Morgunblaðið - 18.01.1991, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 18.01.1991, Blaðsíða 34
34 MffiGÍMBLAÍ)IÐ FÖSTUDAGUR' K3.'(JANÚAR 1091. fclk í fréttum Sigurvegar- arnir fyrir búninga á grímuballi Eyveija. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Vestmannaeyjar: Grímuball Eyverja Vestmannaeyjum. EYJAKRAKKAR fjölmenntu á árlegt grímuball Eyvetja, fé lags ungra sjálfstæðismanna, en þeir hafa í áratugi haldið grímuball fyrir böm á þrettándanum. Fjölbreytni búninganna var mikil og á dansgólfinu í Samkomuhúsinu mátti sjá litla sjóræningja, hafmeyju, öðuskel, dansandi kókdós, vindmyllu og ýmislegt fleira. Fjöldi verðlauna var veittur fyrir búninga og í efstu sætunum urðu dansandi kókdós, geimfari og öðuskel. Krakkarnir fengu ýmiskonar spil í verðlaun en auk þess fengu þau er í þremur efstu sætunum lentu áritað- an silfurskjöld. Grímur Bubbi Morthens í fríðu föruneyti, m.a. eiginkonu t.v. SKEMMTANIR Nýju ári fagn- að á Sögu Eitthvert glæsilegasta ball árs- ins er að öðrum ólöstuðum nýárs gleðin sem haldin er ár hvert á Hótel Sögu í upphafi árs. Er vandað til alls af einstakri kost- gæfni og aðgangur gesta að auki takmarkaður til þess að tryggja að í ofanálag sé rúmt um gestina. Morgnnblaðið birtir hér nokkrar svipmyndir af gestum kvöldsins sem margir hveijir eru landsþekkt- ir á sínu sviði. Einn í hinum „þekkta" hópi telst vera ræðumaður kvöldsins Davíð Oddsson borgarstjóri. Kynnir á þessu kvöldi og sá er kallaði upp nöfn allra gesta jafn óðum og þeir gengu í salinn var Jóhann Sigurð- arson leikari. Þá stjórnaði Egill Ólafsson skemmtidagskrá sem hann skilaði sjálfur ásamt þeim Eddu Heiðrúnu Backman, Ásu Hlín Svavarsdóttur og Jóhanni Sigurð- arsyni. Jóhann G. lék undir atriði þeirra, en hljómsveitin Einsdæmi lék fyrir dansi fram á morgun. Davíð Oddsson og Ástríður Thorarensen. Fólk, ekki síður en laxar, opna muninn fyrir þessum, Þórarinn Sigþórsson tannlæknir og kona hans Ragnheiður Jónsdóttir. NR. 200 VAKORT Númer eú'rlýstra korta 4543 3700 0000 2678 4929 541 675 316 4548 9000 0021 2540 Kort frá Kuwait sem byrja á nr.: 4506 13** 4966 66** 4509 02** 4507 13** 4921 04** 4921 90** 4547 26** 4552 41** 4560 31** 4508 70** 4507 77** 4966 82** Afgreiðslufólk vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferð og sendið VISA íslandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000,- fyrir að klófesta kort og vísa á vágest. VISA ISLAND Utscalca Útsölunni lýkur á morgun, laugardag. Verslunin Glugginn, Laugavegi 40, sími 12854. Tvítug Ghanastúlka með áhuga á tónlist, dansi, frímerkjum, ferða- lögum o.fl.: Yaa Asantewaa, c/o Mr. Emmanuel Kyei, P. O. Box 249, Osu, Accra, Ghana. Þýskur 23 ára karlmaður sem getur ekki áhugamála: Thorsten Schmidt, Grootredder 10, D-2359 Kisdorf, Germany. Tvítugur franskur lagastúdent við Sorbonne-háskólann með áhuga á íþróttum, bókmenntum, ferðalögum o.fl: Jean Jacques Etancelin, 9 Rue de la Fidelite, 75010 Paris, France.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.