Morgunblaðið - 18.01.1991, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 18.01.1991, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ: FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 1991 31 Haukur Þorsteins son — Kveðjuorð Fæddur 4. maí 1914 Dáinn 27. desember 1990 Mig langar í örfáum orðum, að minnast afa míns og þakka honum þær góðu stundir sem við áttum saman. Það er erfitt að sætta sig við að hann eigi ekki eftir að koma oftar heim til Islands. Því þó hann hafi búið síðustu æviárin í Svíþjóð var hann alltaf sami sanni íslend- ingurinn og okkur barnabörnunum alltaf sami góði afinn. Létt lund og gott skopskyn ein- kenndu afa alla tíð. Hann tók hvorki sjálfan sig né lífið of hátíðlega og skopaðist óspart að hvoru tveggja. Afi var einstaklega barngóður og öll börn hændust að honum, enda var hann prýddur öllum þeim kost- um sem börn virða í fari fólks. Því er nú oft haldið fram og ekki að ósekju að börnin séu mestu mann- þekkjararnir. Afi kunni ógrynnin öll af sögum og kvæðum og oft skáldaði hann hvoru tveggja og fór létt með. Hann kenndi okkur barnabörnunum sínum ijölda kvæða áður en við gátum svo mikið sem myndað setn- ingar. Afi var víðlesinn og kunni skil á ótrúlegustu hlutum og það var fátt sem hann lét sig ekki varða. En það voru hinir þjóðlegu þættir sem áttu hug hans og hjarta. Það voru fáir jafn skemmtilegir ferðafélagar og afi. Hann þekkti hvert einasta fjall og örnefni í landinu og gat auðveldlega gert atburði úr Islands- sögunni ljóslifandi fyrir hugskots- sjónum manns. Nú er afi lagður af stað í aðra ferð og enn lengra á milli okkar en þegar hann var i Svíþjóð. Ég er viss um að vel verður tekið á móti honum í hinum nýju heim- kynnum og hann finnur sér eflaust eitthvað skemmtilegt að fást við. Ég er þakklát fyrir að hafa átt svo góðan afa sem hann. Þó hann sé okkur horfinn í bili lifir minningin um góðan mann með okkur. Guð blessi minningu hans. Ásta Pétursdóttir Sú fregn barst sem reiðarslag þann 27. desember að Haukur Þor- steinsson, forseti Landssambands íslendingafélaga í Svíþjóð, téngda- faðir minn væri dáinn. Ég vissi að hann hafði gengist undir uppskurð viku áður en allt virtist ganga vel. Haukur hafði haft það á orði þenn- an sama morgun í samtali við konu rnína að hann ætlaði sér að hafa þetta af eins og allt annað sem hann hafði tekið sér fyrir hendur. Kynni mín af Hauki hófust árið 1965 þegar ég kynntist dóttur hans og var hann góður félagi þar til yfir lauk. Haukur Þorsteinsson starfaði sem verktaki áður en hann hélt til Svíþjóðar árið 1970 og kom árlega heim til íslands, nú síðast í júlí sl., og dvaldi hann á heimili okkar, sem oft áður, út allan ágúst- mánuð. Við vorum búnir að ákveða ferðalag um Snæfellsnes og Vest- firði næsta sumar, enda veikindi þá víðs íjarri. Fjölskylda mín var svo heppin að geta heimsótt Hauk til Svíþjóðar nokkrum sinnum og ferðuðumst við þar eins mikið og kostur var, jafn- vel til nálægra landa. Haukur var sjálfkjörinn leiðsögumaður í ferðum þessum sem gleymast aldrei. Einn þáttur í heimsóknum til Hauks var að fara á jarðarberjaakra og tína jarðarber til að fara með heim til Islands. Var mér oft að orði í þess- um jarðarbeijaferðum að við værum komin í sæluríki því fyrir Islendinga var þetta svo framandi, jarðarberin voru svo stór og fersk og alltaf sá Haukur til þess að við gætum feng- ið sem mest í okkar körfur. Einnig fylgdi það með hvaðan við værum þegar uppgjör var gert við jarðar- beijabóndann. Sem ungur maður úr Ingimars- skólanum í Reykjavík kynntist Haukur félagsmálum sem æ síðan voru hans áhugamál og meðal ann- ars stofnaði hann ásamt fleirum bindindisfélög í skólum enda ávallt reglumaður. Má því segja að hann hafi tekið upp þráðinn aftur er hann fór til Svíþjóðar 1970 og í félags- málum naut hann sín þar til hann óvænt veiktist í desember síðast- liðnum. Að dvelja langdvölum í öðru landi hlýtur að einangra fólk frá fyrri átthögum en Haukur átti því láni að fagna þegar hann kom fyrst til Svíþjóðar að hafa undirbúið fyrstu ferðina fyrir íslendinga í samvinnu við Guðmund J. Guðmundsson í Dagsbrún. Það var ekki ætlun hans að setjast að í Svíþjóð en eftir sex mánaða ráðningartíma lengdist dvölin jafnharðan. Auk þess var hann fljótlega kallaður til forystu í íslendingafélögum sem stofnuð , voru þar og var síðan forseti Lands- sambands íslendingafélaganna frá stofnun 1980. Að vera í forystu fyrir félögin var í hans verkahring að sækja heim ráðherra og ýmsa aðra ráða- menn til að tala fyrir ýmsum mann- réttindamálum við þá og leysa þau síðan með félögum sínum. Haukur var víðsýnn maður og vel lesinn sem kom sér vel þegar íslendingafélögin buðu ýmsum ráðamönnum frá Is- landi til Svíþjóðar og á ýmsum tíma- mótum félaganna er starfa í Svíþjóð. Bar hæst þegar Kristján heitinn .Eldjárn forseti og frú heiðr- uðu félögin með nærveru sinni. Var Haukur þá leiðsögumaður þeirra og sýndi þeim merku hjónum helstu sögustaði. 011 þau störf sem Haukur tók að sér fyrir þá íslendinga, er leituðu til hans, leysti hann með ágætum sem ráðamenn heima á Islandi kunna að meta. í febrúar 1989 var Haukur heiðraður af frú Vigdísi Finnbogadóttur, forseta íslands, er sendiherra íslands í Svíþjóð, Þórður Einarsson, sæmdi hann Fálkaorð- unni. Þessi atburður gladdi tengda- föður minn mjög og var staðfesting á því að hann hefði einhveiju áork- að fyrir landa sína er dvelja fjarri átthögum. Haukur var sannur íslendingur og stoltur af landi sínu og þjóð. Eitt sinn sem oftar þegar hann kom með hóp af Svíum og hafði ferðast með þeim hringveginn og sýnt helstu sögustaði kom hann óþreytt- ur til baka, hress og kátur að vanda enda fet'ðin vel skipulögð af hans hendi og ekkert var honum, kærara en kynna landið sitt ísland. Land sem hann þekkti svo vel enda virk- ur félagi í Ferðafélagi íslands á sínum yngri ái-um. Börn hændust að Hauki og þá ekki síst barnabörnin sem nutu þess að vera í samvistum við hann hér heirna eða í Svíþjóð. Sátu þau á kné honum og kenndí hann þeim vísur enda kunni hann heilu ljóða- bálkana. Hann leiddi þau við hönd sér, ávallt með bros á vör. Hann fylgdist grannt með uppvexti þeirra, námi og öðrum viðburðum og kom ávallt hlaðinn gjöfum í hverri ferð að ógleymdum jólagjöf- unum. Haukur Þorsteinsson fæddur í Reykjavík 4. maí 1914 og voru for- eldrar hans Þorsteinn Finnbogason, kennari í Reykjavík og síðar bóndi í Fossvogi, f. 20. júlí 1880, d. 17. febrúar 1966, og kona hans, Jó- hanna Greipsdóttir frá Haukadal í Biskupstungum, f. 6. janúar 1884, d. 5. júní 1924. Þau eignuðust sjö börn og eru nú tvö þeirra á lífi, Katrín og Finnbogi. Haukur kvænt- ist Jórunni Ragnheiði Brynjólfsdótt- ur frá Hrísey 11. nóvember 1944 og eignuðust þau fjögur börn sem eru: Sigurveig, gift Pétri Magnús- syni og eiga, þau eina dóttur og eina dótturdóttur, Jóhanna, gift Eiríki Viggóssyni og eiga þau þijú börn, Brynhildur, gift Ólafi Bjarna- syni og eiga þau þijú börn og eina sonardóttur, og Brynjólfur, kvænt- ur Arndísi Magnúsdóttur og eiga þau tvö börn og einn son á Brynjólf- ur af fyrra hjónabandi. Jórunn og Haukur slitu samvistir og síðastlið- in 10 ár bjó hann með sænskri konu, Mimmi Nilsson. Ég samhryggist börnum hans, barnabörnum og barnabarnabörn- um en mínum góða tengdaföður gleymi ég aldrei. Blessuð sé minning hans. Eiríkur Viggósson Afi Haukur var ekki á leið í lengra ferðalag en til Svíþjóðar þegar hann kvaddi okkur síðastliðið sumar, þó svo að reyndin hafi orðið önnur. Afi Haukur var búinn að vera búsettur í Svíþjóð í tuttugu ár. Þrátt fyrir það áttum við flest sumur ánægjulegar samverustundir með honum, ýmist hér heima á íslandi eða úti í Svíþjóð. Þess utan kom hann til Islands í ýmsum erinda- gjörðum fyrir Landssamband ís- lendingafélaganna í Svíþjóð og dvaldi hann ávallt á heimili okkar síðustu 12 árin. Afi Haukur var með eindæmum hress og viðkunnanlegur kall, gerði óspart grín að sjálfum sér og leit ávallt á björtu hliðar tilverunnar. Hann hafði frá miklu að segja og kunni ógrynnin öll af gömlum vísum sem hann hafði gaman af að fara með. Hann hafði ánægju af því að segja sögur frá uppvaxtarárum sínum þegar hann bjó með fjöl- skyldu sinni í Fossvoginum. Einnig kunni hann fjölmargar leigubílasög- ur úr Reykjavík frá þeim tíma er hann stundaði þá iðju og ekki voru ferðasögurnar verri þar sem ferðast var eftir vegleysum landsins. Þegar afi Haukur kom seinast til landsins síðastliðið sumar fór hann í ferð upp á öræfi og ætlaði hann í einhverri af næstu Islands- ferðum að endurnýja kynni sín frek- ar af óbyggðum Islands. Það var fleira sem hann hafði í hyggju að koma í framkvæmd áður en yfir lyki. Hann ætlaði að flytjast aftur . heim til íslands þegar hann yrði áttræður og eyða síðustu árum ævinnar hér heima hjá fjölskyld- unni. Af framansögðu má gera sér Ijóst að afi Haukur var ekki á förum yfir móðuna miklu, síður en svo, hann átti eftir að gera margt þó hann væri orðinn 76 ára gamall. Honum fannst hann vera lánsamur hvað hann væri við góða heilsus og gæti gert miklu meira en marg- ir aðrir á hans aldri. Afi Haukur gat ekki frekar en aðrir ráðið því hvenær sá dagur kæmi að hann væri kallaður á fund —forfeðra sinna. Hann veiktist skyndilega í desember síðastliðnum og þrátt fyrir bjart útlit um bata dugði það ekki til og andaðist hann milli jóla og nýárs. Þá fyrst reyndi virkilega á hve erfitt það er að eiga nána ættingja í fjarlægum löndum og geta ekki stutt þá í veikindum þeirra þegar mest er þörfin. Haukur og Sigurður Eiríkssynir IITSALA - UTSALA Allt aó % afslóttur HAGKAUP kortatímabil /4M í ectwc

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.