Morgunblaðið - 18.01.1991, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 18.01.1991, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ IÞRÓI IIRFGSTUIIAGUR 18. JANÚAR 1991 HANDKNATTLEIKUR II Mikill áhugi í Afríku U landi og þjóð,“ sagði Jón Hjaltalín, en þess má geta að blaðið The Democrat gat þess að góður stuðn- ingur frá Islandi væri mikil lyfti- stöng fyrir handknattleik í Sam- veldislöndunum og vonuðu forráða- menn landanna að samvinnan haldi áfram. „Samvinna okkar við Samveldis- löndin hófs á þingi Alþjóða hand- knattleikssambandsins í Senigal 1986, en þá komu forráðamenn Afríkuþjóðanna til okkar og dáðust að árangi íslendinga í hanknattleik. Þeim fannst stórkostlegt að eins fámenn þjóð og ísland ætti eitt af fremstu handknattleiksliðum heims. Jafnframt óskuðu þeir eftir ráðgjöf frá okkur. Með vitund og velvilja Þróunarsamvinnustofnunn- - segir Jón Hjaltalín Magnússon, formaður HSÍ, sem er nýkominn frá Nígeríu. Líklegt að þrjár þjóðir frá Afríku verði með í HM 1995 HANDKNATTLEIKSSAMBAND íslands hefur veitt Samveldis- þjóðum í Afríku ráðgjöf í sam- bandi við uppbyggingu á hand- knattleik og hefur Jón Hjaltalín Magnússon, formaður HSÍ, átt mikinn heiður að þessari ráð- gjöf, en hann er vendari og ráðgjafi framkvæmdastjórnar Samveldislandanna f sambandi við handknattleik í Afríku. Jón Hjaltalín er nýkominn frá Nígeríu, þar sem honum var boðið að vera viðstaddur opnun á skrifstofu handknattleikssambands Nígeríu í höfuðborginni Abuja, sem verður jafnframt höfuðstöðvar handknattleikssambandanna í Samveldislöndunum í Afríku. „Það var mjög ánægulegt að fá þetta boð og koma til Nígeríu til að kynnast Mm FOLK ■ ÞORBERGUR Aðalsteinsson, landsliðsþjálfari í handknattleik og Einar Þorvarðarson, aðstoðar- maður hans, héldu til Noregs í morgun. Þeir fóru til að fylgjast með mótheijum íslands í B-keppn- inni í Austurríki léika í Lottó- keppninni. ■ ÞORBERGUR sagði að lands- lið Hollands yrði sérstaklega undir smásjánni. Þeir félaga taka nokkra leiki upp á myndband og þá fá þeir myndbönd frá Þjóðverjum. ■ JÚLÍUS Jónasson fékk tilboð frá portúgalska félaginu Sporting Lissabon þegar hann lék með landsliðinu á Spánarmótinu á dög- unum. Þjálfari félagsins ræddi við hann. „Áhuginn minn er lítill," sagði Júlíus í viðtali við DV í gær. Spænskt lið hafði einnig samband við hann á Spáni. Jón H. Magnússon ásamt Williams, knattleikssambands Nígeríu. Hús handknattleikssambands Nígeríu. ar íslands og íslensku ríkisstjórnar- innar hófum við samvinnu og send- um bæði þjálfara og dómara til að vera með námskeið í Afríku. Mér hefur verið tjáð að þessi námskeið Jiafi heppnast geysilega vel og ver- ið ómetanleg hjálp fyrir uppbygg- ingu á handknattleik í Afríku,“ sagði Jón Hjaltalín. Þess má geta að 1985 var hand- knattleikur leikinn í fimm löndum í Afríku, en nú er handknattleikur spilaður í tæplega 30 löndum. „Það verður ekki langt þar til handknatt- leikur verði leikinn í öllum löndum Afríku. íþróttin er orðin mjög vin- sæl þar. Skrifstofuhúsnæðið í Abuja er hið glæsilegasta. Þar er tíu starfsmenn og hafa þeir þijár bif- reiðar til umráða. í sambandi við opnun hússins á gamlársdag var ákveðið að stofna sjóð til efla hand- knattleik í Samveldislöndunum. Sjóðurinn er upp’á tíu milljóna mira, sem er um sextíu milljónir íslenskra króna.“ Jón Hjaltalín sagði að eitt af markmiðum HSI væri að efla vin- áttutengsl við aðrar þjóðir og þar að auka samskipti íþróttamanna. „Það er von okkar að við geíum áfram notið stuðnings ríkisstjórnar íslands og Þróunarsamvinnustofn- unnar íslands til að halda áfram þessum samskiptum. Það er ljóst að því-fleiri þjóðir sem leika hand knattleik 1995 þegar heimsmeist- arakeppnin fer fram hér á landi - hershöfðingja, sem er formaður hand- því víðtækari landkynningu fær ís- land.“ Eins og hefur komið fram þá er stafnt að því að 24 þjóðir taki þátt í HM á íslandi 1995. „Það er líklegt að það verði minnst þijár þjóðir frá Afríku sem leika hér í HM,“ sagði Jón Hjaltalín. Ekkert varðaf Eystra- salts- keppninni í Minsk EKKERTvarð af Eystrasalts- keppnininni [Baltic Cup] í handknattleik, sem hefjast átti í vikunni i borginni Minsk í Sovétríkjunum. Sænska landsliðið hittist á Arlanda flugvelli um sl. helgi, þar var fundað og sameig- inleg niðurstaða leikmanna og landsliðsnefndar var að fara ekki til Minsk vegna atburðanna í Lit- háen. Minsk er aðeins um 150 km austan Vil- nius höfúðborgar Litháens. Áður höfðu handknattleikss- ambönd Finnlands og Póllands hætt við þátttöku og því varð ekkert af mótinu. Frá Porsteini Gunnarssyni i Sviþjóð Af ríkuþjóðir vilja þjálfara frá íslandi Þegar Jón Hjaltalín Magnússon, formaður HSÍ, var staddur í Nígeríu á dögunum, komu forráðamenn hinna ýmsu Afríkuþjóða til hans og lýstu áhuga á að þjálfarar frá Islandi kæmu til Afríku og gerðust landsliðsþjálfarar. „Ég var spurður um hvort ég gæti útvegað þjóðum þjálfara og sér- staklega voru það Nígeríumenn sem vildu fá þjálfara frá íslandi," sagði Jón Hjaltalín. Þess má geta að tveir fyrrum landsliðsþjálfarar íslands hafa farið til Afríku á undanförnum áium og haldið þar þjálfaranámskeið fyrir þjálfara frá þijátíu löndum. Hilmar Björnsson og Viðar Símonarson fóru til Nígeríu og Tansaníu 1988 og Hilmar fór til Úganda 1989. Sama ár fóru Gunnar Gunnarsson og Kjartan K. Steinback til Úganda og héldu þar námskeið fyrir dómara. VIS-KEPPNIN STÓRLEIKUR I KAPLAKRIKA HAVKAR FH Heimaleikur Hauka í VÍS-keppninni verður leikinn í íþróttahúsinu Kaplakrika laugardaginn 19. janúar kl. 16.30. Forsala aðgöngumiða á laugardag frá kl. 10-14 í Kaplakrika og íþróttahúsinu v/Strandgötu. FJÚLMEm OS SJÁIO UPPEJÖK umuFJMo/immji Aðalstyrktaraðili Hauka og FH Sparisjódur Hafnarfjaróar URSLIT Knattspyrna Napolí, Ítalía: Ítalía - England...................3:0 ■Leikur deildarúrvals landanna. Van Basten (24.), Careca (26.), Simeone (65.). 10.000. Italía: Galli (Napolí), Garzja (Lecce), Alda- ir (Roma), Pin (Lazio), Benedetti (Tórinó), Jozic (Cesena), Bianchi (Inter Mílanó), Mik- hailicenko (Sampdoría), Careca (Napoll), Matthaus (Inter Mílanó, fyrirliði), Marco van Basten (AC Milan). Varamenn: Taffar- el (Parma), Minotti (Parma), Branco (Genoa), Lentini (Tórínó), Di Canio (Juvent- us), Simeone (Pisa). England: Southall (Everton), Dixon (Arse- nal), Nicol (Liverpool), Thomas (Arsenal), Wright (Derby, fyrirliði), Hysen (Liverpo- ol), Limpar (Ársenal), McMahon (Liverpo- ol), Rush (Liverpool), Davis (Arsenal), Bar- nes (Liverpool). Varamenn: Seaman (Arse- nal), Bowen (Norwich), Curle (Wimbledon), Bull (Wolves), Saunders (Derby) Körfuknattleikur Leikir í NBA-deildinni, miðvikudag: Golden State - Boston Celtics..110:105 Cleveland - Miami Heat.........108: 94 Minnesota-NewYork.............. 93: 89 Chicago Bulls - Orlando........ 99: 88 San Antonio - Dallas...........100: 94 Milwaukee - Indiana............126:119 Denver - Charlotte.............111:104 Washington-LAClippers..........111: 99 Tennis Opna ástralska meistaramótið: Helstu úrslit á mótinu í gær: Einliðaleikur karla: 5-G. Ivanisevic - R. Krishnan .....................6-4 3-6 4-6 6-1 6-2 3-Ivan Lendl - S. Davis.....7-6 6-3 6-2 1- S. Edberg - E. Masso.....6-1 6-2 6-3 7-Brad Gilbert - R. Fromberg .....................4-6 6-4 6-4 4-6 6-0 Einliðaleikur kvenna: 2- M. Seles - C. Caverzasio.....6-1 6-0 5-Katerina Maleeva - Stacey Martin .6-2 6-0 3- Mary Joe Fernandez - F. Romano ..6-1 6-2 ,n(:' ......... .... r,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.