einhveiju leyti myndi þetta
horfa öðruvísi við,“ sagði Hólmfríður
en hún er ógift og bamlaus.
• •
Oryggi á Keflavíkur-
flugvelli hert í gær
VEÐURHORFUR í DAG, 18. JANÚAR
YFIRLIT í GÆR: Á vestanverðu Grænlandshafi er 968 mb lægð
sem á að þokast austur en skammt suður af Hornaflrðí er smá-
lægð, sem fer norður.
SPÁ: Víða él eða slydduél sunnan- ogyestanlands. Snjókoma eða
slydda á Austurlandi. Á Norðurlandi verður bjart veður að mestu,
og einnig sums staðar á Vestfjörðum. Frostlaust austast en ann-
ars 1-3ja stiga frost.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á LAUGARDAG: Þykknar upp með heldur vaxandi suð-
austan átt. Þegar líður á daginn verður snjókoma en síðar slydda
sunnanlands og vestan en úrkomulítíð norðanlands. Hiti víðast 0 tíl
4 stig.
HORFUR Á SUNNUDAG: Hægari suðaustlæg eða breytileg átt og
snjókoma eða slydda sunnanlands og vestan en úrkomulítið á
Norðurlandi. Hiti nálægt frostmarki.
TAKN:
V"--V
>i i» Heiðskírt
Léttskýjað
Hálfskýjað
Skýjað
Alskýjað
x Norðan, 4 vindstig:
Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
/ / / / Rigning
/ / /
* / *
/ * / * Slydda
/ * /
* * *
* * * * Snjókoma
* * *
■JO Hitastig:
10 gráður á Celsius
y Skúrir
*
V E'
— Þoka
= Þokumóða
’ , ’ Súld
OO Mistur
—|- Skafrenningur
[y Þrumuveður
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12.00 í gær að ísl. tíma
hiti veður
Akureyri 0 alskýjað
Reykjavík +0 snjókoma
Bergen 1 léttskýjað
Helsinki +3 þokumóða
Kaupmannahöfn 3 heiðskfrt
Narssarssuaq 4-16 hálfskýjað
Nuuk +19 skafrenningur
Osló þokaígrennd
Stokkhólmur +1 lénskýjað
Þórshöfn 5 skýjað
Algarve 18 skýjað
Amsterdam 3 heiðskirt
Barcelona 9 rígning
Berlín 1 heiðskírt
Chlcago vantar
Feneyjar 3 heiðskfrt
Frankfurt 0 helðskírt
Glasgow 3 rigning
Hamborg 0 heiðskírt
LasÞalmas 20 léttskýjað
London 7 rigning
Los Angeles 12 heiðskírt
Lúxemborg 0 heiðskfrt
Madrfd S mistur
Malaga 16 mistur
Mallorca 14 skýjað
Montreal 1 alskýjað
NewYork vantar
Orlando vantar
París 7 halfskýjað
Róm 7 skýjað
Vín +2 mistur
Washington vantar
Winnipeg +15 skýjað
Lítil hætta á ferðum, segir upplýsingafulltrúi
Öryggisráðafanir á Keflavíkurflugvelli voru hertar í gærmorgun,
eftir að stríð hafði brotist út við Persaflóa. Friðþór Eydal upplýsinga-
fulltrúi varnarliðsins segir þó að ekki sé talin vera mikil hætta á ferðum.
Friðþór Eydal sagði að allur við-
búnaður væri miðaður við aðstæður
hveiju sinni, eftir því hvaða hætta
sé talin vera á einhveijum aðgerð-
um. „Miðað við þær aðgerðir sem
eru í gangi núna er sú hætta mjög
lítil,“ sagði Friðþór.
Öryggisaðgerðum á Keflavíkur-
flugvelli er skipt í fjögur stig, og
samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins var í gær skipt af fyrsla
stigi yfir á annað. Friðþór vildi ekk-
ert tjá sig um það, éða hvers eðlis
hvert stig væri.
Morgunblaðinu er kunnugt um
að í gærmorgun var starfsfólki ekki
heimilað að leggja bílum í nágrenni
við ákveðnar byggingar á varnar-
svæðinu. Friðþór sagði það aug-
Ijóst, að á ákveðnum stöðum væri
ekki hægt að taka áhættu af bíla-
umferð eins og á stæði, en vildi að
öðru leyti ekki ræða þetta.
Stríðið breytir engu
um ferðir til Evrópu
STRÍÐIÐ við Persaflóa hefur ekki áhrif á hin hefðbundnu ferðalög
íslendinga til útlanda, enda liggur straumur ferðamanna ekki mikið
til Persaflóa á þessum árstíma. Flugi til íslands hefur ekki seinkað
þrátt fyrir auknar varúðarráðstafandir á flugvöllum víða um heim.
Ferðaskrifstofumar, sem haft var
samband við í gær, sögðu að tölvert
væri hringt og forvitnast um hvort
fyrirhugaðar ferðir féllu niður vegna
stríðsástandsins fyrir botni Persa-
flóa. „Það hefur ekkert borið á af-
pöntunum, en fólk hefur hringt mik-
ið til að athuga hvort fyrirhugaðar
ferðir verði farnar,“ sagði Helgi
Daníelsson hjá Samvinnuferðum
Landsýn.
Andri Már Ingólfsson hjá Ferða-
miðstöðinni Veröld tók í sama streng
og sagði að stríðið hefði engin áhrif
á ferðalög til Vestur-Evrópu. Hann
vildi taka fram að fréttir á Bylgj-
unni, um að íslendingar á Kanaríeyj-
um væru farnir að hamstra mat og
aðrar nauðsynjar, væru rangar.
„Ástandið á Kanaríeyjum er með
hefðbundnum hættti og engin
ástæða fyrir fólk þar að hafa áhyggj-
ur,“ sagði hann.
Hjá Flugleiðum fengust þær upp-
lýsinga að þrátt fyrir aukna öryggis-
gæslu á flugvöllum erlendis seinkaði
flugi til íslands ekki.